Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ég fagna mjög #metoo bylting-
unni sem aldeilis hefur svipt hul-
unni af kynjakerfinu. Krafturinn
og orkan frá grasrótinni er mik-
ilvæg og sýnir okkur að opinbera
kerfið og grasrótin þurfa að vinna
saman. Á Íslandi er rík hefð fyrir
samstarfi ríkis, sveitarfélaga og
frjálsra félagasamtaka í jafnrétt-
ismálum sem hefur með öðru
komið okkur á þann stað sem við
erum á. Jafnréttismál varða sam-
félagið allt,“ segir Katrín Björg
Ríkarðsdóttir, sem nýlega tók við
sem framkvæmdastjóri Jafnrétt-
isstofu.
Aukið hlutverk
með nýjum lögum
Jafnréttisstofa og starfsfólk
hennar hefur margvísleg verk-
efni með höndum, lögum sam-
kvæmt. Katrín segir að fyrstu
mánuðir sínir í starfi hafi farið í
að kynnast fólkinu og starfsemi
stofnunarinnar sem er á Ak-
ureyri. Stilla þurfi saman strengi
fyrir verkefnin framundan.
„Nú er hafinn undirbúningur
fyrir endurskoðun á jafnrétt-
islögum auk þess sem félags- og
jafnréttismálaráðherra hefur lagt
fyrir Alþingi tvö frumvörp um
bann við allri mismunun, það er
jafna meðferð á vinnumarkaði og
um jafna meðferð fólks óháð kyn-
þætti og þjóðernisuppruna. Verði
þau frumvörp að lögum fær Jafn-
réttisstofa aukið hlutverk,“ segir
Katrín Björg.
Nú í byrjun ársins tók gildi sú
breyting á jafnréttislögum að fyr-
irtækjum og stofnunum er nú
skylt að sýna fram á að þau greiði
jöfn laun fyrir sömu og jafn-
verðmæt störf. Þetta ákvæði á
sérstaklega við á þeim stöðum þar
sem vinna 25 manns eða fleiri og
þegar jafnlaunamálin eru komin í
lag er gefin út vottun og end-
anlega staðfesting af Jafnrétt-
isstofu. Auk þess heldur Jafnrétt-
isstofa skrá yfir fyrirtæki sem
hlotið hafa vottun en samtök
vinnumarkaðarins sinna eftirliti
með þessu.
„Fyrirtæki eiga að fara í
vottun í þrepum eftir stærð. Í lok
þessa árs eru það stærstu fyr-
irtækin sem skulu hafa öðlast
vottun, þau þar sem vinna 250
manns eða fleiri. Jafnréttisstofa
fylgist vel með framkvæmdinni í
þeim tilgangi að þetta metn-
aðarfulla verkefni nái fram að
ganga samkvæmt áætlun. Það er
því miður erfitt að segja til um
hver launamunur kynjanna er, en
ef taka má mark á nýjustu úttekt-
um t.d. frá Hagstofunni bendir
ýmislegt til þess að víða sé pottur
brotinn. Rannsókn sem birt var í
mars sýndi þó að launamunur
kynjanna minnkaði 2008-2016.
Óskýrður launamunur mældist
4,8% en skýrður launamunur
7,4%.“
Karlar oftar bæjarstjórar
Eftir kosningarnar 2016 var
hlutur karla og kvenna á Alþingi
orðinn nokkuð jafn, það er 30
konur á móti 33 körlum. Í bak-
seglin sló svo eftir kosningar síð-
asta haust og nú eru konur sem
sitja á þingi 24 en karlarnir 39.
Þetta segir Katrín sýna og segja
að ekki megi sofna á verðinum.
