Morgunblaðið - 28.03.2018, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 74. tölublað 106. árgangur
HELDUR
NÁMSKEIÐ UM
HEIM VISKÍSINS ÖLDUR EILÍFÐARINNAR
MISSTI SJÓNINA
OG FÓR AÐ ÆFA
SPRETTHLAUP
CRESCENDO ★★★★ 31 ÍÞRÓTTIRJAKOB JÓNSSON 12-13
Ljósmynd/HS Orka
Virkjun Sigurður Ingi Jóhannsson tók
fyrstu skóflustunguna að Brúarvirkjun.
Framkvæmdir að Brúarvirkjun
eiga að hefjast strax eftir páska en
leyfið hefur nú verið kært í annað
sinn. Náttúruverndarsamtök Suð-
urlands og Landvernd vilja stöðva
framkvæmdina en Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og sveit-
arstjórnarráðherra, tók fyrstu
skóflustunguna að virkjuninni á
föstudag. Í haust gaf Bláskóga-
byggð út framkvæmdaleyfi sem var
kært til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Þá var
ákveðið að bæta úr ágöllum og í
kjölfarið var gefið út nýtt fram-
kvæmdaleyfi. Nú krefjast Land-
vernd og Nátturuverndarsamtök
Suðurlands þess að nýja leyfið verði
fellt úr gildi og framkvæmdir
stöðvaðar. »11
Vilja stöðva fram-
kvæmd Brúarvirkj-
unar í Tungufljóti
Agnes Bragadóttir
Bogi Þór Arason
Ólöf Ragnarsdóttir
Mikhail Degtjarjev, þingmaður og
formaður nefndar um íþrótta-, ferða-
og æskulýðsmál í neðri deild rúss-
neska þingsins, segir ákvörðun ís-
lenskra ráðamanna um að sniðganga
heimsmeistaramótið í knattspyrnu
næsta sumar bera þess merki að Ís-
land sé í raun ekki fullvalda ríki.
„Sniðganga íslenskra ráðamanna á
heimsmeistara-
mótinu í Rúss-
landi hefur ekkert
að gera með rann-
sóknina á eitrun-
inni fyrir Sergei
Skripal og dóttur
hans. Ísland er
orðið gísl – eða
eins og þeir segja,
fórnarkostnaður –
í röð pólitískra ögrana af hendi Breta
og Bandaríkjamanna. Því miður þá er
fullveldi „lands íssins“ ekki nógu mik-
ið til þess að ráðamenn geti tekið
sjálfstæðar ákvarðanir sem stjórnast
af hagsmunum þjóðarinnar,“ hafa
rússneskir miðlar eftir Degtjarjev.
Bandaríkin beiti þrýstingi
Stjórnvöld í Rússlandi saka yfir-
völd í Washington um að beita sam-
starfslönd sín þrýstingi og segjast
ætla að svara fyrir sig. Alls hafa
stjórnvöld 23 ríkja vísað 116 Rússum
úr landi vegna ásakana Breta um að
rússnesk stjórnvöld hafi staðið fyrir
taugaeitursárás á Skripal. Sveinn H.
Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utan-
ríkisráðuneytisins, segir í samtali við
Morgunblaðið engin viðbrögð hafa
komið frá rússneskum yfirvöldum
eftir að greint var frá ákvörðuninni í
fyrradag. „Rússneski sendiherrann
kom sínum sjónarmiðum fram á fund-
inum í gær [mánudag] og eftir það
hefur ekkert gerst.“
Segir Ísland ekki fullvalda
Rússneskur þingmaður telur Ísland vera peð Breta og Bandaríkjamanna
Engin viðbrögð frá yfirvöldum í Rússlandi eftir fundinn með sendiherra Rússa
MSkella skuldinni á … »8, 17
Mikhaíl
Degtjarjev
Morgunblaðið/Kristinn
Orkugjafi Það getur kostað sitt að
fylla á tankinn hér á landi.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Costco eru einir um að láta neyt-
endur njóta þessarar þróunar,“ segir
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda (FÍB), og vísar í máli sínu til
styrkingar íslensku krónunnar
gagnvart Bandaríkjadal að undan-
förnu, en hann segir almennt fylgni
vera á milli lækkunar eldsneytis-
verðs og styrkingar krónu.
