Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
✝ Hörn Sigurð-ardóttir fæddist
í Reykjavík 3. des-
ember 1922. Hún
lést 4. mars 2018 á
Hjúkrunarheimilinu
Mörk í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Sigurður
Guðnason búfræð-
ingur, form. Dags-
brúnar og alþing-
ismaður, f. í
Holtakoti, Biskupstungnahreppi,
Árnessýslu, 21. júní 1888, d. 7. des-
ember 1975, og Kristín Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. á Tjörn,
Biskupstungnahreppi, Árnessýslu
12. nóvember 1891, d. 24. desem-
ber 1981. Systkini Harnar voru:
Ragnar Árni, f. 1972, og Hörn, f.
1978. 2) Sigurður Kristinn, f. 1948,
eiginkona hans var Ragnheiður
Torfadóttir, f. 1949, d. 2013. Synir
þeirra eru Stefán Torfi, f. 1970,
Finnur, f. 1971, og Ármann Viðar,
f. 1972. 3) Stefán Agnar, f. 1950,
eiginkona hans er Ingibjörg María
Pálsdóttir, f. 1951. Dætur þeirra
eru Agnes, f. 1970, Erla, f. 1974,
Íris, f. 1978, og Kristín, f. 1985. 4)
Guðmundur Eggert, f. 1955, eig-
inkona hans er Guðrún Þorvalds-
dóttir, f. 1958. Börn þeirra eru Jó-
hanna Kolbrún, f. 1977,
Guðmundur Snær, f. 1984, og
Sævar Steinn, f. 1989. Ömmubörn-
in eru 12, auk fjölda langömmu-
og langalangömmubarna.
Hörn var heimavinnandi fyrri
hluta ævinnar en um miðjan aldur
vann hún í þvottahúsi Grundar við
Hringbraut og síðar í Þjóðminja-
safninu sem gæslukona.
Hörn verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju í dag, 13. mars 2018,
klukkan 13.
Guðný, f. 1919, d.
1999, Ágústa, f.
1920, d. 1989, Sunn-
eva, f. 1921, d. 1942,
Guðfinna, f. 1926, d.
2009, Guðmundur
Emil, f. 1929, d.
1929, og Auður, f.
1931, d. 2017.
Hörn giftist 5.
desember 1946 Finni
Kristinssyni skrif-
stofustjóra, f. 1919,
d. 2009. Þau hófu búskap á Skóla-
vörðustíg 29, fluttu síðan á Klepps-
veg 136 en lengst af bjuggu þau á
Víðimel 36. Synir Harnar og Finns
eru: 1) Ragnar Auðunn, f. 1947,
eiginkona hans er Jóhanna Ragn-
arsdóttir, f. 1947. Börn þeirra eru
Móðir okkar og tengdamóðir,
Hörn Sigurðardóttir, lést að
morgni sunnudags 4. mars 95 ára
að aldri. Þótt hún væri þrotin að
kröftum var hugurinn skýr og
stutt í glens og bros. „Ætli hann
Pétur opni hliðið fyrir gamalli
kerlingu eins og mér, sem ég þekki
varla lengur,“ sagði hún stundum
undir það síðasta og brosti.
Mamma fæddist í Reykjavík,
fjórða í röð sjö systkina sem öll eru
látin. Systkini hennar voru Guðný,
f. 1919, Ágústa, f. 1920, Sunneva, f.
1921, Guðfinna, f. 1926, og Auður,
f. 1931. Afi og amma eignuðust
einnig dreng, Guðmund Emil, f.
1929, sem dó sex mánaða gamall.
Þau misstu einnig Sunnevu er hún
var rúmlega tvítug.
Fyrstu árin bjó fjölskylda
mömmu á Hverfisgötu 70. Afi og
amma voru þá nýflutt til Reykja-
víkur úr Biskupstungunum. Fjöl-
skyldan flutti um 1930 í Verkó,
sem þá voru nýbyggðir. Hring-
braut 88 er í minningunni mikil-
vægur samkomustaður stórfjöl-
skyldu móðurafa og -ömmu.
Pabbi og mamma giftu sig 5.
desember 1946, eftir að hafa
kynnst í Iðnó, þar sem þau störf-
uðu samtímis. Hún í miðasölunni
og hann við leiksviðsstjórn, ný-
kominn frá námi í Bandaríkjunum.