„Nú þegar líður að sveitar-
stjórnarkosningum er því mikil-
vægt að stjórnmálaöfl gæti að
jöfnu hlutfalli kynja á listum. Það
hlýtur að vera markmið hverrar
sveitarstjórnar að búa íbúum sín-
um sem bestar aðstæður og
tryggja góða þjónustu. Til þess að
svo geti orðið þarf umræða og
ákvarðanataka að vera á víðum
grunni og þar sem ólíkum sjón-
armiðum er mætt. Því er m.a.
mikilvægt að sveitarstjórnir séu í
jöfnum hlutföllum skipaðar kon-
um og körlum,“ segir Katrín og
heldur áfram: „Í kosningunum
2014 jafnaðist kynjahlutfall sveit-
arstjórnarfólks töluvert og hefur
aldrei verið jafnara. Konur urðu
44% kjörinna fulltrúa og karlar
56%. Það sem vakti athygli var að
karlar voru þó mun oftar oddvitar
framboða. Sú staðreynd hefur
bein áhrif á kynjahlutfall í bæjar-
og byggðaráðum. Þegar síðan
kom að ráðningum á bæjar- og
sveitarstjórum var hlutfall
kvenna 26% á móti 74% hjá körl-
um, en sú var staðan árið 2015.“
Mikilvægt að kynjahlutfall á framboðslistum og í sveitarstjórnum sé jafnt
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Jafnrétti Krafturinn og orkan frá grasrótinni er mikilvæg, segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir hjá Jafnréttisstofu.
Varðar samfélagið allt
Katrín Björg Ríkarðsdóttir er
fædd 1967. Er með M.Ed-gráðu
í menntunarfræðum með sér-
hæfingu í kynjajafnrétti svo og
kennsluréttindi frá Háskól-
anum á Akureyri og BA-gráðu í
sagnfræði með bókmennta-
fræði sem aukagrein frá HÍ.
Var sérfræðingur hjá Jafn-
réttisstofu 2000-2003, jafn-
réttisráðgjafi Akureyrarbæjar
2003-2006, framkvæmda-
stjóri samfélags- og mannrétt-
indadeildar Akureyrarbæjar
2006-2014 og aðstoðarmaður
bæjarstjóra á Akureyri frá
2014 fram í desember í fyrra
að hún tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisstofu.
Hver er hún?
Um 40% íslenskra háskólanema skil-
greina sig með fötlun, langvarandi
heilsufarsvandamál eða annars kon-
ar hömlun, samanborið við 25% ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. Þetta
kemur fram í niðurstöðum nýrrar
samevrópskrar könnunar á högum
háskólanema. Könnunin, sem er á
vegum Eurostudent, tekur til
320.000 háskólanema í 28 Evrópu-
löndum en þetta er í fyrsta sinn sem
Ísland er með.
Háskólanemar á Íslandi verja
samkvæmt könnuninni svipuðum
tíma og annars staðar í fyrirlestra,
dæmatíma, próf og annað skipulagt
nám, um 16 klukkustundum á viku.
Tíminn sem fer í nám utan kennslu
er hins vegar umtalsvert meiri en
meðaltal annarra landa, auk þess
sem íslenskir háskólanemar vinna
meira en evrópskir félagar þeirra.
Þannig vinnur meðalháskólaneminn
hér 15 klukkustundir á viku, sem er
um 38% starfshlutfall.
Samanlagt verja háskólanemar á
Íslandi því meiri tíma í nám og laun-
aða vinnu en í nokkru öðru þátttöku-
landi, um 50 klukkustundum á viku.
Þó kemur fram að þeir telji fjárhags-
stöðu sína erfiða.
Íslenskir nemar eldri
Almenn ánægja er meðal ís-
lenskra nema með gæði námsins.
Um 71% segist ánægt með kennslu
og 67% námsaðstöðu, sem er ívið
hærra en meðaltal könnunarlanda.
Þrátt fyrir ánægjuna eru Íslending-
ar í öðru sæti yfir þau lönd þar sem
flestir hyggja á framhaldsnám er-
lendis. Það gera rúm 40% grunn-
nema, flestir horfa til Norðurlanda.
Meðalaldur íslenskra háskóla-
nema er umtalsvert hærri en í öðrum
ríkjum eða um 29,7 ár samanborið
við 27,8 ár annars staðar á Norður-
löndunum og 25 ár í hinum Eurostu-
dent-löndunum. Spilar þar inn í að
nám fram að háskóla er lengra á Ís-
landi en í öðrum Evrópuríkjum.
