Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 16

Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 AFP Lísa í Undralandi Hattarinn og fleiri persónur í ævintýrinu um Lísu í Undralandi. Arfleifð hertoganna af Bourbon blasir víða við íborginni Moulins, semstendur við ánna Allier í Frakklandi. Þar ríktu þeir enda öldum saman fyrir frönsku bylting- una. En Moulins státar af ýmsu öðru sem ekki er síður aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Ber þar einna hæst mikið búningasafn, Centre National du Costume de Scène, sem hýsir um tíu þúsund búninga úr alls konar uppfærslum á heims- frægum og sígildum leikritum, ball- ettum og óperum. Safnið, sem var opnað árið 2006, mun vera það fyrsta sinnar teg- undar í heiminum að því hermt er á vefsíðu þess. Markmiðið er að varðveita, rannsaka og sýna bún- ingana og leiktjöldin og gleðja augu almennings. Frá árinu 2013 hefur verið þar sýning, sem helguð er rússneska ballettdansaranum Rud- olf Nureyev. Safnið setur upp tvær stórar sýningar á ári með mismun- andi þemu og er þeirra jafnan beð- ið með eftirvæntingu. Á sýningunni Ævintýri, sem var opnuð um liðna helgi, gaf að líta 150 búninga úr fimmtán sögum, sem margir þekkja frá barnæsku sinni. Gestum til ánægju var bún- ingunum ekki aðeins stillt upp heldur léku manneskjur í fullum skrúða smá kafla úr völdum ævin- týrum. Hans og Gréta, Öskubuska, Lísa í Undralandi og fleiri góðar komu við sögu. Búningar úr ævintýrum æskunnar Riquet með brúskinn Brúður úr leikriti, byggt á franskri þjóðsögu. Búningasafnið í Moulins í Frakklandi tjaldar miklu til á sýningunni Ævintýri, sem helguð er söguhetjum barnabókmenntanna. Öskubuska, Hans og Gréta og Lísa í Undralandi eru þar m.a. á kreiki.Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands er að þessu sinni haldin samhliða SmallTalks, fyrirlestrarröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, kl. 20 í kvöld, fimmtudaginn 12. apríl, í Iðnó. Yfirskrift viðburðarins er Hvernig sníðum við framtíð fata- hönnunar? Erlendir og innlendir fatahönnuðir deila reynslu sinni. Markmiðið er að allir hafi gaman af, en ekki síður að veita innblástur og fræðslu, t.d. um stöðu kollegana á Norðurlöndum. Að fyrirlestrum loknum verða Indriðaverðlaunin afhent en þau eru kennd við klæðskerann Indriða Guð- mundsson heitinn sem fyrst og fremst var þekktur fyrir gæði og fagmennsku. Í ár hlýtur sá fata- hönnuður Indriðaverðlaunin sem þykir hafa skarað fram úr á árunum 2016-2018. Frítt er inn á viðburðinn og allir velkomnir – sérstaklega þeir sem eru spariklæddir! Stefnt er að því að fagna samverunni, uppskerunni og afhendingu Indriðaverðlaunanna fram eftir kvöldi. Hönnunarmiðstöð Íslands Erindi Björg Ingadóttir er einn þeirra fatahönnuða sem taka til máls. Spjall um framtíð fata- hönnunar www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Réttarhvammi Akureyri 440-1433 Opið mán–fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is Öruggari á Michelin dekkjum Alltaf til staðar Michelin CrossClimate+ •Sumardekk fyrir norðlægar slóðir •Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra •Halda eiginleikum sínumvel •Gott grip við flest allar aðstæður • Endingarbestu sumardekkin ámarkaðnu Michelin Primacy 4 •Öryggi frá fyrsta til síðasta kílómetra • Frábært grip og góð vatnslosun • Einstakir aksturseiginleikar Michelin Pilot Sport 4 •Sumardekk fyrir þá kröfuhörðustu •Gefa óviðjafnanlega aksturseiginleika • Frábært grip og góð vatnslosun • Endingarbestu dekkin ámarkaðnum í sínumflokki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.