Morgunblaðið - 28.03.2018, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
✝ Arnar SigurðurHelgason fædd-
ist í Reykjavík 6.
apríl 1973. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 20.
mars 2018.
Foreldrar hans
eru Berglind Sig-
urðardóttir, hjúkr-
unarfræðingur, f.
30.12. 1950, kær
vinur hennar er
Sveinn Árnason, rafvirki, f. 11.9.
1952, og Helgi Hjálmarsson, raf-
virki, f. 20.10. 1947, d. 26.7. 1993.
Börn Arnars eru: 1) Ebba Dís, f.
25.9. 2001, 2) Sunna Líf, f. 18.11.
2005, móðir þeirra er Súsanna
Finnbogadóttir, og 3) Aron Máni,
f. 16.12. 2008, móðir hans er
Harpa Guðbrandsdóttir. Sam-
býliskona Arnars síðustu ár er
Sigríður Reykjalín Hreggviðs-
dóttir, f. 20.11. 1970, hún á fjög-
ur börn úr fyrra hjónabandi.
Systkini Arnars eru 1) Íris Alda,
f. 11.9. 1978, og 2)
Helgi Steinar, arki-
tekt, f. 3.4. 1982, gift-
ur Todd Edward Kulc-
zyk, listmeðferðar- og
fjölskyldufræðingi, f.
26.10. 1972.
Að loknu grunn-
skólanámi stundaði
Arnar Sigurður nám
við Fjölbrautaskólann
í Ármúla, símvirkja-
nám við Iðnskólann í
Reykjavík og nám í sjónvarps-
þáttagerð í Viborg í Danmörku.
Arnar starfaði m.a. hjá Prent-
smiðjunni Odda, Stöð 2, Húsa-
smiðjunni og Útvarpi Sögu.
Árið 2011 greindist Arnar með
arfgengan hrörnunarsjúkdóm
(Dystrophia Myotonica, DM) sem
lagðist m.a. á vöðva- og stoðkerfi
og ágerðist mjög á síðari árum
með tilheyrandi örorku.
Arnar Sigurður verður jarð-
sunginn frá Seltjarnarneskirkju í
dag, 28. mars 2018, klukkan 15.
Elsku ástin mín, ég trúi því ekki
ennþá að þú sérst farinn, þú
kvaddir okkur alltof fljótt. Þessi
tími sem við áttum var alltof stutt-
ur en yndislegur og mun ég
geyma hann í hjarta mér. Á hverj-
um degi sagðir þú mér að þú elsk-
aðir mig og gast ekki farið að sofa
fyrr en þú sagðir þessi orð við mig.
Við kynntumst um miðjan október
2014 og spjölluðum við mikið sam-
an á facebook og í síma. Svo kom
að því að við ákváðum að hittast og
þú bauðst mér heim til þín í spjall
og töluðum við saman langt fram á
nótt. Og varð það ást við fyrstu
sýn. Kynntist ég þá þinni yndis-
legu og ástríku fjölskyldu
Þú vildir allt gera fyrir mig,
börnin mín og þín. Tókst börnun-
um mínum eins og þau væru þín.
Elsku ástin mín, þú reyndir að
hafa samband á hverjum degi við
börnin þín, móður og systkini til
að vita hvernig þau hefðu það og
spjalla.
Fyrsta afmælisdaginn minn
eftir að við kynntumst þá gafstu
mér 12 bleikar rósir og strumpa-
sporðdreka sem ég hef alltaf haft
á náttborðinu mínu því að þú vissir
að uppáhaldsliturinn minn var
bleikur.
Á gamlársdag 2014 hringdum
við endalaust hvort í annað því að
ég var með fjölskyldunni minni og
þú, elsku ástin mín, með þinni. Svo
þegar þú varst á heimleið löngu
eftir miðnætti þá hringdir þú og
spurðir hvort þú mættir ekki frek-
ar koma til mín en að fara heim til
þín. Auðvitað sagði ég já því að ég
var búin að sakna þín svo mikið.
Eftir þetta kvöld vorum við óað-
skiljanleg og fljótlega fórum við að
búa saman.
Það var alltaf mikið fjör og kát-
ína þegar börnin þín komu og
gistu hjá okkur því að þá vorum
við níu manns á heimilinu og lætin
eftir því, en ég elskaði það því að
þetta voru börnin okkar, ástin
mín.
