Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 4

Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og bankastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk aðfaranótt mánudagsins, 88 ára að aldri. Sverrir fæddist á Svalbarði í Ögurvík 26. febrúar 1930, son- ur hjónanna Her- manns Hermannsson- ar, útvegsbónda, og Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur, hús- móður. Sverrir lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1951 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands 1955. Hann starfaði m.a. sem skrif- stofustjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur, 1956-1960, og fulltrúi hjá blaða- útgáfunni Vísi hf. 1960–1962. Þá var hann formaður og framkvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra versl- unarmanna frá stofn- un þess 1957 til 1972. Hann var einnig forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins 1975 til 1983. Þá starfaði hann að útgerðarmálum með bræðrum sínum og var stjórnarformaður útgerðarfélagsins Ögurvíkur 1970 til 1987. Sverrir var varaþingmað- ur Austurlands frá 1964 til 1968 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þing- maður Austurlands fyrir flokkinn frá árinu 1971 til ársins 1988. Hann gegndi embætti iðn- aðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Þá var hann forseti neðri deildar Alþingis 1979 til 1983. Sverrir varð bankastjóri Lands- banka Íslands árið 1988 og gegndi því starfi til 1998. Það ár stofnaði hann Frjálslynda flokkinn og var formaður þess flokks til 2003. Hann var kjörinn á Alþingi á ný árið 1999 og var þingmaður Reyk- víkinga fyrir Frjálslynda flokkinn til 2003. Eiginkona Sverris var Greta Lind Kristjánsdóttir, sem lést árið 2009. Þau eignuðust fimm börn: Huldu Bryndísi, Kristján, Mar- gréti Kristjönu, Ragnhildi og Ást- hildi Lind. Fósturdóttir er sonar- dóttirin Greta Lind. Önnur barnabörn eru 12 talsins og lang- afabörnin eru 6. Andlát Sverrir Hermannsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn varaformaður Viðreisnar, segir að um eitthundrað landsþingsfulltrúar hafi skráð sig til þátttöku á þessu fyrsta landsþingi Viðreisnar frá stofnun flokksins, sem haldið var í Hljómahöll í Reykjanesbæ um helgina og um 70 hafi tekið þátt í for- manns- og varaformannskjöri í fyrradag. Á forsíðu Morgunblaðsins í gær var haft eftir Ásdísi Rafnar, for- manni kjörstjórnar Viðreisnar, að ákveðið hefði verið „að gefa ekki upp hversu mörg atkvæði voru greidd á fundinum eða hversu margir sóttu hann“. Hins vegar var það gefið upp að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem kosin var formaður, hefði hlotið 95,3% atkvæða og Þorsteinn Víg- lundsson verið kjörinn varafor- maður með 98,5% atkvæða. Viðreisn birti nákvæmar tölur um skráningu og kosningaþátttöku, sem Morgunblaðið óskaði eftir í fyrra- dag, á heimasíðu sinni í gær, þar sem fram kemur að 100 skráðu sig, 64 kusu í formannskjörinu og 66 kusu í varaformannskjörinu. Þorsteinn var í gær spurður hvers vegna ekki hefði mátt gefa upp hversu margir hefðu sótt lands- þingið og hversu margir hefðu greitt atkvæði: „Þetta er ekkert rosalega flókið. Það voru um eitthundrað manns sem skráðu sig á þingið, sem við vor- um bara mjög ánægð með, þar sem þingið var haldið utan höfuðborgar- svæðisins, og ég held að um sjötíu manns hafi tekið þátt í kjörinu,“ sagði Þorsteinn. Hann var spurður hvort hann teldi að það væri ánægjuleg þátttaka í landsþingi að um 100 manns mættu, þegar horft væri til þess að Viðreisn fékk 13.122 atkvæði í síð- ustu þingkosningum: „Já, ég er bara mjög sáttur við það. Við horfðum á mun eldri flokk en okkur halda þing hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að það hafi verið í kringum 200 manns sem kusu á þingi Framsókn- arflokksins, ekki rétt? Þannig að við vorum mjög ánægð með þátttökuna. Við vissum að við vorum að taka ákveðna áhættu með því að halda þingið á landsbyggðinni,“ sagði Þor- steinn Víglundsson ennfremur. 