Morgunblaðið - 13.03.2018, Page 27
vinnslufyrirtækisins Ístex frá 2004, og
formaður frá 2008, formaður fjár-
skiptanefndar í Skjálfandahólfi frá
stofnun 1986, en nefndin skipulagði
fyrstu sameiginlegu tilraun til útrým-
ingar riðuveiki í sauðfé, sat í stjórn
Kaupfélags Þingeyinga og Mjólkur-
samlags KÞ um skeið, er formaður
Veiðifélags Reykjadalsár og Eyvind-
arlækjar frá 2009, sat um árabil í mið-
stjórn Framsóknarflokksins og var
varaformaður Stjórnlagaráðs sem
samdi frumvarp til stjórnskipunar-
laga árið 2011.
„Eftir að ég hætti sem formaður
Bændasamtakanna hef ég í auknum
mæli sinnt málefnum sparisjóðanna
og það hefur verið umtalsverð vinna.
Ég ólst upp við almenn bústörf og
hef alltaf verið með hugann hjá bænd-
um og búskapnum. Það kom því aldrei
annað til álita en að vinna að fram-
gangi landbúnaðar á Íslandi.
Í fríum nýt ég helst samskipta við
fjölskylduna og vini. Ég varð einhvern
tíma þingeyskur meistari í brids, er
ég var um þrítugt, og hef spilað síðan.
Við Reykdælir spilum alltaf brids einu
sinni í viku á þremur til fimm borðum.
Auk þess hef ég gaman af lax- og sil-
ungsveiði, ólst upp við silungsveiði í
Másvatni og á hlut í Reykjadalsá.“
Ari var sæmdur riddarakrossi
fálkaorðunnar 2004 fyrir störf að fé-
lagsmálum bænda. Hann hefur ritað
fjölda greina í blöð og tímarit um
þjóðmál, landbúnaðar- og fjármál.
Fjölskylda
Ari kvæntist 2.1. 1972 Elínu Magn-
úsdóttur, f. 28.6. 1943, hússtjórnar-
kennara, frá Birkihlíð í Reykholtsdal.
Hún er dóttir Magnúsar Bjarnasonar,
bónda í Birkihlíð, og k.h. Brynhildar
Stefánsdóttur en þau eru bæði látin.
Börn Ara og Elínar eru:1). Elín, f.
19.5. 1973 framkvæmdastjóri en mað-
ur hennar er Ingvar Björnsson jarð-
ræktarfræðingur, frá Hólabaki í
Húnaþingi, en þau reka textílfyrir-
tæki og kúabúskap á Hólabaki og eru
börn þeirra Aðalheiður, Ari og Elín;
2) Magnús, f. 28.6. 1974, byggingar-
verkfræðingur hjá Eflu en kona hans
er Elísabet Eik Guðmundsdóttir líf-
fræðingur og eru börn þeirra Matth-
ias og Karitas, og 3) Teitur, f. 5.4.
1979, veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands, en kona hans er Þuríður Ósk
Smáradóttir leirlistakona og börn
þeirra eru Kristjana og Ari.
Áður átti Elín Bjarna Viðarsson, f.
11.2. 1961, verkfræðing sem rekur
eigin verkfræðistofu. en kona hans er
Sólrún Halldórsdóttir viðskiptafræð-
ingur og eru dætur þeirra Lilja og El-
ín.
Systkini Ara eru Björn, f. 1941,
fyrrverandi skólameistari Mennta-
skólans á Ísafirði; Sigríður, f. 1946,
fyrrverandi sérkennari við Öskjuhlíð-
arskóla; Erlingur, f. 1946, bóndi á
Brún; Helga f. 1947, bóndi á Högna-
stöðum í Hrunamannahreppi og fyrr-
verandi hússtjórnarkennari á Flúð-
um, og Ingvar, f. 1951, læknir á
Akureyri.
Foreldrar Ara voru Teitur Björns-
son frá Brún, f. 14.10. 1915, d. 26.10.
1998, og Elín Aradóttir frá Grýtu-
bakka í Höfðahverfi, f. 3.11. 1918, d.
25.10. 2000, búendur í Saltvík við
Húsavík 1943-51 og síðan á Brún til
æviloka.
Úr frændgarði Ara Teitssonar
Ari Teitsson
Arnbjörg Jóhannesdóttir
húsfr. á Gunnarsstöðum
Árni Davíðsson
b. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði,
systursonur Jóns, langafa Jónasar
Jónssonar búnaðarmálastj.
Sigríður Árnadóttir
húsfr. á Grýtubakka
Elín Aradóttir
húsfr. á Brún
Hróar Björnsson
kennari
Sigurður Hróarsson fyrrv.
leikhússtj. Borgarleikhússins
Bjarni Arason búnaðarráðunautur í Borgarnesi
Tryggvi Sigtryggsson b. og
ennari á Laugabóli í Reykjadalk
Ingi Tryggvason, fyrrv. form.
Stéttarsambands bænda
Ingvar Teitsson
læknir á Akureyri
Helga Teitsdóttir b. á
Högnastöðum og fyrrv.
hússtjórnarkennari
Björn Teitsson
fyrrv. skólam. MÍ
Sigríður Teitsdóttir
fyrrv. sérkennari við
Öskjuhlíðarskóla
Erlingur Teitsson
b. á Brún
Gunnar Árnason gjaldkeri
Búnaðarfélags Íslands
Sigríður
Jóhannes-
óttir húsfr.
á Gunnars-
stöðum
d
Steingrímur
J. Sigfússon
alþm. og fyrrv.
ráðherra
Jóhannes
Árnason b. á
Gunnarsstöðum
Ingólfur Sigurgeirsson
b. og bókbindari í
Vallholti í Reykjadal
Sigurgeir Tómasson
b. í Stafni
Ari Bjarnason
b. á Grýtubakka
Snjólaug Sigfúsdóttir
húsfr. á Grýtubakka
Bjarni Arason
b. á Grýtubakka
Þóra
igfúsdóttir
húsfr. í Rvík
argrét Garðarsdóttir húsfr. í RvíkMGarðar Halldórsson arkitekt
S
Kristján Garðarsson
Gíslason stórkaupm. í Rvík
Garðar Gíslason hæstaréttardómari
Þóra Kristjánsdóttir sagn
fræðingur og listráðunautur
Ingibjörg Sigurðardóttir
húsfr. í Stafni, frá Lundarbrekku
Tómas Sigurðsson
b. í Stafni í Reykjadal
Elín Tómasdóttir
húsfr. á Brún
Björn Sigtryggsson
b. á Brún
Helga Jónsdóttir
húsfr. á
Hallbjarnarstöðum,
af Mýrarætt
Sigtryggur Helgason
b. á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, af Skútustaðaætt
Teitur Björnsson
b. á Brún í Reykjadal í SuðurÞing.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018
Reykjavík: Akureyri: Vefsíða og
vefverslun
Krókhálsi 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Baldursnesi 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
www.thor.is
EIN RA
FHLAÐ
A,
ÓTAL M
ÖGULE
IKAR!
VERKFÆRI ATVINNUMANNSINS
Guðbrandur Vigfússon fæddist13.3. 1827. Foreldrar hansvoru Vigfús Gíslason, gull-
smiður í Galtardal á Fellsströnd, og
k.h., Halldóra Gísladóttir húsfreyja,
frá Breiðabólstað á Skógarströnd,
sonardóttir Ólafs Gíslasonar biskups
í Skálholti.
Guðbrandur var ókvæntur og
barnlaus.
Guðbrandur fór í Bessastaðaskóla
1844 en lauk stúdentsprófi frá
Reykjavíkurskóla 1849, stundaði
nám í málfræði og íslenskum fræð-
um við Hafnarháskóla en tók ekki
próf. Hann var styrkþegi Árnasafns
1856-66, sat í stjórn Nýrra félagsrita
1858-64, var í Noregi 1854 og Þýska-
landi 1859, og skrifaði frásagnir af
þeim ferðum í Ný félagsrit.
Guðbrandur flutti til Englands
1864, var fyrst tvö ár í Lundúnum en
síðan í Oxford til æviloka. Fyrsta
áratuginn á Englandi vann hann að
útgáfu Íslensk-enskrar orðabókar
sem kennd er við hann og Richard
Cleasby, en Konráð Gíslason hafði
einnig unnið að undirbúningi henn-
ar. Bókin kom út 1869-74, og var í
rúma öld helsta hjálpargagn ensku-
mælandi manna við nám í íslensku.
Guðbrandur fékkst síðan við
kennslu og fræðistörf, varð kennari í
norrænum fræðum við Háskólann í
Oxford og kenndi þar til dauðadags.
Guðbrandur vann þrekvirki við
fornritaútgáfur, m.a. að útgáfu
Orkneyinga sögu og Hákonar sögu,
sem kom út í hinu þekkta heim-
ildasafni um sögu Bretlandseyja:
Rolls series. Með þeim fylgdu Saga
Magnúsar Eyjajarls og brot úr Sögu
Magnúsar lagabætis, alls fjögur
bindi, sem komu út 1887-94. Einnig
gaf hann út Sturlunga sögu í tveim-
ur bindum, og er í inngangsritgerð
hans að þeirri útgáfu mjög gott yfir-
lit um íslenskar fornbókmenntir og
varðveislusögu þeirra.
Guðbrandur varð MA 1871, heið-
ursfélagi Vísindafélagsins í
München 1873, heiðursdoktor við
Uppsalaháskóla 1877, riddari af
Dannebrog 1885 og heiðursfélagi í
Vísindafélaginu í Kristjaníu 1887.
Guðbrandur lést 31.1. 1889.
Merkir Íslendingar
Guðbrandur
Vigfússon
95 ára
Sigrún Elíasdóttir
90 ára
Valur Júlíusson
85 ára
Jóhann Þór Sigurbergsson
Vilhelm Ingólfsson
80 ára
Gunnar Þórólfsson
Haukur Guðjónsson
Margrét Dannheim
75 ára
Anna Gréta Baldursdóttir
Ari Teitsson
Gréta Sigfúsdóttir
Guðmundur Þorsteinsson
Ragnheiður Hulda
Karlsdóttir
Ragnhildur Gísladóttir
Rútur Kjartan Eggertsson
70 ára
Baldur Baldvinsson
Bragi Rúnar Sveinsson
Gísli Ragnarsson
Höður Guðlaugsson
Inga Rósa Guðjónsdóttir
Júlíus Gunnar Óskarsson
Laufey J. Kjartansdóttir
Margrét G. Karlsdóttir
Ragnheiður Guðbjörg
Jónsdóttir
Sigurður Guðmundsson
60 ára
Brynjólfur Grétarsson
Elísabet Jóna
Sólbergsdóttir
Guðmundur Ingvason
Gunnar Ágúst Pálsson
Hjalti Reynisson
Hulda Kobbelt
Ingólfur Hjörleifsson
Lin Kam Yu
Sigríður Einarsdóttir
Laxness
Sigurlaug Sigurpálsdóttir
Sverrir Sigurjón Björnsson
Theódóra K. Frímann
Þórhildur Þorsteinsdóttir
50 ára
Barbara Meyer
Iwona Jadwiga Bialkowska
Katrín Spitta Gunnarsdóttir
Ragnheiður Samúelsdóttir
Roman Józef Olkuski
Sigrún Kristjánsdóttir
Sigrún Lilja Jónsdóttir
Sigurbjörg G. Friðriksdóttir
Sigurður B. Halldórsson
Vigdis Furuseth
Þórunn Lára Þórarinsdóttir
40 ára
Alfa Rós Pétursdóttir
Eva Björk Haraldsdóttir
Guðrún H. Jóhannsdóttir
Gunnar Sigvaldason
Gyða Einarsdóttir
Karlotta S. Ásgeirsdóttir
Sif S. Ólafsson
Sigrún H. Sigurðardóttir
Stefán Arnar Gunnarsson
30 ára
Baldur Árnason
Brynjar Traustason
Elisia Di Franco
Friðbjörn Naman Davidsen
Guðrún S. Gröndal
Gunnlaugur D. Garðarsson
Halldór F. Guðmundsson
Jónas Höskuldsson
Jón Haraldur Sölvason
Lukasz Chelminiak
Marinó Hólm Ingvarsson
Milena Jastrzebska
Monika Jastrzebska
Til hamingju með daginn
30 ára Marinó ólst upp á
Akureyri, býr þar og er
vaktstjóri hjá Sæplasti á
Dalvík.
Unnusta: Kolbrún Egedía
Sævarsdóttir, f. 1996,
verslunarmaður hjá Hag-
kaupum á Akureyri.
Sonur: Björn Ingvar
Marinósson, f. 2016.
Foreldrar: Anna Arn-
grímsdóttir, f. 1964, mat-
artæknir við MA, og
Ingvar Marinósson, f.
1957, fyrrv. sjómaður.
Marinó Hólm
Ingvarsson
30 ára Brynjar býr í Mos-
fellsbæ, lauk sveinsprófi í
pípulögnum og rekur B
Markan pípulagnir, ásamt
föður sínum.
Maki: Lára Pálmarsdóttir,
f. 1989, hárgreiðslukona.
Börn: Emma Mjöll, f.
2008, og Tristan Snær, f.
2012.
Foreldrar: Böðvar Mark-
an, f. 1968, pípulagninga-
meistari, og Jóna Kristín
Ármannsdóttir, f. 1967,
ritari.
Brynjar
Traustason
40 ára Sigrún ólst upp á
Fellsströnd, lauk búfræði-
prófi frá Hólum og er
bóndi á Lyngbrekku.
Maki: Ármann Rúnar Sig-
urðsson, f. 1980, bóndi á
Lyngbrekku.
Börn: Björgvin Rúnar, f.
2007, og Orri Freyr, f.
2012. Stjúpsonur: Daníel
Rúnar, f. 2004.
Foreldrar: Sigurður
Björgvin Hansson, f. 1951,
og Bára Sigurðardóttir, f.
1953.
Sigrún Hanna
Sigurðardóttir