Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl 9,
leikfimi í KR kl 10:30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um
leikfimin, rútan sækir fyrir leikfimina á Vesturgötu kl 10:10 og á Afla-
granda kl 10:15, útskurður og myndlist kl 13 í hreyfisalnum og
félagsvist kl 13 í matsalnum, Jóga kl 18. Hlökkum til að sjá ykkur.
Árskógar Smíðastofan er lokuð, ganga um nágrennið kl. 11,
handavinna með leiðb. kl. 12:30-16, félagsvist með vinningum kl. 13.
Myndlist með Elsu kl. 16-20, opið fyrir innipútt, hádegismatur kl.
11.40-12.45, kaffisala kl. 15-15.45, heitt á könnunni.
Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Leikfimi fellur niður. Bingó kl. 13.00, myndlist kl. 13.00.
Spjallhópur Boðans hittist kl. 15.00
Furugerði 1 Vinnustofa opin frá 12-16, sitjandi leikfimi og
öndunaræfingar kl. 11. Klukkan 13 er farið í göngu.
Boccia í innri sal kl. 14:00.
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501, opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00, meðlæti með
síðdegiskaffinu er selt frá 14:00-15:30, vatnsleikfimi Sjál. kl.
7:40/8:20/15:15, kvennaleikfimi Sjál. kl. 9:05, stólaleikfimi Sjál. kl. 9:50.
Kvennaleikfimi Ásg. kl. 10:40, Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16:15,
Tiffany námskeið í Kirkjuhvoli kl. 13:00.
Gjábakki kl. 9.00 handavinna, kl.9.10 Boccia, kl. 9.30 postulínsmálun,
kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta.
Gullsmári Postuslínshópur kl 9.00 Jóga kl 9.30 ganga kl 10.00,
handavinna / Brigde kl 13.00 Jóga kl 18.00, félagsvist kl 20.00
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9 – 14, bænastund kl. 9.30 – 10. Jóga kl. 10.10 –
11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá
Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur
kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað bridge kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30,
jóga kl. 16 hjá Ragnheiði.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl.8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl.9-12, línudansnámskeið kl.10,
ganga kl.10, myndlistanámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttir
kl.12.30, handavinnuhornið kl.13, félagsvist kl.13.15, síðdegiskaffi kl.
14:30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í síma 411-2790
Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum,
ganga kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll.
Félagsvist í Borgum kl. 13:00 Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og
kóræfing Korpusystkina kl. 16:00 í Borgum undir stjórn
Kristínar.Miðar á afmælisfagnaðinn 19. apríl í Gullhömrum í fullum
gangi mikil skemmtidagskrá og allir hjartanlega velkomnir.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15
og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl.
14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13, leir á
Skólabraut kl. 9, Billjard í Selinu kl. 10, Jóga salnum Skólabraut kl. 11.
Í dag kl. 13.00 ætlum við að koma saman í salnum á Skólabraut og
perla armböndin LÍFIÐ ER NÚNA. Með því leggjum við okkar að
mörkum og veitum Krafti stuðningsfélagi ungs fólks okkar liðsinni.
Fulltrúi frá Krafti leiðbeinir og mætir með allt efni. Fjölmennum.
Stangarhylur 4, Zumba kl. 10.30- undir stjórn Tanyu.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
HÆTTUM MEÐ GÖTUSKÓ -
AÐEINS EITT VERÐ 7.990,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
inkonu sína, til foreldra minna,
en Lilja og mamma voru syst-
ur. Þetta var aðeins upphafið
að lengri kynnum því síðar var
ég mætt til Akureyrar sem
barnfóstra dætranna, fyrst Jó-
hönnu og síðar Ernu. Seinna
átti svo Guðmundur sonur
þeirra athvarf hjá okkur Ein-
ari vetrarlangt, þá læknanemi
við HÍ.
Gunnar og Lilja hófu búskap
sinn á Skipagötu 1 en í því húsi
rak Gunnar Sportvöruverslun
Brynjólfs Sveinssonar í 41 ár.
Það var ævintýri fyrir mig að
fá stundum að telja öngla og
spúna í poka og jafnvel að
opna peningakassann í alvöru
búð. Auk þess rak hann skó-
búðina MH Lyngdal í Hafn-
arstræti um áratuga skeið.
Seinna byggðu þau einbýlis-
hús á Ásvegi 28. Bíllinn var
seldur en Gunnar keypti sér
vespu sem hann notaði um
tíma eftir vinnu og um helgar
til að skjótast upp á Brekku.
Gunnar vann mikið sjálfur við
bygginguna og er eftirminni-
legt hvað nágrannarnir hjálp-
uðust að og lögðu hönd á plóg
enda var gatan öll í uppbygg-
ingu á þessum tíma.
