Morgunblaðið - 13.03.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.is
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900
JEPPADEKK
fyrir íslenskar aðstæður
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR
JEPPA OG JEPPLINGA.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Mamma Hólmars Svans-sonar hefur bakað vöffl-ur á sama vöfflujárninu í53 ár. Sonurinn sem er
árinu eldri en vöfflujárnið segir það
aldrei hafa bakað vandræði eins og svo
mörg nýlegri raftæki, sem eru svo við-
kvæm að þau leggja upp laupana við
minnsta hnjask. „Þau úreldast á
skömmum tíma og eru mörg hver ekki
viðgerðarhæf vegna þess að framleið-
endur hafa vísvitandi smíðað og jafnvel
límt þau þannig saman að ógjörningur
er að losa skrúfur og annað slíkt. Til-
gangurinn er augljós; þeir vilja að við,
neytendur, séum sífellt að endurnýja
tækin okkar,“ útskýrir Hólmar, fixari
og umhverfisvinur, sem ásamt nokkr-
um góðum félögum boðar viðgerðar
byltingu á Akureyri frá og með morg-
undeginum.
Áður en hann ljóstrar upp um
byltingaráformin víkur hann aftur að
vöfflujárni móður sinnar og segir nán-
ast óhugsandi að nýleg vöfflujárn nái
jafn háum lífaldri og þau gömlu, jafn-
vel þótt fólk baki trúlega ekki eins oft
vöfflur og það gerði í gamla daga. Nú
sé öldin önnur, raftæki og raf-
eindatæki eigi sér æ styttri lífdaga og
þar hafi framleiðendur alla þræði í
hendi sér.
Gríðarlegt umhverfisálag
„Það er orðinn þekktur frasi að
framleiðendur hanni fyrir haugana og
Gerðu það sjálf/ur-
bylting í uppsiglingu
Sá grunur læðist stundum að neytendum að raf- og rafeindatæki séu vísvitandi
þannig úr garði gerð af hálfu framleiðenda að þeim verði ekki langra lífdaga auð-
ið. Endingartíminn er oft skemmri en eldri tækja og þótt þau séu ekki gefin svarar
varla kostnaði að gera við þau. Því er þeim fleygt í stórum stíl með tilheyrandi
skaða fyrir umhverfið. Hólmari Svanssyni, fixara og umhverfisvini, blöskraði
þessi sóunin og hvernig neytendur eru blekktir og stofnaði hópinn Restart Ísland,
sem heldur ókeypis vinnustofur þar sem fólki er kennt að gera sjálft við biluð tæki.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Umhverfisvinur Hólmar Svansson forsprakki Restart Ísland hópsins.
Í tilefni af Degi líkamsvirðingar, sem er
í dag, þriðjudaginn 13. mars, bjóða
Samtök um líkamsvirðingu upp á
ókeypis og opið fræðslukvöld um lík-
amsmynd og fjölbreyttar fyrirmyndir
kl. 20-22 í Café Meskí, Fákafeni 9,
Reykjavík.
Fjallað verður um hvað líkamsmynd
er og hvernig hún mótast og áhrif sam-
félagsmiðla og annarra fjölmiðla á þró-
un líkamsmyndarinnar. Skoðað verður
sérstaklega áhrif fjölbreyttari fyrir-
mynda eins og „plus size“ fyrirsætna.
Einnig verður rætt um hagnýtar að-
ferðir til að bæta líkamsmyndina.
Samtök um líkamsvirðingu hafa það
að markmiði að stuðla að virðingu fyrir
fjölbreytileika holdafars, jákvæðri lík-
amsmynd og heilsueflingu óháð holda-
fari. Samkvæmt facebook-síðu sam-
takanna er markmið þeirra m.a. að
vinna gegn útlitsdýrkun og fitu-
fordómum í samfélaginu.
Vefsíðan Facebook: Samtök um líkamsvirðingu
Margbreytileiki Samtök um líkamsvirðingu vilja að börn læri að þykja vænt
um líkama sinn og bera virðingu fyrir margbreytileikanum.
Líkamsmynd og fyrirmyndir
Eldað fyrir einn nefnist námskeið,
sem Dóra Svavarsdóttir, matreiðslu-
meistari, hefur staðið fyrir. Eitt slíkt
hefst kl. 17.30 í dag, þriðjudaginn 13.
mars, í Hússtjórnarskólanum í
Reykjavík og því eru síðustu forvöð
að skrá sig til leiks: dora@culina.is.
Að sögn Dóru er áskorun fólgin í
því að elda fyrir einn, bæði fyrir byrj-
endur og þá sem eru vanir að elda
fyrir fleiri, enda sé fátt hægt að
kaupa fyrir einn eða tvo. Þar sem
framleiðendur miða vörur sínar við
stærri fjölskyldur þurfi þeir sem eru
einir að vera skapandi og skipuleggja
máltíðirnar vel. Með örlítilli skapandi
hugsun megi galdra fram dýrindis-
máltíð.
Endilega . . .
. . . eldið fyrir einn
Afgangar Lögð áhersla á að nýta af-
ganga – það sem til er í ísskápnum.
Valgerður H. Bjarnadóttir fé-
lagsráðgjafi, fjallar um upprisu kven-
lægrar vitundar kl. 20 annað kvöld,
miðvikudaginn 14. mars, á Sagna-
kaffi vikunnar í Borgarbókasafninu
Gerðubergi. Valgerður, sem hefur
starfað að málefnum kvenna og með
konum í áratugi, segir gestum sögur
og tengir við sjálfa sig og allar þær
konur sem í dag eru að rísa upp og
hafa hátt. Þetta eru spennandi sögur
frá örófi alda, um undirheimaferðir
og upprisu goðanna. Flestir þekkja
söguna af upprisu Krists, sumir líka
söguna af Ósírís, en ein elsta goð-
sögnin segir frá Inönnu sem fer í
heimsókn til gyðju undirheima,
Ereshkigal. Þar er hún drepin og
hengd á krók. Önnur sögn er af
Persefónu, sem er fönguð af Hadesi
sem tekur hana með sér nauðuga til
undirheima. En þessar konur ná að
rísa upp og kallast þessar sögur því
sterkt á við sögu kvenna og þá upp-
risu sem nú er að eiga sér stað.
Gestir fá að spreyta sig undir
stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu
sem hefur staðið fyrir námskeiðum í
sagnamennsku og ritlist hjá Borg-
arbókasafninu.
Sagnakaffi í Borgarbókasafninu Menningarhúsi Gerðubergi
Upprisa kvenlægrar vitundar og
konur sem rísa upp og hafa hátt
Sögur Valgerður segir sögur um undirheimaferðir og upprisu goðanna.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.