Morgunblaðið - 28.03.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. MARS 2018
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir
í fötum
Ný sending af
glæsilegum
jakkafötum frá
Frábært úrval!
B E C K
U O M O
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 17.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 34.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 19.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 36.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð – fleiri litir
Verð 47.900,- stk.
TAKE Borðlampi – fleiri litir
Verð 10.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Krafist er stöðvunar framkvæmda
við Brúarvirkjun í Tungufljóti í
kæru Náttúruverndarsamtaka
Suðurlands og Landverndar á
framkvæmdaleyfi sem Bláskóga-
byggð hefur veitt HS Orku. Und-
irbúningsframkvæmdir eru hafnar
og framkvæmdir við virkjunina
sjálfa eiga að hefjast strax eftir
páska.
Brúarvirkjun er í efri hluta
Tungufljóts, fyrir landi Brúar og
Haukadals í Bláskógabyggð. Virkj-
unin er tæplega 10 MW.
HS Orka undirbjó framkvæmdir
sl. haust með útboðum og samn-
ingum við verktaka og birgja, eftir
að Bláskógabyggð tilkynnti um út-
gáfu framkvæmdaleyfis. Land-
vernd og Náttúruverndarsamtök
Suðurlands auk Kayakklúbbsins
kærðu málsmeðferð sveitarfé-
lagsins til úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála. Sveitar-
stjórn ákvað að bæta úr þeim
ágöllum sem bent var á og hefur
nú gefið út nýtt framkvæmdaleyfi.
Tafir hafa orðið á framkvæmdum
vegna þessa ferlis.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
tók fyrstu skóflustunguna á dög-
unum. Við það tækifæri var til-
kynnt að starfsmenn Ístaks mundu
hefjast handa við framkvæmdir
strax eftir páska. HS Orka hefur
þegar lagt veg inn á virkjanasvæð-
ið, í samræmi við sérstakt leyfi til
undirbúningsframkvæmda.
Ekki brýnir hagsmunir
Landvernd og Náttúruverndar-
samtök Suðurlands krefjast ógild-
ingar nýja framkvæmdaleyfisins
meðal annars vegna þess að ekki
hafi verið sýnt fram á að brýnir al-
mannahagsmunir krefjist fram-
kvæmdarinnar, eins og þurfi að
gera þegar náttúruminjum sem
njóta verndar, eins og birkiskógum
og votlendi, er eytt. Þá telja sam-
tökin að Bláskógabyggð hafi brotið
rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar
með því að fullnægja ekki rann-
sóknarskyldu á mögulegum áhrif-
um framkvæmdarinnar á eitt
helsta vatnsból sveitarfélagsins.
Samtökin benda á að jarðfræði-
rannsóknir séu afar takmarkaðar,
meðal annars um hugsanleg áhrif á
grunnvatnskerfi Geysissvæðisins.
Þá telja þau framkvæmdina vera í
algerri andstöðu við ákvæði gjafa-
bréfs Kristian Kirk sem ánafnaði
Skógrækt ríkisins jörðina Hauka-
dal til friðunar og skógræktar. Því
sé óleyfilegt að eyða fimm hekt-
urum af birkiskógi þar.
Þess er krafist að framkvæmda-
leyfið verði fellt úr gildi og fram-
kvæmdir stöðvaðar. Í rökstuðningi
fyrir kröfu um stöðvun fram-
kvæmda er vísað til upplýsinga í
frétt Morgunblaðsins sl. mánudag
um að framkvæmdir væru að hefj-
ast og tækju um tuttugu mánuði. Á
það er bent að kæra samtakanna
um ógildingu framkvæmdaleyfis
yrði þýðingarlaus ef framkvæmdir
verða ekki stöðvaðar.
Veldur töfum og kostnaði
Ásgeir Margeirsson, forstjóri
HS Orku, segir að kæran fari í
sinn farveg hjá úrskurðarnefnd-
inni. Spurður um áhrif stöðvunar
sagði hann að ef sú krafa yrði sam-
þykkt myndi það valda töfum á
framkvæmdinni og auknum kostn-
aði.
Kæra leyfi fyrir Brú-
arvirkjun öðru sinni
Náttúruverndarsamtök vilja stöðva framkvæmdir
Tungufljót Brúarvirkjun virkjar rennsli efri hluta Tungufljóts, á milli
jarðanna Brúar og Haukadals í Bláskógabyggð.
Brúarvirkjun
» Skipulagsstofnun telur að
helstu neikvæðu áhrif fyrirhug-
aðrar framkvæmdar felist í
breyttri ásýnd framkvæmda-
svæðis og landslagi þess.
Svæðið er að mestu leyti
ósnortið og einkennist af
Tungufljóti og vel grónum
bökkum þess.
» Áhrif á ásýnd og landslag
verða talsvert neikvæð.
Passíusálmar sr. Hallgríms Péturs-
sonar verða lesnir upp í Seltjarnar-
neskirkju á föstudaginn langa líkt og
undanfarin ár.
„Allir eru velkomnir að hlýða á
lestur þessarar dýrmætu perlu ís-
lensks kveðskapar þar sem rakin er
píslarganga Jesú ásamt margskonar
uppbyggilegum hugleiðingum sr.
Hallgríms,“ segir í fréttatilkynningu
frá kirkjunni.
Hópur 24 kvenna og karla á öllum
aldri les og á milli verður fiðlu- og
orgelleikur þeirra Matthíasar Stef-
ánssonar og Friðriks Vignis Stef-
ánssonar.
Lesturinn hefst kl. 13 og ætti að
verða lokið um kl. 18. Áheyrendum
er frjálst að vera eins lengi og þeim
hentar. Kaffiveitingar verða í safn-
aðarheimili kirkjunnar. „Góð aðsókn
hefur verið að lestrinum undanfarin
ár og hann mælst vel fyrir,“ segir
m.a. í frétt kirkjunnar.
Morgunblaðið/Ómar
Passíusálmar í
Seltjarnarneskirkju
24 lesarar á föstudaginn langa
Efnt er til margvíslegra atburða í
kirkjum landsins um bænadaganna
svo sem í Kópavogskirkju. Á föstu-
daginn langa, 30. mars, milli klukkan
kl. 13 og 16 munu þau Þórunn Magn-
ea Magnúsdóttir, Margrét María
Sigurðardóttir, Einar Clausen, Mar-
grét Örnólfsdóttir og Nanna Kristín
Magnúsdóttir lesa þar valda Pass-
íusálma. Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar eru alls 50 og til stend-
ur að lesa helming þeirra.
Þá munu Lenka Máteóva kantor
Kópavogskirkju og Þórunn Elín
Pétursdóttir söngkona flytja föstu-
tónlist á milli lestra. Eru það ýmis
valin verk sem hafa trúarlegar skír-
skotanir, svo sem til páskanna og
boðskapar þeirra. –Allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópavogur Helmingur Passíusálmanna verður lesinn á föstudaginn langa.
Passíusálmarnir verða
lesnir í Kópavogskirkju