Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Hraðþrif
á meðan þú bíður
Hraðþrif opin virka daga frá 8-18,
um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir.
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is
Verð frá 4.300,-
(fólksbíll)
Bíllinn er þrifinn létt
að innan á u.þ.b.
10 mínútum.
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá
er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og
mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir
hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum,
köstulum eða húsum frá miðöldum. Getum boðið
mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo og
íslenskan fararstjóra ef þess er óskað.
www.transatlantic Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar
glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur
verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu
Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í tímann. Þar
hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningar-
áhrif sem gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg
Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997.
Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi
Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr,
forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir hafa gert
borgina við flóann að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu
1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum
Evrópu.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
GDANSK Í PÓLLANDI
BÚDAPEST
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vikuferðirsumarið 2018frá 125.000 kr.á mann í
2ja manna
herb.
Logi Bergmann
islandvaknar@k100.is
Í úrslitum kepptu Ragnar Ey-
þórsson, sem hefur helst iðkað list
sína undir @raggiey á Twitter og
Ólafur Teitur Guðnason, sem hefur
mest tjáð sig á Facebook.
Úrslitin réðust í bráðabana en
hér má sjá meistarataktana í þess-
ari óvenjulega keppnisgrein:
Af hverju notaði nemandinn
reglustikuna?
– Hún lá beinast við
Á jörðinni leynist haf. Það er
bara fyrir þá ríku og þá sem eru
hærra settir.
– Það er Yfiraðrahafið
Hvað borða hnefaleikarar?
– Rotvarnarefni
Bróðir Richard Gere. Hvað heitir
hann?
– Annar Gere
Hvað kallast kókaínsjálfsali?
– Instagram
Félagi minn var að færa áfeng-
ishirsluna mína og missti hana.
– Þá slettist uppá vínskápinn
Hvað sögðu pizzurnar sem fest-
ust í skafli?
– Margar ýta
Ég er að lesa sögu um stríðsguð.
Hann var 100 ár að klæða sig í
brókina.
– Sannkölluð skálmöld
Hvað var vandamálið með
prjónakonuna?
– Henni þótti lopinn góður
Vinur minn er fíkill. Hann er
háður því að láta fólk halda í hönd-
ina á sér og draga sig áfram.
– Hann er mjög langt leiddur
Hvað var vandamálið með slátr-
arann?
– Hann var alltaf að hringja sig
inn vegan
Mikið er ég þreyttur á þessum
rafboðum sem koma í heilanum á
mér.
– Þau fara svo í taugarnar á mér
Hvað var vandamálið með rak-
arann?
– Hann var á gráu svæði
Mér fannst eitthvað athugavert
við krydd í ísskápnum. Það aðskildi
hin kryddin og braut á mannrétt-
indum þeirra.
– Þetta var Norður-kóríander
Hvað hét sælgætisverksmiðjan
sem gömlu kallarnir stofnuðu?
– Afar gott
Vitið þið af hverju það er hættu-
legt að sötra mjólk beint af spena á
stórri kú?
– Það er háspena lífshætta
Voruð þið búin að heyra um kon-
una sem skildi við plötusnúðinn?
– Hún fékk lítið fyrir sinn snúð
Vitið þið af hverju Terminator
tapar aldrei gögnunum sínum?
– Alltaf að vista
Hvað var vandamálið með stærð-
fræðingana?
– Þeir voru alltaf að deila
Ég ætla að búa til hátísku
sjúkrahús. Finnsk hönnun.
– Spiittala
Svo var það vandamálið hjá
Kodak með gölluðum filmurnar sem
þeir ætluðu að afturkalla.
– Þeir rugluðust og framkölluðu
þær
Þegar ég sá Harry Potter reyndi
ég að nota hnífapör sem töfra-
sprota. Það gekk ekki.
– Svo fann ég breytingaskeið.
Af 24 bröndurum fengu 19 stig.
