Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Talið er að 70 manns hið minnsta hafi látið lífið og mörg hundruð séu slösuð eftir meinta efnavopna- árás sem gerð var á borgina Douma í Ghouta-héraði í Sýrlandi á laugardag. Ekki er talið ólíklegt að tala látinna eigi eftir að hækka. Talið er að eitruðu gasi í tunnu- sprengju hafi verið varpað úr þyrlu og valdið því að þeir sem fyrir eitrinu urðu köfnuðu eða áttu við mikla öndunarörðugleika að stríða. Sýrlenska stjórnarhernum er ætluð árásin á eigin borgara. Aldrei séð annað eins Í frétt frá AFP fréttastofunni er haft eftir lækni á sjúkrahúsi í Doma, að nafni Mohammed, að komið hafi verið með fleiri en 70 manns með öndunarvandamál „Við höfðum aðeins fjórar súr- efnisgrímur. Staðan hér er sorg- leg. Ég hef unnið hér í fjögur ár og aldrei séð annað eins og það sem ég sá á aðfaranótt sunnudags.“ Björgunarsamtökin Hvítu hjálm- arnir (e. Syria Civil Defence, The White Helmet) og fleiri hópar að- gerðasinna í Sýrlandi greindu fyrst frá því að grimmileg efnavopna- árás hefði verið gerð í Douma. Borgin er sú síðasta í Ghouta-hér- aði sem enn er á valdi uppreisnar- manna. Í lýsingum Hvítu hjálmanna á ástandinu í Douma segir að fólk sem komið var með á sjúkrahús hafi verið verið gult á hörund, leg- ið í keng á gólfinu með froðu í munnvikum. Ungabörn hafi þurft á súrefnisgrímu að halda. Margir hafi dáið samstundis, aðallega kon- ur og börn. Hvítu hjálmarnr hafa 3000 sýr- lenska borgara innan sinna vé- banda. Þeir segjast vera borgarleg hjálparsamtök án tengsla við upp- reisnarmenn en sýrlensk stjórn- völd halda því fram að samtökin starfi í tengslum við uppreisnar- menn. BBC-fréttastofan sagði í gær að fréttir af árásinni hefðu ekki verið staðfestar af óháðum að- ilum en Washington Post hefur það eftir sýrlenskum læknum og hjálparstarfsfólki að tugir manna hafi farist. Komið hafi verið með rúmlega 500 manns á sjúkrahús með merki andnauðar, klórlykt hafi verið af andardrætti og froða komið úr munni þeirra, sem allt séu einkenni sem bendi til efna- vopnaárásar. Sýrlensk stjórnvöld segja ekkert hæft í fréttum um efnavopnaárás á almenna borgara í Douma. en bandaríska utanríkisráðuneytið sagði í gær að fréttir gæfu til kynna að mikið mannfall hefði orð- ið og meðal annars hefðu fjöl- skyldur með börn sem dvalist hafa í neyðarskýlum orðið fyrir eitur- efnaárásum. Bandarískir ráðamenn segja að Rússar beri endanlega ábyrgð á meintri efnavopnaárás í Douma með stuðningi sínum við sýrlensk stjórnvöld. Rússneska varnarmála- ráðuneytið hafnar því algerlega að efnavopnaárás hafi verið gerð á Douma. Reuters-fréttastofan hefur það eftir Yuri Yevtushenko, yfirmanni rússnesku hersveitanna í Sýrlandi, að Rússar séu tilbúnir að senda inn eigin sérfræðinga í efnavopn- um til þess að safna gögnum og af- sanna áskananir um að efnavopn- um hafi verið beitt um leið og Douma hefur verið frelsuð úr höndum upp-reisnarmanna. Assad skepna að mati Trumps Donald Trump Bandaríkjafor- seti fordæmdi árásina í twitter- færslu þar sem hann líkti Assad Sýrlandsforseta við skepnu og sagði það óviðunandi að fjöldi manns, þar á meðal konur og börn, skyldu drepin í efnavopna- árás í Sýrlandi. Trump segir Íran og Pútín, forseta Rússlands, bera ábyrgð með því að bakka upp „skepnuna“ Assad, forseta