Morgunblaðið - 09.04.2018, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rúmum mán-uði eftir aðkosið var
til ítalska þingsins
liggur enn ekkert
fyrir um það
hvernig næsta
ríkisstjórn landsins verður
skipuð. Það sem meðal annars
flækir málið er að bandalag
mið-hægriflokkanna varð hlut-
skarpasta fylkingin á þinginu,
án þess þó að ná hreinum
meirihluta, á sama tíma og
pópúlistaflokkurinn Fimm-
stjörnuhreyfingin náði þeim
athyglisverða áfanga að verða
stærsti flokkurinn á þingi, en
hefur ekki heldur meirihluta.
Bæði hægriflokkarnir og
Fimmstjörnuhreyfingin þurfa
því samstarf við aðra til að
mynda meirihluta.
Þá hafa flokkarnir ekki enn
getað sæst á það hvor ætti að
verða forsætisráðherra, Luigi
Di Maio, leiðtogi Fimm-
stjörnuhreyfingarinnar, eða
Matteo Salvini, leiðtogi (Norð-
ur)Bandalagsins, en sá flokkur
varð óvænt stærsti flokkurinn
í hægriflokkabandalaginu og
stökk þar fram úr flokki Silv-
ios Berlusconi, Forza Italia.
Di Maio freistaði þess í síð-
ustu viku að telja Salvini á að
brjóta upp bandalag hægri-
flokkanna og taka þess í stað
upp meirihlutasamstarf við
Fimmstjörnuhreyfinguna án
Berlusconis. „Ég viðurkenni
ekki þetta bandalag,“ sagði Di
Maio. „Þeir buðu fram með
þrjú mismunandi forsætisráð-
herraefni og þrjár mismunandi
stefnur.“
Salvini vill hins vegar ekki
rjúfa tryggð við flokkabanda-
lagið. Hann telur farsælast að
hægri flokkarnir starfi saman í
nýrri ríkisstjórn, jafnvel þó að
erfitt kunni að reynast að
koma þeirri stjórn á. Þar spilar
kannski ekki síst inn í sú stað-
reynd, að ef Salvini og Banda-
lag hans myndu yfirgefa hina
hægri flokkanna væri krafa
hans um forsætisráðherrastól-
inn að engu orðin.
Báðar fylkingar gætu hugs-
anlega leitað á náðir hins
vinstrisinnaða Demókrata-
flokks, annað hvort til þess að
styðja við minnihlutastjórn
eða til þess að taka þátt í
meirihluta, en leiðtogi hans,
Maurizio Martina, hefur sagt
allt slíkt af og frá. Flokkurinn
beið enda afhroð í kosning-
unum og virðist samstaða um
það innan forystu flokksins að
hann eigi að leita sér endur-
nýjaðs umboðs í stjórnarand-
stöðu. Í Þýskalandi hurfu Sósí-
aldemókratar raunar nýlega
frá slíkri afstöðu eftir langa
stjórnarkreppu, en ekkert út-
lit er sem stendur fyrir slíka
afstöðubreytingu á Ítalíu.
Ítalir eru svo
sem ekki óvanir
því að stjórnmálin
séu í kalda koli.
Engu að síður
virðist sem að
stjórnarkreppan
nú gæti orðið venju fremur
erfið. Það kæmi því ekki á
óvart ef kjósa þyrfti aftur til
þess að höggva á hnútinn.
Engin trygging er hins vegar
fyrir því að sú lausn myndi
breyta nokkru til betri vegar
því að vandinn á Ítalíu er djúp-
stæður og ekki augljóst hvern-
ig brúa má þá gjá sem ríkir
innanlands, ekki síst á milli
suður- og norðurhluta lands-
ins.
Í norðurhlutanum unnu
Bandalagið og bandalagsflokk-
arnir á hægri vængnum nærri
helming atkvæða á sumum
svæðum og fengu yfirburða-
stöðu í norðurhluta landsins í
heild sinni. Í suðurhlutanum
hlaut Fimmstjörnuhreyfingin
enn sterkari stöðu, allt upp í
55% atkvæða, og er þar óskor-
aður sigurvegari.
Munurinn skýrist einkum af
ólíkri stöðu landshlutanna. Í
suðurhluta landsins er at-
vinnuleysi um 20%, þrefalt
meira en í norðurhluta lands-
ins. Þetta endurspeglast svo í
tölum um landsframleiðslu,
sem er á svæðinu í nágrenni
Mílanó fjórðungi yfir meðaltali
Evrópusambandsins, en 41%
undir meðaltalinu á Sikiley.
Kjósendur beggja eru sagðir
hafa kosið með veskinu.
Bandalagið lofaði lágum flöt-
um skatti, en Fimmstjörnu-
hreyfingin lofaði almennri
grunnframfærslu, borgara-
launum, fyrir alla. Að und-
anförnu hafa leiðtogar beggja
flokka reynt að finna snerti-
fleti þessara hugmynda, en
það er hægara sagt en gert.
