Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 21
Ágæt umræða hefur skapast á síðum Morgunblaðsins um það hvort vatnsafls- virkjanir og þjóðgarðar geti farið saman. Nýverið birtist svargrein okkar í Vestur- Verki við hugleiðingum Ómars Ragnars- sonar um Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum og þjóðgarð á Vestfjörðum. Ómar svarar greininni jafnharðan og er okkur bæði ljúft og skylt að bregðast aftur við skrifum hans. Þrjátíu ár frá hugmynd til framkvæmdar Umræðan um þjóðgarð á hálendi Vestfjarða er á byrjunarreit og má líkja við það þegar hugmyndir um Snæfellsjökulsþjóðgarð komu fyrst fram upp úr 1970. Eysteinn Jónsson, þáverandi for- seti sameinaðs Alþingis, hafði forystu um málið á vettvangi Nátt- úruverndarráðs og árið 1972 ályktaði þing ráðsins um stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi. Unnið var að málinu næstu ár og viðræður hafnar við landeigendur en ekki dró til tíðinda fyrr en tuttugu árum síðar. Árið 1994 var skipuð nefnd til að vinna að stofnun þjóðgarðs, sem skilaði lokaskýrslu 1997, og sumarið 2001 var þjóðgarðurinn loks stofnaður. Sjá vef Umhverfisstofnunar: https://www.ust.is/snaefellsjokull/verndun-og-stjornun/#Tab1. Að halda því fram, eins og Ómar gerir, að ferlið hafi einungis tekið sjö ár en ekki þrjátíu er í besta falli afvegaleiðing og má ljóst vera að áratugi getur tekið að koma slíkri hugmynd í fram- kvæmd. Vert er að rifja þessa löngu atburðarás upp þegar rætt er um stofnun þjóðgarðs á hálendi Vestfjarða og hafa um leið í huga allan þann fjölda einstaklinga, sem eiga land á umræddu svæði og ná þyrfti samkomulagi við áður en lengra er haldið. Samhengi hlutanna Það er sérkennileg nálgun hjá Ómari að fara í virkjanasam- anburð á Vestfjörðum til þess eins að segja að Hvalárvirkjun sé stórvirkjun á vestfirskan mælikvarða. Auðvitað er hún það því aðeins ein virkjun í fjórðungnum stendur undir nafni sem slík; Mjólkárvirkjun,sem er tæp 11 megawött að stærð. Aðrar virkjanir teljast smávirkjanir. Vestfirðingar búa við lakasta raforkuöryggi allra lands- manna og þeir eru langan veg frá því að vera sjálfbærir í orkuframleiðslu. Á köldum vetrardögum eru allt að 40 mega- wött flutt inn á Vestfirði af meginflutningskerfi Landsnets. Það slagar hátt í 55 megawatta framleiðslugetu Hvalárvirkj- unar. Svigrúm til að bæta við nýjum orkunotendum í fjórðungnum, t.d. nýrri atvinnustarfsemi, er nær ekkert miðað við óbreyttar forsendur. Vestfirðir eru hluti af Íslandi og því er eðlilegast að bera mannvirkjagerð þar saman við það sem gerist ann- ars staðar á landinu. Hvalárvirkjun telst aðeins miðl- ungsstór í íslensku samhengi en sem slík mun hún þó reynast búbót fyrir raforkuframleiðslu landsmanna. Með nútímalegum tengingum mun hún einnig bæta afhend- ingaröryggi raforku á Vestfjörðum til mikilla muna. Af hverju ætti ekki að virkja á Vestfjörðum líkt og annars staðar á landinu? Af hverju eiga Vestfirðingar að búa við það að flytja þurfi inn í landshlutann í stórum stíl orku sem dreift er með gömlum og ótryggum línum Lands- nets? Miðhálendisþjóðgarðurinn mun geyma virkjanir Víða um heim fara virkjanir og þjóðgarðar ágætlega saman þar sem ýmist var virkjað fyrir eða eftir stofnun þjóðgarðanna. Gagn- legt er að skoða hvað aðrar þjóðir hafa gert en mestu máli skiptir hvernig við Íslendingar ætlum að