Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 82

Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fólk, staðir og hlutir eftir enska leikskáldið Duncan Macmillan verð- ur frumsýnt annað kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins, í samstarfi við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló. Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garð- arsson og leik- stýrði hann einn- ig norsku upp- færslunni sem hlotið hefur lof- samlega dóma og gengur fyrir fullu húsi en verkið var frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu í Osló í febrúar síðast- liðnum. Leikritið heitir á frummálinu People, Places and Things og var frumsýnt í London árið 2015. Naut það mikilla vinsælda þar í borg og hlaut tvenn Olivier-verðlaun ári síð- ar. Gísli heyrði af verkinu þegar hann var að vinna í Englandi á sín- um tíma og inntak þess kveikti í honum, eins og hann greindi frá í samtali við Morgunblaðið í júlí í fyrra. Og nú er það komið á fjalirnar í Borgarleikhúsinu, níu mánuðum síðar, eftir að hafa hlotið mikið lof frá frændum okkar Norðmönnum. Leikkona fer í meðferð Leikritið fjallar um leikkonu, Emmu, sem er alkóhólisti og lyfja- fíkill. Eftir hneykslanlegt atvik á leiksviðinu fellst hún á að fara í af- vötnun á meðferðarstofnun og virð- ist á yfirborðinu tilbúin að takast á við fíknina. Nína Dögg Filippus- dóttir fer með hlutverk Emmu og aðrir leikarar í sýningunni eru Björn Thors, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jó- hann Sigurðarson, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Börkur Jónsson hann- ar leikmynd og Þórður Orri Péturs- son er ljósahönnuður en þeir unnu einnig með Gísla að uppfærslunni í Noregi. Gísli segir verkið að mörgu leyti eiga skýra skírskotun í líf sitt og Nínu og að flestir muni hafa ein- hverjar tengingar sem þeir kannist við í verkinu. „Þetta fjallar um vímu- efni og afneitun, það sorglega og það hlægilega og grátbroslega í því sam- hengi,“ útskýrir hann. Leikritið fjalli um fólk sem glími við fíkn og alkóhólisma á mismunandi stigum og í mörgum birtingarmyndum. „Og við fylgjumst fyrst og fremst með leikkonu sem er skikkuð í meðferð án þess að upplifa að hún eigi við vandamál að stríða.“ – Er þetta algjört raunsæisverk eða er líka húmor í því? „Hvort tveggja. Það er mjög raunsætt á margan hátt því þetta eru raunveruleg mál en svo er þetta líka grátbroslegt og litríkt eins og lífið sjálft,“ svarar Gísli og bendir á að við getum væntanlega öll verið sammála því að alkóhólismi og fíkn sé allt í kringum okkur og þess vegna sé margt kunnuglegt í verk- inu. „Í öllum fjölskyldum er einhver sem ætti ekki að drekka eða drekk- ur of mikið, kann ekki að fara með áfengi og svo við hin, sem eigum ekki við vandamál að stríða en erum í kringum þetta fólk og vitum ekki hvernig við eigum að díla við það og sýna því sannleikann.“ Norsk-íslenskt samstarf Uppfærslan í Borgarleikhúsinu er að flestu leyti sambærileg þeirri norsku, að tungumáli og leikurum undanskildum. „Ég er húsleikstjóri við Þjóðleikhúsið í Osló og hef gert flestar mínar sýningar hér á landi í Borgarleikhúsinu,“ segir Gísli og að hann hafi langað til að samnýta krafta þessara húsa með einni sýn- ingu. Því sé helmingur hins listræna teymis norskur og hinn helmingur- inn íslenskur. Nína Dögg og norska leikkonan Ine Jansen fara með hlut- verk Emmu og segir Gísli að þær hafi náð vel saman og stillt saman strengi á meðan sýningin var í mót- un. „Þetta er tækifæri til að verða fyrir áhrifum milli landa, vinna sam- an og kynnast betur,“ segir hann um samvinnuna. Þýðandinn þekkir ferlið vel Gísli segist hafa haft samband við Macmillan á sínum tíma og kynnt fyrir honum þessa hugmynd, að vinna eina leiksýningu