Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Gesto vinnubuxur Stretch-buxur. Vinnubuxur úr teygjanlegu efni fyrir fólk á ferðinni! Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Fjölsmiðjan og Akureyrarbær undirrituðu samstarfssamning til næstu þriggja ára í gær. Markmið samningsins er að efla Fjölsmiðj- una í hlutverki sínu sem starfs- þjálfunarstaður fyrir ungt fólk 16– 24 ára. Ennfremur að auka tengsl og samvinnu Fjölsmiðjunnar og annarra innan bæjarfélagsins sem vinna með ungu fólki, segir í fréttatilkynningu frá Akureyrar- bæ. Fjölsmiðjan veitir ungu atvinnu- lausu fólki vinnu með það að mark- miði að hver einstaklingur njóti sín og verði færari í að takast á við kröfur umhverfisins ýmist á vinnu- markaði eða í námi. Akureyrarbær greiðir Fjöl- smiðjunni árlega 4 milljónir króna á samningstímanum. Fjárveitingar eru með fyrirvara um framlög úr bæjarsjóði til velferðarráðs við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert. Starf Fjölsmiðjunnar tryggt Ljósmynd/Akureyrarbær Undirritun Erlingur Kristjánsson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar og Eiríkur Björgvinsson bæjarstjóri.  Starfsþjálfun fyrir ungt fólk Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Eyvindur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson, prófessorar við lagadeild Háskóla Íslands, rita í nýrri fræðigrein í tímaritinu Úlfljóti að það sé augljós hætta á því að felli EFTA-dómstóllinn dóma á grund- velli mjög framsækinnar lagatúlkun- ar geti myndast lýðræðishalli. Með lýðræðishalla eiga þeir m.a. við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttar- ástandi komið á sem enginn átti von á. Íslandi er skylt samkvæmt EES- samningnum að taka upp afleidda löggjöf ESB með þeim takmörkun- um sem leiða af samningnum. Eft- irlitsstofnun EFTA heldur uppi eft- irliti með því að ákvæðum EES-- samningsins sé fylgt á EES og tekur ýmsar bindandi ákvarðanir, EFTA- dómstóllinn leysir úr réttarágrein- ingi hvað þessi mál varðar en þar sem það hafa orðið verulegar breyt- ingar á frumrétti ESB sem ekki hafa orðið á EES-samningnum gæti það haft mikla þýðingu fyrir réttarstöð- una á EES. Takmarkanir fylgja EES „Ákvæði EES-samningsins miða að einsleitni við ESB-rétt á því sviði sem hann tekur til. Þetta þýðir m.a. að tryggja verður að sambærilegar reglur og sambærileg túlkun þeirra gildi á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessari skyldu til einsleitni eru þó takmörk sett, m.a. vegna þess að markmið, efni og orðalag undirliggj- andi samninga voru í upphafi um sumt ólík og ekki síður vegna þess að frumréttur ESB hefur tekið mikil- vægum breytingum á síðari tímum í samræmi við stjórnskipunarreglur aðildarríkja ESB sem eiga sér enga samsvörun í EES-rétti,“ rita Stefán og Eyvindur en af þessum sökum telja þeir að framsækin lagatúlkun EFTA-dómstólsins gæti myndað lýðræðishalla, þar sem aðildarríki ESB áttu þess kost að taka afstöðu til tiltekinna lagaákvæða frumréttar eða breytinga þeirra en EFTA/ EES-ríkin ekki. Telja þeir þannig mikilvægt að við skýringu á afleiddri löggjöf ESB, sem tekin hefur verið upp í EES-samninginn, gangi dóm- stóllinn ekki lengra í túlkun sinni en ráða má af samningnum, þar sem það eiga að vera takmarkanir. „Þetta á alveg sérstaklega við á þeim sviðum og að því leyti sem breyting hefur orðið á frumrétti ESB frá því að EES-samningurinn var undirritaður. Það sama á við um svið sem falla utan samningsins að öllu eða verulegu leyti. Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA- dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist.“ Í greininni rekja þeir þrjá dóma EFTA-dómstólsins um svipuð sak- arefni máli sínu til stuðnings. Dóm- arnir eiga það sameiginlegt að í þeim öllum leiddi slík framsækin lagatúlk- un af sér ákveðnar ógöngur. Þar má nefna dóm EFTA-dómstólsins þar sem stefnandi fór fram á það við Matvælastofnun að hún heimilaði innflutning á tilteknu magni af hráu kjöti án þess að áður væri gerð krafa um leyfisöflun og frystingu þess í ákveðinn tíma. Rekja þeir einnig hið sameinaða samningsbrotamál gegn Íslandi og fjallaði EFTA-dómstóll- inn síðan um hvort íslenska leyfis- veitingakerfið fyrir innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmdist ákvæðum EES-samningsins. Augljós hætta á lýðræðishalla  EFTA-dómstóllinn gæti vikið frá EES Stefán Már Stefánsson Eyvindur G. Gunnarsson Þrír pólskir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á 1,3 lítrum af amfetamínbasa og fyrir að