Við vorum farin að tala um að
fara til Bandaríkjanna eftir fimm
ár þegar þú yrðir fimmtugur og
ætluðum við að taka Ebbu Dís
dóttur þína með okkur og fara í
Star Wars-garðinn því að þið höfð-
uð svo mikinn áhuga á Star Wars.
Elsku ástin mín, þú hafðir alltaf
meiri áhyggjur af mér en þínum
veikindum þó þú værir miklu veik-
ari. Og reyndir að hjálpa öðrum þó
að getan til þess væri ekki mikil.
Ástin mín, ég veit að pabbi þinn
tók vel á móti þér.
Ég elska þig og sakna þín en við
sjáumst aftur þegar þú tekur á
móti mér þegar minn tími kemur.
Bið ég Guð að styðja við börnin
þín, móður og systkini.
Sigríður.
Það er með mikilli sorg í hjarta
– og þyngra en tárum taki – sem
við kveðjum kæran son og bróður
hinstu kveðju, aðeins tæplega 45
ára að aldri.
Arnar okkar greindist með arf-
gengan vöðvarýrnunarsjúkdóm
árið 2011, sem hann hafði erft frá
föður sínum sem lést á sama aldri
árið 1993. Þetta var mikið áfall
fyrir hann og okkur öll í fjölskyld-
unni en hann tók því þó af ein-
stöku æðruleysi og sagðist ætla að
lifa lífinu eins og hann gæti þótt
hann þyrfti oft hjálp til að komast
ferða sinna, en sjúkdómurinn
ágerðist mjög síðustu tvö árin.
Báðir urðu þeir feðgar bráðkvadd-
ir vegna alvarlegra hjartsláttar-
truflana sem geta fylgt þessum
sjúkdómi.
Arnar hafði ákaflega gott geðs-
lag – oftast kátur, orðheppinn og
kvartaði sjaldan. Hann var mikil
félagsvera og átti marga góða vini
og kunningja sem hann var í miklu
og góðu sambandi við. Þeir syrgja
hann nú eins og börnin hans þrjú
sem hann elskaði framar öllu.
Við munum nú ylja okkur við
minningar um allar þær góðu
samverustundir sem við áttum í
sumarbústaðnum okkar Sælukoti
þar sem hann stjórnaði grillinu
oftast. Einnig fjölskylduferðina
okkar til Frakklands sumarið
2013, þar sem allt mögulegt kom
upp á og hann þ. á m. eyddi heilli
nótt á slysó í París eftir slæmt fall
– eitt af mörgum – en allt fór þó
vel og var ferðin dásamleg þegar
upp var staðið enda oft í minnum
höfð.
Þegar litið er til baka yfir ævi
Arnars okkar skiptast þar vissu-
lega á skin og skúrir en hann vildi
hafa lífið skemmtilegt og var mjög
duglegur að mæta þar sem eitt-
hvað áhugavert var að gerast, s.s.
tónleikar og leikhús ásamt því að
vera viðstaddur alla viðburði
dætra sinna í skóla og frístundum.
Hann var KR-ingur í húð og hár
og mætti á alla leiki síns félags á
meðan hann gat.
Arnar var mjög fjölskylduræk-
inn, heyrði í börnunum sínum og
okkur nær daglega enda vildi
hann fylgjast vel með því sem við
værum að gera.
Stoð hans og stytta hin síðustu
ár var hún Sísí og á hún hjartans
þakkir skildar fyrir hversu ómet-
anlega vel hún reyndist Arnari.
Við trúum því að nú sé hann
kominn á stað í æðri heimum þar
sem pabbi blessaður bíður hans og
hann er laus úr sínum veika lík-
ama. Hann verður jarðsettur við
hlið pabba síns og við sjáum fyrir
okkur að nú geti þeir fengið sér
bjór saman og spjallað um daginn
og veginn, nokkuð sem hann sakn-
aði m.a. svo sárt eftir að pabbi
hans kvaddi.
Arnar var góður og greiðvikinn
sonur, bróðir og faðir. Við biðjum
að Guð almáttugur verndi og
styrki börnin hans og gefi okkur
öllum þrótt til þess að takast á við
þennan mikla og ótímabæra missi.
Mamma, Íris systir og
Helgi Steinar bróðir.
Æskuvinur fallinn frá, langt
fyrir aldur fram. Góður drengur
og traustur vinur sem vildi allt
fyrir vini sína gera. Þig hef ég
þekkt svo lengi að minningar án
vináttu þinnar eru ekki til staðar.
Þegar við kynntumst var eins
og mér hefði verið kippt inn í nýj-
an og spennandi heim, hugmynda-
flug þitt með eindæmum og drif-
krafturinn ótrúlegur. Þú varst
snillingur í að grafa upp sjóræn-
ingjaupptökur á VHS-spólum af
kvikmyndum sem ekki voru
komnar í bíó, hljóðblanda nýjar
útgáfur af vinsælum lögum og
ekki má gleyma framleiðslu og
leikstjórn á ýmsum stuttmyndum
og tónlistarmyndböndum sem
tekin voru upp á 8 mm upptöku-
vélina hans pabba þíns.
Þér var svo margt til lista lagt
og má með sanni segja að aldrei
hafi verið lognmolla í kringum þig.
Minnisstætt er þegar þú útvegað-
ir ólöglegan FM-sendi og til varð
útvarpsstöðin Aldan. Stöðin náði
dreifingu yfir hluta Vesturbæjar-
ins, okkur og kannski fleirum til
mikillar ánægju. Önnur góð minn-
ing er þegar við gerðum okkur
ferð á eina af útvarpsstöðvum
borgarinnar í von um að fá spilaða
þína eigin hljóðblönduðu útgáfu af
laginu BAD með Michael Jackson
sem þá var nýlega komið út. Ekki
man ég hvort það fékk spilun en
þarna varstu kominn á heimavöll
og áttir eftir að vera viðloðandi út-
varp á einhvern hátt til fjölda ára
eftir þetta.
Þegar þú varðst eldri fór að
bera á einkennum sjúkdómsins
sem átti eftir að setja mark á líf
þitt. En þrátt fyrir að sjúkdóm-
urinn hafi dregið úr þér með ár-
unum varstu alltaf jafn glaðlyndur
og bjartsýnn. Aldrei heyrði ég þig
kvarta, né léstu sjúkdóminn
stoppa þig í því sem þig langaði til
að taka þér fyrir hendur, enda
harður af þér eins og KR-ingum
sæmir.
Þín er og verður sárt saknað og
mikið vildi ég að árin með þér
hefðu orðið miklu fleiri, en minn-
ingarnar sem þú gafst mér eru
ótalmargar og fyrir þær er ég
innilega þakklátur. Eins sárs-
aukafullt og það er að missa þig þá
hughreysti ég mig við tilhugs-
unina að þú og Helgi, pabbi þinn,
njótið þess nú að vera saman eftir
margra ára aðskilnað.
Kæru Berglind, Íris Alda og
Helgi Steinar, það eru forréttindi
að hafa fengið að kynnast ykkur í
gegnum æskuvin minn, hann Arn-
ar. Hjá ykkur fannst mér ég ávallt
vera velkominn og á ég margar
góðar minningar frá heimsóknum
mínum á heimili ykkar. Ég sendi
ykkur, Sigríði Reykjalín unnustu
Arnars og börnum hans, Ebbu Dís,
Sunnu Líf og Aroni Mána, mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Birgir Snævarr.
Rokkkóngurinn!
Ég man vel þegar ég kynntist
Arnari. Ég var 13 ára gamall,
heldur einmana og vandræðaleg-
ur á diskóteki í Hagaskóla þegar
upp að mér vindur sér grannvax-
inn og brosmildur drengur og
spyr mig nafns og hvort ég sé ekki
hress. Og dregur mig á dansgólfið,
það verði að prófa aðeins að dansa
í hring. Og það má segja að þaðan
hafi ekki orðið aftur snúið hvað
vinskap okkar snertir. Við urðum
nær óaðskiljanlegir. Og það sem
við tókum okkur ekki fyrir hend-
ur. Í fyrsta skipti sem hann bauð
mér heim til sín fór hann með mig
í bílskúrinn þar sem hann hafði
komið upp örlitlu og frumstæðu
hljóðveri en hann hafði eignast út-
varpssendi og notaði til útsend-
inga í Vesturbænum. Þannig var
áhugi hans, og í framhaldinu
minn, á útvarpi kviknaður og
gerðum við fjölmargt á því sviði
árum saman.
Arnari á ég ótalmargt að
þakka. Miklu meira en ég held að
hann hafi nokkurn tíma gert sér
grein fyrir, en það var ekki síst
sökum þessarar skilyrðislausu vin-
áttu sem mér tókst sjálfum að
brjótast út úr skelinni í ýmsu tilliti.
Ef ég hefði ekki slegið til og farið
með þessum nánast óþægilega
hressa strák á dansgólfið í Haga-
skóla. Ef ekki hefði verið fyrir vin-
áttuna við Arnar hefði ég ekki
kynnst flestum vina minna í dag.
Arnar var límið milli okkar allra,
maðurinn sem kallaði okkur alltaf
til og hélt vinskapnum gangandi,
alveg fram á síðustu stundu. Þó
svo á móti hafi blásið á síðustu ár-
um breyttist hann aldrei. Alltaf
sama staðfestan, jafnvel þrjóskan.
Aldrei lét hann veikindi sín stöðva
sig heldur gerði það sem hann
langaði til, sama hversu skynsam-
legt það var. Hann ætlaði ekki að
breyta einu né neinu veikindanna
vegna, heldur halda sínu striki í
einu og öllu. Og það gerði hann. Ég
á ótal stórkostlegar minningar um
Arnar. Og fyrir þær er ég ákaflega
þakklátur, en það er afar sár til-
hugsunin að þú munir ekki rifja
þetta allt saman upp með mér, eins
og þú gerðir svo oft. Ég á eftir að
sakna þín mikið, kæri vinur, allra
símtalanna (líka þeira sem ég gat
ekki svarað!), ferðanna á KR-leik-
ina og alls þess sem við höfum gert
og ætluðum að gera. Vonandi bíð-
ur þín pitsan, sem aldrei kom frá
Karlinum í tunglinu, á himnum.
Ég kveð þig með sömu orðum og
þú kvaddir mig undantekninga-
laust alltaf hreint: Áfram KR!
Egill Örn Jóhannsson.
Elsku vinur. Ég trúi því varla
ennþá að þú sért farinn svona
snemma frá okkur. Ég get ekki
neitað því að hafa leitt hugann að
því undanfarna mánuði að þú, í
þinni baráttu, ættir væntanlega
eftir að vera sá fyrsti af vinahópn-
um til að yfirgefa okkur en ein-
hvern veginn var sú hræðilega til-
hugsun langt frá því að vera
tímabær. Ég á svo ótal margar
minningar um þig. Nærri fjóra
áratugi stútfulla af minningum. Þú
varst í raun fyrsti vinurinn sem ég
eignaðist á lífsleiðinni. Þar sem ég
sit hérna og hlæ og græt á víxl
rennur það upp fyrir mér að við
vorum í raun bara hreinræktaðir
glæpamenn á þessum fyrstu árum
af langri vináttu okkar. Við brut-
um stúta af tómum Sanitas-flösk-
um og skiptum þeim út fyrir nýjar
7up í öllum söluturnum Vestur-
bæjar. Þú komst nefnilega að því
að Sanitas-tapparnir væru ekki
með innsigli sem brotnaði eins og
hjá Coke og að brotnum stút með
tappa væri hægt að skipta út fyrir
nýja flösku. Þetta svikaskím okkar
gekk frábærlega þangað til okkur
var hent út öfugum úr söluturn-
inum við Hringbraut. Við áttum þá
allavega 9 lítra af 7up undir skrif-
borðinu þínu. Við grétum líka sam-
an bak við blokk á Reynimelnum
eftir að hafa stolið gúmmíköllum í
Úlfarsfelli, algjörlega sannfærðir
um að núna færum við aldrei til
himna. Við kveiktum í heimsins
stærstu hrúgu sem gerð hefur ver-
ið úr saltpétri og flórsykri fyrir
framan Góðborgarann í Úlfarsfelli
sem við háðum blóðugt stríð við.
Úlfarsfell allt hvarf í reykjar-
mökkinn. Þegar þér áskotnaðist
slideshow-vasaljós seldum við
strákunum úr hverfinu miða á
stórkostlegt spidermansjóv á Mel-
haganum, sem var ef til vill ekkert
frábær díll fyrir þá sem borguðu.
Tólf skitnar spiderman-slædur á
hvítu laki. Við fölsuðum miða í tív-
olíið á Melavellinum og komumst
alla leið í Kolkrabbann, þar til einn
úr hópnum skalf of mikið þegar
hann rétti fram falsaðan miðann
og var rifinn upp á hnakkadramb-
inu. Við sem vorum þegar sestir
flúðum úr sætunum skelfingu
lostnir. Hver dagur með þér var
ævintýri þessa daga. Þú varst ein-
hvern veginn alltaf allt í öllu. Upp-
haf, endir og miðja í öllum uppá-
tækjum. Hvort sem það var að
redda risastórum kínverjum fyrir
næstu Rambómynd, reka ólöglega
útvarpsstöð í bílskúrnum hjá þér
eða plana næturbolta á körsaran-
um. Þú kunnir allt og gast allt.
