Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það vekurmikla undr-un hve sjálf-
skipaðir verðir
mannréttinda,
bæði hér á landi og
annars staðar láta
eins og ekkert sé
þegar ríkisvaldið í
ESB-löndum á í hlut. Það er
ekki vansalaust. En hefur þó
þann kost að þá spakvitringa
þarf ekki að taka alvarlega
þegar þeir tjá sig næst um þau
mál sem eru „inn“ í þeirra ver-
öld.
Þýska leyniþjónustan fékk
upplýsingar frá spænsku
leyniþjónustunni um að fyrr-
verandi leiðtogi katalónsku
heimastjórnarinnar væri kom-
inn inn fyrir landamæri Þýska-
lands og Danmerkur!
Þýska leyniþjónustan hand-
tók þennan hættulega mann
þegar í stað. Ekkert hefur
komið fram um að „flóttamað-
urinn“ hafi verið vopnaður eða
með tilbúnar sprengjur í skotti
bílsins sem flutti hann.
Þegar þetta er skrifað er
ekki ljóst hvort þýskir dóm-
stólar munu framselja Puigde-
mont, fyrrverandi forseta
heimastjórnarinnar í Katalón-
íu, til Spánar.
Þýsku lögin, sem um það
gilda, ættu varla að gera það
fært. Því að þær sakir sem
bornar eru á katalónsku
stjórnmálamennina eiga allar
rót í því, að þeir hafi gert til-
raun til að efna til þjóðar-
atkvæðis um sjálfstæði Kata-
lóníu. Yfirvöld í Madrid segja
að það atferli geti leitt til 25
ára fangelsisrefsingar þeirra
sem tóku þátt. Þar er litið á
boðun atkvæðagreiðslu um
sjálfstæði sem tilraun til
hryðjuverka. Sú tillaga var
samþykkt með atkvæðum
meirihlutans á katalónska
þinginu. Það er því væntanlega
eftir að fangelsa æði marga.
Enn hefur ekki frést af því
að þeir sem tóku þá ákvörðun
að senda 800 lögreglumenn
óvænt til Katalóníu þar sem
þeir börðu almenna vopnlausa
borgara sem voru í góðri trú á
leið á kjörstað, drógu konur
frá kjörstöðum á hárinu og
hrintu eldri borgurum niður
tröppur, hafi verið fangelsaðir.
Hver vill vera hluti af ríkis-
valdi sem fer þannig fram gegn
almennum borgurum sem eng-
ar aðvaranir höfðu fengið um
að þannig yrði tekið á móti
þeim á kjörstað?
Þýsk lög gera að vísu ráð
fyrir því að hermdarverka-
menn skuli framseldir. En það
er ekki þar með sagt að það
ríkisvald sem krefst framsals á
einstaklingi eigi frjálst mat um
það hvað sá er talinn hafa brot-
ið af sér. Þýskur dómstóll sem
fær málið til með-
ferðar hlýtur að
leggja sjálfstætt
mat á það hvort
leggja megi lýð-
ræðislega teknar
ákvarðanir, hvort
sem þær séu réttar
eða rangar eða séu
innan stjórnskipulegs ramma,
að jöfnu við sprengjutilræði og
árásir hryðjuverkamanna.
Hæstiréttur Spánar heldur
áfram að fjalla, sem fyrsta og
eina dómstig landsins, um mál
„grunaðra stjórnmálamanna“
og úrskurðar þá jafnharðan í
varðhald og meinar þeim að
ganga lausir á meðan mál
þeirra eru ákvörðuð. Því er
borið við að líkur standi til þess
að þeir muni flýja réttvísina.
Þeir sem hingað til hafa verið
fangelsaðir hafa allir mætt
sjálfviljugir frá Katalóníu fyrir
dóminn í Madrid. Það bendir
ekki til flóttahugleiðinga.
Nú seinast bárust fréttir um
að Clara Ponsati, fyrrverandi
menntamálaráðherra Katalón-
íu, hefði verið birt handtöku-
skipun. Hún er nú hagfræði-
kennari við St Andrews
háskóla í Skotlandi. Það væri
undarlegt ef Ponsati yrði
framseld til Madrid. Öðru vísi
tóku yfirvöld í Lundúnum á
óskum Skota um þjóðar-
atkvæði um sjálfstæði. For-
ráðamenn háskólans hafa for-
dæmt stjórnmálalegar
fangelsanir á Spáni og kallað
hrópleg brot á meginreglum
um skoðana- og málfrelsi.
Fróðlegt verður að sjá hvort
Mannréttindadómstóllinn, sem
Ísland er reyndar ekki bundið
af, umfram það sem það kýs í
hverju tilviki, tekur á alvöru
máli eins og þessu. Hvert
smælkið af öðru er sent þangað
frá Íslandi og stjórnmálamenn
og sumir hinna löglærðu virð-
ast telja að Mannréttinda-
dómstóllinn sé þriðja áfrýj-
unarstigið á Íslandi, sem er
fráleitt. Nær væri ef þessi
dómstóll fjallaði um alvarleg
mannréttindabrot landa sem
hafa skuldbundið sig til að
hlíta úrskurðum hans.
Full ástæða virðist til að
skoða notkun eða misnotkun
rannsóknardómstóla í ýmsum
öðrum löndum ESB þar sem
rannsókn, ákærur og varðhald
og dómsúrskurður á lægra
dómstigi eru öll á einni og
sömu hendi. Áratugir eru frá
því að fallið var frá vísi að slíku
kerfi á Íslandi.
Það sem horft er upp á núna
á Spáni þegar Hæstiréttur er
fyrsta dómstig máls og fang-
elsaðir menn geta hvergi feng-
ið dóm sinn endurskoðaðan er
einnig mál sem vert væri að
skoða. Samþykkja má að
smælkið frá Íslandi megi bíða.
Það er skrítið að sjá
tilburði þöggunar-
afla hér á landi
gagnvart mannrétt-
indaofsóknum í
nágrannalandi}
Tökin hert í Katalóníu
H
agfræðingurinn Arthur Laffer
setti á sínum tíma fram kúrfu
sem við hann er kennd. Með
henni benti hann á að ofur-
skattar leiða ekki endilega til
ofurtekna hjá ríkissjóði. Eftir því sem
skattprósentan er hærri minnkar hvatinn til
þess að vinna. Sumir stjórnmálamenn hafa það
sem keppikefli að skattar verði sem lægstir
meðan aðrir telja að hið opinbera sé hæfara en
einstaklingar til þess að fara með fé.
Nokkrir stjórnmálaflokkar lögðu til sér-
staka útgjaldaaukningu fyrir kosningarnar
síðastliðið haust. VG vildu bæta 236 millj-
örðum króna við útgjöld ríkisins meðan Sjálf-
stæðismenn létu sér nægja viðbót upp á 100
milljarða. Hvorugur flokkurinn hefur sagt
hvaða skatta á að hækka til þess að ná þessum
útgjaldaauka, en forsætisráðherra sagði í nýlegu viðtali
við Morgunblaðið að ýmislegt væri til skoðunar í þeim
efnum.
Á sama tíma og ríkisstjórnin ástundar skipulegt und-
anhald í fjármálum ríkisins lagði þingflokkur Viðreisnar
fram tillögu um ábyrga fjármálastefnu í samræmi við
varnaðarorð fjármálaráðs og peningastefnunefndar
Seðlabankans. Blikur eru á lofti í kjaramálum og ef haldið
verður áfram á sömu braut er ljóst að ríkisstjórnin missir
tökin á efnahagsmálunum. Aðeins þremur mánuðum eftir
að ríkisstjórnin losaði tökin á efnahagsmálunum fer verð-
bólga í fyrsta sinn í fjögur ár yfir viðmiðunarmörk.
Ekki bætir úr að stefnan er mjög óljós. Meðan for-
sætisráðherra segist íhuga skattahækkanir koma for-
menn samstarfsflokkanna og segja skatta-
lækkanir í bígerð, samhliða því sem bætt verði
í útgjöld á ýmsum sviðum.
Stefna Viðreisnar er skýr í skattamálum.
Skattahækkanir eru óæskilegar þegar hið op-
inbera tekur þegar til sín drjúgan hlut af
tekjum þjóðarinnar, en í þensluástandi eru
ekki aðstæður til þess að draga úr tekjuöflun
nema hægt sé að minnka útgjöld á sama tíma.
Með markvissri niðurgreiðslu skulda losnar fé
sem ella færi í vaxtagreiðslur.
Enginn segir að núverandi skattkerfi sé það
besta. Auðvelt er að benda á betrumbætur:
1. Persónuafsláttur verði breytilegur eftir
launum, þannig að þeir tekjuminnstu hafi
hærri persónuafslátt en núna, en þeir tekju-
hæstu engan.
2. Almennur virðisaukaskattur verði lækk-
aður í 22% með því að fella niður undanþágur til ferða-
þjónustu. Þannig færist skattbyrðin af Íslendingum á er-
lenda ferðamenn og greinar sitja við sama borð.
3. Erfðafjárskattur verði lækkaður í 5% á fjárhæðir
undir 10 milljónum og felldur niður þegar einstaklingar fá
minna en 2,5 milljónir króna í arf.
4. Auðlindagjöld verði ekki ákveðin af embættis- eða
stjórnmálamönnum heldur ráðist af aðstæðum á markaði.
Þau lækka þá þegar afkoman versnar en vaxa þegar vel
árar.
Þessir skattar eru sanngjarnir og slíka skatta er auð-
velt að innheimta.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Er sanngjarnt að borga skatta?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
húsalóðir til í Reykjavík. Rætt er
um að undanfarið hafi söluverð á
slíkum lóðum verið í kringum 18-20
milljónir. Þá á eftir að teikna. Það
getur kostað 4-8 milljónir. Sam-
anlagt gera þetta 22-28 milljónir,“
segir Ingólfur.
Um 130 fermetra einbýlishús er
á einni parhúsalóðinni og selst það
með lóðunum. Ásett verð er 120
milljónir en óskað er eftir tilboðum.
Eignaskipti koma til greina. Hægt
er að bjóða í lóðirnar án einbýlis-
hússins og er ásett verð fyrir átta
lóðir með teikningum þá 80 millj-
ónir. Húsin eru 185-200 fermetrar
með bílskúr. Miðað við að fermetr-
inn kosti 300-350 þúsund í bygg-
ingu áætlar Ingólfur að húsin kosti
ný 60-70 milljónir.
Miðað við að lóðin kosti 22-28
milljónir í Reykjavík áætlar hann
að samsvarandi hús myndi kosta
90-100 milljónir í borginni. Athygli
vekur að í auglýsingu fasteignasöl-
unnar er því haldið fram að eft-
irspurnin eftir slíkum lóðum í
Hveragerði sé jafnvel meiri en á
höfuðborgarsvæðinu. Ingólfur seg-
ir að loksins hafi skapast grund-
völlur fyrir nýbyggingum af þess-
um toga í nágrannasveitar-
félögunum. Verðið hafi enda
hækkað mikið. Því treysti verktak-
ar sér til að leggja út í nýbygg-
ingar.
Þrátt fyrir þessar hækkanir sé
verðið mun hagstæðara í nágranna-
sveitarfélögum. „Það er hægt að fá
nýtt einbýlishús í Hveragerði á
svipuðu verði og sérhæð á
höfuðborgarsvæðinu. Það eru
margir tilbúnir að aka daglega til
vinnu á höfuðborgarsvæðið ef þeir
geta búið í stærra og jafnvel nýrra
og betra húsnæði. Aksturinn tekur
ekki mikið meira en hálftíma á góð-
um degi,“ segir Ingólfur.
Kostnaðurinn svipaður
Hann segir nokkurn veginn jafn
dýrt að byggja í Hveragerði og á
höfuðborgarsvæðinu. Þó sé það
þannig að hingað til hafi fólk jafnan
byggt ódýrara húsnæði í jaðri
höfuðborgarsvæðisins. Það hafi
enda verið erfiðara að fá fjárfest-
inguna til baka en á höfuðborgar-
svæðinu. Ingólfur telur ótvíræðar
vísbendingar um að það sé að
breytast.
Hann segir ágætt framboð á
gömlum einbýlishúsum í Hvera-
gerði og á Selfossi. Eftirspurnin sé
mikil sem komi fram í því að eignir
seljist fljótt. „Þegar slíkar eignir
eru til sölu í Reykjavík eru þær
hins vegar oft á ansi háu verði.
Eldri eignir í Reykjavík seljast á
hærra verði út af verðmæti stað-
setningarinnar. Því nýrri sem eign-
ir eru í jaðarsveitarfélögunum þeim
mun minna er verðbilið milli þeirra
og Reykjavíkur,“ segir Ingólfur.
Munurinn á lóðaverði
er margfaldur
Nýbyggingar í Hveragerði Ingólfur segir ágætt framboð af gömlum einbýlishúsum í Hveragerði og á Selfossi.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura at mbl.is
Lóðaverðið í Hveragerði erjafnvel aðeins um þriðj-ungur af verðinu íReykjavík. „Það er mikill
sparnaður fyrir 30-40 mínútna akst-
ur,“ segir Ingólfur Gissurarson,
fasteignasali hjá Valhöll.
Valhöll auglýsir nú til sölu 10
byggingarlóðir á
Grímsstaðareit í
Hveragerði.
Ásett verð er um
120 milljónir á
heildarpakkann
með eldra ein-
býlishúsi sem er
á einni par-
húsalóðinni, en
það er í útleigu.
Um er að ræða
fjórar einbýlishúsalóðir og þrjár
parhúsalóðir. Öll gatnagerðargjöld
og allar teikningar eru innifalin og
hafa skipulagsyfirvöld samþykkt
teikningar að húsunum.
Lóðaskortur þrýstir verði upp
Ingólfur segir þetta allt að þrefalt
lægra en samanlagt lóða- og hönn-
unarverð í Reykjavík. Skortur á lóð-
um þrýsti upp verðinu.
„Það eru engar lausar sérbýlis-
Ingólfur Geir
Gissurarson