Morgunblaðið - 09.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 09.04.2018, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 ✝ Ólafur Pálssonhúsasmíða- meistari fæddist í Hafnarfirði 7. sept- ember 1929. Hann andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði 27. mars 2018. Foreldrar Ólafs voru: Sigríður Jenný Halldórs- dóttir, f. 18. október 1899, d. 31. júlí 1983, og Páll Böðvarsson, f. 6. júní 1892, d. 27. ágúst 1956. Bróðir Ólafs er Halldór Páls- son, f. 24. nóvember 1930. Ólafur ólst upp í Hafnarfirði, lengst af í Brekkugötu 7. Eiginkona Ólafs var Ragn- Ólafur og Ragnheiður byggðu sér hús í Lækjarkinn 22 í Hafnarfirði og bjuggu þar lengst af sinni hjúskapartíð. Þau byggðu sér sumarhús í landi Út- hlíðar í Biskupstungum í árdaga sumarhúsabyggðar á því svæði. Ólafur var húsasmíðameistari og vann sem slíkur framan af starfsævi sinni. Ólafur starfaði fyrir Iðnaðar- mannafélagið í Hafnarfirði, var framkvæmdastjóri MIH (Meist- arafélags iðnaðarmanna í Hafn- arfirði) í hartnær tvo áratugi. Hann lauk sinni starfsævi hjá Fé- lagi byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Ólafur var virkur í fé- lagsmálum alla tíð, nú síðari árin átti kórsöngur hug hans allan. Útför Ólafs fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 9. apríl 2018, klukkan 13. heiður Jónsdóttir, f. 9. maí 1931, d. 2. mars 2003. Börn Ólafs og Ragnheið- ar eru: 1) Kristín, f. 1956, gift Jónasi Gunnlaugssyni, börn þeirra eru Birna og Gunn- laugur. 2) Páll, f. 1959, kvæntur Sonju Ósk- arsdóttur, börn þeirra eru Ólafur Óskar og Linda. 3) Jón, f. 1963, í sambúð með Láru Jóhannsdóttur, börn Jóns eru: Rakel, Karen, Aldís og Óðinn. Langafabörnin eru fjög- ur; Bergný Klara, Urður Sonja, Brynja Kristín og Fanney Lára. Í dag er tengdafaðir minn Ólafur Pálsson borinn til grafar. Ég fór að venja komur mínar með Palla í Lækjarkinnina fyrir meira en 40 árum. Þar var mér strax vel tekið af fjölskyldunni. Tengdaforeldrar mínir voru litsterkar persónur hvort á sinn máta. Óli alltaf glaður og áhuga- samur um allt og alla. Fróður og sannkallað félagsmálatröll sem var á kafi í alls kyns félagsstarfi. Ragga skapstór og hjartahlý. Þegar frumburðinn okkar Óli Óskar kom í heiminn dýrkuðu þau hann bæði og naut hann þess ríkulega. Sumarbústaður var byggður í Úthlíð sem nefndur var Grænahlíð. Þetta var skemmti- legur tími í yndislegu veðri helgi eftir helgi. Þennan sælureit nostruðu þau hjónin við og nutu þess að fara þangað allflestar helgar yfir árið, bara tvö, með vini eða fjölskylduna með sér. Oft var þröngt á þingi og sofið í öllum hornum. Þau eignuðust einnig marga vini þarna í skóginum. Óli tók að sér eldamennskuna í bústaðnum og fórst það vel úr hendi. Þar stóð hann vaktina við grillið með skondinn grillhatt á höfðinu. Sífellt var verið að nostra við bústaðinn, bæta, breyta, laga og endurbæta. Óli hafði líka gaman af að skera út alls kyns fígúrur í mannsmynd. Því miður eru ekki margar eftir því svo óheppilega vildi til að Grænahlíð brann til kaldra kola. Nýr bústaður var keyptur tilbú- inn en hann náði