Maðurinn með samböndin. Rokk-
kóngurinn. Kenndir mér að kó-
pera Sinclair spectrum-leiki og
teipa hvellhettur utan um tíkalla.
Þrátt fyrir að vera mikil efni end-
aði þó hvorugur okkar sem glæpa-
maður. Þú varst einfaldlega allt of
góð sál til þess. Ég var líklega
bara heppinn með vini. Það eru
nefnilega forréttindi að hafa átt
þig að í nærri 40 ár, elsku vinur
minn. Ég vona að þú sért einhvers
staðar á góðum stað núna.
Kannski bara með pabba þínum
og þú með kjúklingavængi, tuð-
andi í einhverjum hvað John
Elway hafi verið frábær leik-
stjórnandi. Sem hann var ekki,
Arnar. Hann var bara svona skít-
sæmilegur. Ólíkt þér. Þú varst al-
gjörlega frábær leikstjórnandi.
Elsku Berglind, Íris, Helgi og
Sísí, hugur minn er hjá ykkur á
þessari erfiðu stundu.
Jón Ari Helgason.
Kæri vinur.
Nú ertu horfinn á braut eftir
áralanga baráttu við miskunnar-
lausan sjúkdóm. Enginn átti von á
að tími þinn kæmi svo skjótt og
áfallið er mikið en ég reyni þó að
leita huggunar í því að þú hafir
ekki þurft að sökkva enn dýpra í
þá líkamlega erfiðleika sem sjúk-
dómnum fylgja. Þú tókst á við
þessa baráttu með húmorinn að
vopni og gerðir oft grín að því
hvað þú værir heppinn því að nú
gætir þú alltaf fengið bestu bíla-
stæðin í bænum.
Þú hafðir einstakt hjartalag og
kostir þínir voru fjölmargir. Þú
varst fyrst og fremst mikill prin-
sippmaður og það var bara sumt
sem var þér algjörlega heilagt. Þú
beist eitthvað í þig og slepptir
aldrei og það er eiginleiki sem
fleiri mættu búa yfir, jafnvel þótt
þessir hlutir hafi oft á tíðum verið
ansi kómískir og, að manni fannst,
léttvægir. Það eru ekki margir
sem myndu t.d. panta sér pitsu á
veitingastað og þrátt fyrir að það
hafi verið einu áleggi ofaukið þá
stöðvaði það þig ekki við að borða
hana þar til einungis minnsta
sneiðin var eftir. Þjónninn var svo
kallaður til og honum vingjarn-
lega bent á að það hefði verið
rangt álegg á henni og að það eina
rétta í stöðunni væri að fá inneign
sem sárabætur fyrir þessi leiðu
mistök þeirra. Ógleymanlegur
svipur þjónsins mun seint líða mér
úr minni. Þrátt fyrir mótbárur
þjónsins (þar sem þú hafðir jú
nánast klárað pitsuna) þá tókst
þér að fá þína inneign enda var um
að ræða algjört prinsippmál og
ekki séns að hagga þér.
Þetta er einungis ein kostuleg
minning af mörgum og ná þær
nær 30 ár aftur í tímann. Á þess-
um tíma brölluðum við ýmislegt
og í gegnum þig margfaldaðist
fjöldi vina minna og úr varð þessi
þétti vinahópur sem hefur haldið
góðu sambandi til þessa dags.
Þú varst sannur vinur vina
þinna og fyrsti maður til að bjóða
fram aðstoð ef á þurfti að halda.
Ég á eftir að hugsa með hlýhug til-
baka um ókomin ár til allra ódauð-
legu gullmolanna sem þú reyttir af
þér, um símtölin sem oft á tíðum
gerðu mann hugsi, allar sögurnar
og umfram allt góða sál sem nú er
horfin á braut.
Elsku vinur, nú ertu vonandi
kominn á betri stað. Eftir skilur
þú stóran hóp fólks sem hugsar til
þín með hlýhug og ást. Ég veit að
ég mun ávallt hugsa til þín þegar
kemur að föstum liðum tilverunn-
ar, s.s. leikjum á KR-vellinum,
bíóferðum, Super Bowl-partíum,
þessum „djöfulsins hita á grillinu“
ásamt áðurnefndum símtölum
sem þú sleist ávallt með orðunum:
„Áfram KR!“ Nú kveð ég þig í
hinsta sinn á sama hátt.