Algengt verð olíufélaganna á
bensíni í gær var 212,80 krónur og á
dísilolíu 206,60 til 206,90 krónur.
„Eldsneytisverð hefur haldist svo
gott sem óbreytt hér á landi frá ára-
mótum. En það er þó einn aðili á
markaði sem hefur verið að lækka
sig að undanförnu og það er Costco,“
segir Runólfur og bendir á að þeir
hafi lækkað verð sitt um 5 krónur
nýverið. Þannig er verð á bensíni hjá
þeim 183,90 krónur og dísilolíu
180,90 krónur.
Eggert Þór Kristófersson, for-
stjóri N1, segir margt hafa áhrif á
eldsneytisverð, s.s. heimsmarkaðs-
verð og stjórnmálaástand. »4
Sterk króna skilar sér ekki
Verð á eldsneyti hefur haldist nær óbreytt frá áramótum
Margir voru á ferðinni í miðborg Reykjavíkur í
gær og það var erill í Austurstræti. Fimm daga
fríhelgi páskanna er nú að bresta á og því er í
mörg horn að líta hjá fólki í dymbilvikunni við
ýmsan undirbúning, því ófáir nýta dagana til að
ferðast. Ágætt veður verður víðast hvar framan
af páskahelginni, en þegar kemur fram á laug-
ardag og sunnudag má víða reikna með élja-
gangi og síðar hríðarveðri.
Erill í Austurstræti í dymbilvikunni
Morgunblaðið/Hari
Nú eru í Urriðaholti í Garðabæ
fullfrágengin hús með 460 íbúðum
Yfir 500 íbúðir eru á ýmsum stig-
um framkvæmda og á þeim öllum
að vera lokið síðari hluta næsta
árs.
Forkynning stendur nú yfir á til-
lögu að deiliskipulagi í austurhluta
Urriðaholts og er gert ráð fyrir
um 500 íbúðum þar. Áætlað er að
íbúðir í austurhlutanum verði full-
byggðar árið 2021. Íbúafjöldi í
Urriðaholti í heild gæti orðið allt
að fimm þúsund manns. »10
Um þúsund íbúðir í
Urriðaholti í árslok
Reykjavíkurborg telur óraunhæft að
gera ráð fyrir því að ný lög um per-
sónuvernd og vinnslu persónu-
upplýsinga taki gildi 25. maí.
Í sama streng tekur Samband ís-
lenskra sveitarfélaga, sem bendir á
að þessi löggjöf sé afar umfangsmikil
og muni hafa gífurleg áhrif á opin-
bera aðila sem og einkaaðila.
Dómsmálaráðuneytið er nú að
kynna lagafrumvarp sem ætlað er að
innleiða nýlega reglugerð Evrópu-
þingsins og Evrópusambandsins um
vernd einstaklinga í tengslum við
vinnslu persónuupplýsinga og
frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.
Samtök atvinnulífsins og sjö önnur
fyrirtækjasamtök hafa sent frá sér
sameiginlega umsögn um frumvarp-
ið þar sem undirbúningur málsins er
gagnrýndur og sagt að ekkert tillit
hafi verið tekið til fjölmargra at-
hugasemda sem gerðar hafi verið við
frumvarpsdrögin á fyrri stigum.
Íslensk erfðagreining bendir á að í
frumvarpinu sé séríslenskt ákvæði
um rannsóknir á heilbrigðissviði sem
ekki sé í reglugerð Evrópusam-
bandsins. Engin rök séu fyrir því að
það verði lögfest á Íslandi. »18
Telja lögfestingu í
maí ekki raunhæfa