Morgunblaðið - 27.03.2018, Qupperneq 27
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
inkonan, sonurinn og fleiri störfum
að hársnyrtiiðninni. Ég hef því unn-
ið hér á stéttinni í 46 ár, og í starf-
inu í 52 ár samfleytt. Laugavegur-
inn er sterkur þráður í höfuðborg-
inni og stjórnendur hennar til
seinni ára mættu vita, að hann nær
lengra en að Hlemmi. Rauðarár-
stígurinn virðist í augum þeirra
mörk menningar og þjónustu-
heima.“
Áhugamál Þorbergs snúast um
útivist, skot- og silungsveiði og
ferðalög. „Við eigum trukk og tjald-
vagn og ferðumst víða.
Starfið hefur nánast verið mér
ástríða og ég hef aldrei orðið var
vinnuleiða. Viðskiptavinirnir eru
mér nánir, ekki bara sem viðskipta-
vinir, heldur oft sannir vinir, og þar
með fjölskyldunnar. Starfið er eink-
um félagslegs eðlis og getur reynt
verulega á tilfinningatengslin. Þó
gaman sé í frístundum, og þá sjald-
an ég tek mér þriggja vikna sum-
arfrí samfellt, er ég farinn að sakna
vinnunnar, viðskiptavinanna og fé-
lagsskaparins vegna.
Hárskeranum berast fréttir oft
ótrúlega skjótt. Niðurstaða Icesave-
dómsins var mér kunn rúmri
klukkustund fyrir fréttatíma í virt-
um fjölmiðli, einnig sprengjuárás-
irnar í London. Líf hárskerans get-
ur stundum verið sirkus. Þess
vegna hætti ég ekki störfum strax,
sé ég nothæfur.“
Fjölskylda
Eiginkona Þorbergs er Margrét
Jóna Halldórsdóttir, f. 25.1. 1950,
hárgreiðslumeistari. Foreldrar
hennar voru hjónin Halldóra Jóns-
dóttir, f. 17.8. 1924, d. 28.3. 2007,
húsmóðir í Vestmannaeyjum, og
Halldór Jónsson, f. 6.6. 1926, d.
26.9. 1999. útgerðarmaður í Vest-
mannaeyjum.
Börn Þorbergs og Margrétar
Jónu eru 1) Þormar Þorbergsson, f.
4.3. 1973, konditor í Óðinsvéum,
giftur Tine Buur Hansen konditor.
Börn: Kara Buur Þormarsdóttir og
Ísak Buur Þormarsson; 2) Elmar
Þorbergsson, f. 10.7. 1975, hár-
skerameistari í Reykjavík, giftur
Mögnu Ósk Júlíusdóttur, þjónustu-
ráðgjafa trygginga. Börn: Margrét
Elmarsdóttir og Arnar Elmarsson;
3) Freymar Þorbergsson, f. 7.4.
1982, hönnuður í Reykjavík, í
sambúð með Rannveigu Kristjáns-
dóttur verslunarstjóra. Börn: Hekla
Freymarsdóttir og Bjartur Frey-
marsson.
Albróðir Þorbergs er Sigfús
Ólafsson, f. 30.4. 1944, tónlistar-
kennari, búsettur á Selfossi. Hálf-
systkini Þorbergs eru Sigríður R.
Ólafsdóttir, f. 22.6. 1950, fóstra, bú-
sett í Reykjavík; Jón Ólafsson, f.
28.4. 1952, tónlistarmaður, búsettur
í Reykjavík; Þórunn Ólafsdóttir, f.
21.5. 1961, þroskaþjálfi, búsett í
Osló; Ragnar Ólafsson, f. 17.12.
1962, bifreiðarstjóri, búsettur í
Kópavogi.
Foreldrar Þorbergs voru hjónin
Ólafur Jónsson, f. 10.1. 1918, d.
12.8. 1989, bifreiðarstjóri í Reykja-
vík, og Elsa Kristín Sigfúsdóttir, f.
22.12 1924, d. 8.8. 1948, húsmóðir.