Hvíl í friði, vinur minn – Áfram
KR!
Davíð Hansson.
Okkur var verulega brugðið er
við fengum þau skilaboð að heim-
an að elskulegur vinur okkar og
fjölskyldunnar hefði orðið bráð-
kvaddur á heimili sínu þann 20.
mars síðastliðinn.
Þessi kraftmikli og lífsglaði
drengur eins og við fengum að
kynnast honum í barnæsku sinni
og á unglingsárum sínum er nú
horfinn á braut frá okkur, en elsku
Arnar, þú munt ætíð lifa í minn-
ingu okkar allra.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Við vottum börnum hans, sam-
býliskonu, móður, systkinum og
öðrum aðstandendum dýpstu sam-
úð.
Bryndís Magnúsdóttir og
Ásþór Guðmundsson.
Það eru rúm 25 ár síðan ég
kynntist Adda. Hann var þá að
vinna í Kassagerðinni á öflugum
lyftara. Addi þótti fyrirtaks lyft-
aradræver en átti það til að sofna
undir stýri og keyra hrjótandi í
gegnum skilrúm og veggi og hafna
með gríðarlegu brambolti á háum
pappakassasamstæðum og grafast
undir hrúgum af drasli. Verkstjór-
inn var af gamla skólanum og vildi
frekar að menn notuðu dyrnar til
að komast á milli sala. Addi gat í
raun lyft öllu á þessari vinnuvél
nema augnalokunum. Hann skipti
því um gír og fór í rafvirkjun og var
vakinn og sofinn við ýmis störf
tengd því fagi meðan honum entist
heilsa til. Hann var tæknimaður á
hinum ýmsu útvarpsstöðvum, t.d. á
Útvarpi Sögu þar sem hann gerði
gott mót undir styrkri yfirstjórn
Arnþrúðar Karls, sem hann bar vel
Söguna og hún honum.
Adda þótti margt leiðinlegra en
að fá sér soldið í svanginn. Heilsu-
fæði var hans ær og kýr. Ær og kýr
voru hans heilsufæði. Hrifnastur
var hann af svokölluðum örorku-
mat sem samanstóð af næringar-
ríkri glútenlausri hollustu einsog
unnum kjötvörum og hvítu hveiti.
Kanínufóður vildi hann ekki fyrir
nokkurn mun láta inn fyrir sínar
varir en kanínum gat hann hins-
vegar sporðrennt í massavís með
eyrunum og öllu saman.
Þar sem hann var mikill smekk-
maður á mat og vín og vildi ein-
göngu hágæða hráefni þá leið hon-
um best sultuslökum á bolnum
uppí sófa fyrir framan sjónvarpið
með lafandi pizzusneið í annarri og
kófsveittan hamborgara í hinni og
svellkaldan öllara freyðandi í
líterskrús á borðinu, horfandi
aðdáunaraugum á lífskúnstnerinn
og idolið Homer Simpson slafra í
sig pizzur og hamborgara og
svolgra í sig bjór fyrir framan sjón-
varpið.
Greiðviknari maður en Addi var
vandfundinn. Hann var alltaf boð-
inn og búinn að veita fólki liðsinni,
oft óumbeðinn að fyrra bragði þeg-
ar hann sá að hann gat komið að
gagni. Hann var mikill reddari og
var aldrei að benda á klukkuna til
að minna á að hann hefði nú annað
við tímann að gera en að hugsa um
náungann. Hann var alveg bless-
unarlega laus við alla þessa frægu
alkafræðafrasa um að menn eigi
fyrst og fremst að elska sjálfa sig
og sinn dýrmæta tíma og sitt mik-
ilsverða rassgat.
Í dag er í tísku að vera veinandi
fórnarlamb með hortaumana niðrá
bringu og grenja útúr fólki samúð
og athygli, en aldrei heyrði ég
Adda barma sér yfir nokkrum
sköpuðum hlut, hvorki hrörnunar-
sjúkdómnum sem hann gekk með
(eða haltraði með öllu heldur) né
yfir annarra manna ófullkomleika.
Hann áleit sjálfan sig ekki galla-
Arnar Sigurður
Helgason