Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Um þessar mundir eru liðin tuttugu ár frá því félagarnir Lárus Jóhann- esson og Jóhannes Ágústsson opnuðu litla hljómplötuverslun á horni Bar- ónsstígs og Geirsgötu. Fljótlega var verslun 12 tóna orðin að nokkurs kon- ar félagsmiðstöð fyrir bæði tónlistar- unnendur og efnilegt, ungt tónlist- arfólk. Lárus segir leiðir þeirra Jóhann- esar hafa legið saman hjá Taflfélagi Reykjavíkur. „Sem unglingar vorum við á kafi í skákinni og tókum meira að segja þátt í skákmótum erlendis,“ segir hann en þeir Jóhannes unnu brautryðjendastarf í þjálfun afreks- barna í skákíþróttinni sem síðar þró- aðist yfir í Skákskóla Íslands. „Við vorum líka báðir á kafi í tónlist; Jó- hannes, verslunarstjóri í Japis, sem þá var og hét, og ég stórkúnni hjá honum. Sú hugmynd kviknaði hjá okkur að gera eitthvað saman tengt tónlistinni og varð ofan á að opna verslun sem myndi bjóða upp á tón- list sem væri illfáanleg hjá öðrum búðum. Auk þess að koma með nýtt efni inn á markaðinn vildum við líka skapa þægilegt andrúmsloft og hafa mjög góða aðstöðu til hlustunar þar sem viðskiptavinir gætu hlustað á allt það sem væri í boði í búðinni og í leið- inni gætt sér á úrvals espresso-kaffi.“ Kenndi ýmissa grasa í geisla- diskarekkunum og skrifar Lárus það m.a. á hvað þeir félagarnir eru miklar alætur á tónlist. Fjölbreytnin og and- rúmsloftið laðaði að litríkan hóp. „Við fengum til okkar margt af ungu og leitandi fólki sem var að spá í stefnur og strauma úr alls kyns áttum, og margt af því þekkt nöfn í tónlist- arheiminum í dag. Koma t.d. Jóhann Jóhannsson, meðlimir Sigur Rósar og meðlimir Múm upp í hugann.“ Verslunin flutti á Skólavörðustíg árið 2001 og hefur verið þar alla tíð síðan. „Í dag er allt annað landslag í verslun í miðbænum en á þessum tíma vakti fyrir okkur að finna búð- inni góðan stað sem væri samt ekki alveg í alfaraleið, og að fólk þyrfti að taka eitt lítið hliðarskref til að koma til okkar.“ Verslunin studdi við útgáfuna Árið 2003 bætist útgáfustarfsemi við rekstur 12 tóna og kom fyrirtækið með töluverðum látum inn á íslenska hljómplötumarkaðinn. „Fyrsta platan okkar vara jólaplata Eivørar Páls- dóttur og var ein mest selda platan þau jólin,“ segir Lárus og bætir við að það hafi frá upphafi vakað fyrir þeim Jóhannesi að ráðast í útgáfu, og þá láta hagnaðinn af rekstri verslunar- innar renna til útgáfustarfseminnar. „Við lögðum líka áherslu á að greiða leið ungs fólks sem væri að stíga sín fyrstu skref, og vorum t.d. fyrstu út- gefendur Mugison, Jóhanns Jóhanns- sonar, Víkings Heiðars Ólafssonar, Daníels Bjarnasonar, Ólafar Arnalds og Ragnheiðar Gröndal. Allt er þetta fólk sem steig sín fyrstu skref undir eigin nafni hjá okkur, en varð síðan listamenn sem öll þjóðin á.“ Undanfarnir tveir áratugir hafa verið tími mikilla breytinga í tónlist- arbransanum og er rekstrarumhverfi 12 tóna allt annað í dag en það var ár- ið 1998. Útgáfustarfsemin fór mjög vel af stað hjá fyrirtækinu og um miðjan síðasta áratug opnaði versl- unin útibú í Danmörku til að geta komið íslensku tónlistarfólki betur á framfæri erlendis. Var markið sett hátt og skipulögðu Lárus og Jóhann- es t.d. tónlistarferðalög með lista- mönnum sínum vítt og breitt um Evr- ópu. Tók samt smám saman að þrengja að rekstrinum og að lokum drógu 12 tónar saman seglin og lok- uðu búðinni í Kaupmannahöfn. Hefðu lokað ef ekki væri fyrir ferðamennina Plötusala hafði þá tekið miklum breytingum, fyrst með ólöglegu nið- urhali, síðan með risum eins og iT- unes og loks að streymið tók yfir með fyrirtækjum á borð við Spotify. Segir Lárus að 12 tónar hefðu ekki getað lifað þessar miklu sviptingar af nema vegna mikillar sérstöðu og svo vegna fjölgunar ferðamanna. „Stærstu búð- irnar sem reyndu að vera með sem allra mest úrval misstu marks og voru þær fyrstu til að detta út af markaðinum. Mannauðurinn í fyr- irtækinu okkar, ástríðan fyrir