Menntaskólagöngu hefur jafnan lok-
ið við tvítugsaldur á Íslandi en 19 ára
aldur í Skandinavíu og 18 víða ann-
ars staðar. Á næsta ári mun þó fyrsti
árgangur nítján ára stúdenta hefja
nám við háskóla landsins eftir að
menntaskólanám var stytt úr fjórum
árum í þrjú. Þá eru háskólanemar á
Íslandi einnig gjarnari á að gera hlé
á námi milli framhaldsskóla og há-
skóla en í samanburðarlöndum, auk
þess sem þeir gera oftar hlé á há-
skólanáminu. alexander@mbl.is
Háskólanemar
vinna mikið
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Um 71% íslenskra nema-
segist ánægt með kennslu.
Almenn ánægja með námið en
margir stefna út í framhaldsnám
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Meirihluti landsmanna horfir enn á
dagskrá íslenskra sjónvarpsstöðva
með línulegum hætti en áhorf á ís-
lenskar stöðvar minnkar með hverju
árinu. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Gallup sem gerð var fyrir
Póst- og fjarskiptastofnun.
Hliðrað áhorf, sem er áhorf eftir
upphaflegan útsendingartíma, jókst
lítillega árið 2017 innan sólarhrings
frá útsendingu en hliðrað áhorf vik-
una eftir útsendingardag stendur
nánast í stað. Alls voru 85,3% heildar-
áhorfs á íslenskar stöðvar í fyrra í
línulegri dagskrá en 14,7% voru hliðr-
að áhorf. Þar af voru 10,6% hliðrað
áhorf innan upphafslegs útsending-
ardags. Árið áður voru 86,7% áhorfs á
íslenskar stöðvar í línulegri dagskrá.
Árið 2012 voru það hins vegar 95,6%.
Þessar tölur eiga við aldurshóp-
inn 12-80 ára. Þegar aðeins er horft
til aldurshópsins 12-49 ára kemur í
ljós að aðeins 82,9% áhorfsins eru í
línulegri dagskrá. 12,3% áhorfsins
voru hliðrað áhorf innan fyrsta sólar-
hringsins en 5,4% áhorfsins vikuna
eftir útsendingardag.
Þessi skýrsla nær hvorki til inn-
lendra né erlendra efnisveitna á borð
við Netflix, Sjónvarp Símans Premi-
um, Stöð 2 Maraþon eða Vodafone
Play. Þær njóta sem kunnugt er mik-
illa vinsælda og skýra án efa það að
áhorf á íslensku stöðvarnar hefur
minnkað síðustu ár. Það sést í um-
ræddri Gallup-könnun því með-
aláhorf í aldurshópnum 12-80 ára var
134 mínútur á dag árið 2012. Árið
2015 var það komið niður í 110 mín-
útur á dag. Í fyrra var meðaláhorfið
komið í 102 mínútur á dag.
Þessi þróun er hraðari í yngri
aldurshópnum, 12-49 ára. Árið 2012
var meðaláhorfið 121 mínúta dag
hvern. Árið 2015 var meðaláhorfið 90
mínútur dag hvern og í fyrra var það
komið niður í 75 mínútur.
Þegar horft er til stærstu sjón-
varpsstöðvanna kemur í ljós að árið
2012 var meðaláhorf á RÚV dag
hvern 76 mínútur. Það var komið nið-
ur í 59 mínútur í fyrra. Stöð 2 hefur
hrunið úr 39 mínútum á dag 2012 nið-
ur í 23 í fyrra. Sjónvarp Símans er
hins vegar á sama róli; meðaláhorfið
var 12 mínútur á dag árið 2012 og það
sama í fyrra.
Ef skoðað er hlutfall línulegs og
hliðraðs áhorfs hjá íslensku stöðv-
unum kemur upp úr dúrnum að RÚV
og Sjónvarp Símans eru á svipuðu
róli. 86,2% áhorfs á RÚV eru í línu-
legri dagskrá en 86,1% hjá Sjónvarpi
Símans. Aðeins minna línulegt áhorf
er á Stöð 2, alls 81,7% í fyrra.
Sífellt minna áhorf á íslenskar stöðvar
Meirihluti horfir enn á íslenskar
stöðvar með línulegum hætti
Morgunblaðið/ÞÖK
Sjónvarpsgláp Línuleg dagskrá
íslensku stöðvanna er enn vinsæl.