Efasemdir um Evrópusam-
bandið og aukinn samruna
þess gætu hins vegar verið
snertiflötur enda hefur Ítalía
farið illa út úr evrutilrauninni
sem hefur orðið til þess að
landið er skuldum hlaðið, sem
gerir enn erfiðara en ella að
finna pólitíska lausn. Þá hefur
stefna, eða stefnuleysi, Evr-
ópusambandsins í flótta-
mannamálum gert það að
verkum að þungur straumur
flóttamanna yfir Miðjarðar-
hafið hefur valdið Ítalíu meiri
erfiðleikum en flestum öðrum
ríkjum álfunnar.
En þó að óvíst sé hvernig
stjórnarkreppan verður leyst,
er víst að hún er enn eitt dæm-
ið um verulega pólitíska erf-
iðleika í ríkjum Evrópusam-
bandsins, sem í það minnsta að
hluta til eiga rætur að rekja til
aðildar þessara ríkja að sam-
bandinu.
Enn bólar ekki á
ríkisstjórn í einu af
lykilríkjum Evrópu-
sambandsins}
Allt í hnút á Ítalíu
B
ókmenntir eru samofnar íslenskri
sögu og menningu. Í samanburði
við aðrar þjóðir Norður-Evrópu
reis íslensk bókagerð hátt á mið-
öldum og afreksverk þeirra tíma
eru enn ríkur þáttur í sjálfsvitund Íslendinga.
Lestur bóka er snar þáttur í mótun mál-
þroska barna og þær gegna lykilhlutverki í
menntakerfinu. Ein af þeim áskorunum sem
við stöndum frammi fyrir sem þjóð er að svo
virðist sem almennu læsi fari hrakandi. Sem
mennta- og menningarmálaráðherra hef ég
lagt ríka áherslu á að snúa vörn í sókn í þeim
efnum en mikil vinna hefur þegar átt sér stað
til þess að bregðast við þessari þróun.
Einn af þeim þáttum sem horfa þarf til eru
rekstrarskilyrði bókaútgefenda, enda óum-
deilt að íslensk bókaútgáfa leggur mikið af
mörkum til menningar og læsis í landinu.
Bókaútgefendur eru fjölbreyttur hópur og á ári
hverju gefa um 500 mismunandi útgefendur út bækur
hér á landi. Flestir gefa aðeins út eina bók, eða 70%
þeirra, um 20% útgefenda gefa út 2-5 bækur árlega, en
um 50 útgefendur gefa fleiri en 5 bækur út árlega.
Langflest bókaforlögin eru því smá í sniðum og hafa
ekki haft tækifæri til að byggja upp sterka eiginfjár-
stöðu. Að auki hefur bóksala dregist verulega saman
undanfarin ár. Þegar slíkar aðstæður eru komnar upp á
viðkvæmum vettvangi íslenskrar tungu ber
stjórnvöldum að nýta stjórnvaldstæki sín,
eins og skattkerfið, og bregðast við.
Það ætlar ríkisstjórnin að gera með því að
afnema virðisaukaskatt á bækur frá og með
ársbyrjun 2019, líkt og fram kemur í
ríkisfjármálaáætlun 2019-2023. Með þeirri
aðgerð fylgjum við í fótspor Noregs, Fær-
eyja, Bretlands, Írlands og Úkraínu sem
hafa afnumið virðisaukaskatt á bókum til að
efla læsi og styðja við menningu sína og
tungu.
Í þessari aðgerð felast tækifæri fyrir ís-
lenska bókaútgefendur til að sækja fram að
nýju og taka vaxandi þátt í að auka áhuga á
lestri þannig að Ísland verði áfram bókaþjóð
í fremstu röð, þá ekki síst með aukinni út-
gáfu vandaðra barna- og unglingabóka sem
höfða til upprennandi lestrarhesta framtíðarinnar.
Læsi og lesskilningur eru lykilþættir þegar kemur að
öflugum og skapandi mannauði sem drífur áfram sam-
keppnisfærni þjóða til framtíðar. Þar ætlum við Íslend-
ingar að skipa okkur á fremsta bekk og vera í farar-
broddi þegar kemur að miklum lífsgæðum og blómlegri
menningu. Afnám virðisaukaskatts á bækur er mikil-
vægur áfangi á þeirri leið. liljaalf@gmail.com
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Virðisaukaskattur á bækur
verður afnuminn 2019
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Staða Sjúkrasjóðs kennaraverður án vafa meðalstærstu mála á fjögurradaga þingi Kenn-
arasambands Íslands, sem hefst á
morgun. Í tillögu að kjarastefnu KÍ
sem lögð verður fyrir þingið er m.a
lögð til hækkun framlaga í Sjúkra-
sjóð þannig að öll stöðugildi skili 1%
af heildarlaunum hið minnsta til
sjóðsins frá vinnuveitendum.