Þorberg Ólafsson
Helga Sigurbjörg Guðnadóttir
húsfr. á Grunnavatni á Jökuldalsheiði
Guðmundur Þórarinn Ketilsson
b. á Grunnavatni
Bergljót Sigrún Þórarinsdóttir
húsf. í Rvík
Sigfús Elíasson
skáld og dulspekingur í Rvík
Elsa Kristín Sigfúsdóttir
húsfr. í Rvík
Kristín Jónsdóttir
húsfr. á Uppsölum
Elías Oddsson
útvegsb. á Uppsölum í Selárdal
Andrés Pálsson
b. í Steinum og
Berjaneskoti
undir Eyjafjöllum
Marta
Guðjónsdóttir
borgarfulltrúi
Andrés Andrésson
b. í Berjanesi
Guðjón Andésson
ökukennari og
forstöðum. í Rvík
áll Andrésson fyrrv. flugumsjónarmaður
Flugleiða í Lúxemborg
PBerglind Pálsdóttir flugfreyja
hjá Air France í París
Katrín Þorbjörg Andrésdóttir
grunnskólakennari á Stokkseyri
Solveig Ingadóttir
héraðsdómari á Selfossi
Matthías Andrésson
tollvörður
Dr.Ásrún Matthíasdóttir
lektor í tölvunarfr. við HR
Helga Sigfúsdóttir húsfr. í Rvík
Dóra Sigfúsdóttir húsfr. í Rvík
Inger Sigfúsdóttir húsfr. í Rvík
Hermann
Einarsson
ritstj.Dagskrár
Einar Jónsson verkam.
í Vestmannaeyjum
Sigurður Jónsson b. á Nýlendu, Eyjafjöllum
Þórarinn Jónsson verkstj. við
Fiskiðjuna í Vestmannaeyjum
Páll Jónsson, sérfræðilegur skötuverkandi
Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum
Jón Jónsson verkam. á Sauðhúsvelli
Jón Pálsson
b. í Ásólfsskála undir Eyjafjöllum
Margrét Andrésdóttir
húsfr. á Fit
Páll Magnússon
b. á Fit undir Eyjafjöllum
Úr frændgarði Þorbergs Ólafssonar
Ólafur Jónsson
bifreiðarstj. í Rvík
Þóra Stefánsdóttir
bústýra í Svaðbæli
Bjarni Jónsson
b. í Svaðbæli undir Eyjafjöllum
Þorbjörg Bjarnadóttir
húsfr. í Ásólfsskála
90 ára
Alda Guðmundsdóttir
Björn J. Haraldsson
Ragnhildur Bergþórsdóttir
Unnur Þormar
Þorbjörn Kjærbo
85 ára
Birna Jónsdóttir
Sigurbjörg Andrésdóttir
75 ára
Benedikt R. Jóhannsson
Halldór Halldórsson
Kristinn Helgason
Kristjana Aðalsteinsdóttir
Kristjana Einarsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir
Thomas Stoddart
Thomasson
Þorgeir Ólafsson
Þórður Vilhjálmsson
70 ára
Anna V. Jónsdóttir
Elísabet Sonja Harðardóttir
Fanný Stefnisdóttir
Helga Guðmundsdóttir
Helga Kristín Ottósdóttir
Jóna Magnúsdóttir
Margrét Reimarsdóttir
Matthildur Ingvarsdóttir
Valbjörg Elsa Haraldsdóttir
Þorberg Ólafsson
Þorsteinn Þorsteinsson
60 ára
Anna Krystyna Kurzeja
Atli Stefán Aðalsteinsson
Ásta Björk Ríkharðsdóttir
Ernst Konrad Zimmer
Jóhannes Óskar Grettisson
Lísa Kristín Gunnarsdóttir
Oddfríður Dögg
Reynisdóttir
Sigurður Ólafsson
50 ára
Bjarni Óli Haraldsson
Björn Ó. Oddsson
Ingibjörg L.
Steingrímsdóttir
Joáo P. T. Rodrigues Mafra
Kjartan Bollason
Leifur Heiðarsson
Marín Guðrún Hrafnsdóttir
Ólöf Halla Óladóttir
Ricardo Mario Villalobos
Sigurður Árni Geirsson
Sigurður Þórðarson
Þórunn Brandsdóttir
40 ára
Birgir Már Jóhannsson
Egill Þorvarðarson
Erla Skarphéðinsdóttir
Guðrún Vala Benediktsd.
Hanna Rut Samúelsdóttir
Jóhann Kristján Hjaltason
Kveldúlfur Hasan
Ólöf Árnný Þorkelsd. Öfjörð
Óttar Rolfsson
Þorkell Snorri Sigurðarson
30 ára
Anais Daniele Brumana
Duska Strbac
Elizabeth Akoto Ofori
Emilio Jose Pelaez Rivas
Grzegorz Szymonajtis
Magnús Gylfi Hilmarsson
Mihaela Ciotau
Pálmi Snær Brynjúlfsson
Shaymaa Omar Othman
Tomasz Wojtczuk
Trang Phuong Tran
Til hamingju með daginn
40 ára Erla er Akureyr-
ingur og hefur verið að
vinna í Frímúrarahúsinu,
m.a. í eldhúsinu.
Dóttir: Sigríður Alma Ás-
mundsdóttir, f. 1997.
Systkini: Júlía, f. 1971,
Ásdís, f. 1973, Berglind, f.
1974, og Dagný, f. 1979.
