Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 188.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson Hohe Tauern þjóðgarðurinn er einn ákjósanlegasti staður sem um getur fyrir skemmtilega göngu í Ölpunum. Gróður og dýralíf í þjóðgarðinum er einstakt og hrikalegt landslag fjallanna er sérlega heillandi, enda er hér að finna alla hæstu tinda Austurríkis. Þessi ferð býður upp á allt sem til þarf fyrir hressandi útivist og hreyfingu í góðum félagsskap. 24. júní - 1. júlí Útivist í Ölpunum Nýr Herjólfur er að taka á sig mynd hjá skipa- smíðastöðinni CRIST C.A. í Póllandi. Nýlega var brú skipsins hífð upp á skrokkinn og fest þar. Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur í samgöngu- ráðuneytinu, sem á sæti í byggingarnefnd nýrrar Vestmannaeyjaferju, segir að verkið sé á áætlun. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skipið kæmi til landsins fyrir Þjóðhátíð í ár. Hins vegar var sú breyting gerð að skipið verður að hluta knúið með rafmagni. Nokkrar tafir munu verða á afhendingu skipsins vegna þessara breytinga. Nú er talið líklegast að það verði afhent í september og verði þá komið hingað til lands í október eða nóvember nk. Nýja skipið verður um 70 metrar á lengd, 15 metra breitt og mun taka allt að 540 farþega og 73 fólksbíla. Í fyrstu var gengið út frá því að nýja Vestmannaeyjaferjan myndi fá nafnið Herjólfur eins og núverandi ferja. Hins vegar er vinnuheiti nýju ferjunnar hjá bygginganefndinni annað, Vil- borg. sisi@mbl.is Ljósmynd/Schulte Marine Concept Nýr Herjólfur að taka á sig mynd Baldur Arnarson baldura@mbl.is Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hef- ur samþykkt umsókn Íslandshótela um leyfi til að byggja fimm hæða og 103 herbergja hótel, endurgera húsið Vonar- stræti 4 og inn- rétta þar 15 her- bergi og gera bílakjallara fyrir 20 bíla undir ný- byggingu á lóð- inni Lækjargötu 12. Ólafur Torfa- son, stjórnarfor- maður Íslandshótela, segir ánægju- legt að verkefnið geti hafist. Íslandshótel hafi keypt lóðina haust- ið 2014. „Þetta hefur verið erfið fæðing. Það er léttir að þetta sé komið í gegn. Það fundust fornleifar á lóð- inni árið 2015. Það tók sinn tíma að rannsaka þær. Við ætlum að hafa fornleifarnar sýnilegar en útfærslan á því er í vinnslu. Þetta er viðkvæmt horn í borginni og margir hafa haft skoðun á hönnuninni. Við erum ánægð með niðurstöðuna,“ segir Ólafur sem reiknar með að upp- steypa geti hafist í sumar. Björn Skaptason, arkitekt hjá Atelier arkitektum, gerði nýju teikn- ingarnar. Fyrri hugmyndir annarra arkitekta voru umdeildar. Allt að 128 hótelherbergi Ólafur segir aðspurður áformað að opna hótelið um mitt ár 2020. Verk- efninu sé skipt í áfanga. Í fyrstu lotu er byggt nýtt hús á lóðinni Lækjar- götu 12. Húsið er brotið upp í fjórar til fimm einingar. Því næst er Von- arstræti 4 tekið í gegn og innréttað fyrir 15-18 herbergi og verður húsið tengt Lækjargötu 12. Að lokum verður Skólabrú 2 tekin í gegn og þar innréttuð sjö herbergi. Ólafur segir hótelið verða í sama gæða- flokki og til dæmis Grand hótel. „Við stefnum á 125-128 herbergi, allt eftir því hvernig gengur. Það verður veitingastaður á jarðhæð sem verður mögulega tengdur fornminj- um og safni á sömu hæð. Það er ekki búið að útfæra það,“ segir Ólafur um þessi áform. Hann segir aðspurður það verða skoðað á seinni stigum að breyta Lækjargötu 10 og tengja það hús- næði nýja hótelinu. Þar er nú veit- ingasala og ölstofa á efri hæð. Teikning/Atelier arkitektar Íslandshótel byggja í Lækjargötu Horft til suðurs. Nýja hótelið mun rísa þar sem Iðnaðarbankinn var áður. Teikning/Atelier arkitektar Gegnt MR Framhlið nýja hússins verður brotin upp í fjórar til fimm hliðar. Íslandshótel fá leyfi fyrir nýju hóteli í Lækjargötu  Uppsteypa gæti hafist í sumar  Fornleifar til sýnis Ólafur Torfason Ekkert kemur fram í gögnum sem lögreglan afl- aði úr eftirlits- myndavélum sem voru í húsnæði Geymslna sem varpar ljósi á eldsupptök í brun- anum í Miðhrauni í síðustu viku. Að sögn Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns sýndu eftirlitsmyndavélarnar að reykur komst fljótt í húsnæði Geymslna úr lagerrými Icewear, sem er í miðrými hússins. Engar eftirlits- myndavélar voru í húsnæði Icewear, samkvæmt frétt á mbl.is. Hann segir að ekkert hafi komið fram sem bendir til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Lögreglan hefur afhent trygginga- félögum og eigendum vettvang elds- voðans. Að sögn Skúla er mikil vinna fram undan hjá þeim við að bjarga verðmætum úr geymslum og fara yfir þá muni sem skemmdust. Vettvangurinn er enn girtur af og svæðið vaktað. Eldsupptök enn óljós Eldur Í Miðhrauni í síðustu viku. „Þetta var ansi mikil törn. Ég veit ekki hvernig samstarfsfólk mitt fór að með öll þessi viðtöl en það gerði það nú einhvern veginn,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, en ársskýrsla samtakanna var kynnt í gær. Guðrún segir fjölgun þeirra sem leituðu til sam- takanna á síðasta ári hafa verið miklu meiri en búist var við, en #metoo-byltingin hafi haft umtals- verð áhrif þar á. Nýjum málum sem komu á borð Stígamóta á síðasta ári fjölgaði um 30% frá árinu áður og voru 484 talsins. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Stígamóta sem kynnt var í gær. Heildarfjöldi einstaklinga sem nýttu sér þjónustuna árið 2017 var 969, en fram til þessa var mestur fjöldi á einu ári 677. Þá fór heild- arfjöldi viðtala úr 2.200 í 3.091 og hafa viðtölin aldrei verið fleiri. Skipting brotaþola var á þann veg að 395 voru konur, eða rúm 87%, og 54 karlar, eða tæp 12%. Karlar voru ofbeldismenn í 623 til- fellum, eða rúmum 94%, en konur í 31 tilfelli, eða í tæplega 5% tilfella. Einungis 10% tilfella sem lenda á borði Stígamóta eru kærð til lög- reglu. Guðrún segir þær tölur slá- andi og benda til þess að þolendur treysti sér ekki til að kæra. freyr@mbl.is Nýjum málum fjölg- aði um 30% í fyrra  969 nýttu sér þjónustu Stígamóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.