Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 13.03.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 2018 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Mjúkir leðurskór Tilboðsverð 4.798 Verð áður 11.995 Stærðir 36-41 Tilkynnt var í liðinni viku að hinn ní- ræði indverski arkitekt Balkrishna Doshi hlyti Pritzker-verðlaunin í ár en það eru virtustu verðlaun sem arkitekt getur hlotið fyrir ferilinn og eru oft kölluð „Nóbelsverðlaun arki- tektúrsins“. Doshi, sem hefur haft mikil áhrif á þróun byggingarlistar í heimalandinu, segist ætla að nota verðlaunaféð í baráttu sem hann hefur leitt og miðar að því að fátækir landar hans geti komið sér þaki yfir höf- uðið en gríðar- legur húsnæð- isskortur er á Indlandi. Snemma á starfsferlinum sem spannar nú sjö áratugi starfaði Balkrishna Doshi náið með stjörnu- arkitektunum Le Corbusier og Lou- is Kahn er þeir teiknuðu þekktar byggingar sem risu á Indlandi, og þar á meðal nokkrar í heimaborg Doshi, Ahmedabad í Gujarat-héraði. Nálgun beggja við form og efnivið, ekki síst steinsteypu, hafði mikil áhrif á Doshi. Hann er ekki bara hönnuður bygginga heldur einnig borgarskipulags og hann leggur áherslu á að við hönnun bygginga eigi að stefna að því að skapa sam- félag, að rými eigi að skapa innri ró og að vel skipulagðar borgir stuðli að heilbrigðari samfélagi. Hugmyndafræði Doshi varðandi samfélag og byggingar sem alþýðan hefur efni á birtist til að mynda í svo- kölluðu Aranya-hverfi þar sem um 80 þúsund manns búa nú í mis- stórum íbúðum, allt frá stúdíó- íbúðum upp í stór einbýlishús, með sameiginlegum útivistarsvæðum og görðum fyrir fjölskyldurnar. Í úrskurði nefndar Pritzker- verðlaunanna er sú heildarhugsun sem Doshi vinnur með í skipulagi bygginga og hverfa sögð ein helsta ástæðan fyrir því að hann var valinn; hvernig arkitektinn setur velferð íbúa og vellíðan í fyrsta sætið. Heilbrigt samfélag í góðu skipulagi Ljósmyndir/VSF Steypuverk Höfuðstöðvar Institute of Indology í Ahmedabad er ein fyrstu bygginganna sem Doshi hannaði eftir að hafa unnið með Le Corbushier. Vinnustofan Sangath er vinnustofan sem Doshi hannaði fyrir sjálfan sig og fyrirtæki sitt í Ahmedabad en þar vinna nú um 60 starfsmenn. Neðanjarðargallerí Doshi teiknaði Amdavad Ni Gufa sem sýningarrými fyrir „óvænt stefnumót“ gesta við listaverk eftir Maqbool Fida Husain. Viðráðanlegt Hlyti Aranya-hverfisins sem Doshi hannaði fyrir um 80.000 íbúa. Þar leitar hann leiða við að skapa ódýrt og gott húsnæði fyrir fjöldann. Balkrishna Doshi  Indverski arkitektinn Balkrishna Doshi hlýtur Pritzker-verðlaunin  Vann náið með Le Corbusier  Hann vill hanna ódýrt og húsnæði fyrir fjöldann  Setur velferð íbúa og vellíðan í fyrsta sætið Dregið var í lestrarátaki Ævars vís- indamanns í gær í aðalsafni Borgar- bókasafns og fá þeir fimm grunn- skólanemendur sem dregnir voru út þann heiður að vera persónur í næstu bók Ævars Þórs Benedikts- sonar, sem nefnist Ofurhetjuvíddin og væntanleg er í maí. Líkt og í fyrra var það forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem sá um að draga nöfnin og þau heppnu eru Einar Karl Kristinsson í Öldutúns- skóla, Freyja Sigrún Jóhannesdóttir í Smáraskóla, Guðjón Máni Brjáns- son í Álftanesskóla, Karen Líf Sigur- bjargardóttir í Höfðaskóla og Stefán Arnar í Hlíðaskóla. Lestrarátak Ævars vísindamanns í ár er það fjórða sem haldið er á jafnmörgum árum. Í ár voru lesnar 53 þúsund bækur, en samtals hafa yfir 230 þúsund bækur verið lesnar frá því átakinu var hrundið af stað. Eins og í fyrra náði átakið einnig til íslenskra krakka sem búa erlendis, meðal annars í Brussel, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Sviss, Lúxem- borg, Noregi, Belgíu, Þýskalandi og Frakklandi. Í fyrsta skiptið voru 8.- 10. bekkur með, en hingað til hefur átakið bara verið fyrir 1-7. bekk. Nemendur máttu lesa á hvaða tungumáli sem var og hljóðbækur og upplestur annarra taldist með. 53 þúsund bækur lesn- ar í átaki Ævars í ár Morgunblaðið/Hari Lestrarhestar Forseti Ísland dró út nöfn fimm þátttakenda í Lestrarátaki Ævars vísindamanns sem verða persónur í næstu bók hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.