Morgunblaðið - 28.03.2018, Síða 13
Ljósmynd/Getty Images/iStockphoto
Hefðir Viskí á sér
gamlar rætur og hafa
alls kyns skemmtilegar
venjur og óskrifaðar
reglur spunnist í kring-
um þennan eðla drykk.
Jameson en komst seinna að því að sú
væri alls ekki raunin, sérstaklega
þegar ég dreypti á mínum fyrsta
skoska einmöltungi,“ segir Jakob og
bætir við að munurinn á að drekka
„ruddalegt“ viskí og úrvalsviskí sé
ekki ósvipaður muninum á að reykja
sígarettu annars vegar og púa hand-
vafinn vindil hins vegar.
Hann segir ágætt að þeir sem
vilja uppgötva töfra viskísins byrji
vegferðina ekki á ódýru og blönduðu
viskí sem er mest áberandi á mark-
aðinum, heldur leiti að viskí með
mildara og fíngerðara bragð. „Ég
myndi benda fólki á viskí sem hefur
verið í tunnum í um tíu ár, því tunnan
mildar viskíið og gerir það bæði að-
gengilegra og bragðið margslungn-
ara,“ segir hann og bendir sér-
staklega á viskí sem hefur fengið að
þroskast í búrbon-tunnum sem gera
drykkinn ávaxtaríkan og léttan.
Ranghugmyndir um glös
Jakob bendir líka á að glasið geti
haft mikil áhrif á bragðgæði viskísins,
og að stóru „tumbler“ viskíglösin sem
margir þekkja henti ekki fyrir há-
gæðaviskí. „Þessi stóru glös urðu vin-
sæl á bannárunum vestanhafs þegar
fólk greip til þess ráðs að brugga alls
konar óþverra. Þurfti þá að vera pláss
fyrir stóran ísmola í glasinu til að
deyfa bragðið af drykknum,“ segir
hann. „Viskí er líka sterkur spíri, og
uppgufunin mikil ef glasið er mjög
opið. Er best að velja glas sem er
belgmikið en þrengra um opið svo að
spírinn og ilmurinn af viskíinu dreif-
ist ekki og dofni.“
Þá getur viskíið stundum orðið
betra ef ögn af vatni er bætt í glasið.
„Það kemur mörgum á óvart að ef
vatni er bætt út í getur drykkurinn
orðið bragðmeiri, en ekki bragð-
minni, og mörgum finnnst eins og
viskíið „opnist“, verði sætara og auð-
veldara viðureignar,“ segir Jakob og
bætir við að best þyki að drekka viskí
við stofuhita. „Það er smekksatriði
hvort og þá hve miklu vatni á að bæta
út í glasið, en þumalputtaregla að ef
viskíð nær upp að miðjum belgnum á
glasinu þá sé bætt við teskeið af
vatni.“
Viskíúrvalið á Íslandi er vita-
skuld ekki jafn gott og í búð Jakobs í
London en hann segir að kröfuharðir
viskíunnendur geti þá fundið gæða-
vöru í verslunum ÁTVR í Kringlunni
og á Stuðlahálsi. „Framboðið er
vissulega takmarkað, en allir ættu
samt að geta fengið viskí við sitt
hæfi.“
„Ég myndi benda fólki
á viskí sem hefur verið í
tunnum í um tíu ár, því
tunnan mildar viskíið og
gerir það bæði aðgengi-
legra og bragðið marg-
slungnara.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Erfitt er að svara því hvers vegna vinsældir viskís hafa aukist jafnt og
þétt undanfarna tvo áratugi. Jakob segir að hugsanlega tengist viskí-
bylgjan miklum áhuga neytenda á handverksbjór og míkró-brugghúsum
enda margt skylt með viskí- og bjórgerð. „Og kannski er fólk einfaldlega
að uppgötva hve fjölhæfur drykkur viskí er, enda glúrnasta sterka áfengi
sem völ er á.“
Eða ef til vill var það myndin Lost in Translation frá 2003 sem olli
straumhvörfum, með frægu atriði þar sem Bill Murray ráðleggur áhorf-
endum trekk í trekk að fá sér sopa af Suntory-viskí á rólegum stundum.
Líta jú margir á viskí sem drykk til að njóta í ró og næði, og sem leið til að
taka sér örstutta hvíld frá amstri hversdagsins. „Þegar fólk fær sér viskí
þá gefur það sér tíma til að bragða á drykknum og upplifa öll blæbrigðin
sem hann býr yfir. Er viskí að mínu mati flóknasti sterki áfengi drykk-
urinn, og hægt að finna margs konar ólík brögð og sérkenni í hverjum
sopa,“ segir Jakob.
Hann undirstrikar líka að viskí er fjölhæfur drykkur og ekki að furða að
mörgum finnst ómissandi eftir góða máltíð að fá sér viskílögg með eft-
irréttinum eða kveikja í vindli og sötra viskí á meðan púað er. „Þungt og
sterkt viskí getur farið vel með kúbuvindli, en þeir sem vilja ekki reykja
geta t.d. fengið sér súkkulaðibita með viskíinu. Bragðmikið viskí, sér-
staklega ef það hefur verið örlítið reykt, smellpassar líka við bragðmikla
osta eins og roquefort. Ef viskíið er blandað með góðu tónik má síðan
gera margslunginn kokkteil við allra hæfi.“
Til að njóta í ró og næði
ER VIÐ BILL MURRAY AÐ SAKAST?
Áhrif Bill Murray
í ógleymanlegu
atriði í Lost in
Translation, með
Suntory í glasinu.