Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 65
MINNINGAR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
✝ SigurbjörgSímonardóttir
fæddist í Borgar-
firði 30. október
1941. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 29.
mars 2018.
Foreldrar Sigur-
bjargar voru hjón-
in Símon Teitsson
úr Borgarfirði, f.
22.3. 1904, d. 13.4
1987, og Unnur Bergsveins-
dóttir úr Flatey, f. 24.7. 1913, d.
7.8. 1992. Systkini Sigurbjargar
eru Örn Ragnar, f. 1934, Teitur,
f. 1937, Sigrún, f. 1939 og Berg-
sveinn, f. 1945.
Sigurbjörg giftist 7. ágúst
2002, 3) María S. Sigurðardóttir
Collaud, f. 16.2. 1974, gift Oli-
vier Collaud, börn þeirra eru: a)
Karmen Andrea, f. 2005, b) Kar-
ólína Katla, f. 2006.
Sigurbjörg og Sigurður hófu
búskap í Árbæ en fluttu til
Hafnarfjarðar 1972 og hafa átt
þar heimili síðan, að Miðvangi
16.
Sigurbjörg fæddist á Grímar-
stöðum í Borgarfirði en ólst upp
í Borgarnesi þar sem hún lauk
hefðbundinni skólagöngu. Hún
flutti vorið 1959 til Reykjavíkur
og stundaði nám við Húsmæðra-
skólann. Vann síðan ýmis versl-
unarstörf og á Morgunblaðinu.
Sigurbjörg hóf störf hjá Apó-
teki Norðurbæjar 1980 og starf-
aði þar til 2000 þegar hún færði
sig yfir til Lyfju þar sem hún
vann til 2011.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Víðistaðakirkju í dag, 12.
apríl 2018, og hefst athöfnin kl.
15.
1965 Sigurði Ósk-
arssyni, f. 10. nóv-
ember 1941. For-
eldrar hans voru
Óskar Sigurðsson,
f. 27.7. 1907, d.
20.3. 2003 og María
Friðfinnsdóttir, f.
18.7. 1900, d. 23.5.
1973.
Börn Sigur-
bjargar og Sig-
urðar eru: 1) Unn-
ur, f. 30.1. 1966, börn hennar
eru: a) Sigurbjörg Nanna, f.
2000, b) Hanna María, f. 2004. 2)
Óskar, f. 23.8. 1970, kvæntur
Rakel Pálsdóttur, börn þeirra
eru: a) Stefanía Ósk, f. 1990, b)
Sigurður, f. 1994, c) Saga, f.
Það er þyngra en tárum taki að
skrifa minningargrein um þig,
elsku mamma okkar.
Þú varst fyrirmynd okkar, stoð
og stytta, veittir okkur ást og
bjóst okkur heimili þar sem við
fundum fyrir öryggi og hlýju. Þú
kenndir okkur að umgangast
bæði fólk og umhverfi okkar af
virðingu og umhyggju og sagðir
okkur að það fengjum við marg-
falt til baka. Þú varst góð við alla í
kringum þig, vildir öllum hjálpa
og bros þitt var smitandi og ein-
lægt. Þú vildir að við nýttum
hæfileika okkar og að við gerðum
ávallt okkar besta í því sem við
tókum okkur fyrir hendur.
Fjölskyldan var þín mesta
gleði og hana vildir þú hafa nærri,
ekki síst barnabörnin, og því sem
þú gafst þeim búa þau að alla ævi.
Minningarnar eru óteljandi,
samvera fjölskyldunnar hvar sem
við vorum, gleðistundir, hlátur og
skemmtilegheit. Þér fannst gam-
an að gera þér glaðan dag en
lagðir áherslu á að allt væri best í
hófi og að best væri að flýta sér
hægt í þeim efnum. Að njóta sam-
an voru orð sem við oft heyrðum
og eftir því munum við lifa. Bros
þitt og lífsgleði mun fylgja okkur
áfram í lífinu.
Við þökkum fallegu mömmu
okkar fyrir allt. Guð geymi þig,
elsku mamma.
Unnur, Óskar og María.
Það er mikil gæfa að eiga sam-
ferð með góðu fólki í lífinu. Sibba
tengdamóðir mín er ein af þeim
manneskjum sem ég hef verið svo
lánsöm að eiga að í hartnær þrjá-
tíu ár. Í lífsgleði hennar, já-
kvæðni, góðmennsku og réttsýni
fann ég sterka fyrirmynd.
Hún var einstaklega hlý, kom
jafnt fram við alla og hafði óbil-
andi trú á því góða í heiminum.
Hún fyllti líf fjölskyldunnar
birtu með kærleika sínum, ást og
gleði.
Ég er Sibbu ævarandi þakklát
fyrir allt sem hún gaf mér og
börnum okkar Óskars og kveð
hana með hlýju og djúpum sökn-
uði.
Rakel Pálsdóttir.
Elsku besta amma okkar.
Það er óraunverulegt að hugsa
til þess að þú sért farin. Eitt það
fyrsta sem ég hugsa um þegar
eitthvað kemur upp í lífinu, stórir
sem og smáir atburðir, er að tala
við þig. Við vorum ólýsanlega
heppin að eiga þig að sem ömmu
og vinkonu. Það sem upp úr
stendur þegar við tölum um þig
og rifjum upp skemmtilegar
minningar er gleði, þú varst alltaf
svo ótrúlega glöð. Þú kenndir
okkur að lifa lífinu með bros á vör
og kærleik í hjarta.
Þú kenndir okkur líka að bera
virðingu fyrir lífinu í kringum
okkur og sýna þolinmæði því þú
hafðir alltaf ótakmarkaða þolin-
mæði gagnvart okkur. Það er
ótrúlega erfitt að koma því í orð
hversu sárt við munum sakna þín
og hversu innilega okkur þykir
vænt um þig og allt sem þú gafst
okkur. Við verðum þér að eilífu
þakklát og munum minnast þín
með kærleika og gleði. Takk fyrir
að hlusta alltaf á það sem við
höfðum að segja. Takk fyrir að
syngja með okkur endalaust.
Takk fyrir að segja okkur söguna
af Karíusi og Baktusi í hvert ein-
asta skipti sem við burstuðum
tennurnar hjá þér. Takk fyrir að
gefa okkur svona margar minn-
ingar til að gleðjast og brosa yfir.
Takk fyrir að elska okkur.
Elsku amma, þú verður alltaf
með okkur.
Fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó,
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð,
aldrei heyrðist þar hnjóð,
þar er himininn víður og tær.
(Friðrik A. Friðriksson)
Stefanía, Sigurður og Saga.
Elsku amma mín.
Ég get ekki talið hvað ég á
margar minningar með okkur
tveimur saman eitthvað að stúss-
ast og það er ólýsanlega erfitt að
þurfa að kveðja þig núna því ég
veit að þú varst ekki tilbúin að
fara núna og þú ætlaðir að koma í
ferminguna mína. En ég ætla
bara að segja hvað ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem frábæra, skemmtilega og
fríska ömmu og ég var svo sann-
arlega ekki tilbúin að kveðja þig
strax.
Ég elska þig meira en allt i
heiminum og ég veit að þú verður
alltaf með mér í hjartanu og í öll-
um minningunum okkar í Hafn-
arfirði, bústaðnum og alls staðar
þar sem við vorum. Takk, elsku
amma, fyrir hvað þú varst alltaf
góð við alla og gaman alltaf þegar
ég kom til ykkar afa í pössun. Ó,
elsku amma, ég elska þig alltaf.
Ást, þín,
Hanna María.
Elsku amma mín.
Þú sem varst fyrirmyndin mín.
Ég er svo stolt að bera sama nafn
og þú, amma. Þú varst svo sterk,
flott og góðhjörtuð kona sem vild-
ir öllum vel. Ég mun aldrei
gleyma minningunum okkar sem
við eigum saman, þær eru svo ótal
margar og eru þær allar
skemmtilegar. Allar bústaðaferð-
irnar okkar, útlandaferðir og
seinast en ekki síst þegar ég kom
að gista hjá þér og afa. Mér
fannst fátt skemmtilegra en að
punta þig og gera þig fína. Þú
varst einstaklega sterkur per-
sónuleiki og skein hann alltaf í
gegn, sama hvað þú varst að gera.
Það þykir öllum vænt um þig,
elsku amma, og það mun alltaf
einhver hugsa til þín á hverjum
degi. Það var aldrei leiðinleg
stund þegar þú varst nær og þú
komst mér alltaf í gott skap og
lést mig alltaf hlæja ef mér leið
illa. Mér líður stundum eins og ég
hafi verið fædd sérstaklega til að
verða eins og þú og það er því
sannkallaður heiður að bera nafn-
ið þitt. Þú varst einstakur karakt-
er og er ólýsanlega sárt að missa
þig. Ég veit að þú munt alltaf
passa upp á mig og þú verður allt-
af hjá mér. Hvíldu í friði, elsku
amma mín, ég elska þig alltaf.
Þín,
Sigurbjörg (Sibba) litla.
Að heilsast og kveðjast það er
lífsins saga.
Við vinkonurnar áttum yndis-
legan vin, hann Didda, Sigurður
heitir hann fullu nafni. Lífið var
rétt að byrja, við öll ung og áköf,
og við harðtrúlofaðar. Aðal-
áhyggjuefnið hjá okkur var:
hvernig verður stúlkan sem Diddi
vinur velur sér? Og tíminn leið.
Einn góðan veðurdag mætir hann
með þessa líka glæsistúlku upp á
arminn og kynnir fyrir okkur.
Hún er úr Borgarnesi, sagði hann
og ljómaði – hún heitir Sigur-
björg Símonardóttir og er kölluð
Sibba. Við þurftum ekki að hafa
áhyggjur, við heilsuðum Sibbu
sem samstundis féll inn í hópinn
okkar og við pörin þrjú hófum
okkar lífsgöngu saman sem aldrei
bar skugga á.
Nú er komið að því að kveðja.
Þá er ljúft og dýrmætt að rifja
upp allar góðu stundirnar og alla
ómetanlegu vináttuna. Í mörg ár
hittumst við alltaf á laugardags-
kvöldum til skiptis hvert hjá öðru
– þá var glatt á hjalla. Við fórum í
sumarbústaðaferðir – fyrst í bú-
staði foreldra, seinna í okkar eig-
in og alltaf gaman. Núna seinni
árin höfðum við það þannig að
hittast einu sinni í mánuði heima
hjá hvert öðru og borða saman.
Ekki sveik maturinn hennar
Sibbu, sem var áhugamanneskja
um góðan mat, einfaldur matur
varð að veislumat í hennar hönd-
um. Áföngum var fagnað og stað-
ið þétt saman ef á þurfti. Og
Sibba hans Didda varð vinkonan
okkar kæra. Björt og öflug var
hún – náttúrubarn sem elskaði að
vera í sveitinni sinni, Borgarfirði.
Mikil mamma og mikil amma og
þau hjónin samstiga. Við munum
sakna Sibbu vinkonu okkar en
þökkum um leið fyrir vináttuna
árin öll og óskum henni góðrar
ferðar.
Ólafía Sveinsdóttir og
Þorbjörg Valdimars-
dóttir (Polla og Tobba).
Septembermorgunn árið 1959.
Ungar stúlkur sáust ganga hik-
andi upp breiðar tröppur glæsi-
legs húss við Sólvallagötu 12.
Þetta var Húsmæðraskóli
Reykjavíkur. Sumar roguðust
með þungar töskur, pinkla og út-
troðna sjópoka. Þær gengu inn í
anddyrið, staðnæmdust og litu í
forundran á glæsilegar marmara-
skreytingarnar á veggjunum,
með fossum og landslagi. Breiður
stigi með marmarafótstigum
leiddi upp á hæðina fyrir ofan.
Hvílík flottheit.
Við vorum níu stúlkur sem
fengum inni á Hávallagötu 17.
Þar var okkur skipað í 2-3 manna
herbergi. Við komum dótinu okk-
ar fyrir, heilsuðumst spenntar og
hlógum.
Þennan dag á Hávallagötunni
var lagður grunnur að áratuga
langri vináttu okkar. Við urðum
trúnaðarvinkonur og stofnuðum
seinna saumaklúbbinn Hávell-
urnar sem hefur staðið í tæplega
sex áratugi.
Húsmæðraskólinn hafði djúp-
stæð áhrif á okkur allar. Í skól-
anum ríkti virðing, kurteisi, tillits-
semi og áhersla á vönduð
vinnubrögð.
Sigurbjörg eða Sibba, eins og
við kölluðum hana alltaf, blómstr-
aði í verkefnum skólans í vefnað-
inum, saumaskapnum og mat-
reiðslunni.
Sibba okkar var glaðvær, ein-
staklega vönduð og samviskusöm
í alla staði. Og oft var rætt um
skólann okkar í saumaklúbbnum.
Hún tók undir hvað skólinn hefði
gert okkur gott og hve ljúft það
hefði verið að þar eignuðumst við
vinkonur til lífstíðar.
Sibba var hamingjusöm kona.
Hún eignaðist yndislega fjöl-
skyldu. Og það var alltaf tilhlökk-
un að koma á heimili hennar og
Sigurðar mannsins hennar.
Það var því okkur mikil sorg
þegar Sibba tjáði okkur seint á
síðasta ári að hún væri haldin
sjúkdómi sem erfitt væri að
lækna. En við eignuðumst von,
því í fyrsta saumaklúbbnum okk-
ar á þessu ári birtist hún svo glöð
og léttstíg að vanda. Hún tjáði
okkur að hún væri byrjuð í með-
ferð og allt virtist ganga svo vel.
Þessi elskulega skólasystir
okkar hefur nú verið hrifin frá
okkur og eftir sitjum við Hávell-
urnar hnípnar. En minningin um
elskulega vinkonu mun fylgja
okkur alla tíð.
Að nýliðnum páskum kveðjum
við elsku Sibbu með ljóðinu
Páskaliljur eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur:
Morguninn eftir komu konurnar
til þess að gráta við gröfina.
Og sjá: Þær fundu gul blóm
sem höfðu sprungið út um nóttina.
Vorið var komið þrátt fyrir allt.
Það er ekki sjálfgefið að vinátta
endist í næstum sex áratugi. Við
erum þakklátar fyrir vináttuna og
samfylgdina öll þessi ár. Það
þökkum við nú að leiðarlokum og
vottum elskulegri fjölskyldu
hennar innilega samúð.
Ása, Dröfn, Ester, Guðrún
Sigríður (Gunna Sigga), Jó-
hanna, Ólöf og Guðrún Ingi-
björg (Inga Gunna).
Svo létt og kvik á fæti, svo
brosmild og glaðleg, svo kærleiks-
rík og falleg að innan sem utan.
Þannig var hún Sibba okkar,
sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf
eftir stutt en erfið veikindi, allt of
snemma.
Hún mætti í fyrsta leikfimitím-
ann fyrir 32 árum og hefur verið
samferða okkur síðan þá og svo
síðar með Fjallafreyjunum þegar
þær hófu göngu sína.
Á leikfimigólfinu svífandi létt
sem fjöður og trítlandi upp fjöllin
eins og ekkert væri, þótt hún væri
komin hátt á áttæðisaldur.
Sibba hugsaði vel um sál og lík-
ama, var ákaflega gefandi, hugs-
aði vel um fjölskylduna sína og
ræktaði garðinn sinn bæði í eig-
inlegri og óeiginlegri merkingu.
Sumarbústaðurinn hennar og
Didda í Borgarfirðinum þar sem
hún dvaldi löngum stundum með
fjölskyldunni og barnabörnunum
var henni mjög dýrmætur og
veitti margar ánægjustundir
Við eigum góðar minningar frá
ótal samverustundum í gegnum
árin. Í leikfimisalnum og kaffi-
stundinni á eftir, þar sem leyfi-
legt var að fá sér einn súkku-
laðimola með kaffibollanum,
vegna þess að við vildum líka vera
til og njóta. Þar var skipst á sög-
um af ferðalögum og fjölskyld-
unni, en Sibba var dugleg við að
heimsækja dóttur sína og barna-
börn til Frakklands og naut þess
vel.
Svo voru það gönguferðirnar
með Fjallafreyjunum en hún var
ein af stofnendum þeirra árið
1995. Markmið þeirra var útivera
og fjallgöngur, en hún var mikill
náttúruunnandi og útivistarkona.
Minningarnar um samveruna í
jólaföndrinu, jólakaffinu, þorra-
göngunum, leikfiminni, jógatím-
unum, með Fjallafreyjunum og
hugleiðslu- og bænahópnum
Ljóskjarnanum eru svo dýrmæt-
ar þegar að þessum tímamótum
kemur. Heimsókn Fjallafreyj-
anna til þeirra hjóna í sumarbú-
staðinn í Borgarfirðinum fyrir
nokkrum árum var líka einkar
ánægjuleg en þar var sko tekið
vel á móti okkur.
Við vottum fjölskyldunni allri
okkar dýpstu samúð og kveðjum
Sibbu okkar í þeirri fullvissu að
hún hafi átt góða „heimkomu“ þar
sem hún dvelur nú í ljósinu eilífa.
F.h. Fjallafreyja,
Sigríður Skúladóttir.
Sigurbjörg
Símonardóttir
„Það verður svo
hreint og fínt í hest-
húsinu að hægt
verður að ganga þar
um á spariskónum,“
sagði hugsjónamaðurinn hann afi
okkar fyrir langalöngu, því eng-
inn var atorkusamari, hugmynda-
ríkari og vinnusamari en hann
Maggi á Úlfsstöðum. Við vorum
fastagestir þar á bæ og þótti ekki
leiðinlegt að fá að taka þátt í alls
konar verkefnum. Sú vinátta sem
okkur var sýnd á Úlfsstöðum
gerði að verkum að við bundumst
öll sterkum böndum. Svo sterkum
að við urðum og erum fjölskylda.
Það var okkar heppni, því betri
afa og ömmu gátum við ekki feng-
ið.
Elsku afi. Við vitum að þú ert
hvíldinni feginn, en það gerir
þessa kveðjustund ekki léttari. Þú
áttir langt og bjart líf, fullt af
þeim vinalegu brosum sem aðeins
þú gast gefið, faðmlögum og
glettnislegum augnaráðum. Bros-
ið sem við fengum þegar við
kysstum þig á kinnina mun alltaf
lifa í hjarta okkar. Takk fyrir fé-
lagsskapinn, grallaraskapinn og
kennsluna. Takk fyrir hestana og
lömbin, að leyfa okkur að prófa að
keyra húsbílinn og MSU, halda
afmælisboð í sumarbústöðunum,
Magnús Sigurðsson
✝ Magnús Sig-urðsson fædd-
ist 5. nóvember
1928. Hann lést 24.
mars 2018.
Útförin fór fram
4. apríl 2018.
hjálpa til í heyskap,
vera með á Einars-
stöðum, leyfa okkur
að veiða í vatninu,
bíltúrana upp í
Sauðhaga, sögurnar,
lúrana, frímerkin,
gjafirnar og allar
stundirnar sem við
áttum saman – sum-
ar hversdagslegar
að borða rækjusalat
og súkkulaðirúsínur
og aðrar frá messunni á jóladegi
að horfa á ömmu syngja.
Takk fyrir að sýna okkur þá
fallegu og sterku ást sem þú barst
til hennar Siggu þinnar.
Elsku amma, stórt er skarðið
sem afi lætur eftir sig og því mið-
ur ekki lengur hægt að svipast
eftir honum með kíki frá eldhús-
glugganum á Úlfsstöðum. En
hann mun lifa áfram í minningum
okkar og kærleika.
Sofið er ástaraugað þitt
sem aldrei brást að mætti mínu;
mest hef eg dáðst að brosi þínu,
andi þinn sást þar allt með sitt.
Slokknaði fagurt lista ljós.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blómann jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós.
(Jónas Hallgrímsson)
Svandís, Sigurbjörg, Bjarni,
Steinar og Guttormur.