100 skráðu sig á landsþingið og 66 kusu  Með 61 atkvæði á bak við sig  Við- reisn með 13.122 atkvæði í kosningunum Morgunblaðið/Golli Viðreisn Þorsteinn Víglundsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margt er öðru vísi við loðnuvertíð- ina sem nú er langt komin en ver- tíðarnar síðustu ár. Engar tvær vertíðar virðast vera eins og loðnuskipin hafa verið að veiðum víða við landið síðustu daga, en ekki aðeins á Faxaflóa og Breiða- firði þar sem hafa verið helstu hrygningarstöðvar loðnunnar. Skipin hafa verið við Tjörnes og í Skjálfanda, við Suðurland, á Breiðafirði og í gær köstuðu fjög- ur skip á loðnu út af Patreksfirði, Jón Kjartansson SU 11, Beitir NK, Vilhelm Þorsteinsson EA og Huginn VE. Þarna voru góðar lóðningar, en loðnan stóð djúpt eða á 30-40 föðmum, að sögn Grétars Rögnvarssonar, skipstjóra á Jóni Kjartanssyni SU 111. Þeir voru að ljúka við að dæla um 200 tonnum af ágætri hrognaloðnu. Sjaldan hafa loðnuskipin tekið síðustu skammta vertíðar á Skaga- grunni og Skjálfanda fyrir norðan land. Það er þó raunin í tilfelli Pol- ar Amaroq, sem fékk 500-600 tonn á Skagagrunni aðfaranótt föstu- dags og hafði um hádegi í gær fengið 800 tonn í tveimur köstum á Skjálfanda, skammt frá Flatey. Polar Amaroq og Hoffell voru í gær að veiðum norður af Tjörnesi. Fleiri skip voru að veiðum fyrir Norðurlandi fyrir og um helgina og fengu Ásgrímur Halldórsson, Álsey, Aðalsteinn Jónsson og Hof- fell góðan afla þar. Á vef Síldarvinnslunnar segir að loðnan hagi sér heldur skringilega nú undir lok vertíðar. Loðnan sem veiddist nyrðra þótti henta til Jap- ansfrystingar en syðra var lögð áhersla á að fá hrognaloðnu. Kvótinn 186 þúsund tonn Samkvæmt yfirliti á vef Fiski- stofu var í gær búið að landa tæp- lega 140 þúsund tonnum af loðnu á vertíðinni. Aflinn er eflaust orðinn nokkru meiri því í gær voru nokk- ur skip að landa eða lönduðu um helgina. Heildarkvóti íslenskra skipa er 185.575 tonn. Hafrannsóknastofnun gaf í októ- ber út ráðgjöf um aflahámark á vertíðinni 2017/18 upp á 208 þús- und tonn. Í byrjun febrúar var gefin út ný ráðgjöf upp á 285 þús- und tonn eða 77 þúsund tonnum meira en ráðgjöf stofnunarinnar frá því í október. Af heildarkvót- anum eiga Norðmenn, Færeyingar og Grænlendingar aflaheimildir samkvæmt samningum þjóðanna. Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson Loðnuvertíð Grænlenska skipið Polar Amaroq við Reykjanes í fyrravetur. Í gær var það að veiðum við Tjörnes. Loðnan veiðist víða síðustu daga vertíðar  Polar Amaroq með góðan afla á Skagagrunni og Skjálfanda Skip HB Granda hafa lokið sinni loðnuvertíð og hélt Vík- ingur í gær áleiðis á kolmunnamið vestur af Írlandi. Verið var að landa úr Venusi á Akranesi, sem síðan fer einnig á kolmunna. Hákon ÞH, Margrét EA og Eskjuskipin Guðrún Þorkels- dóttir og Jón Kjartansson SU 311 voru í gær á kolmunnaveið- um vestur af Írlandi. Ný vertíð við Írland FJÖGUR SKIP Á KOLMUNNA Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Víkingur AK Á leið á Írlandsmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- ráðherra var ekki talinn van- hæfur til þess að úthluta rekstrarstyrk til Landverndar, þar sem hann gegndi áður stöðu fram- kvæmdastjóra. Það var mat sér- fræðinga sem fóru yfir hæfi ráð- herra í málinu, samkvæmt svörum frá ráðuneytinu. Rekstrarstyrkir til félagasam- taka sem heyra undir málaflokk- inn voru ekki auglýstir lausir til umsóknar fyrr en eftir að Guð- mundur Ingi tók við ráðherra- embætti þann 14. desember s.l. Öðru gegndi hins vegar um verkefnastyrki sem auglýstir voru til umsóknar þann 23. októ- ber s.l., er Guðmundur Ingi var enn framkvæmdastjóri Land- verndar. Svandís Svavarsdóttir sá um að úthluta þeim í stað Guð- mundar. Landvernd fékk 5,1 milljón króna í rekstrarstyrk fyrir árið 2018 og er það í samræmi við út- hlutanir undanfarinna ára. Orðinn ráðherra er styrkirnir voru auglýstir Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.