Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.03.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2018 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr. Gunnar Valur Gíslason, sem á 60 ára afmæli í dag, var staddurúti á golfvelli á Alicante þegar blaðamaður náði tali af honumí gær. „Við konan komum hingað á fimmtudaginn, sluppum við mesta kuldakastið og núna er sól og blíða og gott veður. Við höf- um verið dálítið á Spáni og höfum spilað á þessum velli áður. Á afmæl- isdaginn ætlum við út að borða á góðum stað með vinum og hafa það notalegt yfir daginn.“ Gunnar er framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Höfðatorgs sem sér um að byggja háhýsin á Höfðatorgi. „Við erum með leyfi til að byggja 75.000 fermetra og erum að klára 65.000 fermetra. Þar á með- al eru íbúðir sem eru að detta í sölu hjá okkur. Svo leigjum við út skrifstofuhúsnæði og veitingastaði og Fosshótel leigja af okkur hús- næðið sem þau eru í.“ Gunnar er einnig bæjarfulltrúi í Garðabæ. „Það gengur bara vel í Garðabæ, fjárhagsstaðan er sterk, mikil íbúðauppbygging er í Urr- iðaholti og í gangi er útboð á stóru fjölnota íþróttahúsi í bænum.“ Fyrir utan að spila golf ver Gunnar mestum tíma sínum með fjöl- skyldunni. „Við eigum sumarbústað í Ölveri undir Hafnarfjalli og eyð- um löngum stundum þar með börnum og barnabörnum. En svo er ég líka í Lionsklúbbi Álftaness og ýmsum öðrum góðum félagsskap.“ Eiginkona Gunnars er Hervör Poulsen, bókari hjá SÁÁ. Börn þeirra eru María Fjóla, Andri Valur, Dagbjört Ósk og Maren Rún. Á góðri stund Hjónin Gunnar Valur og Hervör. Staddur á Alicante í afmælisferð Gunnar Valur Gíslason er sextugur í dag J óhanna Laufey Jóhanns- dóttir fæddist í Reykjavík 6.3. 1948 og ólst upp í Vogahverfinu: „Æskuslóð- irnar voru við Sundin blá, við Elliðaárvoginn og á túnunum við Langholtsbúið. Foreldrar mínir voru frumbyggjar í Njörvasundi og á æskuárum mínum var þetta svæði langt út í sveit. Frjálsræðið var al- gjört og sjórinn og bátabryggjurnar við Elliðaárvog og Vatnagarða, þar sem nú er Skarfabryggja og Sunda- höfn, voru uppsprettur endalausra ævintýra.“ Laufey var í Vogaskóla sem þá var stærsti barnaskóli landsins með ell- efu árganga og yfir 1.700 nemendur. Hún stundaði nám við Verslunar- skóla Íslands í eitt ár, kynntist þar eiginmanninum og eftir námið þar stunduðu þau nám og störf í Dan- mörku. Hún lauk stúdentsprófi frá FG 1984, stundaði nám í rekstrar- og viðskiptagreinum við Endurmenntun HÍ 1999-2001 og lauk prófum frá Leiðsögumannaskóla Íslands 2016. Laufey var stofnandi ferðaskrif- stofunnar Alís 1983 og meðeigandi og starfsmaður hennar til 1995. Þar sinnti hún einkum markaðs- og aug- lýsingastörfum, auk almennar af- greiðslu- og sölustörfum.. Laufey Jóhannsdóttir leiðsögumaður – 70 ára Hjá ömmu Laufey heldur tveggja vikna sumarbúðir fyrir barnabörnin í sumarbústaðnum við Vatnaskóg á hverju sumri. Frá vinstri: Laufey, Skúli Snær, Margrét Laufey, Laufey Katrín, Óskar Már, Breki, Rán og Úlfur. Í sveitarstjórnarmálum og ferðaþjónustunni Hjónin Laufey og Skúli Gunnar í Kaupmannahöfn í tilefni gullbrúðkaupsins. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.