tónlist- inni, og úthugsað úrval af tónlist hélt í okkur lífinu á meðan plötusala varð æ erfiðari,“ útskýrir hann. „Í dag eru það síðan erlendu ferðamennirnir sem eru orðnir helstu bakhjarlar ís- lenskrar tónlistar. Þeir eru miklu duglegri að versla við okur en Íslend- ingarnir, finnst íslensk tónlist mjög spennandi og margir kynntust land- inu fyrst í gegnum tónlistina. Segir það sína sögu að ef maður leitar að fimm frægustu Íslendingunum á Go- ogle þá má vænta þess að fjórir þeirra séu tónlistarfólk. Ef við hefð- um ekki haft alla þessa ferðamenn er ég hræddur um að við værum búin að loka 12 tónum fyrir löngu.“ Lakari plötusala þýðir að 12 tónar eiga erfiðara með að sinna útgáfu- starfseminni. „Breytingin á tónlist- armakaði hefur verið svakalegt högg fyrir alla útgefendur á Íslandi, og þýðir að við höfum ekki sömu burði til að setja fjármagn í verkefni sem gætu skilað okkur fleiri fram- úrstefnulegum hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Mammút og Of Mon- sters and Men,“ segir Lárus og bend- ir á að jafnvel þótt íslenskir tónlist- armenn fái sinn skerf af tekjum streymisfyrirtækja eins og Spotify þá eru upphæðirnar minni en tekjurnar af plötusölu og ferðast ekki um tón- listarhagkerfið með sama hætti og áður. „Í gamla daga fóru þessir pen- ingar allir í gegnum blóðrásina hér á landi, þó að hluti af þeim hafi á end- anum farið út í heim. Í dag rata pen- ingarnir beint til Svíþjóðar, í tilviki Spotify, og svo seytlar einhver skerf- ur til baka. Er áætlað að Íslendingar streymi tónlist fyrir um það bil millj- arð króna árlega, og að þar af komi aðeins um 150 milljónir aftur til landsins.“ Munurinn á tekjum af plötusölu annars vegar og streymi hins vegar er sláandi. „Gefum okkur að hingað komi til mín í búðina ungur tónlist- „Erlendir ferðamenn eru orðnir helstu bakhjarlar íslenskrar tónlistar“  Með minnkandi plötusölu hafa útgefendur ekki sömu burði og áður til að styðja við unga tónlistarfólkið sem er rétt að byrja  Tekjur af streymi tónlistar flæða ekki með sama hætti um tónlistarhagkerfið og tekjur listamanna af einum seldum diski eru á við þúsund spilanir á Spotify 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Hljómsveitin Volta var stofnuð 2015 á Akureyri með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín,“ segir Aðalsteinn Jóhannsson, bassa- leikari hljómsveitarinnar Volta, sem sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu, Á nýjan stað, og hefur hún að geyma 12 frumsamin lög. Auk Aðalsteins eru í sveitinni þeir Heimir Bjarni Ingimarsson sem syngur og leikur á kassagítar, Ingv- ar Leví Gunnarsson sem leikur á raf- gítar, Arnar Scheving trommari, Hans Friðrik Hilaríus Guðmundsson sem leikur á Hammond-orgel og Jó- hannes Stefánsson sem leikur á raf- gítar. Heimir og Aðalsteinn hafa leikið lengi saman, bæði í hljómsveitum og sem dúett, og bættust Arnar og Ingvar í hópinn fyrir þremur árum og varð þá til hljómsveitin Volta. Síð- ar komu svo Hans og Jóhannes. Aðalsteinn er spurður hvernig tónlist hljómsveitin semji og flytji og segir hann Volta ekki hafa fastmót- aða tónlistarstefnu, hún sé „rokk- popp-sveitatónlistarbræðingur með tilfinningu“. Tröppugangur lífsins En sækja þeir félagar innblástur til ákveðinna tónlistarmanna eða hjómsveita? „Nei, það er meira bara svona það sem hefur síast inn í gegnum árin,“ svarar Aðalsteinn. Lög og textar á plötunni eru eftir hann og Heimi og segir Aðalsteinn að textarnir fjalli flestir um tröppugang lífsins, til- veruna og annað sem verði á vegi okkar allra, bæði ljós og skugga. – Nú eru lögin bæði á íslensku og ensku, hvers vegna á tveimur tungu- málum? „Okkur finnst erfiðara að semja á íslensku, því þá er maður eitthvað svo berskjaldaður. Einhvern veginn Tröppugang- ur lífsins  Norðlenska hljómsveitin Volta send- ir frá sér breiðskífuna Á nýjan stað  Erfiðara að semja texta á íslensku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.