aldrei að verða þeim eins kær og sá gamli. Eftir aldamótin fékk Ragga krabbamein sem hún lést af í mars 2003. Allan tímann var Óli sem klettur við hlið hennar. Stuttu áður höfðu þau komið sér fyrir í bjartri íbúð á Hraunvangi 1, en þar bjó Óli eftir andlát henn- ar. Á þeim tíma var hann dugleg- ur við að stunda félagsstarf aldr- aðra og þar var kórsöngurinn í fyrsta sæti. Hann var mikið ljóð- skáld og mörg ljóða hans eru ástarljóð. Hann samdi líka skemmtilega ljóðabálka fyrir árshátíðir hestamannafélagsins Sörla, sem vöktu mikla kátínu. Öll ljóðin hans voru ort að ís- lenskum sið með stuðlum, höfuð- stöfum og endarími. Hann naut mikilla vinsælda meðal kvenþjóð- arinnar og naut þess að taka vin- konur sínar á rúntinn. Þegar svo heilsan fór að bila komst hann inn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leið honum vel og vel var um hann hugsað, sem við fjölskyldan verðum ævinlega þakklát fyrir. Hann átti félaga á Hrafnistu sem hittust til að ræða málin og oft þegar við komum að heimsækja hann var hann slitinn frá þessum vinum sínum. Þótt skrokkurinn gæfi eftir var hug- urinn alla tíð skýr. Þegar Palli var í burtu í veiði spurði sá gamli stöðugt frétta og vildi fá að vita hvernig gengi. Hann elskaði að sjá barnabörnin sín og þegar svo langafabörnin fóru að tínast inn var hann alsæll. En síðustu frétt- irnar sem Óli fékk frá Kristínu voru af ófæddu langafabarni og þótti honum afar vænt um þá frétt. Ég kveð tengdaföður minn í dag og þakka honum samfylgd- ina. Kær vinur laumaði því til mín að hann myndi standa sig vel í nýju hlutverki í nýjum heim- kynnum, sem verndarengill fjöl- skyldunnar. Allir þurfa að eiga einn slíkan. Guð geymi þig, Óli minn. Þín Sonja. Ragga, uppáhaldsfrænka mín, sneri sér í hring og virti fyrir sér spegilmynd sína á skáphurð á fataskápnum í herberginu þar sem ég fékk að gista hjá afa og ömmu á Öldugötu 26. Hún var af- skaplega fín og sæt í brúnu, hringskornu pilsi og ljósri blússu, mittismjó með breitt, mjúkt leð- urbelti með gylltri spennu, dökk- um skóm með svolitlum hæl, og aldrei þessu vant með léttmálað- ar varir. Hún brosti til okkar beggja í speglinum og augun tindruðu. Í kvöld færi hún í bíó með strák sem yrði með í hjóla- ferð til Skotlands. Skotlandsferð- in varð ævintýri. Þannig lagði frænka mín, Ragnheiður Jóns- dóttir, upp í ferðalag lífsins með Ólafi Pálssyni, húsasmíðameist- ara úr Hafnarfirði. Þau voru sam- rýnd, skemmtileg og góð hvort við annað. Þótt frænka mín ætti það til að vera bæði stjórnsöm og ákveðin hlustaði Óli oftast, brosti með hægð, fékk hana til að hlæja og fór sínu fram þegar þurfti. Þau bjuggu fyrst í tveimur örlitlum herbergjum í Brekkugötunni á heimili Jennýjar móður Óla. Þar bjó líka bróðir Óla, Halldór Páls- son, kallaður Dódó, sem þá var einhleypur. Þarna sá ég fyrst frumburð þeirra Óla, Kristínu, í vöggu með drifhvítum sængur- fötum. Mér þótti hún eitt falleg- asta barn sem ég hafði séð. Faðir minn varð fyrir alvar- legu slysi 1956 sem dró hann til dauða tveimur árum síðar. Ég átti athvarf hjá afa og ömmu á Öldugötu