Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 1
F I M M T U D A G U R 1 2. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 85. tölublað 106. árgangur
TRUMP ER
ÓFÆR UM AÐ
SKILJA AÐRA
TÆKNIFYRIR-
TÆKI VAXA
UM 10-12 %
URÐU BÁÐAR
ÁSTFANGNAR AF
HERMÖNNUM
VIÐSKIPTAMOGGI STEINUNN OG FJÓLA 38SVIÐSLJÓS 28
Skörp veðrabrigði sáust þegar horft var af Dyrhólaey og það-
an vestur svartan sandinn nú í vikunni. Hvífextar öldur bárust
í taktföstum þunga að landi og dökkgrá ský lágu yfir. Úti fyr-
ir sást hins vegar í bláan himin sem gæti boðað blíðviðri.
Næstu daga eru horfur á að mildir suðlægir vindar berist að
landinu. Eitthvað gæti rignt sunnanlands og vestan.
Blár himinninn sem gæti boðað blíðviðri næstu daga
Morgunblaðið/RAX
„Við vonumst
til þess að hlut-
deild okkar á
flugvellinum
muni aukast og
þá ekki einungis í
veitingaþjónustu.
Þá erum við einn-
ig að skoða tæki-
færi utan flug-
vallarins,“ segir
Dag Inge Ras-
mussen, forstjóri Lagardère Travel
Retail, sem m.a. starfrækir ferða-
mannaverslanir á 240 flugvöllum í
34 löndum. Fyrirtækið annast veit-
ingasölu í Leifsstöð. Velta fyrirtæk-
isins nam 4,5 milljörðum evra á síð-
asta ári, jafngildi um 550 milljarða
króna. »ViðskiptaMogginn
Franskur ferðarisi
vill aukna hlutdeild
Dag Inge
Rasmussen
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Fæstir sem eru veikir af geðsjúk-
dómum búa við sömu aðstæður og
dóttir mín hvað varðar fjárhagslegan
og félagslegan stuðning. Mér finnst
ekki sanngjarnt í samfélagi sem
kennir sig við velferð að vellíðan og
heilbrigði geðsjúkra skuli velta á því
hversu sterkt bakland þeirra er.“
Þetta segir móðir ungrar konu sem
veiktist af alvarlegum kvíðasjúk-
dómi fyrir ellefu árum og hefur síðan
þá þurft á talsverðri meðferð og
lyfjagjöf að halda.
Móðirin, sem ekki kemur fram
undir nafni af tillitssemi við dóttur
sína, áætlar að hún hafi greitt tugi
milljóna úr eigin vasa fyrir ýmsa
geðheilbrigðisþjónustu fyrir dóttur
sína, auk þess vinnutaps sem hún
hefur orðið fyrir vegna umönnunar
hennar. „Eru geðsjúkdómar sjúk-
dómar þeirra ríku?“ spyr móðirin,
sem segir að auka þyrfti sveigjan-
leika í geðheilbrigðisþjónustu.
Spurð hvar dóttir hennar væri
án þessa stuðnings sem hún fær frá
sínum nánustu segir móðirin erfitt
að segja til um það. „Hugsanlega á
langtímageðdeild. Eða kannski væri
hún í hópi þeirra 50 Íslendinga sem á
ári hverju ákveða að svipta sig lífi.“
„Kannski væri hún ein
þeirra sem svipta sig lífi“
Eru geðsjúkdómar sjúkdómar þeirra ríku? spyr móðir geðsjúkrar konu
MEr þetta sjúkdómur … »18-20
„Miðað við hagvaxtarspár, sem
liggja til grundvallar fjármála-
áætlun ríkisstjórnarinnar, má ætla
að 2.600 til 3.000 ný störf geti orðið
til á ári tímabilið 2018-2022,“ segir
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og
framkvæmdastjóri Analytica.
Störfum hefur fjölgað stöðugt frá
2012 og vísbendingar eru um að nú-
verandi hagsveifla muni leiða til
lengsta tímabils samfelldrar starfa-
fjölgunar á Íslandi frá byrjun ní-
unda áratugarins, að sögn Karls
Sigurðssonar, sérfræðings hjá
Vinnumálastofnun.
Hagstofan ætlar að á árunum
2012-2017 hafi 26.200 ný störf orðið
til í hagkerfinu og Analytica spáir
að tæplega 40.000 störf verði til á
árunum 2012-2022. »10
Fjórtán þúsund ný
störf til ársins 2022
MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR
SÆNGUR-
FATNAÐUR
SÆNGUROG
KODDAR
HEILSURÚM
ALLARSTÆRÐIR
FUSSENEGGER
Kristín Gísladóttir
sjúkraþjálfari aðstoðar
við val á rúmdýnum.
Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504