Morgunblaðið - 09.04.2018, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. APRÍL 2018
Peter Englund
ákvað fyrir helgi
að hætta störfum
fyrir Sænsku aka-
demíuna, sem ár
hvert veitir Nób-
elsverðlaun í bók-
menntum. Þetta
kemur fram í
bréfi sem hann
sendi Afton-
bladet. Englund, sem starfaði sem
ritari akademíunnar 2009-2015 þeg-
ar Sara Danius tók við, fetar þar í
fótspor Klas Östergren og Kjells
Espmark sem undir lok síðustu viku
höfðu tilkynnt starfslok sín eftir ára-
tugalangt starf, en menn eru skip-
aðir ævilangt hjá akademíunni.
Í bréfi Englund kemur fram að
ástæða þess að hann velur að hætta
sé hvernig tekið hafi verið á málum í
framhaldi af því þegar 18 konur
undir lok síðasta árs sökuðu þekktan
karlmann í sænska bókmenntaheim-
inum, sem giftur er einum þeirra
sem sitja í akademíunni, um kyn-
ferðislega áreitni. Áttu sum brot-
anna að hafa átt sér stað í íbúð í eigu
akademíunnar. Sara Danius for-
dæmdi framferði mannsins og í
framhaldinu var ákveðið að slíta öll
tengsl við hann. Englund bendir á að
aðgerðir Danius í málinu hafi mætt
vaxandi gagnrýni innan akademí-
unnar. „Gagnrýni sem mér finnst
bæði óréttmæt og ósanngjörn. […]
Ákvarðanir hafa verið teknar sem
ég hvorki trúi á né get varið og þess
vegna hef ég ákveðið að segja skilið
við akademíuna,“ skrifar Englund.
Samkvæmt heimildum Aftonbladet
tóku þremenningarnir ákvörðun
sína í framhaldi af atkvæðagreiðslu
um framtíð Katarine Frostenson í
akademíunni vegna tengsla hennar
við ofbeldismanninn. Þeir vildu láta
reka hana, en atkvæðagreiðslan féll
henni í vil. Í yfirlýsingu frá Espmark
útskýrir hann brotthvarf sitt með
þeim orðum að heilindum akademí-
unnar, sem sé lífæðin í starfi hennar,
sé stefnt í voða þegar „leiðandi radd-
ir innan akademíunnar setji vinskap
og önnur óviðkomandi sjónarmið of-
ar en heilindin“.
Katarine
Frostenson
Upplausn hjá Sænsku akademíunni
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
ICQC 2018-20
» Ný sönglög ogþjóðlagaútsetn-
ingar Jónasar
Ingimundarsonar
voru flutt í bland við
klassíska dúetta á
Tíbrár-tónleikum í
Salnum í gær. Flytj-
endur voru söngkon-
urnar Hallveig Rún-
arsdóttir og Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir
og píanóleikarinn
Hrönn Þráinsdóttir.
Jónas var tónlistar-
ráðunautur Kópa-
vogsbæjar frá opn-
un Salarins 1999 og
einn af upphafs-
mönnum þess að
Salurinn yrði byggð-
ur.
Tónlist eftir Jónas Ingimundarson flutt í Salnum
Ánægð Dagrún Kristjánsdóttir, Björgvin Þórðarson og Rannveig Pálsdóttir.
Tónlistarkappar Jónas Ingimundarson og Bjarni Thor söngvari.
Góðir gestir Edda Guðmundsdóttir, Inga Lára Guðmundsdóttir, Ágústa
Hauksdóttir og Sigríður Ása Ólafsdóttir mættu á tónleikana í Salnum.
Morgunblaðið/Hari
Flytjendurnir Hallveig Rúnarsdóttir og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir sungu við undirleik Hrannar Þráinsdóttur.