þegar faðir okkar var til lækninga erlendis, en litlu systur minni, sem bæði var fjörugri og erfiðari en ég, var komið fyrir hjá ættingjum og vin- um og leið misvel. Loks fann hún öruggt skjól, skemmtun og blíðu hjá fólkinu í Brekkugötunni. Ragga og Óli sáu um hana sem sína eigin dóttur og Dódó reynd- ist besti frændi en Jenný tók að sér ömmu hlutverkið. Það lá við að ég öfundaði hana af þeirri vist. Ragga og Óli byggðu sér hús við Lækjarkinn í Hafnarfirði og með tíð og tíma bættust þeim tveir mannvænlegir synir. Bilið milli heimilanna lengdist í önn dag- anna, mikil vinna, barnauppeldi og hestamennska þeirra feðga tóku sinn toll, og svo komu barna- börnin. Systurnar Steina og Ragga voru ekki nánar í æsku, líklega vegna aldursmunar, sem svo hætti alveg að skipta máli. Þau voru tilbúin að létta undir með mömmu og okkur börnum sem nú voru orðin þrjú. Óli kom, þegar þess þurfti, með hlýju, praktískt vit og lífsgleði á heimili okkar. Með aldrinum urðu þær systur nánar og vörðu þau þrjú góðum tíma saman í leik og starfi. Aðrir verða til þess að skrifa um starfsferil Óla og fjölhæfni á þeim vettvangi. Ég kveð góðan mann með þökk og virðingu. Dóra S. Bjarnason. Ólafur Pálsson Kæri vinur, hjartans þakkir fyr- ir samveruna. Við hittumst nán- ast daglega síðustu tvö ár og því er óvænt fráfall þitt sárt og óraunverulegt. Samstarf okkar og vinátta var alltaf frið- söm. Þú varst heiðarlegur maður og hreinskiptinn. Þú varst frá- Grétar Magnús Grétarsson ✝ Grétar MagnúsGrétarsson fæddist 3. júlí 1974. Hann lést 12. mars 2018. Útför Grétars fór fram 27. mars 2018. bær kvikmynda- gerðarmaður, hafðir næmt auga fyrir kvikmyndatökum og varst leikinn við að klippa myndbrot svo listilega saman að úr varð skemmti- leg og áhugaverð heild. Það vildi svo til að við vorum báðir í Kaupmannahöfn þegar þú skildir við og það voru þung skref að ná í farangurinn þinn. Það verður erfitt að fylla í skarðið sem þú skildir eftir, bæði sem vinur og samstarfsfélagi. Þrátt fyrir að ég sé sorgmæddur, leiður og meyr þá vissum við og vitum báðir að þessu lífi lýkur ekki með líkamlegum dauða, dauðinn er tálsýn, um það vorum við sammála. Það hefði samt ver- ið ljúft, gott og gleðilegt að fá að ferðast með þér lengur í gegnum lífið. Þér mun ég aldrei gleyma og ávallt minnast sem listræns, ljúfs og hjartagóðs manns. Ég veit að þú munt líta við til að minna mig á að vera öðrum kærleiksríkur, sanngjarn og réttlátur og svo auðvitað að vera bara hress og skemmtilegur. Þúsund þakkir, kæri Grétar Maggi, fyrir að koma inn í mitt líf og gera það innihaldsríkara og áhugaverðara. Sjáumst í alheimseilífðarrým- inu. Þinn hjartans vinur, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson. Látinn er Bjarni Marteinsson arki- tekt, frændi minn og vinur. Við Bjarni vorum systrasynir og þar sem systurnar voru aðeins tvær voru tengslin mjög náin. Kristín móðursystir mín bjó ásamt fjölskyldu sinni í Þingholtsstræti 14, þar sem Bjarni Sæmundsson afi okkar hafði áður átt heima. Eiginmaður hennar Marteinn Guðmundsson myndhöggvari, faðir Bjarna, lést