Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Marín Guðrún Hrafns-dóttir, sjálfstættstarfandi blaðamað-
ur, á 50 ára afmæli í dag. Hún
situr í stjórn Fræðagarðs
Bandalags háskólamanna
(BHM) og einbeitir sér þessa
dagana að því að kynna sér
kjaramálin enda nýkomin í
stjórnina.
„Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á stétta- og kjaramálum
og nú síðustu árin þeim miklu
breytingum sem eru að verða
á vinnumarkaði. Enn er vinnu-
markaðurinn fremur hefð-
bundinn hér á landi en t.d. eru
nú fleiri í Bretlandi sem eru
sjálfstætt starfandi en sem til-
heyra opinbera geiranum. Ég
hef líka áhuga á að berjast
fyrir því að háskólamenntun
sé metin að verðleikum á Ís-
landi og Fræðagarður er eitt
af stóru félögunum innan
BHM. Í Fræðagarði er fólk sem vinnur bæði í opinbera og einkageir-
anum og er með margvíslega menntun og bakgrunn, mest þó hug-
vísindafólk.“
Sjálf er Marín með BA-próf í íslensku og diplómagráðu í fjölmiðla-
fræði og tvær meistaragráður. Sú fyrri er í enskum bókmenntum
frá Háskólanum í Leeds árið 1994 og síðari gráðunni lauk Marín í
fyrrasumar í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Áður
en hún hóf það nám var hún menningar- og ferðamálafulltrúi
Hafnarfjarðarbæjar. „Ég hef mikinn áhuga á sagnfræði og bók-
menntum og í náminu fékk ég tækifæri til að tvinna þetta tvennt
saman. Ég setti upp sýningu á verkum og ævi langömmu minnar,
Guðrúnar frá Lundi, en ég hef mikið unnið með bækur hennar í
gegnum tíðina og held m.a. úti facebooksíðunni Guðrún frá Lundi.
Sýningin hefur verið frábærlega vel sótt og flakkar nú um landið en
var fyrst sett upp í fyrrasumar á Sauðárkróki. Hún er núna á Akra-
nesi og er á leiðinni til Akureyrar, Reykjanesbæjar og Egilsstaða.“
Marín er sjálf úr sveit, frá Skeggsstöðum í Svartárdal þar sem
foreldrar hennar og systir búa. „Ég reyni að fara þangað eins oft og
ég get og vonast til að geta brunað norður strax eftir Parísarferð.“
Marín fór í flug í morgun til Parísar og ætlar að fagna þar afmæl-
inu með systrum sínum og börnum, en ein systirin, bóndinn á
Breiðavaði, komst ekki vegna anna.
Eiginmaður Marínar er Steingrímur Ólafsson iðnrekstrarfræð-
ingur, sem er á vakt í Noregi um páskana, og börn þeirra eru
Guðrún 25 ára, Ingólfur 23 ára og Hrafnhildur 17 ára.
Menningarmiðlarinn Marín við bóka-
kápur skáldsagna Guðrúnar frá Lundi.
Systraferð til Parísar
Marín Guðrún Hrafnsdóttir er fimmtug í dag
Þ
orberg Ólafsson fæddist
27. mars 1948 í Mjölnis-
holti 6 í Reykjavík. „Ég
er alinn upp undir
Eyjafjöllum þaðan sem
föðurætt mín er. Þar eyði ég frítím-
anum einkum í sumarhúsinu. Þar
grænkar líka fyrst, og sumarið er
lengst. Þar er rokið best, og fýkur
mest.“ Uppeldisforeldrar Þorbergs
til 14 ára aldurs voru hjónin Mar-
grét Jónsdóttir húsmóðir og Sig-
urður Guðjónsson bóndi á Sauð-
húsvelli undir Eyjafjöllum. Þorberg
gekk síðan í Skógaskóla og varð
gagnfræðingur þaðan 1965.
„Ég vildi verða barþjónn, en
pabbi taldi heppilegra að hafa mig
hinum megin við barborðið. Sjálf-
sagt hefur hann grunað genin um
græsku, en ég varð nú hvorki bind-
indis- né ofdrykkjumaður. En ég
varð barber!
Ég hef aðeins unnið við tvær göt-
ur í Reykjavík, Pósthússtrætið og
Laugaveginn. Herradeild P & Ó, og
Rakarastofunni í Eimskipafélags-
húsinu, þar sem ég stundaði nám
fyrir ævistarfið.“
Þorberg keypti helmingshlut í
Rakarastofu Austurbæjar árið 1972,
sem þá var í Hekluhúsinu við
Laugaveg. „Við fluttum fyrirtækið í
gamla sjónvarpshúsið, og síðar að
Laugavegi 178, þar sem við eig-
Þorberg Ólafsson hárskerameistari – 70 ára
Fjölskyldan Þorberg og Margrét Jóna ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Rakarastarfið er eink-
um félagslegs eðlis
Hjónin Þorberg og Margrét Jóna við St. Tropez í Frakklandi.
Reykjavík Ísalind
Freyja Jóhannes-
dóttir fæddist 27.
mars 2017 kl. 5.31 á
Landspítalanum og á
því eins árs afmæli í
dag. Hún vó 3.090 g
og var 49 cm löng.
Foreldrar hennar eru
Aisuluu Shatmanova
og Jóhannes
Guðmundsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Aukin lífsgæði
án verkja og eym
Nutrilenk vörurnar fást í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
„Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvarþjálfun, tabata
ofl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar.
Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði ég á að taka 6
töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra
svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég
var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og
smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir
nú horfnir.
Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu
sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum.
Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra
gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus.“
Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhúsarkitekt
NUTRILENK
ACTIVE
sla