Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 1
Það var fallegt um að litast yfir Öræfajökli um helgina er Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, flaug þar yfir. Sigketillinn, sem fyrst varð vart í haust, sést greini- lega þótt snjór sé yfir honum. Þrívíddarmynd sem sér- fræðingar á Jarðvísindastofnun Háskólans hafa gert benda til að ketillinn hafi á skömmum tíma í nóvember dýpkað um rúma 20 metra og sprungur aukist. Þær þrí- víddarmyndir eru gerðar eftir ýmsum upplýsingum, ekki síst ljósmyndum RAX sem flaug þrjár ferðir yfir Öræfa- jökul í nóvember og desember ásamt Sölva Axelssyni bróður sínum, Tómasi Guðbjartssyni lækni og Ómari Ragnarssyni. Sigketillinn í Öræfajökli sést greinilega í snjóbreiðunni Morgunblaðið/RAX Jökullinn skartar sínu fegursta í góðviðrinu M Á N U D A G U R 9. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  82. tölublað  106. árgangur  FERÐAMENN HELSTU BAK- HJARLARNIR MEISTARAR Í 20. SINN HÚN ER BJARG- VÆTTUR KATTA OG HUNDA SKAUTAFÉLAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTIR HJÁLPAR GÖTUDÝRUM 12ÍSLENSK TÓNLIST 26 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ekki hefur verið nóg gert til að verj- ast peningaþvætti og hryðjuverka- fjármögnun á Íslandi og íslensk stjórnvöld hafa takmarkaðan skilning á hættum sem því fylgja. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegs vinnuhóps á sviði varna gegn pen- ingaþvætti. Fjallað er um efni skýrsl- unnar á vef stórblaðsins Wall Street Journal. Í skýrslunni er rakið að næstum allan síðasta áratug hafi verið einblínt á glæpi tengda efnahagshruninu hér. Fyrir vikið hafi ekki nóg verið gert til að verjast peningaþvætti og hryðju- verkafjármögnun á Íslandi. Enn- fremur segir að á Íslandi sé gott laga- umhverfi til að rannsaka og meðhöndla peningaþvætti. Þessum málaflokki hafi einfaldlega ekki verið sinnt sem skyldi. Samhæfa þarf aðgerðir Íslensk stjórnvöld hafi tekið fyrstu skref til að öðlast skilning á viðfangs- efninu en ekki hafi verið ráðist í allar þær aðgerðir sem þörf er á. „Ísland verður að samhæfa aðgerðir yfirvalda og styrkja varnir sínar gegn peninga- þvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni. Þar segir jafnframt að fyrir utan þrjá stærstu banka landsins megi fullyrða að fyrirtæki í fjármálageir- anum, og raunar fyrirtæki almennt líka, séu illa upplýst um þær hættur sem að þeim steðja. Afar fáar tilkynn- ingar berast um grunsamleg viðskipti og millifærslur sökum þess hve lítill gaumur þessum málum sé gefinn. Ljóst virðist að íslensk stjórnvöld taki þessar athugasemdir alvarlega því að í skýrslu FATF segir að þau hafi þegar hafið vinnu við úrbætur og er þeim skrefum sem þegar hafa verið stigin fagnað. Í febrúar síðastliðnum skipaði Sig- ríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra nýjan stýrihóp um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Hlutverk hans er meðal annars að tryggja eftirfylgni og úr- bætur vegna athugasemda FATF. Efla þarf varnir gegn peningaþvætti  Ný skýrsla um peningaþvætti og hryðjuverkafjármögnun Ný skýrsla um Ísland » Financial Action Task Force (FATF) er alþjóðlegur vinnu- hópur á sviði varna gegn pen- ingaþvætti. » FATF gerir reglulega úttekt á lögum, reglum og starfs- aðferðum í aðildarríkjum og gerir á grundvelli þeirra kröfur um úrbætur. Ísland gerðist að- ildarríki árið 1991. Morgunblaðið/Árni Sæberg Peningar Mikilvægt er að vera á varðbergi gagnvart peningaþvætti. MStyrkja verður varnir landsins »2 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum koma saman í dag í kjölfar meintrar efnavopna- árásar sýrlenska hersins á íbúa Douma í Ghoutahéraði í Sýrlandi á laugardaginn. Níu lönd af fimmtán í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa óskað eft- ir fundi um málið og Evrópusam- bandið hefur kallað eftir tafar- lausum viðbrögðum frá alþjóða- samfélaginu. Talið er að 70 séu látnir og um 500 særðir eftir að tunnusprengjum sem talið er að hafi innihaldið efnavopn var varpað úr þyrlu yfir borgina Douma. Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, var harðorður á Twitter og sagði Rússa bera endanlega ábyrgð á voðaverkunum með því að styðja við skepnuna Assad, eins og hann kallaði Sýrlandsforseta. Bæði Sýrland og Rússland hafa neitað því að efnavopnaárás hafi átt sér stað. Læknir sem vitnað er til í Douma segir ástandið slæmt. »15 AFP Fórnarlömb Börn verða illa úti í stríðsátökum og geta litla björg sér veitt. Sjötíu látnir og hundruð slösuð  Óskað eftir fundi í öryggisráðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.