í tveimur löndum og tók Macmillan vel í hana. Og þegar kom að þýðingu verksins fékk Gísli föður sinn, Garðar Gísla- son, til liðs við sig. „Mig langaði að fá þýðanda sem er mikið í þessum heimi og pabbi er búinn að vinna með fíklum uppi í Krýsuvík í fjöl- mörg ár,“ segir Gísli en faðir hans starfar sem menntaskólakennari og hefur skrifað fjölda kennslubóka. Gísli ólst upp í Noregi og segir hann föður sinn því vel að sér þegar komi að norskri þýðingu verksins. „Hann er með góða tilfinningu fyrir hvers- dagslegu tungumáli og þekkir mjög vel allt lingóið og meðferðarferlið sem á sér stað í verkinu. Þýðingin þarf að koma frá organískum stað þannig að það er ekki eins og ég sé að reyna að redda fjölskyldunni vinnu, þetta liggur hreinlega okkur öllum nærri,“ segir Gísli. Lyfin urðu að dauðagildru – Hver var mesta áskorunin fyrir þig sem leikstjóra við að setja upp þessa sýningu? „Fíkniefnaneysla ungs fólks og inntaka lyfseðilsskyldra lyfja virðist aldrei hafa verið meiri. Þetta er raunverulegt þjóðfélagsvandamál og ég hef persónulega orðið vitni að því að of-úthlutun lyfseðilskyldra lyfja til náins ættingja hafi dregið við- komandi til dauða. Lyfin sem áttu að hjálpa urðu að dauðagildru. Það er engum dulið að það þarf samfélags- átak gegn þessu. Fjölskyldur standa ráðþrota gagnvart þessu meini aftur og aftur, kynslóð eftir kynslóð og þetta rústar heilu fjölskyldunum. Svo ekki sé nú minnst á fjölskyldu- skömmina sem fylgir þessu. Hve- nær er þetta orðið „raunverulegt“ vandamál sem fjölskyldan getur rætt innbyrðis? En við þá sem standa fyrir utan? Er þetta aum- ingjaskapur? Er þetta sjúkdómur? Erum við misheppnaðir foreldrar sem getum ekki haldið barninu okk- ar frá vímuefnum? Er þetta uppeld- inu að kenna? Allar þessar spurn- ingar og þessi barátta á meðan allt flæðir í áfengi og eiturlyfjum sem gerir mótspyrnuna nánast ómögu- lega. Og svo skömmin. Ég myndi því segja að mesta áskorunin við að setja þetta verk upp væri að blanda þessu tvennu saman, að nálgast umfjöllunarefnið af alúð um leið og maður vill gera gott og lifandi leikhús sem leikur á allan tilfinningaskalann. Það eru jú margar hliðar á fíkninni og hérna mætir hún leikhúsinu í einni útgáfu sem verður frumsýnd á morgun. Það er mikil leikaravinna sem liggur að baki enda er inntakið frá per- sónulegum stað. Ég er búinn að fylgja verkinu eftir í langan tíma,“ svarar Gísli. „Þetta er leikhópavinna sem verður að sýningu þar sem maður er með mjög skýran fókus á hvert eigi að fara með verkið.“ – Nú er sýningin í Noregi búin að fá glimrandi dóma, það hlýtur að vera þægilegt fyrir þig að setja hana upp á Íslandi með þá í farteskinu? „Jú,“ segir Gísli og hlær. „Ef ég hefði klúðrað þessu í Noregi hefði ég þurft að endurskoða þetta. Ég hefði getað byrjað alveg upp á nýtt, það var ekkert sjálfgefið að þetta héldist í hendur og það hefði í sjálfu sér ver- ið reynsla að gera tvær gjörólíkar útgáfur, en ég var að vona að þessi samvinna myndi skila svipuðum sýningum á báðum stöðum.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Í meðferð „Þetta fjallar um vímuefni og afneitun, það sorglega og það hlægilega og grátbroslega í því samhengi,“ segir leikstjórinn Gísi Örn um verkið. Nálgast umfjöllunarefnið af alúð  Leikritið Fólk, staðir og hlutir frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun  Leikkona sem glímir við áfengis- og lyfjafíkn fer í meðferð  „Þetta er raunverulegt þjóðfélagsvandamál,“ segir leikstjórinn Gísli Örn Garðarsson Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is Úrval af íslenskri hönnun Unicorn hálsmen frá 5.400,- SEB köttur - gylltur frá 18.600,- Alda hálsmen frá 9.600,- Birki armbands spöng frá 22.400,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.