Morgunblaðið - 28.03.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er um að gera að setja sér raun-
hæf takmörk, því fátt er verra en springa á
limminu. Ekki eyða tímanum í samviskubit yf-
ir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að velta fyrir þér öllum þeim
möguleikum sem standa til boða í fjármálum.
Haltu bara þínu striki því þú ert á réttri leið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér fylgir einstök byrjendaheppni,
þess vegna áttu að byrja upp á nýtt í stað
þess að eyða tímanum í miðju og endi.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú efast um getu þína til að kljást við
snúin vandamál þessa dagana, alveg sama
hversu mikla reynslu þú hefur að baki. Hertu
upp hugann því þú getur allt sem þú ætlar
þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Spenna á heimili, hugsanlega tengd af-
brýði eða öfund, gæti spillt andrúmsloftinu.
Veltu því fyrir þér hvað kemur sér best fyrir
alla, líka þig. Leiddu deilur hjá þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Umhverfið skiptir sköpum fyrir hug-
arró þína í augnablikinu svo kannski ættirðu
að forðast erfiða einstaklinga og huga að eig-
in vellíðan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Grunnurinn þarf að vera góður til þess
að það sem á honum rís sé til frambúðar. Fólk
sem hugsar vel til þín hefur góð áhrif á skap
þitt og léttir þér lífið.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er sjálfsagt að hlusta á til-
lögur annarra þegar maður er að undirbúa
ákvörðun í veigamiklum málum. Gefðu þér
tíma til að hugsa málin og skoða frá öllum
hliðum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú þarft að reyna að hefja þig
upp fyrir hversdagsleikann svo líf og starf
verði skemmtilegt. Vertu opinn fyrir nýjum
hugmyndum því þær víkka út sjóndeildar-
hringinn.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Ýmis persónuleg málefni sem þú
hefur látið reka á reiðanum verður þú nú að
taka fyrir og leysa. Búðu þig undir það að
þiggja gjafir, greiða og hlunnindi frá öðrum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú sérð ekki hlutina í skýru ljósi í
dag og því er þetta ekki góður dagur til
samningaviðræðna eða frágangs samninga.
Farðu þér hægt og slakaðu á í kvöld.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þér leiðist lognið til lengdar
skaltu ekki grípa til einhverra örþrifaráða. Ef
þú átt kost á því að fara í ferðalag skaltu slá
til.
Fyrir viku réttri birti Reir fráDrangsnesi á Boðnarmiði fal-
legt „vorljóð á ljóðadegi“:
Fölrauð sé í fjarska ský,
finn ég vorið anga.
Flýgur norður fugl á ný,
fannir hlána á tanga.
Úti á túni ærin ber,
álftir kvaka í móa.
Gjóta brátt í greni fer
gráleit, lúin tófa.
Aftur lifnar yfir mér,
í mér gleðin syngur.
Vil ég ætíð vera hér
vorsins Íslendingur.
Gylfi Þorkelsson orti tveim dög-
um síðar:
Flýt í ös að ósi.
Enginn daginn lengir.
Meir ei hef í háfi
held’r en áin geldur.
Víða bar í veiði
vel, eg margt við dvelja
vil, en tíminn telur
taktviss griðin niður.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson gat
ekki orða bundist og sagði: „Þú ert
allur í dróttkveðunum. Þetta er vel
gert.“
„Hæstiréttur hefur kveðið upp
sinn dóm,“ bætti Bjarni Þorkelsson
við að bragði sem gaf Dagbjarti
Dagbjartssyni tilefni til að segja, að
hann treysti Ragnari Inga betur en
Hæstarétti og gaf þessa skýringu:
„Fyrir nokkrum árum var hér í ná-
grenni landamerkjamál þar sem
valdamenn úr Reykjavík náðu smá-
bút af landi og nokkrum veiðitekjum
af gamalmennum. Þá varð þessi til:
„Stopult var mitt lífsins lán
og lítið oft um sólskinsbletti.
Hef þó stolið oftast án
aðstoðar frá Hæstarétti.““
Á laugardag orti Jón Gissurarson:
Nú er fönn á fjöllunum
freraskán á völlunum.
