Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við stöndum auðvitað frammi fyrir
ákveðnum vanda með þennan ald-
urshóp, 16-18 ára, því annars vegar
ber nemendunum ekki skylda til að
vera í skóla en hins vegar ber sam-
félaginu skylda til að bjóða upp á
nám fyrir þá. Hvað á að gera þegar
þeir brjóta af sér?“ segir Guðríður
Arnardóttir, formaður Félags fram-
haldsskólakennara (FF).
Umboðsmaður Alþingis hefur úr-
skurðað að brottvikning 16 ára pilts
úr framhaldsskóla árið 2015 hafi ver-
ið ólögmæt. Mennta- og menningar-
málaráðuneytið staðfesti brottvikn-
inguna á sínum tíma. Pilturinn varð
uppvís að því að bera hníf í skólanum
og birti óviðeigandi mynd af skóla-
systur sinni á lokaðri facebooksíðu. Í
áliti umboðsmanns kemur fram að
pilturinn hafi verið ólögráða barn að
lögum og brotið hafi verið gegn lög-
bundnum rétti hans til skólagöngu í
framhaldsskóla. Úrskurður ráðu-
neytisins hafi ekki verið í samræmi
við lög. Fréttablaðið greindi frá
þessu í gær og þar kom fram að
ráðuneytið tæki undir ábendingar
umboðsmanns.
„Við viljum byggja upp samfélag
þar sem öllum stendur til boða að
fara í nám. Við viljum fara mildum
höndum um börn, líka þau sem eru
16-18 ára, og við viljum ekki beita
íþyngjandi ákvörðunum á börn að
nauðsynjalausu. En við viljum held-
ur ekki byggja upp þannig samfélag
að börn og fullorðnir komist upp
með hvað sem er. Við þurfum að
kenna börnum það að orðum og at-
höfnum fylgi afleiðingar. Þú getur
ekki hagað þér eins og þú vilt,“ segir
Guðríður og bendir á að umrætt mál
snúi ekki bara að gerandanum.
Þarna sé líka um að ræða fórnar-
lamb.
Hugsa verður um þolendur
„Ég er mjög hugsi um stöðu þol-
enda, bæði í tengslum við þetta mál
og fleiri mál sem ég þekki. Þetta
kemur auðvitað inn á umræðu um
hefndarklám og fleira. Það er alltaf
að verða algengara og algengara að
verið sé að dreifa slíku myndefni.“
Í áliti umboðsmanns segir að
mælst sé til þess að ráðuneytið geri
ráðstafanir til að tryggja að nem-
endur, yngri en 18 ára, sem vísað er
ótímabundið úr framhaldsskóla, fái
skólavist að nýju.
„Ein leið væri að líta svo á að sam-
félagið hafi skyldu til að veita nem-
endum skólavist til 18 ára aldurs, en
það þarf ekki að vera í ákveðnum
skóla. Þannig að ef nemendur brjóta
af sér sé hægt að víkja þeim úr skóla
en bjóða þeim skólavist í öðrum
skóla. Það er ákveðin refsing og
mögulega áfellisdómur fyrir viðkom-
andi en við bregðumst ekki barninu
sem samfélag. Að auki fjarlægjum
við þar með gerandann frá þoland-
anum. Þetta er vel hægt ef reglurnar
eru skýrar í upphafi og nemendur fá
kynningu á þeim,“ segir Guðríður.
Ýmsar leiðir eru færar
Salvör Nordal, umboðsmaður
barna, kvaðst ekki þekkja málavexti
í umræddu máli og vildi því lítið tjá
sig. „Það má alveg taka undir að það
getur ekki verið eina refsingin að
vísa nemendum úr skóla ef þeir
brjóta af sér. Það eru ýmsar leiðir til
að mæta nemendum og reyna að
koma í veg fyrir að brot endurtaki
sig.“
Brottreknum verði boðin
skólavist annars staðar
Morgunblaðið/Hari
Framhaldsskóli Skýrari reglur þarf innan framhaldsskóla þegar kemur að brotum nemenda, að mati formanns FF.
Formaður Félags framhaldsskólakennara vill skýrari reglur um brot nemenda
Guðríður
Arnardóttir
Salvör
Nordal
Víti í Vest-
mannaeyjum, ný
íslensk kvik-
mynd sem byggð
er á metsölubók
Gunnars Helga-
sonar, hefur
heldur betur
slegið í gegn, en
yfir 10.000
manns hafa þeg-
ar séð myndina,
sem frumsýnd var sl. föstudag.
Aðstandendur myndarinnar
segja aðsóknina um helgina hreint
út sagt „magnaða“ og gefur hún
„góð fyrirheit um framhaldið“.
Víti í Vestmannaeyjum er byggð
á fyrstu bókinni í vinsælum barna-
bókaflokki eftir Gunnar, en leik-
stjóri er Bragi Þór Hinriksson. »33
Yfir 10.000 manns
hafa þegar séð Víti
í Vestmannaeyjum
Gunnar
Helgason
Fjórir sóttu um embætti prests við
Dómkirkjuna í Reykjavík, en starf-
ið var auglýst laust til umsóknar
eftir að skipun séra Evu Bjarkar
Valdimarsdóttur var afturkölluð í
október í fyrra.
Höfðu komið fram athugasemdir
um að ekki hefði verið réttilega
staðið að kosningu kjörnefndar
prestakallsins, en kjörnefnd hefur
m.a. það hlutverk að kjósa prest úr
hópi umsækjenda.
Þeir sem sóttu um embættið núna
eru, í stafrófsröð: Cand. theol.
Bryndís Svavarsdóttir, séra Elín-
borg Sturludóttir, séra Gunnar Jó-
hannesson og mag. theol. Helga
Kolbeinsdóttir. Elínborg og Bryn-
dís sóttu um embættið í fyrra en sú
fyrrnefnda gerði athugasemdir við
kosningu kjörnefndar.
Elínborg og Bryndís
sækja um aftur
Morgunblaðið/Eggert
Í gær var tekin í notkun í Mývatns-
sveit hleðslustöð Orku náttúrunnar
fyrir rafbíla og nú er hægt að aka
hringveginn sem varðaður er hlöð-
um sem fyrirtækið hefur sett upp.
Hlaðan er við Fosshótel í Reykja-
hlíð og auk hraðhleðslunnar er þar
líka hefðbundin hleðsla (AC). Frið-
rik Jakobsson, sem starfar við
ferðaþjónustu í Mývatnssveit, fékk
fyrstu hleðsluna í gær að við-
stöddum Þorsteini Gunnarssyni
sveitarstjóra og Bjarna Má Júl-
íussyni, framkvæmdastjóra ON.
„Ég vona svo sannarlega að þessi
tímamót hvetji ekki bara okkur
landsmenn til að skipta yfir á raf-
magn í samgöngum, heldur ekki
síður ferðafólk sem hingað kemur,“
segir Bjarni Már í tilkynningu.
Mikil fjölgun ferðamanna síðustu
ár hefur gert það að verkum að kol-
efnisspor samgangna á landi hefur
vaxið, þvert á markmið um hið
gagnstæða. Talið er að ríflega 20
þúsund bílaleigubílar séu í landinu
og kolefnissporið stórt.
„Nú fögnum við mikilvægum
áfanga. Nýlegar kannanir sýna að
Íslendingar eru tilbúnari en flestar
aðrar þjóðir til að skipta yfir í raf-
bíla,“ segir Bjarni Már.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Mývatnssveit Frá opnun hlöðunnar í Reykjahlíð í gær. Hringnum er lokað.
Hleðslustöðvarnar
allan hringveginn