Þið getið reynt að giska á hvaða
brandarar það voru eða skoðað
myndbrotið frá keppninni á K100.is.
Ólafur Teitur skoraði á Baldvin
Jónsson sem næsta andstæðing
fyrsta Íslandsmeistarans í fimm-
aurabröndurum. Við eigum eftir að
sjá hvort hann tekur þeirri áskor-
un.
Íslandsmeistari
eftir bráðabana
Á þriðjudaginn fór fram fyrsta Íslandsmótið í fimmaurabröndurum í morg-
unþættinum Ísland vaknar á K100. Logi, Rikka og Rúnar Freyr fengu til sín tvo
keppendur sem börðust um hlátur. Það er skemmst frá því að segja að keppn-
in var gríðarlega hörð og keppendur báðir stóðu sig með prýði.
Morgunblaðið/Rúnar Freyr
Brandarakarlar Það var mikið hlegið þegar fimmaurarnir flugu á K100.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
rikka@k100.is
„Þetta eru ekki heimsóknarþættir,“
segir Berglind Berndsen innanhúss-
arkitekt og umsjónarkona þáttaraðar-
innar Strúktúr sem hóf nýverið sýn-
ingu sína í Sjónvarpi Símans.
„Við lögðum upp með að búa til fag-
lega þætti um fólkið okkar, hönnuðina
okkar, arkitekta okkar og kynnast
þeim og verkum þeirra.“ Þættirnir eru
átta talsins þar sem rætt er við valda
hönnuði, áhorfendur fá að kynnast
verkum þeirra og vinnubrögðum;
hvaðan þeir sækja innblástur og örv-
un, hverjir eru áhrifavaldar og hvað
hrífur þá. „Málið er að við eigum svo
flott fólk, flotta hönnuði og arkitekta
en ég er ekki viss um að margir viti af
því, nema kannski við sem erum í geir-
anum.“
Láttu heimilið vera
Berglind er sjálf mörgum kunn
enda þekkt í heimi innanhússhönn-
unar hér á landi. Aðspurð hvaða hönn-
unarstíl hún heillist helst af segist hún
vera sannur mínimalisti. „Ég myndi
segja að stíllinn minn væri frekar
skandinavískur, tímalaus, áreynslu-
laus og hlýlegur. Einfaldleiki og tíma-
leysi er hinn fullkomni grunnur fyrir
mér.“ Berglind er óhrædd við að
breyta og bæta heima hjá sér og fær
þá oftar en ekki hugmyndaflugið að
ráða för við misjafnar undirtektir
heimilisfólks. „Maðurinn minn er með
góðan punkt þegar ég segi: „Já, mig
langar svolítið til að fara að mála
hérna, breyta þessu eða kaupa þetta.“
Þá segir hann bara að í fyrsta lagi sé
heimilið orðið eins og lampabúð og í
öðru lagi að ég skuli leika mér annars
staðar, láta heimilið vera.“ Berglind
fann aftur á móti fína lausn við þessum
athugasemdum eiginmannsins og fékk
málara til að mála svefnherbergi
þeirra hjóna með þeim skilyrðum að
hann myndi mæta eftir að maðurinn
hennar færi í vinnuna og væri farinn
áður en hann kæmi heim. „Þetta tókst
ekki alveg því maðurinn minn hafði
gleymt einhverju heima og sá auðvitað
málarann inni í svefnherbergi.“ Þegar
Berglind er spurð út í hvort framhald
verði á þáttunum segir hún að of
snemmt sé að segja til um það enn sem
komið er. Alla átta þættina af Strúktúr
má finna í Sjónvarpi Símans.
Ljósmynd/Axel Sigurðarson
Áhrifavaldar Íslands
„Þetta eru ekki heimsóknarþættir,“ segir Berglind
Berndsen innanhússarkitekt og umsjónarkona
þáttaraðarinnar Strúktúr sem hóf nýverið göngu
sína í Sjónvarpi Símans.