Mikill myndarskapur og
reglusemi einkenndi heimilið.
Frænka bakaði alltaf á
fimmtudögum kökur sem
„áttu“ að endast út vikuna.
Alltaf var síðdegiskaffi um
fjögur og tíukaffi á kvöldin.
Ekki skrítið að flugvélin frá
Reykjavík sem lenti um miðjan
dag var ávallt kölluð kaffivélin.
Gunnar var liðtækur í eldhús-
inu og góður á ryksugunni en
þetta var nýlunda fyrir mig á
þeim tíma en þykir sjálfsagt í
dag sem betur fer.
Gunnar var afskaplega fróð-
leiksfús og hafði gaman af að
miðla af djúpri þekkingu sinni
til annarra. Hann átti marga
hillumetra af National Geog-
raphic sem styttu mér oft
stundir en enskukunnátta mín
var engin og þá var hann ólat-
ur við að útskýra fyrir mér það
sem fyrir augu bar og mér
þótti áhugavert.
Margar ökuferðir voru farn-
ar í Vaglaskóg, Dimmuborgir,
Ásbyrgi og um þessar fallegu
sveitir fyrir norðan. Gunnar
var alltaf að uppfræða okkur
og virtist þekkja til ábúenda á
svo til öllum bæjum. Oft var
stoppað og hann tók menn tali
og í minningunni var upphafs-
kveðjan ávallt sú sama – Sæl
nú! Það kom mér því ekki á
óvart að þegar hann kominn á
níræðisaldur tók hann að sér
að vera fararstjóri fyrir ferða-
menn þá í vinnu fyrir tengda-
son sinn Gunnar sem rekur
SBA – Norðurleið á Akureyri.
Þarna hefur Gunnar verið í
essinu sínu og ferðamenn ekki
komið að tómum kofunum og
fengið úrvalsleiðsögn.
Gunnar vinur minn Árnason
fæddist í Ólafsfirði 26. sept.
1924 en hann lést 21. mars, 93
ára að aldri. Hann flutti 16 ára
gamall til Akureyrar þar sem
hann dvaldi hjá ömmu sinni
Dómhildi ásamt móðursystur
og móðurbróður. Hann átti því
að eigin sögn tvö heimili, hjá
foreldrum sínum á Ólafsfirði
og hjá ömmu sinni í Aðalstræti
15 á Akureyri. Ég á einnig af-
ar ánægjulegar minningar frá
Aðalsræti 15 þegar þar bjuggu
heiðurshjónin Fanney Guð-
mundsdóttir og Friðrik Magn-
ússon hrl., frændi Gunnars, en
mikill samgangur var milli
þeirra fjölskyldna. Það var
augljóst að Gunnari þótti afar
vænt um fæðingarbæ sinn
Ólafsfjörð sem og ömmu sína
Dómhildi, en föðurafa sinn,
Magnús Kristjánsson alþingis-
mann og ráðherra, hafði hann
misst í frumbernsku.
Nú við leiðarlok er mér efst
í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að dvelja hjá þessari
góðu fjölskyldu nokkur sumur
ævi minnar. Börnum hans,
Guðmundi, Jóhönnu, Ernu og
þeirra afkomendum, sem og
Halldóru, sem hann eignaðist
fyrir hjónaband, sendum við
Einar innilegar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Gunn-
ars Árnasonar.
Birna Hrólfsdóttir.
Gunnar Árnason var einn af
þessum stálminnugu og fróð-
leiksfúsu mönnum. Og ég var
svo heppinn að áhugi hans
beindist að Akureyri þar sem
hann átti djúpar rætur. Sann-
leikurinn er nefnilega sá að
enginn sagnfræðingur fær
staðist án þess að eiga sér
hauka í horni. Og Gunnar
Árnason lá sannarlega ekki á
liði sínu. Hann tók mér ávallt
vel þegar ég leitaði til hans
sem var oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar. Og alltaf gat
hann leyst úr vandræðum mín-
um með einum eða öðrum
hætti, oft vissi hann rétta svar-
ið eða þá hvar þess var að
leita. Gunnar varð vissulega
gamall maður í árum talið en
setti aldrei fyrir sálina lás,
eins og segir í ljóði Gríms
Thomsen. Þess vegna var svo
gott að leita til hans. Nú er
skarð fyrir skildi.
Jón Hjaltason.
Kæri vinur Gunnar. Nú hef-
ur þú lagst til hvílu og langar
mig að kveðja þig með nokkr-
um línum.
Ég kynntist þér fyrst sem
lítill strákur þegar ég kom
með pabba í búðina til þín
fimm eða sex ára gamall.
Eftir nokkrar heimsóknir
fann ég út að þú varst vinur
minn og tekið var á móti mér
akkúrat eins og þeim sem voru
stórir (fullorðnir). Þú gafst þér
tíma til samræðna eins og ég
væri fullorðinn.