Svellið hart á höllunum
hélað skegg á köllunum.
Sem gaf Páli Eyþóri Jóhannssyni
tilefni til að bregða á leik:
Fölnar snjór í fjöllunum
flysjast ís á völlunum
slaknar svell á höllunum
silfrast hár á köllunum.
Ingólfur Ómar Ármannsson hefur
sinn tón:
Linar þraut og lægir stríð
laðar fram það besta
að una sáttur alla tíð
við ástir, söng og hesta.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fölrauð ský, Hæstiréttur
og snjór á fjöllunum
HJÓLIÐ VAR FUNDIÐ UPP Á DALSBOTNI
– ÞAÐ VAR ÖRYGGISRÁÐSTÖFUN.
„ÉG VEIT EKKI HVAÐ ÞETTA ER, EN ÞAÐ Á
AÐ VERA NÝTT OG ENDURBÆTT, SVO ÞAÐ
HLÝTUR AÐ VERA GOTT!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að tengjast upp á
gamla mátann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VEISTU HVER VAR BESTA
UPPFINNING ALLRA TÍMA?
OSTUR! HJÓLIÐ HVERS KONAR
OSTUR?
ÆTLARÐU AÐ VÖKNA? JÁ… EFTIR UM KLUKKUTÍMA…
ÞEGAR FLÓÐIÐ NÆR MÉR!
Lyfjanotkun í íþróttum kemstendrum og sinnum í sviðsljósið,
nú síðast þegar Rússar gátu ekki
keppt undir merkjum Rússlands,
heldur ólympíufánanum á vetraról-
ympíuleikunum í Suður-Kóreu. Al-
talað var að á tímum kalda stríðsins
hefðu lyf verið notuð kerfisbundið
austan járntjaldsins til að bæta
frammistöðu íþróttamanna á al-
þjóðavettvangi.
x x x
Á vefsíðu þýska vikuritsins DieZeit var í vikunni birt viðtal við
Harald Freyberger geðlækni, sem
hefur rannsakað fórnarlömb lyfja-
gjafar í þýska alþýðulýðveldinu á
sínum tíma. Þar segir hann að þeir,
sem dregnir voru inn í þetta kerfi,
deyi að jafnaði tíu til tólf árum fyrr
en almennt gerist. Þeir veikjast einn-
ig að jafnaði 2,7 sinnum oftar og eiga
3,2 sinnum oftar við geðræn veikindi
að ræða. Lyfjagjöf hefur víða átt sér
stað, en óvíða með jafn kerfis-
bundnum hætti og í Austur-Þýska-
landi. Íþróttamenn af báðum kynjum
fengu hormóna af ýmsum gerðum,
jafnvel án þess að vita, kynhormóna
og vaxtarhormóna, og var ekki hikað
við að gefa ofskammta. Afleiðing-
arnar gátu verið svakalegar, en
komu oft ekki fram fyrr en áratugum
síðar. Áhrifin koma fram í hjarta,
nýrum, húð, beinum eða kynfærum.
x x x
Í ofanálag voru íþróttamönnum ein-faldlega gefin kvalastillandi lyf í
fáheyrðum skömmtum til þess að
þeir gætu keyrt sig áfram á æfing-
um, oft langt umfram það sem lík-
aminn þoldi. Byrjað var að gefa
börnum lyf allt niður í sjö ára aldur.
Mataræðinu var einnig stjórnað,
lyftingamönnum var uppálagt að
þyngja sig, en fimleikakonum að
létta sig. Í báðum tilfellum var um að
ræða öfgar, sem haft gátu áhrif á
eðlilegan þroska íþróttamannanna.
Aðeins útvaldir náðu árangri í þessu
kerfi og ávinningurinn gat verið
skammvinnur, þótt skaðinn væri fyr-
ir lífstíð. Margur íþróttamaðurinn
varð líkamlegt skar langt um aldur
fram. Vert er að hafa hræðilegar af-
leiðingar þessa kerfis í huga þegar
hugmyndir heyrast um að leyfa lyf í
íþróttum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ef einhver er í Kristi er hann orðinn
nýr maður, hið liðna varð að engu,
nýtt er orðið til.
(Síðara Korintubréf 5.17)