Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018 Hvað er betra en að geta notið lífsins án þess að þurfa að spá endalaust í það hvað maður má og ekki má í mat og drykk. Fjöldi manns kljáist við fæðuóþol ýmiskonar, stundum veit fólk af því en stundum bara alls ekki. Flest okkar könnumst þó við að borða stundum svolítið of mikið af allskonar og fyrir vikið verðum við uppþembd, fáum óþægindi í magann og aukin vindgang. Þetta „mikið af allskonar“ getur reynst meltingunni erfitt og jafnvægi þarmaflórunnar raskast líka. Í raun geta hátíðisdagar eins og páskarnir sett allt á annan endan sem skilar sér svo í verra heilsufari, sleni og þreytu sem hellist yfir okkur eftir fríið. Leyfum okkur að njóta Allir ættu að geta notið matar og drykkjar í góðra vina hópi og þá getum við gert meltingunni okkar og líkamanum stóran greiða með því að taka inn bæði ensím og mjólkursýrugerla reglulega. Þetta er vert að hafa sérstaklega í huga þegar álag er á meltingunni eins og nú þegar páskarnir eru á næsta leiti. Meltingarensím sem tekin eru inn með stórum máltíðum eða mat sem við þolum illa geta losað okkur við öll meltingarónot og við verðum orkumeiri fyrir vikið á meðan mjólkursýrugerlar (probiotics) viðhalda og styrkja þarmaflóruna sem er undirstaða ónæmiskerfisins og tengist geðheilsu okkar sterkum böndum. Sykurinn nærir púkann Sykurpúkinn gerir víða vart við sig núna en þó svo að mörgum takist að halda honum innan skynsamlegra marka breytir það því ekki að allur sykur hefur áhrif á heilsuna okkar og getur m.a. komið ójafnvægi á þarmaflóruna. Ef það verður ójafnvægi og það dregur úr vexti heilbrigðra baktería myndast kjöraðstæður fyrir þær óæskilegu og er candidasveppurinn þá ofarlega á blaði. Það getur lýst sér sem: • Meltingatruflanir • Uppþemba • Óeðlilegar hægðir • Húðvandamál • Sveppasýkingar (sérstaklega hjá konum) • Tímabundið ofnæmi • Hugsanlegt þunglyndi Þegar þarmaflóran er ekki í toppstandi er ónæmiskerfið okkar það ekki heldur og líkur á kvefi og pestum eykst. Líferni okkar í dag skilar sér því fljótlega í verra heilsufari ef við göngum ekki gætilega um gleðinnar dyr. Tvöfaldur skammtur undir álagi Bio Kult Candéa inniheldur öfluga blöndu af vinveittum gerlum ásamt hvítlauk og Grape Seed Extract sem hafa góð áhrif á meltinguna og hjálpa til við að drepa niður candida albicans gersveppinn. Fyrir utan að innihalda 14 mismunandi gerlastrengi sem byggja upp vinveittu þarmaflóruna er þarna hvítlaukur sem er gríðarlega öflugur við að drepa niður gerjun og getur virkað fyrirbyggjandi gegn veirusýkingum. Hann er einnig talinn bæta andlega heilsu og styrkja ónæmiskerfið. Grape Seed Extract sem er þykkni, gert úr kjörnum vínberja en það inniheldur efnasambönd sem eru afar virk gegn fjölmörgum tegundum baktería, veira og sveppa. Að taka tvöfaldan skammt af Bio Kuld Candéa þegar við erum undir álagi, sama af hvaða toga það er, andlegu eða líkamlegu, getur verið mikil heilsbót fyrir okkur og ekki síst þegar álag er á meltingunni. Það er mun auðveldara og tekur styttri tíma að viðhalda heilbrigði heldur en að þurfa að byggja það upp þegar í óefni er komið. Njótu lífsins og leyfðu þér Hver kannast ekki við að verða þreyttur eftir þunga máltíð? Sumir fá líka óþægindi, uppþembu og vindverki en þetta tengist að öllum líkindum skorti á meltingarensímum. Stundum gerist það að líkaminn getur ekki virkjað ákveðin ensím. Það er t.d. ef að við borðum of mikið og/eða að samsetning matarins er slæm en þá nær líkaminn ekki að „lesa skilaboðin rétt“. Þetta getur valdið vandamálum hjá fjölmörgum. Ekki bara magaónotum, þreytu eða öðrum kvillum, heldur getur það gerst að við fáum ekki þá næringu sem maturinn (eða bætiefnin) á að skila okkur. Meltingarensímin frá Enzymedica eru talin þau öflugustu sem völ er á og geta þau hreinlega orðið til þess að þessi vandamál heyri sögunni til. Hverjir þurfa meltingarensím? Afleiðingar vegna skorts á meltingarensímum geta verið víðtæk og hugsanlega finnum við fyrir öðrum einkennum en meltingarónotum. Einkenni skorts á ensímum geta verið: • Brjóstsviði • Vindverkir • Uppþemba • Kviðverkir & ógleði • Bólur • Nefrennsli • Krampar í þörmum • Ófullnægt hungur • Exem • Höfuðverkur • Skapsveiflur • Liðverkir • Húðkláði • Húðroði • Svefnleysi Ólíkt mjólkursýrugerlum sem eru aðallega staðsettir í þörmunum og viðhalda bakteríuflórunni, notum við meltingarensím til að brjóta niður fæðuna og gera hana klára svo hægt er að taka upp næringuna í þörmunum. Selma Björk er mjög ánægðmeð áhrifin af Femarelle Femarelle skiptir Valgerði miklu máli Eva Ólöf er hressari þegar hún notar Femarelle Lífið ætti ekki að taka stakkaskiptum við það að eldast - vertu með okkur vörulínanElskaðu.Lifðu.Njóttu. 40+ FEMARELLE REJUVENATE • Minnkar skapsveiflur • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur teygjanleika húðar • Viðheldur eðlilegu hári 50+ FEMARELLE RECHARGE • Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka) • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku • Eykur kynhvöt • Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi 60+ FEMARELLE UNSTOPPABLE • Inniheldur kalsíum og D3-vítamín, • Stuðlar að heilbrigðri slímhúð legganga • Eykur liðleika • Stuðlar að reglulegum svefni • Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi Gleðilega meltingu um páskana! Meltingarensím og mjólkursýrugerlar hjálpa okkur að njóta lífsins, sérstaklega þegar mikið mæðir á meltingunni og þegar veislumatur er á borðum. AU GL ÝS IN G Uppskrift af ánægju Til að gera páskahátíðina sem ánægjulegasta er upplagt að taka tvöfaldan skammt af mjólkursýrugerlum og taka meltingaensím með þungum máltíðum. Við njótum betur, verðum orkumeiri. Njótum veitinganna yfir Páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.