Minn gamli húsbóndi í 10 sum-
ur er genginn, saddur lífdaga. Ég
kom fyrst á Úlfsstaði sex ára sum-
arið 1967 með móður minni,
stjúpa og þremur bræðrum. Ekið
var frá Siglufirði austur á hérað á
Ford Cortinu. Enginn í belti og
reykt í bílnum. Við guttarnir vor-
um allir bílveikir. Af hverju veit
ég ekki. Minnir að stoppað hafi
verið í hálfan mánuð þetta fyrsta
sumar mitt á Úlfsstöðum. Svo frá
sjö ára aldri var ég sumarlangt á
Úlfsstöðum til ársins 1976. Margs
er að minnast eftir þessi sumur
sem í minningunni eru afskaplega
góð veðurlega séð. Man varla eftir
að vöknað hafi í heyi öll þessi sum-
ur. Ég náði yfirleitt nógu snemma
austur á vorin til að koma fénu í
afrétt Vallamanna á Slenjudal.
Það voru ævintýraferðir á vöru-
bílnum Bjössa í Sauðhaga eða
annarra gildra bænda í hreppn-
um. Sumarverkin á Úlfsstöðum
hjá Magnúsi og Sigríði móður-
systur minni voru ákaflega fjöl-
breytt. Við Hörður Guðjónsson
frændi vorum saman fyrstu sumr-
in mín á Úlfsstöðum. Að vori var
hugað að heyvinnuvélum. Smyrja
og dytta að. Magnúsi var það ekki
lagið en við Hörður sáum um þau
mál. Oft kom þar líka við sögu
Baldur í Gúanó þegar hann og
Bidda komu austur sem var
reyndar mjög oft. Svo þurfti að
moka úr fjárhúsunum. Það var
gert með svokallaðri hestareku.
Þannig var að grindurnar voru
teknar af haughúsunum. Settur
fleki í dyrnar. Talía í staur frammi
á bakka fyrir framan húsin.
Dráttartaug í rekuna og talíuna.
Gamli-Nallinn, sem ennþá er til,
dró hestarekuna út. Magnús
stjórnaði rekunni en Höddi Nall-
anum. Ég sat í glugganum og
sagði Herði til. Þetta var auðvitað
skítavinna en ungum strákum
finnst gaman að vera skítugir.
Síðan tók við heyskapur og þá var
mikið að gera. Magnús var kom-
inn á lappir fyrir allar aldir að gá
til veðurs og slá ef honum þótti út-
lit fyrir þurrk. Við vorum ræstir
um áttaleytið. Fyrstu árin mín
var heyinu blásið í hlöðu. Svo kom
bindivél. Magnús var framsýnn
og tæknisinnaður bóndi. Hann
keypti færibandakerfi í hlöðuna
til að létta vinnuna við baggana.
Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu á
Úlfsstöðum. Góða gesti bar að
garði. Bændur í sveitinni og
reyndar sogaðist einhvern veginn
allt fólk að þeim hjónum.
Magnús var mikil eftirherma.
Stundum hélt maður að marg-
menni væri í eldhúsinu en þá var
Magnús að herma eftir sveitung-
um sínum. 1971 byggðust Einars-
staðir upp. Þau hjón tóku að sér
umsjón bústaðanna. Stundum
bölvaði maður öllu grasinu þar
sem varð að slá oft á sumri með
einhverjum hobbígræjum. Einnig
sáu þau um félagsheimilið Iða-
velli. Ég var ekki hár í loftinu þeg-
ar ég fékk að fara með þegar
dansleikir voru þar. Þá var af-
greitt bland úr eldhúsinu og menn
með flöskur í belti eða undir borð-
um. Slagsmál sá maður í fyrsta
skipti þar þótt reynt væri að halda
manni frá salnum og sollinum. En
ungir drengir eru forvitnir og
hlýða ekki alltaf fyrirmælum.
Þetta eru nokkur minningabrot
úr sveitinni.
Elsku Sigga mín, þið Magnús
óluð önn fyrir drengnum mér. Þið
þurftuð ekkert að gera það en
hafið kærar þakkir fyrir. Ég er
betri maður fyrir vikið. Minningin
um góðan dreng lifir.
Valmundur (Valli).