Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sín- um í gær að taka þátt í samstilltum aðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO gagnvart Rússlandi. Málið var eina umfjöllunarefni fundarins. Sextán þjóðir ESB auk annarra þjóða hafa vísað alls 110 diplómötum úr landi vegna efnavopnaárásar á rússneska gagnnjósnarann Sergei Skripal og Yuliu, dóttur hans, í enska bænum Salsbury í byrjun mánaðar- ins, en þau liggja enn bæði þungt haldin á sjúkrahúsi. Öllum tvíhliða fundum með rúss- neskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Því munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeist- aramótið í knattspyrnu í sumar, en þar með talinn er Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands. Utanríkismálanefnd þingsins var upplýst um málið á fundi í utanrík- isráðuneytinu síðdegis í gær og skömmu síðar kom Anton Vasiliev, sendiherra Rússa, til fundar við Guð- laug Þór Þórðarson, utanríkisráð- herra, sem tilkynnti honum áform ís- lenskra stjórnvalda. Rússar komi að rannsókninni Guðlaugur Þór segir kveikjuna að baki aðgerðum stjórnvalda vera að Rússar hafi ekki sýnt samstarfsvilja við rannsókn árásarinnar í Salsbury og hafi gefið ófullnægjandi og ótrú- verðugar skýringar á uppruna efna- vopnanna. Rússar þurfi að koma að lausn málsins. „Viðbrögð rússneskra stjórnvalda hafa ekki verið sannfærandi og þau hafa ekki verið tilbúin að starfa með Efnavopnastofnuninni og breskum stjórnvöldum til að upplýsa málið,“ segir hann, en nefnir að fleira hafi þó komið til. „Það má segja að Salsbury-málið sé kornið sem fyllti mælinn. Svo skul- um við ekki gleyma því að hluti Úkra- ínu er enn hernuminn og ekki eru mörg ár frá því tölvuárás var gerð á danska varnarmálaráðuneytið, að ógleymdum afskiptum af lýðræðis- legum kosningum í einstaka ríkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Áfram samstarf að mörgu leyti Aðspurður segir hann að aðgerðir stjórnvalda eigi aðeins við um tvíhliða samskipti hátt settra ráðamanna Rússlands. Samstarf á fjölþjóðavett- vangi verði óbreytt. „Sömuleiðis höfum við átt í allra- handa samskiptum við Rússa, þ.e.a.s. ráðherrar ríkjanna hittast á milli landa vegna hinna ýmsu mála. Nú frestum við slíku um ófyrirsjáanleg- an tíma,“ segir Guðlaugur Þór. „Lægra settir embættismenn munu áfram verða í samskiptum við okkur og vitanlega einskorðast þess- ar aðgerðir við stjórnvöld. Margs konar samskipti þjóðanna á öðrum sviðum munu halda áfram eftir sem áður. Við munum áfram eiga í sam- ræðum við Rússa þótt við höfum tek- ið afstöðu gegn þeim í þessum deilu- málum,“ segir hann. Ísland er eina ríkið sem ekki sendir úr landi rússneska embættismenn. Guðlaugur segir þátttöku Íslands miðaða við stærð. Aðeins þrír útsend- ir starfsmenn séu í íslenska sendi- ráðinu í Moskvu. Almenn regla sé að ríki gjaldi líku líkt í ráðstöfunum sem þessum. „Við vitum ekkert um viðbrögð Rússa, en almenna reglan er sú að að- gerðum sem þessum sé svarað með sambærilegum hætti. Við gerum þetta í samræmi við okkar stærð og vonum auðvitað að úr þessu leysist. Við viljum auðsjáanlega góð og upp- byggileg samskipti milli Rússa og annarra þjóða, en það er of snemmt að segja til um hvað gerist næst,“ segir hann, en Rússar hafa á öllum stigum málsins þvertekið fyrir að- komu að árásinni og það gerði sendi- herra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, einnig að loknum fundinum í gær. Í viðtölum við fjölmiðla sagði hann að um slys hefði verið að ræða og að Rússland tengdist því ekki á nokkurn hátt. Sýna stöðu Íslands skilning Einhugur ríkti um málið í ríkis- stjórn og einnig í utanríkismála- nefnd. Guðlaugur Þór segir að enginn hafi viljað ganga lengra eða skemur. „Það skilja þetta allir. Önnur ríki hafa mun fjölmennara starfslið í sínum sendiráðum og því er ólíku saman að jafna þar sem brottvísun sendierind- reka er að jafnaði svarað í sömu mynt,“ segir hann og nefnir að bandalagsþjóðir Íslands hafi sýnt ákvörðuninni skilning. Framhaldið er óljóst, að sögn Guð- laugs Þórs, en ekki er útilokað að til frekari aðgerða komi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, seg- ir að nálgun íslenskra stjórnvalda, að senda embættismenn ekki úr landi, sé skynsamleg. Hún telur ljóst að mestar líkur séu á að Rússar hafi staðið að baki árásinni í Salsbury. „Það liggur ljóst fyrir að Rússar hafa ekki viljað taka þátt í rannsókn málsins og bandamenn okkar telja með óyggjandi hætti að mestar líkur séu á því að þeir hafi verið að baki árásinni,“ segir hún. „Það er mikil- vægt að við tökum þátt í aðgerðum sem þessum með bandalagsþjóðum okkar, en á sama tíma hugsum við líka um okkar hagsmuni,“ bætir hún við. Ísland tekur afstöðu með bandalagsþjóðunum  Ríkisstjórnin var einhuga í málinu  Aðgerðirnar taka mið af stærð Íslands Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanríkisráðuneytið Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, upplýsti utanríkismálanefnd Alþingis um ákvörðun ríkisstjórnarinnar síðdegis í gær. Við hlið hans er Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri. Fyrir páska þarf atvinnu- og ný- sköpunarráðuneytið að gefa út nýja reglugerð um veiðigjöld. Reiknivilla sem hefur áhrif á útreikning gjalds eftir tegundum kom í ljós nýlega og því þarf að reikna gjaldið út upp á nýtt. Villan hefur ekki áhrif á gjald- stofninn heldur eingöngu afkomuígildi hvers stofns um sig. Áhrif þessarar villu, að teknu til- liti til upplýsinga um landaðan afla frá 1. september í fyrra fram til febrúarloka í ár, eru að álögð veiðigjöld í þorski, ýsu og öfugkjöftu hafa verið ofreiknuð um 200 millj- ónir króna á meðan veiðigjald af öðr- um botnfisktegundum er 128 millj- ónum króna lægra en vera skyldi, miðað við réttar forsendur í útreikn- ingi. Hvað viðvíkur uppsjávarfiski hefur veiðigjald af kolmunna og síld verið hærra en ella væri um 10,4 millj. kr. og gjald af loðnu og síld hefði átt að vera 14,5 millj. kr. Ráðu- neytið telur þó fjárhæðir vegna upp- sjávarfisks að öllum líkindum of- reiknaðar af gefnum ákveðnum forsendum. Mjög versnandi afkoma „Þetta er leiðrétting á útreikn- ingum á gjöldum sem við höfum gagnrýnt. Þessi gjaldheimta er held- ur ekki í takt við afkomu grein- arinnar í dag. Víða frá eru að koma fram upplýsingar um versnandi af- komu,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Hann bendir á að inni í væntanlegri leiðréttingu sé hækkun á gjöldum á tegundir eins og grálúðu og gulllax, sem komi sér illa fyrir út- gerð frystitogara. sbs@mbl.is Villa var í veiði- gjöldum Sjómenn Trollið er híft um borð.  Endurútreikningar og ný reglugerð Jens Garðar Helgason Algengt er að fólk kaupi tryggingar fyrir gæludýr sín hér á landi, sér í lagi fyrir hunda og ketti. Á heimasíð- um stóru tryggingafélaganna má sjá að hægt er að kaupa tryggingar á borð við sjúkrakostnaðartryggingu, afnotamissistryggingu, líftryggingu, umönnunartryggingu og ábyrgð- artryggingu fyrir blessuð dýrin. Þessar tryggingar geta til að mynda mætt útgjöldum ef dýrið veikist eða ef það veldur tjóni, og bætt eigendum ef það drepst í slysi eða vegna veik- inda. Erfitt er að henda reiður á því hversu mörg dýr eru tryggð hér á landi en samkvæmt upplýsingum frá VÍS eru nokkur þúsund gæludýr tryggð hjá félaginu. Athygli vekur að aðeins er hægt að kaupa tryggingar fyrir gæludýr fram til fimm ára aldurs, samkvæmt skil- málum á heimasíðum VÍS og Sjóvár. Hjá Tryggingamiðstöðinni er hægt að tryggja dýr fram til sjö ára aldurs. Þetta gerir gæludýraeigendum vita- skuld erfiðara fyrir að ætla að skipta um tryggingafélag en ella. Þá renna tryggingar gjarnan út hjá hundum þegar þeir ná tíu ára aldri og hjá köttum við þrettán ára aldur. „Varðandi aldurstakmörk í gælu- dýratryggingum þá er það í raun bara áhættumat sem ræður ferðinni. Eftir ákveðinn aldur fara líkur á sjúkdómum að aukast sem eðlilegur fylgifiskur hækkandi aldurs frekar en að vera sérstök vátrygg- ingaráhætta. Sama gildir um há- marksaldur við kaup,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri ein- staklingsráðgjafar og markaðsmála hjá Tryggingamiðstöðinni. Svipuð svör fást hjá VÍS; líkur á bóta- skyldum atvikum aukist mikið eftir að fimm ára aldri sé náð. „Þó að dýrið verði að vera fimm ára eða yngra þegar tryggingin er keypt gildir ábyrgðar- og umönn- unartryggingin út lífaldur dýrsins,“ segir í svari VÍS. hdm@mbl.is Þúsundir gæludýra tryggðar  Ekki hægt að tryggja dýrin þegar þau eldast Morgunblaðið/Eggert Hundar Margir kaupa tryggingar fyrir gæludýr sín hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.