hafa ætlað sér að flytja aukalega 3,9 lítra af sama vökva sem lak úr bíl sem efnin höfðu verið falin í. Bifreiðin var flutt til lands- ins með Norrænu. Við skoðun á henni kom í ljós froðukenndur vökvi sem hafði lekið úr henni. Kom lögreglan fyrir njósnabúnaði í bif- reiðinni og fylgdist með henni þeg- ar hún var keyrð til Reykjavíkur. Krzysztof Obrebski er í málinu fundinn sekur um að hafa móttekið fíkniefnin sem falin voru í bifreið- inni og flutt til Íslands frá Póllandi. Ók hann bifreiðinni í gegnum Þýskaland og Danmörku og fór þaðan með Norrænu til Íslands. Robert Borowski Beszta og Arkadiusz Rusanowski voru einnig fundnir sekir í málinu, þeir komu til landsins degi áður. Þeir voru allir handteknir ásamt fjórða manni. Í niðurstöðu dómsins segir að engin viðhlítandi gögn liggi fyrir svo hægt sé að slá því föstu að 5,2 lítrar af amfetamínbasa hafi verið í bílnum og er því aðeins dæmt fyrir þá 1,3 lítra sem voru í bílnum. Robert og Arkadiusz eru dæmdir í þriggja ára og sex mánaða fang- elsi en Krzysztof í þriggja ára fang- elsi. Þá er þeim gert að greiða sam- tals 5,4 milljónir í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Ríkinu er gert að greiða helming málsvarnarlauna mannanna sem og málsvarnarlaun fjórða mannsins. Samtals 6,4 millj. Þrír dæmdir í stóru fíkniefnamáli Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Ísland er í fyrsta sæti í samantekt Al- þjóðafjarskiptastofnunarinnar yfir þróun fjarskiptainnviða. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók við við- urkenningu þess efnis fyrir Íslands hönd á fundi um framtíð og stöðu fjarskipta á Grand hóteli í gær. Houlin Zhao, aðalritari Alþjóða- fjarskiptastofnunarinnar, afhenti við- urkenninguna. Sagði hann Ísland fyr- irmyndarríki þegar kæmi að fjarskiptainnviðum og þróun þeirra. Zhao lagði áherslu á að uppbygg- ing slíkra innviða væri ekki einungis mál einkafyrirtækja og sagði að „fleiri ríki eru stöðugt að átta sig á því að uppbygging fjarskiptainnviða snýr ekki bara að fjárfestingu einkaaðila, heldur þarf hið opinbera einnig að koma að málinu. Fjarskipti eru nokk- uð sem snýr að flestum sviðum sam- félagsins og þegar kemur að þessu mikilvæga samspili hins opinbera og fyrirtækja er Ísland til fyrirmyndar.“ Undirstaða til framtíðar Í ræðu sinni sagði Sigurður Ingi viðurkenninguna undirstrika mark- vissa stefnu stjórnvalda um að tryggja aðgengi að öflugu fjar- skiptakerfi. Tók hann sérstaklega fram að þetta væri einnig viðurkenn- ing fyrir fjarskiptafyrirtækin og sagði virka samkeppni og mikla fjár- festingu fyrirtækja eiga þátt í þeim árangri sem náðst hefði. Zhao, Sigurður Ingi og Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjar- skiptastofnunar, voru frummælendur á fundinum og voru þeir sammála um að fjarskipti væru undirstaða fram- tíðarhagkerfisins. Sigurður Ingi lýsti því yfir að inn- leiðing 5G-tengingar þyrfti að vera í forgrunni stefnu stjórnvalda á sviði fjarskiptamála, ásamt því að stefna skyldi að því að efla samskipti við al- menning og opinbera þjónustu gegn- um netþjónustu og öpp. Ráðherrann tilkynnti að hann hygðist efna til framtíðarfundar með hagsmuna- aðilum á sviði fjarskiptamála til að ræða framtíðarstefnu í málaflokkn- um. Mikilvægt að tryggja innviði Hrafnkell sagði að mikilvægt væri að greina framtíðartækifæri á sviði fjarskipta og finna leiðir til þess að nýta þau, það væri forsenda þess að Ísland yrði samkeppnishæft í fram- tíðinni. Samhliða miklum tækifærum „er mikilvægt að tryggja öryggi sam- félagslegra innviða“ sagði Hrafnkell. Hann tók fram að netvá og öðrum áskorunum yrði að mæta og benti á að nú væri verið að endurskoða allt regluverk er sneri að fjarskiptum hjá Evrópusambandinu. Nú þegar eru tilskipanir til umfjöll- unar hjá Alþingi, svo sem um per- sónuvernd. Samkvæmt áætlun er stefnt að því að hið nýja regluverk verði innleitt að fullu árið 2019. Aðspurður hvort regluverk gæti verið í takt við hraðar tækniframfarir sagði Hrafnkell við mbl.is í gær að „raunveruleikinn þegar endurskoðun regluverksins hófst 2010 er ekki sami raunveruleiki og er 2018. Þetta er lif- andi verkefni“. Ísland best í fjarskiptainnviðum  Viðurkenning afhent á fundi um framtíð og stöðu fjarskipta  Undirstrikar markvissa stefnu stjórnvalda  Endurskoða allt regluverk um fjarskipti Ljósmynd/Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Viðurkenning Houlin Zhao, aðalritari Alþjóðafjarskiptasambandsins og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.