Foreldrar: Skarphéðinn
Magnússon, f. 1946, flug-
virki, og Sigríður Jóns-
dóttir, f. 1947, hjúkrunar-
fræðingur. Þau eru búsett
á Akureyri.
Erla Skarp-
héðinsdóttir
40 ára Gunna Vala er
Reykvíkingur, er alþjóð-
legur verkefnastjóri að
mennt og vinnur á Snaps
og Cafe Paris.
Dóttir: Monika Melkorka
Arnarsdóttir, f. 1998.
Foreldrar: Benedikt
Aðalsteinsson, f. 1953,
vélfræðingur og vélstjóri á
sjó, og Auður Guðmunds-
dóttir, f. 1959, löggiltur
fasteignasali á Fasteigna-
markaðnum. Þau eru bú-
sett í Reykjavík.
Guðrún Vala
Benediktsdóttir
30 ára Pálmi er Hornfirð-
ingur, er menntaður ljós-
myndari og vinnur hjá
frystihúsinu Skinney-
Þinganesi.
Maki: Matsupha Brynj-
ulfsson, f. 1988, vinnur
hjá Skinney-Þinganesi.
Foreldrar: Brynjúlfur
Brynjúlfsson, f. 1964,
sundlaugarvörður, og Sig-
rún Ingólfsdóttir, f. 1964,
vinnur hjá Skinney-
Þinganesi. Þau eru bús. á
Höfn í Hornafirði.
Pálmi Snær
Brynjúlfsson
Eva Hagsten hefur varið doktors-
ritgerð sína í hagfræði við Háskóla Ís-
lands. Ritgerðin ber heitið „Ýmis gervi
upplýsinga- og samskiptatækni í
frammistöðumælingum evrópskra
fyrirtækja“ („The various guises of
ICT in firm performance across
Europe“).
Andmælendur voru Mary O’Mahony,
prófessor við King’s College London,
og Sverre A.C. Kittelsen, forstöðu-
maður Frischsenter í Osló.
Leiðbeinandi var dr. Helgi Tómas-
son, prófessor í hagrannsóknum og
tölfræði við hagfræðideild Háskóla Ís-
lands. Í doktorsnefnd sátu auk hans
dr. Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði við hagfræðideild Háskóla
Íslands, og dr. Martin Falk hjá Austrian
Institute of Economic Research.
Upplýsinga- og samskiptatækni
(UST) gegnir enn mikilvægu hlutverki í
starfi fyrirtækja innan Evrópu. Hins
vegar er munur á hversu reiðubúin
fyrirtæki eru til að nýta sér og innleiða
hraða þróun tækninnar sem gefur til
kynna að birtingarmyndir UST eru
mismunandi þegar kemur að frammi-
stöðu.
Í nútímahagkerfi hefur UST áhrif á
flest svið einka- og
viðskiptalífs. Það
er hins vegar ekki
skýrt hvernig fyrir-
tæki velja að nota
tæknina eða
hvernig þau njóta
góðs af henni. Sér-
staklega er alþjóð-
legur saman-
burður erfiður og varasamur.
Fræðimenn hafa átt erfitt með að
finna haldgóðar vísbendingar um
hvernig greina mætti jákvæð áhrif
fjárfestinga í UST. Hluti af skýringunni
er hugsanlega skortur á gögnum eða
vegna lélegra gagna. Síðar hafa lausn-
ir á sumum vandamálum þessu tengd-
um verið fundnar með því að skoða
frammistöðumælikvarða fyrirtækja í
einstökum atvinnugreinum í ein-
stökum löndum.
Opinber gögn eins og þau eru birt
hjá evrópskum hagstofum henta ekki
vel í alþjóðlegum samanburði. Rann-
sóknir Evu byggðust á að vinna sér-
hæfða samanburðarhæfa gagna-
grunna upp úr opinberum hagstofu-
gögnum. Ályktanir eru byggðar á sér-
hæfðum tölfræðilíkönum.
Eva Hagstein
Eva Hagsten er með bakkalárpróf í hagfræði og tölfræði og meistarapróf í hag-
fræði frá Örebro-háskóla. Eva er með mikla reynslu af greiningavinnu, m.a. fyrir
ýmsar rannsóknarstofnanir, hagstofu Svíþjóðar (SCB), framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Hún vinnur
hjá hagvaxtarstofnuninni Tillväxtverket auk þess sem hún mun halda áfram
rannsóknasamstarfi með dr. Helga Tómassyni.
Doktor Laugarnar í Reykjavík
Sími: 411 5000 ı www.itr.is
Skelltu þér
í sund um
páskana
itr.isAFGREIÐSLUTÍMA SUNDSTAÐAUM PÁSKA MÁ FINNA Á
Lykill
að góðri
heilsu
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón