Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Bamix töfrasproti
Verð 29.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Dóra Björt Guðjónsdóttir alþjóða-
fræðingur skipar efsta sætið á lista
Pírata fyrir borgarstjórnarkosningar.
Þetta er niðurstaðan í prófkjöri Pí-
rata í Reykjavík, Hafnarfirði og
Kópavogi sem lauk í gær og tilkynnt
var um úrslitin síðdegis.
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, um-
hverfis- og skipulagsfræðingur, verð-
ur í 2. sæti í Reykjavík, Alexandra
Briem þjónustufulltrúi í því 3. og 4.
sætið skipar Rannveig Ernudóttir,
tómstunda- og félagsmálafræðingur.
Í Kópavogi er Sigurbjörg Erla Eg-
ilsdóttir sálfræðingur efst á lista Pí-
rata, Hákon Helgi Leifsson, þjón-
ustu- og sölufulltrúi, í 2 sæti, í því 3. er
Ásmundur Almar Guðjónsson hug-
búnaðarsérfræðingur og Ragnheiður
Rut Reynisdóttir, leiðbeinandi á leik-
skóla, í 4. sæti.
Hjá Pírötum í Hafnarfirði lenti El-
ín Ýr Arnar Hafdísardóttir þroska-
þjálfi í efsta sætinu, Kári Valur Sig-
urðsson pípulagningamaður í 2., 3.
sætið skipar Hildur Björg Vilhjálms-
dóttir, nýbökuð móðir, og Hallur Guð-
mundsson, samskipta- og miðlunar-
fræðingur, verður í 4. sæti.
„Áherslumál okkar verður aukið
gegnsæi í allri ákvarðantöku; að gefa
almenningi tækifæri til að hafa áhrif.
Við viljum meira samráð um mál
meðan þau eru á vinnslustigi,“ segir
Dóra Björt Guðjónsdóttir. Hún vill
ekki kveða uppúr með hverjum Pírat-
ar vilji starfa í meirihluta í borginni
komist flokkurinn í þá aðstöðu. Pírat-
ar eigi aðild að núverandi meirihluta
og það samstarf hafi um margt verið
gott. Rími áherslumál annarra stjórn-
málaflokka hins vegar við stefnu Pí-
rata sé allt opið. Þar nefnir Dóra
Björt húsnæðismálin, sem þurfi inn-
spýtingu með fjölgun lóða og að byggt
sé samkvæmt þörf markaðar.
sbs@mbl.is
Dóra Björt í efsta
sæti í Reykjavík
Píratar á höfuðborgarsvæðinu klárir
Morgunblaðið/Eggert
Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir
kynnir listann og stefnumálin.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Vegna þeirra fjölmörgu innbrota
sem framin hafa verið á höfuðborg-
arsvæðinu að undanförnu hafa tals-
verðar umræður sprottið upp á
spjallsvæðum á samfélagsmiðlum
sem hugsuð eru fyrir fólk sem búsett
er í ákveðnum hverfum eða sveit-
arfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Eru íbúar farnir að tilkynna þar um
það sem þeir telja vera óviðeigandi
mannaferðir við og í íbúðahverfum.
Einn þessara hópa er fyrir íbúa á
Seltjarnarnesi, en brotist var inn í
einbýlishús þar um nýliðna helgi.
„[Þ]að voru tveir menn að labba
hérna norðanmegin við sjóinn að
taka myndir af húsum, frekar flótta-
legir,“ segir í einni færslunni.
„Löbbuðu ekki hlið við hlið, heldur
labbaði annar á undan og þóttist
vera í símanum og hinn á eftir. Þetta
voru ekki menn að dást að húsun-
um.“
Í kjölfarið skapaðist nokkur um-
ræða og var fólk m.a. hvatt til að
fylgjast vel með í kringum sig, en
einn íbúanna sagðist hafa tekið eftir
svörtum bíl og eru þeir sem í honum
voru sagðir hafa tekið myndir af
húsum. Þá sagðist sá sem hóf inn-
leggið hafa sent myndir af áður-
nefndum göngumönnum til lögregl-
unnar.
„Verið að skoða okkur öll“
Íbúar á Álftanesi eru einnig nokk-
uð varir um sig, en þar hafa þjófar
verið sérstaklega iðnir við að stela
gaskútum. Þá hafa íbúar einnig orð-
ið varir við það sem þeir telja vera
grunsamlega bíla og að verið sé að
taka myndir af bæði húsum og bif-
reiðum á svæðinu.
„Það er verið að skoða okkur öll
alla daga af aðilum sem vilja reyna
að komast inn í okkar hús án okkar
vitundar til að ræna verðmætum,“
segir í einni færslu hópsins. Er í
kjölfarið hvatt til þess að fólk fylgist
með ferðum ökutækja og reiðhjóla
„sem eru að stoppa og skoða – takið
myndir. Takið niður bílnúmer, lýs-
ingu á fólki. Hringið í lögreglu og
nágranna ef þið sjáið eitthvað, eða
heyrið sem ekki er venjulegt.“
Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu. Hann segir lögregl-
una í nánu samstarfi við íbúa.
„Við þiggjum auðvitað allar ábend-
ingar, en oft er þetta spurning um að
þekkja sitt hverfi og fólkið sem þar
býr,“ segir hann og bætir við að til-
kynningar um grunsamlegar manna-
ferðir hafi heldur færst í aukana að
undanförnu og hafa þær í sumum til-
fellum leitt til þess að mál upplýsist.
Skúli segir lögreglu notast við
merktar jafnt sem ómerktar bifreiðar
við eftirlit. Eru jafnvel dæmi um að
athuglir íbúar hafi tilkynnt um ferðir
ómerktra lögreglubíla við eftirlit.
„Það hefur alveg komið fyrir og þá
erum við fljótir að afgreiða slíkar til-
kynningar,“ segir Skúli og hlær við.
Þá segir hann lögreglu verða með
gott eftirlit um komandi páska. „Við
munum vera eins virk og kostur er,
það er engin spurning.“
Íbúar fylgjast grannt með sínu hverfi
Tíð innbrot á höfuðborgarsvæðinu eru mjög á milli tannanna á fólki í netheimum Íbúar tilkynna
lögreglu um ferðir fólks og ökutækja Dæmi um að ómerktir lögreglubílar í eftirliti séu tilkynntir
Morgunblaðið/Júlíus
Borgin Tíð innbrot hafa verið á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hafnfirðingar, bæði bæjarstjórn og
íbúar bæjarins, eru orðnir afar óþol-
inmóðir eftir að hafnar verði fram-
kvæmdir við tvöföldun Reykjanes-
brautar frá Kaldárselsvegi að mis-
lægum gatnamótum við Krísuvíkur-
veg.
Í síðustu viku sendi bæjarstjórn
Hafnarfjarðar þingmönnum og sam-
gönguráðherra ályktun þar sem
skorað er á þingmenn og samgöngu-
ráðherra að sjá til þess að fram-
kvæmdir hefjist þegar á þessu ári og
þeim verði lokið á árinu 2019.
Í ályktuninni skorar bæjar-
stjórnin á þingmenn, samgöngu-
ráðherra, umhverfis- og samgöngu-
nefnd Alþingis og vegamálastjóra að
tryggja að fjármagn fáist á sam-
gönguáætlun sem nú er unnið að,
þannig að tryggt verði að fram-
kvæmdum við að ljúka tvöföldun
Reykjanesbrautar innan Hafnar-
fjarðar ljúki á næstu fjórum árum.
Einar Bárðarson, samskiptastjóri
Hafnarfjarðarbæjar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að 47.300
bílar færu um Reykjanesbraut á sól-
arhring á þeim hluta Reykjanes-
brautar sem Hafnfirðingar vildu að
yrði tvöfaldaður.
Mikil mengun fylgir umferðinni
„Það liggur í augum uppi að
mengunin sem fylgir slíkri umferð
er mjög mikil, ekki síst þar sem veg-
urinn er bara ein akrein í hvora átt
og þar af leiðandi eru bílarnir lengur
að fara um svæðið,“ sagði Einar.
Haraldur L. Haraldsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, var í gær
spurður hvort bæjaryfirvöld mættu
tómlæti af hálfu þingmanna og sam-
gönguráðherra við málaleitan sinni:
„Nei, ég get kannski ekki alveg sagt
það. Við fengum það í gegn að mis-
lægu gatnamótin við Krísuvíkurveg
fóru í framkvæmd í fyrra og þeim
var lokið í fyrra og fyrir það erum
við náttúrlega þakklát,“ sagði Har-
aldur.
„Það er rétt, við erum langþreytt
á umferðarþunganum á Reykjanes-
braut þar sem hún liggur í gegnum
bæinn og ekki síður á slysahættunni
og höfum þess vegna beitt okkur af
krafti í þeirri von að við fáum úr-
lausn okkar mála,“ sagði Haraldur.
Eru í samtali við ráðuneytið
„Við erum í þessari lotu að berjast
fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar
frá Kaldárselsvegi að mislægum
gatnamótum við Krísuvíkurveg. Við
erum í samtali við ráðuneytið og
Vegagerðina um þessi mál, þannig
að ég ætla ekki að segja að við mæt-
um tómlæti. En framkvæmdin er
ekki komin af stað og við erum að
berjast fyrir því núna að ákveðið
fjármagn verði eyrnamerkt fram-
kvæmdinni,“ sagði Haraldur.
Haraldur sagði að fjöldi pósta
hefði verið sendur á þingmenn kjör-
dæmisins og þeim boðið á opna íbúa-
fundi og samtalsfundi með bæjar-
stjórninni. Á sama tíma hefði verið
fundað með yfirmönnum Vegagerð-
arinnar sem væru tilbúnir í fram-
kvæmdir en vantaði fé til verkefn-
anna.
Morgunblaðið/Hari
Reykjanesbraut Hafnfirðingar vilja að tryggt verði að framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar innan
Hafnarfjarðar verði lokið á næstu fjórum árum og þrýsta því á þingmenn, samgönguráðherra og Vegagerðina.
Hafnfirðingar þrýsta á
þingmenn um tvöföldun
47.300 bílar fara um Reykjanesbraut á sólarhring