Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hún var að verða 19 ára og svo sannarlega í blóma lífsins. Átti marga vini, hafði sérlega gaman af lífinu, var mjög virk félagslega og hafði t.d. unnið ýmsar keppnir á vegum framhaldsskólans síns. Leiðin lá upp á við. Það var ekkert sem benti til þess að þetta myndi henda hana. Svona lýsir móðir ungrar konu því hvernig líf dóttur hennar var fyrir 11 árum þegar hún veiktist af alvarlegum kvíðasjúkdómi. Síðan þá hefur líf mæðgnanna ekki verið samt og móðirin gagnrýnir stöðu geðheilbrigðismála hér á landi og segir að bjóða þyrfti upp á fjöl- breyttari meðferðir en nú er gert. Móðirin vill ekki láta nafns síns getið af tillitssemi við dóttur sína, en veitir viðtalið í samráði við hana. Hún er geðhjúkrunarfræð- ingur og hefur áratugalanga reynslu af störfum í geðheilbrigðis- kerfinu. „Ég hef unnið með geð- sjúkum í mörg ár en það var ekki fyrr en dóttir mín veiktist að ég áttaði mig til fulls á því hversu gríðarlega alvarlegir þessir sjúk- dómar eru.“ Veiktist á ferðalagi erlendis „Þegar dóttir mín var 19 ára fór hún í mánaðarlangt ferðalag. Þeg- ar hún var komin á áfangastað fór hún að finna fyrir einkennum kvíða, en hún var mjög flughrædd og var hrædd um að komast ekki aftur heim. Hún óttaðist að flug- vélin myndi hrapa,“ byrjar móðirin frásögn sína. „Þegar hún kom síð- an á gististaðinn helltist fyrsta kvíðakastið yfir hana, hún náði ekki andanum, henni fannst eins og hnífi væri stungið í magann og hringdi hágrátandi í mig.“ Móðirin segir að þarna hafi hug- urinn tekið völdin, hugsunin um að komast ekki heim til sín aftur magnaðist og stúlkan gat hvorki borðað né sofið. „Ég hafði strax samband við fólk á staðnum og óskaði eftir lækni. Það tók nokk- urn tíma og það virtist vera lítill skilningur á ástandinu, heldur var þetta afgreitt sem heimþrá.“ Móðirin var í stanslausu sam- bandi við dóttur sína þessa fyrstu daga, en stúlkan var staðráðin í að harka af sér og halda sig við áætl- anir sínar um ferðalagið. Kvíðinn jókst þó dag frá degi og eftir um tvær vikur fór fjölskyldan út og sótti hana. Þá var hún komin með alvarlegar þráhyggju- og sjálfs- vígshugsanir og ætlaði ekki að þora að stíga upp í flugvél. Móðirin segir að ekki hafi verið hægt að merkja á útliti dóttur sinnar að neitt amaði að henni. „Ytra borðið var eins og hjá venjulegri 19 ára stelpu. En að innan var hún sund- urtætt og hrædd. Hún réði ekki við hugsanir sínar, henni leið svo illa að hún vildi helst fá að deyja til að fá frið frá hræðslunni og kvíðanum,“ segir móðirin. Þegar heim var komið skánaði líðan stúlkunnar, en kvíðinn hélt þó áfram að gera vart við sig og magnaðist upp. Móðirin var sjálf- stætt starfandi á þessum tíma og segist hafa verið svo heppin að efnahagur hennar leyfði að hún gat verið frá vinnu og sinnt dóttur Getty Images/iStockphoto Leiðin lá upp á við Unga konan, sem fjallað er um í greininni, var 19 ára gömul þegar hún veiktist af alvarlegum kvíðasjúkdómi; felmtursröskun eða ofsakvíða og þráhyggjuröskun. Er þetta sjúkdómur þeirra ríku?  Móðir lýsir þrautagöngu dóttur sinnar í geðheilbrigðiskerfinu  Hefur sjálf þurft að bera mikinn kostnað vegna veikinda dóttur sinnar  Það var ekkert sem benti til þess að þetta myndi henda hana Sundföt 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.