langt um aldur fram árið 1952, en Bjarni var þá á 10. ári. Stína og fjölskylda komu oft í heimsóknir í Reykholt og þegar Bjarni hafði aldur til gerðist hann sumarkaupamaður á Laugavöll- um í Reykholtsdal hjá Birni Jó- hannessyni og gat sér þar gott orð fyrir dugnað og lipurð við hesta og hverjar aðrar skepnur. Í fram- haldi af kaupamennskunni réðst hann í brúarvinnu hjá Kristleifi á Sturlureykjum, bróður Björns og þar fékk ég líka vinnu og unnum við Bjarni þar saman í 4 sumur. Merkines, ættaróðal Marteins, kom einnig mjög við sögu í upp- eldi okkar og þar dvaldist ég oft og lékum við Bjarni okkur þá í fjörunni og víðar ásamt systkin- um okkar og nágrönnum. Ég bjó í Þingholtsstrætinu á menntaskólaárunum. Þingholts- strætið var því mitt annað heimili og við Bjarni ólumst því upp nán- ast eins og bræður værum, á vet- urna saman í Þingholtsstrætinu og á sumrin í brúarvinnu þau 4 ár sem menntaskólanámið stóð. Svo stutt var í Menntaskólann að við heyrðum hringinguna inn í fyrsta tíma, og hlypum við þá af stað, náðum við í tímann á undan kenn- aranum, enda tók það álíka lang- an tíma að ganga frá kennarastof- unni upp í T-stofuna. Þetta gerðist alloft, en einn veturinn, líklega í 6. bekk, fékk Bjarni sér- staka viðurkenningu fyrir að hafa allan veturinn aldrei vantað í tíma og aldrei mætt of seint. Bjarni fór til náms í Þránd- heimi og lærði þar arkitektúr. Hann starfaði síðan við það fag og eru margar fallegar byggingar eftir hann, bæði íbúðar- og at- vinnuhús, auk þess sem hann starfaði einnig sem skipulagsarki- tekt. Leiðir okkar lágu svo saman aftur í starfi Oddfellow, fyrst í stúku nr. 11 Þorgeiri og síðan í stúku nr. 18 Ara fróða. Hvar sem Bjarni kom og starf- aði gat hann sér gott orð fyrir dugnað og áreiðanleika. Bjarni var gæfumaður og er fjölskylda hans mjög til vitnis um það. Eiginkona hans er Guðborg Kristjánsdóttir, dóttir Kristjáns Sveinssonar augnlæknis og Maríu Þorleifsdóttur. Bjarni fæddist 30. desember 1942. Afmæli hans var því hluti af áramótahelgihaldinu ár hvert lengi vel – þangað til við uxum upp úr slíku. Margs er að minnast úr þeim samkvæmum, enda list- fengi mikið í fjölskyldunni. Þann- ig birtast minningarnar, Bjarni með harmonikkuna, Stína móðir Bjarna við píanóið og við hin í hálfhring í kring syngjandi ætt- jarðarlög o.fl. Bjarni og Guðborg voru góð heim að sækja og ákaflega vinsæl og lá við að gestagangur væri við efri þolmörk á stundum, einkum þegar þau áttu heima við Öldugöt- una. Með Bjarna er genginn góður drengur sem verður sárt saknað. Við Dóra vottum Guðborgu, börn- um þeirra og barnabörnum sam- úð okkar og biðjum Guð að varð- veita þau. Guðmundur Einarsson. Bjarni Marteinsson ✝ Bjarni Marteins-son fæddist 30. desember 1942. Hann lést 20. mars 2018. Útför Bjarna fór fram 6. apríl 2018. Nær hálf öld er síðan við byrjuðum að spila badminton saman og urðum náinn og góður hópur. Spiluðum minnst fjóra tíma á viku og urðum mjög góðir að okk- ar mati og sáum enga betri. Oft var glatt á hjalla eftir tímana, einkum föstudagstímana þegar farið var yfir í Ölver