Morgunblaðið - 13.03.2018, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Ronaldo nýtur lífsins á Íslandi
2. Ólétt að fjórða barni og dæmd í …
3. Gylfi alvarlega meiddur í hné?
4. „Ertu ekki taílensk?“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Kvartett franska píanóleikarans
Leilu Olivesi leikur á Kex hosteli í
kvöld kl. 20.30. Með Olivesi koma
fram Sigurður Flosason á saxófón,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og
Donald Kontomanou á trommur. Oli-
vesi býr og starfar í París þar sem
hún hefur unnið til ýmissa verðlauna
fyrir hljóðfæraleik sinn og tónsmíðar.
Kvartett Leilu Olivesi
leikur á Kex hosteli
Terry Gunnell,
prófessor í þjóð-
fræði, fjallar um
þjóðtrú Íslend-
inga í Listasafni
Íslands í dag milli
kl. 12.10 og 12.45 í
fyrirlestraröðinni
Þjóðsögur á
þriðjudögum sem
fram fer samhliða sýningu á þjóð-
sagnamyndum Ásgríms Jónssonar.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Þjóðtrú Íslendinga
Á miðvikudag Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Slydda
eða rigning með köflum og hiti 1 til 6 stig. Dálítil snjókoma um tíma
norðantil á landinu og vægt frost þar.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en
15-23 syðst og í Öræfum fram eftir degi. Bjart um landið vestan-
og norðanvert, en skýjað og dálítil él suðaustan- og austantil.
VEÐUR
Ekki lá fyrir þegar Morgun-
blaðið fór í prentun hve al-
varleg hnémeiðsli Gylfa
Þórs Sigurðssonar eru.
Gylfi meiddist í leik með
Everton í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu um
helgina og í fréttatilkynn-
ingu Everton kom fram að
hann myndi gangast undir
skoðun hjá sérfræðingi,
sem átti að fara fram í gær-
kvöld, en niðurstöður lágu
ekki fyrir í gær. »1
Enn ríkir óvissa
um meiðsli Gylfa
„Þegar Levski sýndi því fyrst áhuga
að fá mig vorum við mjög efins um
hvort þetta væri rétta skrefið. Síðan
hringdi forseti félagsins í mig nokkr-
um sinnum, hvatti mig til að koma og
útskýrði hvernig hlutirnir væru. Ég
ákvað að láta slag standa, gera mitt
besta og sjá hvert það myndi leiða,
og ég sé alls ekki eftir því,“ segir
knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn
Eyjólfsson sem á góðu
gengi að
fagna með
Levski
Sofia í
Búlgaríu.
» 2
Lét slag standa og
sé ekki eftir því
„Þjálfarinn leggur mikla áherslu á að
bakvörðurinn sé leiðtogi í liðinu og
ég er því með visst leiðtogahlutverk.
Ég hef lært mikið af honum og er
virkilega glaður yfir að hafa tekið þá
ákvörðun að fara hingað,“ segir Jón
Axel Guðmundsson m.a. við Morgun-
blaðið í dag en hann leikur í úr-
slitakeppni bandaríska háskóla-
körfuboltans. »3
Jón Axel í fótspor Franks
og Helenu vestanhafs
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Konur í Langholti, Kvenfélag Lang-
holtssóknar, standa fyrir tvennum
styrktartónleikum í Langholtskirkju
klukkan 17 og 20 sunnudaginn 18.
mars nk. til þess að safna fyrir end-
urnýjun á sætum í kirkjunni. Fram
koma kórar og sjálfstæðir tónlistar-
menn að auki.
Anna Birgis, formaður Kven-
félagsins, segir að félagið hafi verið
með fjáröflunarátak tvisvar á ári,
vorhátíð og basar á haustin, og nú
hafi þurft að bregðast við lélegri
stöðu sætanna í kirkjunni. „Kirkjan
hefur alla tíð verið mikið tónlistar-
hús og með það í huga ákváðum við,
það er kvenfélagið, sóknarnefndin,
prestarnir, listafélagið og organist-
inn Magnús Ragnarsson, listrænn
stjórnandi tónlistarstarfs í Lang-
holtskirkju, að fara í þessa fjár-
öflun.“
Tónlist og kórastarf hefur verið
miðpunktur safnaðarstarfsins og
hljómburður kirkjunnar þykir ein-
stakur. Í kórum kirkjunnar eru sam-
tals yfir 200 félagar. Kór Langholts-
kirkju hefur vakið athygli frá
stofnun 1953 eða í 65 ár og kórskóli
kirkjunnar hefur verið starfræktur
frá 1991.
„Það er mikil gróska í tónlistarlíf-
inu hérna og kirkjan er mikið notuð
fyrir tónleika af mismunandi tagi,“
segir Magnús Ragnarsson. Hann
bendir á að góður ómtími sé í kirkj-
unni, hún henti sérstaklega vel fyrir
allan söng og búi auk þess yfir sér-
stökum flygli og glæsilegu orgeli.
Sjálfur hafi hann verið með marga
tónleika í Langholtskirkju og það sé
alltaf skemmtilegt. Gildi þá einu
hvort flutt séu klassísk verk eða
söngur. Í því sambandi bendir hann
á að sl. fimmtudag hafi verið tón-
leikar með einsöngvurum sem tengj-
ast kórum kirkjunnar.
Valinn maður í hverju rúmi
Anna bætir við að um milljón
manns hafi setið á stólunum á tón-
leikum utan hefðbundins kirkju-
starfs í Langholtskirkju frá því þeir
voru teknir í gagnið fyrir um 35 ár-
um og því komi ekki á óvart að það
þurfi að endurnýja þá. „Við þurfum
að láta yfirdekkja og bólstra 427
stóla,“ segir Anna og bendir á að
grindurnar standi enn fyrir sínu.
Á tónleikunum kl. 17 stíga á svið
Björn Thoroddsen, Bubbi, Góðir
grannar, Karlakór Kópavogs, Karla-
kór Reykjavíkur, Kvennakórinn
Katla, Óperukórinn í Reykjavík,
Valgerður Guðnadóttir og Vox Fem-
inae.
Á seinni tónleikunum skemmta
Fílharmonían, Graduale Nobili,
Guðný Guðmundsdóttir, Karlakór-
inn Fóstbræður, KK, Kór Lang-
holtskirkju, Söngfjelagið og Þóra
Einarsdóttir.
Magnús segir að tónlistarfólkið og
söngvararnir þekki vel kirkjuna og
allir hafi brugðist vel við ósk um að
koma fram á tónleikunum. „Það vita
allir hvað kirkjan er mikil perla,“
segir hann. „Hún ber bassahljóminn
vel og það er einkennandi fyrir góða
tónlistarsali.“
Allt listafólkið gefur vinnu sína
eins og aðrir sem að verkefninu
koma, að sögn Önnu. Hún segir að
mikil eftirvænting ríki vegna tón-
leikanna. „Þetta er listahátíð.“
Sungið fyrir bættum sætum
Um milljón manns hefur setið á stólunum á tónleikum utan hefðbundins
kirkjustarfs í Langholtskirkju Listahátíð og styrktartónleikar á sunnudag
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Langholtskirkju Anna Birgis og Magnús
Ragnarsson undirbúa tónlistarhátíðina um
helgina vegna gömlu og lúnu stólanna í baksýn.
Mannfræðifélag Íslands ásamt
Félagi þjóðfræðinga á Íslandi og
Félagsfræðingafélagi Íslands heldur
málþing um siðferðileg álitamál í
rannsóknum. Málþingið verður í
Háskóla Íslands í Odda,
stofu 101, og hefst kl.
16.30. Erindi halda
Jónína Einarsdóttir,
Rósa Þorsteins-
dóttir og Sigurjón
Baldur Hafsteins-
son. Að-
gangur er
ókeypis.
Siðferðileg álitamál
í rannsóknum