Fram kom í fréttum í Morg-
unblaðinu í nóvember sl. að grípa
þurfti til þess ráðs að skerða frá 1.
desember þann tíma sem fé-
lagsmenn aðildarfélaga KÍ eiga rétt
á greiddum sjúkradagpeningum um
25%, vegna aukinna langtímaveik-
inda meðal kennara. Fella þurfti
niður styrki vegna kostnaðarsamra
læknisaðgerða, sjúkraþjálfunar og
sálfræðiþjónustu.
Á hver sjóðfélagi nú að há-
marki rétt á sjúkradagpeningum í
270 daga í stað 360 daga áður. Að
óbreyttu var útlit fyrir að sjóðurinn
myndi tæmast eftir ár.
Í gögnum sem lögð verða fyrir
þingið og ársskýrslu KÍ eru marg-
víslegar upplýsingar um þessa al-
varlegu þróun. Í tillögu að sam-
þykkt um stefnumótun
sjúkrasjóðsins til ársins 2022 sem
lögð verður fyrir þingið segir að
aukin langtímaveikindi kennara,
sem koma fram í aukinni ásókn í
sjúkradagpeninga, bendi til þess að
vinnuumhverfi kennara þarfnist
verulegra úrbóta. ,,Á þessu þarf að
taka bæði með endurskoðun á
kjarasamningum og öðrum þeim
þáttum sem móta kennarastarfið.
Þingið skorar á stjórnvöld og aðra
rekstraraðila skóla að ganga til
samvinnu við KÍ um nauðsynlegar
breytingar.“
Lagt er til að þingið skori á að-
ildarfélög KÍ að gera þá kröfu í
komandi samningaviðræðum að
framlag til sjúkrasjóðs verði hækk-
að úr 0,75% í 1%.
Í ársskýrslu KÍ fyrir síðasta ár
sem lögð verður fram á þinginu seg-
ir Þórður Á. Hjaltested, fráfarandi
formaður KÍ, að bæta þurfi veru-
lega bæði kjör og vinnuaðstæður fé-
lagsmanna. ,,Sláandi tölur frá VIRK
um kulnun í starfi og andleg veik-
indi segja einnig sína sögu, sem og
mikil aukning á umsóknum um
sjúkradagpeninga í sjúkrasjóð KÍ.
Þetta þarf að lagfæra og það strax,“
segir hann.
Útgjöld úr sjóðnum jukust
um 100 milljónir á milli ára
Í ársskýrslunni koma fram nýj-
ustu tölur um stöðu sjúkrasjóðsins.
Heildarútgjöld úr honum voru rúm-
ar 611 milljónir í fyrra, tæpum 100
milljónum meira en árið 2016.
Styrkveitingar á árinu 2017 voru
rúmum 129 milljónum hærri en
tekjur ársins. „Þegar bornar eru
saman styrkveitingar áranna 2015,
2016 og 2017 sést að útgjöld vegna
sjúkradagpeninga hafa hækkað
mest á milli ára og útgjöld vegna
tannlæknakostnaðar hafa meira en
tvöfaldast. Einnig hafa styrkir
vegna gleraugna og laseraðgerða
hækkað nokkuð. Í öðrum styrk-
flokkum eru útgjöld nær óbreytt frá
fyrra ári eða hafa lækkað,“ segir
þar.
Ýmis mál sem varða vinnuað-
stæður kennara og meira álag á
starfsmenn skólanna verða áberandi
á þinginu. „Fleiri kennarar glíma
við kvíða, andlegt álag og vefjagigt
en nokkur annar háskólamenntaður
hópur. Mælanleg aukning hefur orð-
ið á veikindafjarvistum leik- og
grunnskólakennara, í Reykjavík var
aukningin 37% frá 2012 til 2016,“
segir í tillögu að ályktun um streitu
og kulnun í starfi
Ræða aukið álag og
hækkun í sjúkrasjóð
Morgunblaðið/Hari
Menntun Fjölmörg málefni eru á dagskrá á þingi Kennarasambands Íslands
Búist er við um 250 þing-
fulltrúum á 7. þing Kenn-
arasambands Íslands sem hefst
á morgun og stendur fram á
föstudag. Formannaskipti munu
fara fram á þinginu. Þórður Á.
Hjaltested lætur af störfum
sem formaður Kí og Ragnar Þór
Pétursson, sem sigraði í for-
mannskjörinu í nóvember sl.,
tekur við formennsku KÍ.
Í tillögu að kjarastefnu kenn-
arasambandsins til ársins 2022
er megináhersla lögð á að laun
og önnur starfskjör kennara og
náms- og starfsráðgjafa stand-
ist ávallt samanburð við kjör
annarra sérfræðinga á vinnu-
markaði. Laun og önnur starfs-
kjör stjórnenda skóla skuli
ávallt standast samanburð við
kjör annarra stjórnenda á
vinnumarkaði. Bent er á að
2016 voru regluleg laun full-
vinnandi sérfræðinga á almenn-
um vinnumarkaði að meðaltali
798 þús. kr. á mánuði og heild-
arlaunin 854 þús.
Nýr formað-
ur tekur við
FJÖGURRA DAGA ÞING