Sýr- lands. Trump klykkir út í færslu sinni að með því að segja að um enn einn mannlega harmleikinn sé að ræða án nokkurrar ástæðu. Bretar hafa farið fram á að rannsókn verði gerð án tafar á meintri efnavopnaárás. Frans páfi fordæmdi efnavopnaárásirnar í Sýrlandi og sagði þær hræðilegar í ávarpi sem hann flutti á Sankti Péturs-torg- inu í gær. António Guterres, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði að Sameinuðu þjóð- irnar gætu ekki staðfest fréttir af efnavopnanotkun í Sýrlandi en hann hefði áhyggjur af ásökunum um efnavopnahernað gegn íbúum Douma. Í frétt frá BBC segir að sýr- lensk stjórnvöld hafi áður verið sökuð um að beita efnavopnum á eigin borgara. Einnig hafa Sameinuðu þjóðirn- ar sakað Sýrlandsher um að hafa notað banvænt sarín-gas í árásum á svæði í Austur-Ghouta í apríl 2017. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA hefur neitað því að notuð hafi verið banvæn efnavopn vorið 2017 og sagði ásakanir lagðar fram til þess að koma í veg fyrir að Sýrlandsher næði að taka vígi hryðjuverkamanna í Sýrlandi her- skildi. Efnavopnum beitt í Sýrlandi  Sýrlandsher sakaður um efnavopnaárás  70 látnir og talan gæti hækkað  Sýrlandsher áður sak- aður um efnavopnaárás á eigin borgara  Trump segir Rússa bera ábyrgð vegna stuðnings við Assad AFP Ódæðisverk Sjálfboðaliði aðstoðar barn sem þarfnast súrefnis vegna afleiðinga meintrar loftárásar Sýrlandshers. Efnavopnaárás » Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsir yfir miklum áhyggjum vegna frétta af eituefnaárásinni á íbúa Douma í Ghouta-héraði í Sýr- landi á tvittersíðu sinni í gær. » Talið er að 70 séu látnir og óttast er að þeim eigi eftir að fjölga. Guðlaugur vill að stríðs- aðilar virði alþjóðalög og vill aðkomu öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna að málinu. Talið er að ökumaður Volkswagen- bifreiðar sem keyrði inn í mann- fjölda í Münster í Þýskalandi á laugardag hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Ökumaðurinn svipti sig lífi að loknu athæfinu en 25 ára kona og 65 ára karlmaður létust í árásinni auk þess sem 20 slösuðust að því er fram kemur í fréttum BBC, sem segir að ökumaðurinn hafi verið 48 ára, góðkunningi lögreglu og hafi búið stutt frá árásarstaðnum. Í fyrstu óttuðust yfirvöld í Þýska- landi að um árás á vegum Ríkis ísl- ams væri að ræða og hvöttu íbúa til ÞÝSKALAND Árás eins manns í Münster í Þýskalandi þess að halda sig frá árásar- staðnum. Nú hefur lögregan hins vegar staðfest að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða heldur hafi það verið þýskur karlmaður sem stóð einn að voðaverkinu. Norður-Kórea hefur tilkynnt Bandaríkjamönnum að Kim Jong- un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé tilbú- inn að ræða um kjarnorku- afvopnum á Kóreuskaganum til þess að liðka fyrir fundi milli sín og Donalds Trump, forseta Bandaríkj- anna. The Wall Street Journal skýrði frá þessu í gær og hafði upp- lýsingarnar frá bandarískum emb- ættismönnum. Ekki kom fram hvernig eða með hvaða hætti skila- boð um vilja Norður-Kóreu til þess að ræða um kjarnorkuafvopnun kom fram en embættismenn frá Bandaríkjunum og Norður-Kóreu hafa átt í samskiptum. NORÐUR-KÓREA Kim Jong-un vill ræða kjarnorkuafvopnun Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.