Fyrsta heimili mömmu og
pabba var í kjallaranum á Skóla-
vörðustíg 29 hjá tengdaforeldr-
um mömmu. Mamma og amma
Agnes náðu vel saman og ekki
var verra fyrir okkur bræður að
hafa mömmu og ömmu í sama
húsinu. Þaðan minnumst við
bræður mömmu okkar, sauma-
konunnar, sem saumaði glæsi-
flíkur fyrir ættingja, vini og
drengina sína sem alltaf áttu að
vera vel til fara. Þá fengu oft
gamlar flíkur og gluggatjöld
nýtt hlutverk. Í okkar augum
var hún hin fullkomna móðir og
tengdamóðir, hafði áhuga á öllu
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur alla tíð án þess að vera að
hnýsast og það sama gilti um all-
ar kynslóðir í fjölskyldunni.
Hún bjó síðustu fimm ár æv-
innar á hjúkrunarheimilinu
Mörk þar sem hún naut mikillar
og góðrar umönnunar, sem hún
var mjög þakklát fyrir.
Fyrir hönd sona og tengda-
dætra,
Ragnar Auðunn.
Ég man þegar ég gekk fram hjá
eldhúsinu og inn í stofu, þá heyrði
maður ömmu kalla úr eldhúsinu
„þú“. Veit ekki hvort það sé hægt
að kalla þetta gælunafn, en þar sat
hún með útvarpið í gangi, búin að
henda í vöfflur með þeyttum
rjóma og jarðarberjasultu úr bláu
tunnunni eða bestu eplaköku í
heimi og auðvitað var kakómalt
með, það var eitthvað sem klikkaði
aldrei. Eftir matinn lá leiðin oft inn
í stofu þar sem við sátum og hún
kenndi mér krosssaum eða tungu-
saum.
Amma var ein mín helsta fyr-
irmynd. Sterkari konu er erfitt að
finna.
Þrátt fyrir allt sitt líkamlega
erfiði stoppaði það hana ekki í að
stunda sín áhugamál, til dæmis að
sauma. Hún var alveg fordóma-
laus fyrir nýjungum og var alltaf
að prófa eitthvað nýtt í tónlist og
matargerð.
Mun sakna þín amma Hadda.
Sævar Steinn
Guðmundsson.
Hörn
Sigurðardóttir
Fleiri minningargreinar
um Hörn Sigurðardóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ IngibjörgSverrisdóttir
fæddist á Höfn í
Hornafirði 5. sept-
ember 1926. Hún
lést 5. mars 2018 á
Hjúkrunarheimil-
inu Skjóli.
Foreldrar henn-
ar voru Sverrir
Halldórsson verka-
maður, f. 18.5.
1880 á Syðri-Fljót-
um í Meðallandi, d. 13.9. 1932,
og eiginkona hans, Sigurbjörg
Gísladóttir húsmóðir, f. 21.10.
1894 á Hnappavöllum í Öræf-
um, d. 25.12. 1989. Systkini
skóla Suðurlands á Laugarvatni
1944-1945. Hún bjó í Reykjavík
frá þrítugsaldri en kom til
Hornafjarðar öll sumur og vann
að hótelrekstri systra sinna og
mága á Höfn, fyrst í Hótel Skál-
holti en síðan á Hótel Höfn.
Ingibjörg vann ýmis störf svo
sem við síldarsöltun og upp-
byggingu á Stokksnesi. Hún
vann í Vinnufatagerð Íslands í
Reykjavík í 11 ár en hóf störf á
Landspítalanum árið 1967 og
vann þar til starfsloka 1996,
lengst af á bæklunarlækninga-
deild 13-G. Hún lauk sjúkraliða-
prófi árið 1975 og sat fjölda
námskeiða, funda og fyrir-
lestra. Ingibjörg átti heimili í
Bólstaðarhlíð 66 í Reykjavík en
síðustu árin dvaldi hún á Hjúkr-
unarheimilinu Skjóli.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fossvogskapellu í dag, 13.
mars 2018, klukkan 11.
Ingibjargar eru
Gísli, f. 1923, d.
1941, Halldór, f.
1925, d. 2003, eig-
inkona hans er Sig-
rún Ólafsdóttir,
Ólöf, f. 1927, eig-
inmaður hennar
var Þórhallur Dan
Kristjánsson, d.
1975, Sveinbjörn, f.
1930, eiginkona
hans er Ásdís Ol-
sen, Svava, f. 1933, eiginmaður
hennar var Árni Stefánsson, d.
2008.
Ingibjörg ólst upp á Höfn í
Hornafirði og fór í Húsmæðra-
Ingibjörg Sverrisdóttir móður-
systir mín er látin. Ég kveð hana
með virðingu og þökk fyrir liðnar
stundir.
Hún var dugleg til allra verka
og var sannanlega traustur vinur.
Matseld, þrif og handavinna léku í
höndum hennar. Hún var sjúkra-
liði að mennt og starfaði á Land-
spítalanum áratugum saman af
mikilli samviskusemi.
Fjölskylda hennar, frændfólk,
var henni kært.
Ó, Jesú bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(PJ)
Þín
Sigurbjörg Árnadóttir.
Elsku Imba. Ég hef oft fengið
að heyra hversu ákveðin ég er. Ég
hef alltaf vitað hvað ég vil, lagt
hart að mér og kem mér þangað
sem ég ætla mér. Þetta fékk ég
svo sannarlega frá þér. Þú fórst
þínar eigin leiðir, þú lést engan
stjórna þér né varst hrædd við að
koma skoðunum þínum á fram-
færi. Allt eru þetta eiginleikar
sem fyrirmyndir ungra stelpna
ættu að hafa og þú varst fyrir-
myndin mín.
Margir hefðu eflaust talið mig
stjórnsama í strætóferðum okkar
um miðbæ Reykjavíkur þegar ég
stóð upp í sætum vagnsins,
þriggja ára gömul, og sagði bíl-
stjóranum hver mætti og hver
mætti ekki koma inn í vagninn. Á
okkar tungumáli, Imba, köllum
við þetta ákveðni. Svo má auðvitað
vinna í henni og það gerðum við,
því þegar fór að líða á ferðirnar sat
ég sú allra prúðasta með þér í
vagninum. Þessar ferðir enduðu
síðan yfirleitt á Laugaveginum
þar sem við skoðuðum gæludýra-
búðina og þú leyfðir mér að velja
mér fallega dýralímmiða.
Já, við áttum alveg ótrúlega
skemmtilegar stundir saman,
Imba, og allar einkenndust þær af
göngutúrum, söng og góðum mat
en pylsurnar og kjúklingaborgar-
inn á McDonalds voru í uppáhaldi.
Áhugi minn á námi og tölum tel
ég að hafi einnig komið frá þér,
elsku Imba. Góðu stundirnar okk-
ar við gluggann í stigaganginum í
Bólstaðarhlíðinni þar sem við töld-
um alla bílana sem geystust í allar
áttir. Einnig stundirnar við eld-
húsgluggann þinn þar sem Há-
teigsskóli blasti við og við horfðum
á það sem átti sér stað þar. Á þeim
tíma var ég ekki enn byrjuð í
skóla. Þú útskýrðir fyrir mér
hvernig þetta allt virkaði. Út-
skýrðir fyrir mér að í skólum lékju
sér allir saman í frímínútum og
væru góðir hver við annan. Svo
þegar bjallan hringdi þá ætti mað-
ur að fara inn í skólastofu og vera
duglegur að læra.
Já, við áttum svo sannarlega
margar fallegar stundir saman.
Ég er einnig mjög þakklát fyrir
það að þú upplifðir ýmsa sigra
með mér í dansinum, en það er eitt
af því sem ég var ákveðin í að
standa mig vel í.
Þú kenndir mér svo margt og
þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu, elsku Imba.
Þín
Helga Kristín.
Ingibjörg móðursystir mín eða
Imba, eins og við fjölskylda henn-
ar kölluðum hana alltaf, var ein-
stök kona. Hún var hlý og alúðleg
en líka ákveðin og stefnuföst.
Imba var þriðja barn foreldra
sinna, Sigurbjargar Gísladóttur
og Sverris Halldórssonar. Fjöl-
skyldan bjó í Bræðraborg á Höfn
og var það tíunda íbúðarhúsið sem
reis í þorpinu, byggt 1921 af
Sverri og Hannesi, bróður hans.
Hannes og Ingibjörg Sverrisdótt-
ir, móðir þeirra bræðra, bjuggu
ávallt á heimilinu.
