Morgunblaðið - 28.03.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Fjölskyldan Helga Þórdís, Eyjólfur og börn á þorrablóti Víðis 2017.
Á stóra og sam-
henta fjölskyldu
Helga Þórdís Tryggvadóttir er áttræð í dag
Helga Þórdís Tryggvadóttir á 80 ára afmæli í dag. Hún fæddistá Bjarnastöðum í Garði og ólst þar upp. Hún fór í vist ogstundaði barnagæslu á ýmsum stöðum á hverju sumri frá sex
ára aldri og fram að fermingu. Á unglingsárunum var hún í síldar-
söltun, fiskvinnslu og stundaði fleiri störf sem til féllu.
Helga Þórdís stundaði ræstingar á skrifstofu Gerðahrepps og starf-
aði við Hjúkrunarheimlið Garðvang í mörg ár. Helga hefur sinnt trún-
aðarstörfum, hún sat í barnaverndarnefnd um skeið og tónlistarskóla-
nefnd Gerðahrepps. Hún er heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Víðis
og kvenfélagsins Gefnar í Garði. Hún gekk í kvenfélagið 1954, aðeins
sextán ára gömul.
Helga Þórdís er mikil félagsvera og stundar félagsstörf í Auðar-
stofu í góðra vina hópi. Þar föndrar hún, prjónar og stundar leikfimi.
Hún er hrókur alls fagnaðar, um helgar mæta börn hennar og afkom-
endur í kaffi í Kríuland 19, þar sem hún býr. Margt er skrafað og glatt
er á hjalla.
Eiginmaður Helgu Þórdísar var Eyjólfur Gíslason, f. 28. apríl 1934 í
Miðhúsum í Garði en hann lést 21. nóvember sl. Þau giftu sig 23. mars
1957 og áttu því demantsbrúðkaup á síðasta ári. Í heild voru þau sam-
an í 65 ár. Þau eiga átta börn, Gísla Matthías, Magnús, Kristínu, Gunn-
ar Björn, Ingibjörgu Þorgerði, Kristbjörgu, Guðrúnu og Eygló.
Barnabörnin eru 30 og barnabarnabörnin 28, og 29. og 30. börnin á
leiðinni.
Helga Þórdís eyðir afmælisdeginum í dekur og borðar með börnum
sínum.
K
ristín Jónsdóttir fædd-
ist 28. mars 1933 á
Munkaþverá í Eyja-
firði og ólst þar upp.
„Þar var mjög mann-
margt, upp undir 30 manns þegar ég
var að alast upp. Ég tel mig búa að
því að þar voru margar kynslóðir,
ömmusystkini og vinnufólk. Við
fengum hafsjó af sögum og það var
mikið sungið en hljóðfæri voru til á
heimilinu.“
Kristín lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1949.
Hún var í námi í Handíða- og mynd-
listarskólanum í Reykjavík 1949-
1952, og tók teiknikennarapróf frá
þeim skóla 1952. Hún var í námi í
Kunsthåndværkerskolen í Kaup-
mannahöfn 1954-1957 og í myndlist í
París árið 1959. Hún fór síðan í
framhaldsnám í myndlist á Ítalíu
1963-1964.
Kristín hefur starfað sem mynd-
listarmaður frá 1957. Hún var sú
fyrsta hér á landi sem notaði þæf-
ingu ullar í myndverk og hefur vakið
athygli fyrir efnisnotkun sína. „Það
má segja að ég hafi notað ýmiss kon-
ar efni í verkin, t.d. ull og plexigler,
og einnig skrifaðan texta. Ég gerði
mikið af þrívíðum verkum en síðustu
árin hef ég farið meira að vinna með
hefðbundin efni, vatnsliti, pappír og
blýant því það er auðveldara að
vinna með þau.“ Kristín tekur þátt í
tveimur samsýningum erlendis sem
verða haldnar á næstunni. Önnur
verður í Connecticut í Bandaríkj-
unum og hin í Genf í Sviss en þar
mun Kristín sýna ásamt tveimur
öðrum íslenskum myndlistarkonum.
Kristín var kennari við Mynd-
listar- og handíðaskóla Íslands í
samtals 12 ár og kenndi við ýmsa
grunn- og framhaldsskóla í Reykja-
vík og á landsbyggðinni um árabil,
m.a. í Dölum, Borgarnesi og Skaga-
firði.
Kristín starfaði mikið að félags-
málum myndlistarmanna, var m.a. í
Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, myndlistarmaður – 85 ára
Fjölskyldan Una Margrét, Jón Óskar og Kristín stödd á Listabrúnni (Pont des Arts) í París árið 1992.
Sveitin togar meira
í mann með árunum
Listamaðurinn Kristín heldur á
verki sínu, „Nýhöfn“. Myndin er
tekin árið 1957.
Reykjanesbær
Hafþór Nói
Grétarsson fædd-
ist 10. apríl 2017
kl. 11.26 á
Heilbrigðis-
stofnun Vest-
urlands á Akra-
nesi. Hann vó
3.616 g og var 54
cm á lengd. For-
eldrar hans eru
Ása Björg Ingi-
marsdóttir og
Grétar Þór Þor-
steinsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is