Morgunblaðið - 09.04.2018, Side 32

Morgunblaðið - 09.04.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hélt syni sínum í búri í 20 ár 2. Illa svikin af hóteli í Rússlandi 3. Vill fella ríkisstjórnina 4. Man frostaveturinn mikla »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Lúðrasveitin Svanur blæs til tón- leika í Norðurljósum Hörpu í kvöld kl. 20 og hyggst sanna í eitt skipti fyrir öll að mánudagar eru ekki til mæðu. Boðið verður upp á blústónleika með syngjandi sveiflu í kaupbæti. Morgunblaðið/Hari Mánudagsblús (og sveifla) í kvöld  Söngkonan Dóra Steinunn Ármannsdóttir kemur fram ásamt Antoníu Hevesi pí- anóleikara á há- degistónleikum í Hafnarborg á morgun kl. 12. Flytja þær fimm aríur úr óperunum Carmen eftir Bizet, Adriana Lecouvreur eftir Cilèa, Sam- son og Dalila eftir Saint-Saëns og Il Trovatore og Don Carlos eftir Verdi. Sígaunar og hefðar- konur í Hafnarborg  Auður Gunnarsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja ljóðaflokkinn Sieben frühe Lieder eftir Alban Berg, sönglög eftir Kurt Weill og aríur úr einþáttungnum Trouble in Tahiti eftir Leonard Bernstein á tónleikum í Norræna húsinu á miðvikudag kl. 20. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaröðinni Klassík í Vatns- mýrinni. Dögun og náttmál í Vatnsmýrinni Á þriðjudag Suðaustan 8-15 m/s og dálítil rigning sunnan- og vestanlands, hvassast við ströndina, en annars hægari og þurrt. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 8 stig síðdegis. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s sunnan- og vestantil, hvassast við ströndina, en annars hægari. Dálitlar skúrir eða él syðra, en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti víða 0-6 stig. VEÐUR Ungt og efnilegt lið Íslands stóð í heimsmeisturum Frakka í lokaleik sínum á fjög- urra þjóða mótinu í hand- knattleik sem lauk í Noregi í gær. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu en engu að síður var frammistaðan fín og lof- ar góðu upp á framhaldið. „Ég var mjög ánægður með leiki okkar á mótinu,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. »2 Mjög ánægður með leiki okkar Irina Sazonova úr Ármanni og Val- garð Reinhardsson úr Gerplu vörðu titla sína í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Laug- ardalshöllinni um helgina. Keppnin var gríðarlega skemmtileg og sáust mörg glæsi- leg tilþrif hjá fim- leikafólkinu. »5 Irina og Valgarð vörðu titla sína í fjölþraut ÍR-ingar gerðu góða ferð á Sauð- árkrók í gærkvöld en Breiðhyltingar lögðu Tindastól, 106:97, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Dominos- deildar karla í körfuknattleik. ÍR jafn- aði þar með metin í einvíginu í 1:1 en vinna þarf þrjá til að komast í úr- slitarimmuna um titilinn. Í kvöld taka KR-ingar á móti Haukum en Haukar unnu fyrsta leikinn. »5 Frábær sigur ÍR-inga á Sauðárkróki ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Núna snemma vors er sólarljósið sterkt og tærleikinn í loftinu ein- stakur, rétt eins og við sáum í dag. Landið er fallegt úr lofti séð. Í fluginu eru engir dagar eins og náttúran breytir sífellt um svip af þeim öflum sem maður þarf að læra á og vinna með,“ segir Jóhann Skírnisson flugstjóri. Hann hefur verið alls 31 ár í innanlandsfluginu og verkefnum því tengdum og hef- ur lengi verið flugstjóri hjá Air Iceland Connect. Einn daginn í síð- ustu viku fór hann þrjár ferðir norður til Akureyrar og Morg- unblaðið fékk þá að fara með eina bunu, fram og til baka með Bomb- ardier Q400. Sjónflug alla leiðina Í flugtaki frá Reykjavíkur- flugvelli kleif Hallgerður langbrók, en svo heitir vélin, bratt yfir Vatnsmýri, Kvos og Sund og svo var stefnan tekin í norðaustur. Yfir efsta kolli Esjunnar sást inn á há- lendið og þegar inn yfir brúnir þess kom blöstu við Hlöðufell, Blá- fell, Kerlingarfjöll og í blárri móðu í austrinu djarfaði fyrir Hvanna- dalshnjúk. Flugleiðin var yfir Langjökul, þaðan var svo sveigt til austurs og flogið yfir Blöndulón. Þar sást niður í fremstu dali Skagafjarðar sem voru djúpar rist- ur í landi sem allt var undir snjó. Þegar hér var komið sögu var Jóhann farinn að lækka flugið og fram Eyjafjarðardalinn og svo var smurt inn á brautina á Akureyr- arflugvelli. Allt gekk eins og í sögu. Farþegarnir gengu frá borði; flugið að sunnan tók aðeins 32 mín- útur og í kaupbæti við þægindin fékk fólk þetta líka fína útsýni. Flugið suður var með líku lagi; birtan var einstök og sjónflug alla leiðina. „Þetta var frábær ferð,“ sagði Jóhann flugstjóri þegar við lentum í Reykjavík „Ég nýt hvers einasta dags í þessu starfi og hef aldrei viljað annað en innanlandsflugið eða þessar stuttu leiðir, þótt störf á öðrum vettvangi hafi vissulega boð- ist. Mér finnst einfaldlega gaman að glíma við þessar íslensku að- stæður í veðri sem eru ögrandi oft á tíðum. Ég á að baki um það bil 16.000 flugtíma og þar af um helm- inginn á á Twin Otter, vinnuþjörk- um sem hafa reynst frábærlega á Íslandi. Þegar ég vann hjá Flug- félagi Norðurlands á Akureyri var félagið með reglulegt flug á 11 áfangastaði og þá fór ég hundruð ferða á þessum vélum til Græn- lands og Grímseyjar, svo ég nefni nú eitthvað. Þau verkefni eru það sem mér finnst standa upp úr í starfinu, og geri ég þó ekki lítið úr því að Q400 eru frábærar flugvélar, sem er skemmtilegt að fljúga.“ Lífsgæði og flugvöllur Hvort Reykjavíkurflugvöllur skuli vera eða víkja er endalaust deiluefni sem margir hafa sterkar skoðanir á. Jóhann hefur miklar meiningar um málið. „Já, ég tel það einstök lífsgæði fyrir lands- menn að í miðborg Reykjavíkur sé flugvöllur þaðan sem megi komast milli Reykjavíkur og Akureyrar á rétt um það bil hálftíma þegar best lætur. Þegar flestar mikilvægustu stofnanir landsins eru í Reykjavík þurfa leiðir þangað utan af landi að vera greiðar. Þetta snýst um jafn- ræði fólksins, sem allir vilja að minnsta kosti í orði,“ segir Jóhann flugstjóri að síðustu. Landið er fallegt úr lofti séð  Flugtúr norður til Akureyrar tekur hálftíma Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugfólk Jóhann Skírnisson flugstjóri, Júlía Jónsdóttir og Ingibjörg Matthíasdóttir flugfreyjur og Árni Snær Brynj- ólfsson flugmaður, sem þarna var í einni af sínum síðustu ferðum fyrir Air Iceland Connect. Flugið er þeirra yndi. Eyjafjörður Hrafnagilshverfi. Höll Ískaldur er Eiríksjökull.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.