Höfn var fámennt þorp á þess-
um árum og íbúarnir voru eins og
ein fjölskylda. Imba ólst upp í
góðu atlæti foreldra sinna og það
var mikið áfall fyrir heimilið þegar
faðir hennar féll frá aðeins 52 ára
gamall. Imba var þá sex ára og
þetta áfall setti svip sinn á líf
hennar upp frá því. Móður hennar
tókst að halda barnahópnum sam-
an en mest munaði um að Hannes
gerðist aðalfyrirvinna og stoð
heimilisins. Skilyrðislaust gekk
hann í það hlutverk og ávann sér
eilífa virðingu bróðurbarnanna.
Annað sársaukafullt áfall reið svo
yfir fjölskylduna þegar Gísli, sem
var elstur systkinanna, fórst í
göngum 18 ára gamall.
Imba fór ung á húsmæðraskóla
og vann eftir það ýmis störf víða
um land. Var í síld á Raufarhöfn
og Siglufirði, vann á Stokksnesi,
Höfn og víðar.
Þegar systur hennar, Ólöf og
Svava, hófu rekstur gistihúss í
Skálholti á Höfn ásamt eiginmönn-
um sínum, Þórhalli Dan Kristjáns-
syni og Árna Stefánssyni, var
Imba strax þátttakandi og drif-
kraftur í því verkefni. Þau byggðu
síðar Hótel Höfn og á hverju sumri
kom hún austur til þess að vinna
við hótelið. Margt ungt fólk tók
þar fyrstu skref sín á vinnumark-
aði undir handleiðslu Imbu.
Ævistarf Imbu var samt að
sinna sjúkum og öldruðum. Í þrjá
áratugi vann hún á Landspítalan-
um, tók próf sem sjúkraliði og
skilaði síðustu vöktum sínum sjö-
tug. Hún var ávallt vakandi yfir
velferð spítalans og fólksins sem
þar dvaldi og vann. Tók aukavakt-
ir þegar á þurfti að halda og taldi
ekki eftir sér að vinna næturvaktir
í svartasta skammdeginu þótt
engan hefði hún bílinn, gekk ávallt
í vinnu sína að heiman úr Bólstað-
arhlíð.
Þótt Imba væri einhleyp og
barnlaus átti hún stóra fjölskyldu.
Systkini hennar og systkinabörn
voru heimagangar hjá henni og
nutu gestrisni og margvíslegrar
aðstoðar. Samband Ólafar og
Imbu var afar náið alla tíð og nutu
þær ómetanlegs stuðnings hvor af
annarri þegar á reyndi.
Um síðir náði Elli kerling að
setja mark sitt á þessa hraustu og
duglegu konu. Hún naut dýr-
mætrar aðstoðar starfsfólks hjá
Sinnum og síðustu sex árin á
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Þakk-
að er fyrir þá hlýju umönnun hér.
Ég minnist Imbu fyrst og
fremst gegnum starf hennar á
Hótel Höfn. Sá rekstur var býsna
áberandi í lífi og uppeldi barna
Ólafar og Svövu og þar var Imba
til staðar þegar mest lá við. Ég
fékk svo að fylgja henni eftir síð-
ustu árin ásamt öðrum úr stórum
hópi fjölskyldu og vina.
Fjölskylda Imbu, vinir og
vandamenn eru þakklát þessari
einstöku og kraftmiklu konu og
munu lengi halda minningu henn-
ar á lofti.
Hvíl í friði, kæra frænka. Með
þakklæti fyrir allt og allt.
Gísli Sverrir Árnason.
Ingibjörg
Sverrisdóttir
✝ TorfhildurSteingrímsdótt-
ir, listakona, sauma-
kona og leiðbein-
andi, fæddist í
Hafnarfirði 30. des-
ember 1928. Hún
lést á Landspít-
alanum 7. mars
2018.
Foreldrar hennar
voru Steingrímur
Torfason, f. 1882,
kaupmaður og djákni við Hafn-
arfjarðarkirkju, og Ólafía Hall-
grímsdóttir frá Lónakoti í Garða-
prestakalli, f. 1885. Auk
Torfhildar áttu þau sex börn: Sig-
urveigu, f. 1906, d. 1987, Ólaf, f.
1907, d. 1924, Hallgrím, kaup-
mann, f. 1917, d. 2010, Unni, f.
1919, d. 1920, Guðjón, hæstarrétt-
arlögmann, f. 1924, d. 1988, og
Guðrúnu, f. 1925, d. 1939.
Eiginmaður Torfhildar var
Sigurður H. Þorsteinsson, skóla-
stjóri og frímerkjasérfræðingur,
f. 6. júní 1930, d. 27. oktober 2013.
ur Jonsson, tölvuritari, og á hún
tvær dætur, og Guðný Sigurðsson
talmeinafræðingur og á hún einn
son. María Sigurðardóttir veit-
ingahúsaeigandi, maki Örn Gísla-
son verkstjóri, þau eiga fjögur
börn: Gísli, rafiðnfræðingur, maki
Sesselía Aníta Ellertsdóttir nemi,
eiga þau þrjú börn, Sigrún El-
ísabeth sálfræðingur. Sambýlis-
maður Albert Jónsson bóndi og
eiga þau 10 börn. Sigurður Hólm
leikstjóri, sambýliskona Maya
Lindh leikstjóri og Helga Rakel,
kaupfélagsstjóri, sambýlismaður
Elís Pétur Elísson vélfræðingur
og eiga þau einn son.
Torfhildur var skáti og með-
limur í Skátafélaginu Hraunbú-
um í Hafnarfirði alla sína ævi.
Hún var virkur meðlimur Gild-
isreglunnar fram á síðasta dag.
Hún var ljósálfaforingi og vann
við þjálfun ljósálfaforingja frá
öðrum skátafélögum. Torfhildur
hélt nokkrar málverkasýningar.
Torfhildur var einnig virkur
meðlimur í safnaðarstarfi kaþ-
ólsku kirkjunnar á Íslandi og eftir
hana hanga mörg dýrlinga-
málverk í kaþólskum kirkjum hér
á landi og erlendis.
Sálumessa verður sungin í St.
Jósefskirkju í Hafnarfirði í dag,
13. mars 2018, klukkan 15.
Torfhildur og
Sigurður eignuðust
fjögur börn, Guð-
rúnu Unni, tungu-
málafræðing, mað-
ur hennar er
Donald Martyny,
sjóherforingi. Þau
eiga þrjú börn, þau
eru Barbara Ólöf,
forritari, maki
hennar er Paul Ol-
son rafmagnsverk-
fræðingur og eiga þau eina dótt-
ur. Davíð Vilhjálmur, kvæntur
Lisu Martyny, doktor í lyfjafræði,
eiga þau þrjú börn, Teresu Mar-
tyny, tölvunarfræðing, og á hún
tvö börn. Ólafur,
matvælafræðingur, maki Anna
Bergsteinsdóttur, húsmóðir. Þau
eiga tvær dætur, Oddrúnu, iðju-
þjálfa og á hún eina dóttur. Björg,
klæðskeri, sambýlismaður henn-
ar er Ingvar Jónsson, rennismið-
ur. Pétur Már, fasteignasali, maki
Stefanía Jónsson, félagsráðgjafi,
dætur þeirra eru Edna Torfhild-
Í dag er til moldar borin Torf-
hildur Steingrímsdóttir, eða
Todda sem hún var alltaf kölluð.
Við vorum í kaffi hjá henni sama
dag og hún fór á spítalann og sofn-
aði rétt degi síðar, það var henni
líkt að láta ekki hafa fyrir sér held-
ur sofna svona fallega.
Hún gaf mikið af sér, alltaf í
góðu skapi, vildi allt fyrir alla gera
og svo var hún listræn bæði í mál-
un og eins að skapa leikföng fyrir
barnabörnin svo sem hesta með
hnakk og beisli, lömb, prins-
essurúm og gera dúkkur í íslensk-
um búningi.
Ég dvaldi hjá þeim bróður mín-
um og mágkonu þegar þau bjuggu
á Klúku í Bjarnarfirði. Fór með
rútu fram og til baka, kölluðum
þetta húsmæðraorlof. Ég fékk að
föndra með Toddu, svo fórum við
Todda í heita potta og bíltúra til að
skoða þessa fallegu sveit, þetta var
yndislegur tími.
Ég kom að því áður að Todda
var alltaf í góðu skapi og gott að
koma til hennar.
Að endingu þökkum við hjónin
fyrir alla elskusemi í okkar garð og
erum þess fullviss að hún er hjá
Guði sem gaf henni svo mikið.
Hafðu þökk fyrir allt og við biðjum
Guð að fylgja fjölskyldu þinni.
Lifðu sæl á lífsins vegi
ljúfi Drottinn fylgi þér
frelsarinn þig faðma megi
fögnum því sem liðið er.
(Ólöf Kristjánsdóttir.)
Í Guðs friði.
Sigríður og Sverrir.
Torfhildur
Steingrímsdóttir