haga okkar málum. Ekki er annað að sjá en að ágætis samstaða sé að myndast um þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Nýleg og ítarleg skýrsla umhverf- is- og auðlindaráðuneytis, „Forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands“, vitnar um það. Innan marka þjóðgarðsins munu flestar helstu virkjanir Íslendinga falla auk þess sem þar verður að finna ýmsa virkjunarkosti sem nefndir eru í ramma- áætlun; kostir sem gætu orðið að veruleika í framtíðinni. Sú stað- reynd að bæði virkjanir og miðlunarlón eru fyrir á svæðinu, ásamt mögulegum virkjunarkostum, hindrar ekki framgang verkefnisins. Lappland Íslands? Ómar nefnir í niðurlagi sínu að í Lapplandi selji Finnar myrk- ur, kulda, þögn og ósnortna náttúru. Í það sæki fólk frá suðlægari löndum. Væntanlega telur hann þjóðgarð á hálendi Vestfjarða vera svipaða vöru. En þá er vert að halda því til haga að veðurfar nyrst í Finnlandi er stöðugt. Veglegur tveggja akreina vegur, E75, nær norður að E6 við landamærin að Finnmörku. Vandamál við að halda vegum opnum eru hverfandi og mikil frostharka á vetrum kemur í veg fyrir hálku. Meðfram helstu vegum eru hótel, bensínstöðvar, bílaleigur o.s.frv. Allir nauðsynlegir innviðir eru því fyrir hendi til að þjóna ferðafólkinu sem sækir til Lapplands. Þessu er ekki til að dreifa í Árneshreppi á Ströndum. Nýr og veglegur heilsársvegur frá Hólmavík norður í Ófeigsfjörð kostar ekki undir fimm milljörðum og líklega gott betur því óhjákvæmi- lega þyrfti að grafa göng undir Kaldbakshorn. Rekstur slíks veg- ar að vetrarlagi norður í kuldann, þögnina og ósnortnu náttúruna yrði afar dýr sökum umhleypinga. Miðað við fjárveitingar til vegamála og þau nauðsynlegu stórverkefni í vegasamgöngum á Vestfjörðum, sem beðið hafa lengi, má ætla að biðin eftir slíkum vegi norður í Árneshrepp verði löng. Virkjanir í þjóðgörðum Eftir Gunnar Gauk Magnússon » Vestfirðingar búa við lakasta raforku- öryggi allra landsmanna og þeir eru langan veg frá því að vera sjálfbærir í orkuframleiðslu. Gunnar Gaukur Magnússon Ítarlegt yfirlitskort yfir virkjunarsvæði Hvalár þar sem sjá má öll helstu mannvirki, s.s. stöðvarhús, skurði, stíflur, vinnuvegi og lón. Höfundur er framkvæmdastjóri VesturVerks á Ísafirði. UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is HYUNDAI TUCSON COMFORT NÝRBÍLL dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 4.990.000 kr. Verð í umboði 5.580þkr. Raðnúmer 257552 M.BENZ SPRINTER 316D L2H1 03/2012, ekinn 97 Þ.km, dísel (164hö) , beinskipt- ur, dráttarkrókur. Tilboðsverð 2.290.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257463 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is HYUNDAI SANTA FE PREMIUM2.2 TDI NÝR BÍLL diesel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 6.990.000 kr. Verð í umboði 7.990þkr. Raðnúmer 230680 RENAULTMASTER DCI125 L2H2 Árg. 2015, ekinn 57 Þ.km, dísel, 6 gíra. Tilboðsverð 2.590.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257307. FORD TRANSIT 350 TREND L3 Nýr ókeyrður, dísel, 6 gíra, 7manna. Verð 4.490.000 kr. + vsk. Raðnúmer 257474 Umræðan um mikið brotthvarf í fram- haldsskólum er ekki ný af nálinni og er illu heilli að verða gamalkunnugt stef í umræðunni um ís- lenska framhalds- skólastigið. Ætla má að brotthvarf í ís- lensku skólakerfi sé tæp 20% í sam- anburði við rúm 10% ef miðað er við meðaltal í löndum Evrópusambandsins. Finnar eru þeir nágrannar okkar sem hafa náð hvað bestum árangri í að draga úr brotthvarfi, en í Finn- landi er brotthvarfsprósentan 7-8%. Í umfjöllun um góðan ár- angur Finna á grunnskólastigi er áhugavert að skoða þá áherslu sem þeir leggja á að mæta hratt og örugg- lega öllum ein- staklingum sem skil- greindir eru með einhverskonar náms- erfiðleika eða þörf fyrir aukna aðstoð. Hjá Finnum er þessi hópur talinn vera allt að 30% af nem- endafjölda. Andleg líðan nem- enda hefur mikið ver- ið rædd í þessu sam- bandi og áhersla á aukna sálfræðiþjónustu í íslensk- um framhaldsskólum hlýtur vissu- lega að vera afar brýnt verkefni. En fleira þarf til. Ástæður brott- hvarfs eru fjölmargar og öll um- ræða um töfralausnir er var- hugaverð. Það er hins vegar áhugavert að skoða þróun brott- hvarfs með hliðsjón af þeim miklu breytingum sem eru óumflýj- anlegar til að mæta þörfum at- vinnulífs sem byggist í meira mæli á stafrænu hagkerfi. Að mati Samtaka iðnaðarins er tvennt sem gæti skipt sköpum þegar kemur að baráttunni við brotthvarf. Í fyrsta lagi þarf markvissa vinnu og kynning- arstarf með grunnskólanemendum áður en þeir velja sér nám að loknum grunnskóla. Með aukinni kynningu og opinni umræðu um þau ólíku tækifæri sem bjóðast t.a.m. með iðn- og starfsmenntun má ætla að fleiri nemendur velji sér námsleið og skóla sem eru lík- legri til að styðja við og virkja áhuga þeirra og hæfileika og draga þar með úr líkum á brott- hvarfi. Alltof mörg dæmi eru um að nemendur velji sér nám til að þjóna vilja annarra í nærsamfélag- inu eða í þeirri viðleitni að standa undir væntingum sem þeir telja að til þeirra séu gerðar. Slík dæmi sjást glöggt í fjölda þeirra nem- enda sem innritast í bóknám en velja sér síðar á ferlinum iðnnám eða annað starfsnám. Í öðru lagi er mikilvægt að auka umræðu og áherslu á færni ein- staklings og styrkleika fremur en undirbúning nemenda fyrir til- tekin störf. Rannsóknir og spár sýna að á næstu árum verður megináhersla á færni og þverfag- lega þekkingu þar sem mestu máli skiptir aðlögunarhæfni, sköpun og rökræn, gagnrýnin og lausna- miðuð hugsun. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að segja að starfstitlar verði aflagðir í þeirri mynd sem við þekkjum í dag. Það gæti reynst nemendum á fram- haldsskólastigi auðveldara að finna sinn stað í íslensku mennta- kerfi ef áhersla í umræðunni og náminu sjálfu verður í auknum mæli á færni og styrkleika hvers einstaklings. Við þurfum fordómalausa um- ræðu um mikilvægi þess að ein- staklingar velji nám sem þeir telja eftirsóknarvert og fellur vel að styrkleikum þeirra og áhugasviði. Skilningur þeirra á því hvernig aukin færni getur nýst í verk- efnum framtíðarinnar er grund- vallaratriði þegar kemur að því að viðhalda áhuga, hvetja og stuðla að því að nemendur ljúki þeirri vegferð sem þeir leggja upp í þeg- ar framhaldsskólanám hefst. Eftir Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur » Ástæður brotthvarfs eru fjölmargar og öll umræða um töfralausnir er varhugaverð. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Höfundur er sviðsstjóri reksturs mennta- og mannauðsmála hjá Sam- tökum iðnaðarins. Að velja rétt og virkja færni í baráttunni við brotthvarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.