Morgunblaðið - 13.03.2018, Page 29

Morgunblaðið - 13.03.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vertu fyrst og fremst sönn/sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Mundu að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfr- ar/sjálfs þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert búin/n að gera allt sem í þínu valdi stendur til að ná samningum í vinnunni. Einbeittu þér að því að efla styrk fólks frekar en að einblína á veikleikana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi skiptingu sameiginlegra eigna og ábyrgðar. Sýndu þeim sem eru á öndverðum meiði við þig fulla sanngirni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú reynir verulega á hæfni þína í vandasömu verkefni. Einhverra hluta vegna eru allir staðráðnir í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það getur stundum reynst erfitt að skilja í milli einkalífs og starfs. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig. Ekki fyllast óöryggi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Munið að hvatning er betra veganesti en aðfinnslur. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta. Haltu ótrauð/ur áfram þótt þú sért ekki viss hvað gera skal. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki hægt að gera svo að öllum líki og því skaltu halda þínu striki ótrauð/ur. Gefðu þér samt nægan tíma til að skoða málin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er rétti tíminn til þess að láta hugmyndir sínar uppi við þá aðila sem geta hjálpað þér við að koma þeim í fram- kvæmd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Bilanir og tafir munu að öllum líkindum setja svip sinn á vinnudaginn hjá þér. Sýndu öðrum samstarfsvilja, ef þú vilt ná árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Loksins hefur þér tekist að fá ein- hvern á þitt band í því máli sem þú berð hvað mest fyrir brjósti. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að koma málum sínum fram. Mundu að erf- iðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim og tækifæri birtast oft í dulargervi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þótt veraldleg gæði séu nauðsynleg, snýst lífið um fleira en þau. Gleymdu þó ekki að líta inn á við og biðja um hand- leiðslu. Já, satt er það sem Davíð Hjálm-ar Haraldsson kveður á leir: Unglingarnir læra af lífi og sál langan dag og strangan, mjög úr hófi, en stofnunin er sér um menntamál er morgunsvæf og fellur oft á prófi. Það er mikil óvissan í henni ver- öld. Davíð Hjálmar heldur áfram: Óvíst er jafnan hvar endar vor slóð, örlögum megum vér hlíta. Flekkóttur köttur sem fór út á lóð fraus þar til dauðs við að skíta. Sigmundur Benediktsson tók undir og sagði „Já, lífið er hverf- ult, satt er það!“; Margur vandi verður til viður dyggð að stríða. Lífið blandar ljós og yl, líka hryggð og kvíða. Á sunnudag sagði Ingólfur Óm- ar veðrið undurfagurt bjart en smá gola og það styttist í vorið. Gleður art og örvar lýð óttu svarta hrekur. Geislum skartar Glóey fríð gleði hjartans vekur. „Sól skín í heiði,“ bætti Gústi Mar við: Sortnar himinn, svella ský svíður frostið limið. Válegt undan veðragný veltur norðan brimið. Því svaraði Sigmundur Bene- diktsson þannig: „Það er nú svo að maður sér víða þessa misskiptingu hjá veðrinu og hún heldur víst áfram. Ekki stjórnum við því. Svo er hjá þér sólin skín og sést ei skuggi nokkur, þokan birgir sólar sýn og súldin hrellir okkur. Veðrið þegar versnar hér og víxlast lífsins skorður. Vonandi þá veitist mér að vera kominn norður. Góðar kveðjur samt án afskipta veðurs.“ Reir frá Drangsnesi yrkir á Boðnarmiði: Uppí sófa ei má hanga, undir teppi gamall snáði enda er karlinn úti að ganga úr sér mæði að læknisráði. Magnús Halldórsson segir: „Þurr skyldi þorri“: Setur ryk frá mel og móa, moldarblæ á hagana. Þú ert ekki þeysin góa, þessa fyrstu dagana. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Óvissa víðar en í veðrinu „ÉG HEYRI RADDIR – EN ÞÆR SENDA MÉR VENJULEGAST SMS.“ „ÞÚ SAGÐIR MÉR Í SÍMANUM AÐ ÞÚ VÆRIR 1 OG 80!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera andvaka glaður af tilhugsuninni um þig. AHUM ÉG VAR BARA AÐ RÆSKJA MIG! Ó ÞÚ ERT STERKARI, YNDIÐ MITT! ÉG FINN LYKTINA AF ÞÉR HINGAÐ! ÉG VELTI FYRIR MÉR HVORT ÉG SÉ EINS STERKUR OG ÉG VAR FYRIR TÍU ÁRUM! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEFÐI GETAÐ SVARIÐ AÐ ÞÚ SAGÐIR „MORGUN - MATUR“ ÞJÓT! Víkverja er annt um land og þjóð ogþykir miður þegar fregnir berast af misförum Íslendinga eða vand- ræðagangi þeim tengdum. Það gerist þó hins vegar nokkuð oft. Ein sorgar- sagan lýtur að einni mikilvægustu stofnun landsins, sjálfri Landhelgis- gæslu Íslands. x x x Nýverið lásu landsmenn fréttir afþví þegar ein af þyrlum Gæsl- unnar var leigð erlendum pen- ingamönnum í ævintýrahug. Hafa skal í huga að um er að ræða björg- unartæki, eitt þriggja sem stofnunin hefur yfir að ráða. Að vísu á íslenska ríkið bara eina þyrlu og er sú að kom- ast af barnsburðaraldri. En það er önnur sorgarsaga sem verður ekki sögð núna. Aftur að ríku útlending- unum. Þeir fengu sumsé að leigja eitt helsta björgunartæki þjóðarinnar sér til skemmtunar. Af hverju? – Jú, það vantar pening í starfsemina. x x x Fleira er í útleigu hjá tækjaleiguLandhelgisgæslunnar. Eftirlits- og björgunarflugvélin fullkomna sem var smíðuð og sérhönnuð fyrir að- stæður hér við land. Átti hún m.a. að margfalda eftirlitsgetu Gæslunnar bæði með tilliti til mengunar, fisk- veiða og hafíss. En hvar er þessi vél? – Jú, hún hefur að mestu haldið sig við Miðjarðarhaf enda ekki hægt að kosta störf hennar við Ísland. Það fæst ekki peningur í það heldur. x x x En hvað með gæsluskipin okkar,þau hljóta nú að vera í toppstandi og úti á miðunum öllum stundum – við erum jú eyríki. Víkverji hefur svo sem ekki tölur yfir daga Gæslunnar á sjó, en hann sér varðskipið Þór nær daglega – því er lagt skammt frá Hörpu okkar skattgreiðenda. x x x Verkefnum Landhelgisgæslunnarfer fjölgandi með hverju árinu og er álagið á þyrlusveit gríðarlegt. Hún fær þó ekki fjármagn til að fjölga áhöfnum sínum nema … jú, á næsta ári sögðu stjórnvöld nýverið þegar kastljósið beindist að fjársveltinu. Hvernig var þetta aftur, á morgun segir sá … vikverji@mbl.is Víkverji Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér (Jesaja 41.13)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.