til að kæla sig niður. Fyrir nokkrum árum varð einn okkar að hætta vegna lélegrar mjaðmar og nú er sá fyrsti okkar, Bjarni, fallinn frá eftir erfið veik- indi. Við viljum þakka fyrir þennan góða tíma sem við áttum saman á badmintonvellinum og góða vin- áttu. Hver veit nema við tökum upp þráðinn hinum megin. Við sendum Guðborgu, börn- um og allri fjölskyldu Bjarna inni- legar samúðarkveðjur. F.h. badmintonkappanna Bergs, Kalla, Kidda og Gests, Gestur Einarsson. Ég heyri stórsjóinn stynja af ekka og standa á önd milli djúpra soga. Um grunnið hver hrönn er hrapandi brekka við hyldjúp gljúfur og skörð. Grjótfjörur bergmálsins dunur drekka og draga seiminn lengst fram í voga, þar blindskerin standa í boga sem borgarvígi – og halda vörð. (Einar Benediktsson) Með örfáum orðum viljum við hjónin minnast okkar góða vinar, Bjarna Marteinssonar, sem lést eftir erfiða baráttu við krabba- mein 20. mars sl. Kynni okkar af Bjarna og hans yndislegu konu, Guðborgu Kristjánsdóttur, hóf- ust við samdrátt barna okkar, Þóru Bjarkar yngstu dóttur þeirra og Finns Tryggva sonar okkar, fyrir allmörgum árum, sem endaði með hjónabandi þeirra. Vinátta Bjarna, Guðborg- ar og barna þeirra hefur verið okkur ómetanleg í gegnum árin. Bjarni var mikið glæsimenni á velli, fríður sýnum og karlmann- legur og ekki skaðaði það að list- rænir hæfileikar hans vorum ótvíræðir. Allt virtist leika í hönd- um hans hvort sem það voru smíðar, teikningar, söngur eða hljóðfæraleikur á hin ýmsu hljóð- færi. Bjarni átti ekki langt að sækja sína einstöku hæfileika en faðir hans, Marteinn Guðmunds- son í Merkinesi, var mikill hag- leiksmaður bæði á sviði tréskurð- ar og höggmyndlistar. Á æskuheimilinu var menning í há- vegum höfð og móðir hans, Krist- ín Bjarnadóttir, mikill tónlistar- unnandi. Frásagnargáfa Bjarna var líka einstök. Andlitið ljómaði þegar hann komst á flug og ekki var hægt annað en hrífast með, þvílíkur var stíllinn hans og svo hló hann hjartanlega að sögunum sem alltaf voru fullar af húmor en særðu aldrei neinn. Kynni okkar af þessum einstaka heiðursmanni eru okkur afskaplega dýrmæt. Við minnumst margra skemmti- legra samverustunda, bæði á Víðimelnum og sérstaklega í Merkinesinu fallega. Þá var mikið hlegið, borðaður góður matur, skálað og sungið hástöfum. Bjarni var oftast aðaldriffjöðrin í söngnum og við hin eltum hann fullviss um að við værum engir eftirbátar í þeim efnum. Þorra- og skötuveislan á Víðimelnum, áramótabrennan flotta í Merki- nesi og margar góðar samveru- stundir með Bjarna, Guðborgu og þeirra niðjum varðveitum við í hjörtum okkar, ásamt mörgum öðrum gleðistundum sem fjöl- skyldur okkar sameinuðumst í. Skírn litlu nöfnu hans í fallegu kirkjunni í Höfnum kemur upp í hugann sem ógleymanleg stund gleði og hamingju. Við fráfall Bjarna Marteins- sonar syrgja margir, bæði fjöl- skylda og vinir. Erfiðast er þó hjá elskulegri vinkonu okkar, Guð- borgu, og efnilegu börnum þeirra fjórum, tengdabörnum og barna- börnunum sem dýrkuðu afa sinn. Við sendum þeim öllum hugheilar samúðarkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar sem og systrum Bjarna, þeim Steinunni og Ástu. Við þökkum Bjarna vináttu hans, hlýju og velvilja í okkar garð alla tíð og ógleymanleg kynni. Megi góður Guð og allir góðir vættir fylgja vini okkar Bjarna, heiðurs- manninum góða, ábúandanum í Merkinesi í ljósið eilífa. Minning hans lifir í hjarta okkar allra sem kynntust honum. Sigurjón Finnsson, Margrét Þóra Blöndal. Það eru ekki ýkja mörg ár síð- an Bjarna Marteinssyni brá nokkuð í brún þegar hann sá elstu systur sína, Steinunni, og mig sitja saman á bekk í strætis- vagnaskýli. Honum þótti þessi sjón skondin og skemmtileg og leyfði hugarfluginu að spinna um þetta samband unglinga á átt- ræðisaldri ýmisleg gamanmál – eins og hans var von og vísa. Ég hafði áður komið í Merk- ines í Höfnum til Bjarna og Guð- borgar ásamt öðrum í ágætu göngufélagi sem við Steinunn höfum lengi verið í og notið frá- bærrar gestrisni þeirra. En ég þekkti lítið til hans lífshlaups allt frá því að fjölskylda Marteins Guðmundssonar og Kristínar Bjarnadóttur tók að dvelja á sumrin þar í Merkinesi og börn þeirra léku sér við nágranna sína Ellý og Vilhjálm, síðar þekkta söngvara, og vöndust merkum gestakomum: Steinn Steinarr, Magnús Ásgeirsson, Jóhann Briem og fleiri gengu þar um garða. Þó fann Bjarni snemma nafn mitt í gamalli gestabók því einhvern veginn fléttast lífsþræð- ir margra Íslendinga saman með einatt óvæntum hætti: ég hafði á barnsaldri komið í Merkines með minni fjölskyldu því bæði afi Bjarna og Bjarnhildur amma mín voru frá því merka býli. En bið okkar Steinunnar eftir strætisvagni reyndist verða „mjór er mikils vísir“. Og eftir þetta urðu heimsóknir okkar í Merkines margar, sem og þeirra Guðborgar til Steinunnar á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Reyndar er það svo að það var einmitt úrræðagóð og hugvits- söm húsagerðarlist Bjarna sem hafði smíðað umgjörð um alla þá samfundi. Það var hann sem breytti fjósi og hlöðu á Hulduhól- um í ævintýralegt listahús á sín- um tíma og í Merkinesi byggði hann ný hús og gerði síðan upp íbúðarhús Hinriks Ellýarföður þegar þau Guðborg fluttu í Hafn- irnar alfarið fyrir um það bil ára- tug. Hann var sífellt að bæta og breyta húsum og görðum – líka eftir að ill meinsemd tók að draga úr hans þrótti. Og hann þreyttist ekki á að sýna vinum og gestum höfðingsskap og velvild, hvort sem hann veitti okkur leiðsögn um Hafnirnar og allt Reykjanes – um landslag, náttúrufar og sögu mannfólksins, eða fór með tíðindi af lífsstríði kynslóðanna og gam- anmál um kynlega kvisti. Um leið og hann skaut sinni góðu kímni- gáfu jafnt og þétt að þeim sem hann hafði freistað til að fá sér sæti við hlið hans og sýna líka af sér nokkra kæti í sagnaskemmt- un. Ég kveð góðan dreng og vin með söknuði og sendi Guðborgu og allri þeirra þróttmiklu fjöl- skyldu einlægar samúðarkveðjur. Og ekki skulum við segja það um Bjarna Marteinsson að hann sé okkur horfinn. Segjum með þak- kæti í huga: hann var hér. Árni Bergmann.  Fleiri minningargreinar um Bjarni Marteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.