Morgunblaðið - 09.04.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GE bílar
Reykjanesbæ
www.gebilar.is
420 0400
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
Alvöru atvinnubíll
Dacia Dokker
Dacia Dokker er einn hagkvæmasti kosturinn sem í boði er fyrir þá sem leita að litlum sendibíl.
Dacia Dokker er með 1,5 l, 90 hestafla díslivél sem notar einungis 4,5 l í blönduðum akstri*. Dacia
bílarnir hafa komið einskalega vel út hvað varðar áreiðanleika í rekstri.
Verð: 2.340.000 kr. m. vsk.
Verð án vsk.:
1.887.000 kr.
*
V
ið
m
ið
u
n
a
rt
ö
lu
r
fr
a
m
le
ið
a
n
d
a
u
m
e
ld
s
n
e
y
ti
s
n
o
tk
u
n
í
b
lö
n
d
u
ð
u
m
a
k
s
tr
i.
/
B
ú
n
a
ð
u
r
b
íls
á
m
y
n
d
k
a
n
n
a
ð
ve
ra
fr
á
b
ru
g
ð
in
a
u
g
lý
s
tu
ve
rð
i
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
6
5
6
8
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Aukinn ferðamannastraumur er far-
inn að valda miklum náttúruspjöllum
á vinsælum ferðamannastöðum og
sér á mörgum þeirra vegna ágangs.
Þetta er meðal þess sem kemur fram
í skýrslu um þolmörk ferðamennsku
sem ráðherra ferðamála birti á vef
Alþingis fyrir helgi.
Þar segir að nota megi hugtakið
þolmörk ferðamennsku með mark-
vissari hætti en nú er gert sem
stjórntæki til að stuðla að sjálfbærri
þróun útivistar- og ferðamannastaða.
Eigi hugtakið að hafa það úrskurð-
arhlutverk sem því er ætlað er nauð-
synlegt að til séu viðmiðunarmörk
fyrir hvert ferðamannasvæði svo
auðséð sé ef farið er yfir þau.
Þá þarf að ákveða fyrir hvern
landshluta hvaða svæði eiga að taka á
móti fjölda ferðamanna og hvaða
svæðum verður haldið utan alfara-
leiða.
Í framhaldinu þurfi að skilgreina
hvort og þá hvaða aðferðir henti til
aðgangs- og álagsstýringar og dreif-
ingar ferðamanna á hverju svæði fyr-
ir sig.
Ferðamenn vilja
færri ferðamenn
Í skýrslunni er vikið að áhyggjum
af viðhorfi íbúa til ferðamennsku.
Þar segir að ljóst sé að álag af ferða-
mennsku á Suðurlandi sé farið að
reyna á þolrif íbúa, ekki síður en
náttúru svæðisins og innviði. Rúm-
lega 40% íbúa Suðurlands þyki til að
mynda ferðamannafjöldinn á sumrin
of mikill og svipað hlutfall telji lands-
hlutann ekki geta tekið á móti fleiri
ferðamönnum. Sunnlendingar skera
sig þannig úr meðal landsmanna.
En það eru ekki aðeins íbúar sem
telja ferðamannastrauminn of mik-
inn. Þeirri skoðun deila margir
ferðamenn. Nýjustu tölur sýna að
30-55% ferðamanna finnst fjöldi
ferðamanna á Íslandi of mikill. Þá
sýna rannsóknir að ferðamenn á Ís-
landi virðist almennt viðkvæmir fyr-
ir umferð annarra ferðamanna. Þeim
finnist mikilvægt að geta ferðast um
án þess að margir aðrir ferðamenn
séu á svæðinu. Ætti það ekki að
koma á óvart í ljósi þess að helsta að-
dráttarafl Íslands sem ferðamanna-
lands byggist á hugmyndum um
náttúru og kyrrð og ró, í sömu mæl-
ingum.
Í skýrslunni segir að ekki sé fýsi-
legt að líta á fjöldatakmarkanir á
ferðamannastöðum sem markmið í
sjálfu sér, þó þær geti átt rétt á sér.
Þegar stýringarleiðir eru skoðaðar
sé æskilegt að horfa fyrst til svokall-
aðra „mýkri“ stýringarleiða eins og
landvörslu.
Nokkrum leiðum til hagrænnar
stýringar á ferðamannastöðum er
velt upp í skýrslunni, til að mynda
hugmynd um sérleyfissamninga
vegna nýtingar á landi og náttúru-
perlum í ríkiseigu. Nýleg dæmi um
slíkt er lagabreyting frá árinu 2016
sem gerir atvinnustarfsemi innan
Vatnajökulsþjóðgarðs leyfisskylda.
Breytingar á lögum um þjóðgarð-
inn á Þingvöllum sem snúa að leyf-
isveitingum og samningum um at-
vinnutengda starfsemi innan
þjóðgarðsins standa til, og gert ráð
fyrir að þau ákvæði verði sambæri-
leg.
Íslandsdvölin stendur
undir væntingum
Frá árinu 1997 hefur Ferðamála-
stofa staðið fyrir reglulegri gagna-
söfnun meðal erlendra ferðamanna á
Íslandi. Síðasta könnun fór fram árið
2016. Meðal helstu niðurstaðna er að
95% þátttakenda telja Íslandsdvöl-
ina hafa staðið undir væntingum og
80% telja mjög eða frekar líklegt að
þeir heimsæki Ísland aftur.
Þegar þátttakendur voru beðnir
að nefna þrjá þætti sem helst má
bæta nefndu flestir ástand vega, það
að takmarka fjölda ferðamanna og
fjölga almenningssalernum.
Náttúruperlur við þolmörk
Rúmlega 40% Sunnlendinga telja ferðamannastrauminn of mikinn Ferðamálaráðherra lagði fram
skýrslu um þolmörk ferðamennsku á föstudag Ekki fýsilegt að líta á fjöldatakmarkanir sem markmið
Könnun
» 95% ferðamanna telja Ís-
landsdvölina hafa staðið undir
væntingum.
» 80% telja mjög eða frekar
líklegt að þeir heimsæki Ísland
aftur.
» Ástand vega og fjöldi ferða-
manna það helsta sem ferða-
menn vilja að sé bætt.
» Hvatt til aukinnar hagnýt-
ingar þolmarkarannsókna.
Morgunblaðið/Ómar
Gullfoss Svæðið umhverfis fossinn ber þess merki að innviðir anna ekki umferð ferðamanna og skortir á stýringu
og vöktun á svæðinu, að því er fram kemur í skýrslunni. Ferðamenn vilja bætt ástand vega og fleiri salerni.