Þetta gerði það að verkum
að maður tók gjarnan túrinn
til þín, þótt maður hefði ekki
nokkuð að kaupa, bara til að fá
spjall. Þetta gerði mikið gott
fyrir lítinn áhugasaman veiði-
mann.
Við hittumst svo ekki í
nokkur ár, en þegar ég fékk
meiraprófið og byrjaði að
keyra rútu, fyrst hjá Norður-
leið og síðar SBA, lágu leiðir
okkar saman aftur.
Við áttum marga góða túra
saman í Mývatnsveit og þá þú
sem fararstjóri. Aldrei skorti á
samræðuefni og oft mjög gam-
an.
Seinni ár hef ég verið í Nor-
egi svo við höfum kannski ekki
hist mikið, en oft þegar ég kom
til Akureyrar og var í heim-
sókn hjá SBA hitti ég þig og
þá tókum við upp þráðinn. Mér
þótti alltaf vænt um hvað þú
varst áhugasamur um hvernig
mér og minni fjölskyldu gengi.
Áhugi þinn á hvað Gunnar
og Erna voru að sýsla var allt-
af skemmtilegt umræðuefni og
þú varst mjög stoltur af þeim.
Erna og Gunnar skiluðu alltaf
kveðju frá þér þegar við vorum
í símasambandi og það gaf allt-
af gott í kroppinn.
Gunni minn, takk fyrir allar
góðu minningarnar. Guð geymi
þig og ég er sannfærður um að
við hittumst síðar.
Hreiðar Eyfjörð
og fjölskylda.
✝ Kristján Jóns-son fæddist 24.
mars 1931. Hann
lést 27. mars 2018.
Foreldrar hans
voru Jón Emil
Ágústsson og Jó-
hanna Halldórs-
dóttir. Systkini:
Páll, Óli Arelíus,
Ragnar, Árni, Al-
mar og Sigríður.
Kristján útskrif-
aðist sem matreiðslumeistari frá
Iðnskólanum í Reykjavík.
Eiginkona hans var Þuríður
Sigurðardóttir, f. 1932, d. 2012.
Börn þeirra eru: 1)
Hildur, f. 1951.
Börn hennar og
Árna Ibsen Þor-
geirssonar eru
Kári, Flóki og Teit-
ur, d. 2016. 2) Sig-
urjón, f. 1953. Synir
hans eru Logi, Óm-
ar og Andri. 3) Óm-
ar, f. 1960, d. 1982.
Barna-
barnabörnin eru 11
talsins.
Útför Kristjáns fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9.
apríl 2018, kl. 13.
Kristján Jónsson, Krilli afi, er
kominn hinum megin hulunnar
eftir langa og ríkulega ævi. Afi var
alltaf að. Alltaf að fást við eitthvað
sem veitti honum gleði og hug-
arró. Smíðaði sumarbústaði, bjó
til frumstæðar skíðalyftur sem
fólk naut góðs af og kenndi ófáum
Hafnfirðingum á skíði. Við bræður
hefðum ekki getað átt betri afa.
Hann gaf endalaust af sér til okk-
ar. Græjaði allt skíðadót, reddaði
öllu. Gaf okkur veiðistangir til að
fara með í veiði þar að auki. Ef það
var ekki verið uppi í Bláfjöllum á
skíðum um helgar vorum við að
gista heima hjá ömmu og afa. Í
minningunni var alltaf vestri á
föstudagskvöldum á RÚV. Yfir-
leitt Clint Eastwood á skjáum og
allir sáttir og glaðir með sitt. Svo
var líka alltaf Cocoa Puffs í morg-
unmat heima hjá ömmu og afa,
ekki ónýtt það.
Afi var bóngóður og alltaf tilbú-
inn að hjálpa til við eitt og annað
sem fólk var að fást við, hvort sem
það voru smíðar eða eitthvað ann-
að. Alltaf mætti afi og tók til hend-
inni á milli þess sem hann var í
veiðitúrum eða á skíðum. Aldrei
leiddist honum.
Þess vegna var það dálítið erfitt
að horfa upp á Elli kerlingu læðast
að honum og taka frá honum allt
það sem hann kunni svo vel og lifði
fyrir.
Ég er þakklátur fyrir Krilla afa
minn, þakklátur fyrir þann tíma
sem við fengum með honum og
hvernig þeim tíma var varið. Alltaf
verið að gera eitthvað sem skapaði
góðar minningar.
Afi er í góðum félagsskap núna
með ömmu og fleira fólki, vonandi
á fjöllum að bruna niður skælbros-
andi og sólbrúnn í framan.
Flóki.
Kristján Jónsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar