Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Um nokkurra ára skeið hafa fram- kvæmdir staðið yfir skammt norður af Deildartunguhver, vestast í Reyk- holtsdal. Á svæðið leggja tugir þús- unda manna leið sína á ári hverju til að berja þessa einstöku náttúruperlu augum. Upp úr hvernum vella 180 lítrar af 100° heitu vatni á hverri ein- ustu sekúndu. Er hann talinn vatns- mestur allra hvera í Evrópu. Og þótt gufustrókurinn frá hvernum sé oft og tíðum tilkomumikill grunar fæsta sem þangað koma að hann sjái þús- undum manna fyrir heitu vatni og að margar glæsilegar sundlaugar byggi vatnsforða sinn allan á þessari orku- lind. En framkvæmdirnar sem um ræð- ir hafa miðað að því að færa nýtingu þessarar miklu orku nær uppruna- staðnum. Upphafsmenn verkefnisins eru bændurnir í Deildartungu, bræð- urnir Dagur og Sveinn Andréssynir og fjölskyldur þeirra, sem ákváðu að byggja upp náttúrulaugar á jörð sinni og bjóða gestum að njóta kraftsins og orkunnar frá hvernum með ein- stæðum hætti. Mikil viðbrögð eftir opnun Eftir langan aðdraganda opnaði fyrirtækið Krauma dyr sínar og laug- ar fyrir gestum í nóvember síðast- liðnum og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa að sögn Jónasar Friðriks Hjartarsonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Viðtökurnar hafa verið hreint ótrúlegar og fjöldi gesta hefur reynst meiri en við gerðum ráð fyrir. Þá sjáum við einnig á bókunum í sumar og fram á haust að viðtökurnar eru mjög góðar.“ Hann segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hversu hátt hlut- fall Íslendinga sé af gestafjöldanum. „Einhverjir hefðu haldið að stað- urinn höfðaði fyrst og fremst til er- lendra gesta en um páskana voru Ís- lendingar um 80% gestanna. Það er ekki ósennilegt að það hlutfall verði talsvert lægra, ekki síst yfir sumar- tímann en það gefur samt ákveðna mynd af því að áhuginn hér heima er til staðar,“ segir Jónas Friðrik. Hann bendir einnig á að fyrirtækið komi til móts við heimamenn og bjóði m.a. upp á árskort fyrir þá sem hugsa sér að sækja staðinn að staðaldri. Þannig kostar stök heimsókn í laugarnar 3.800 krónur fyrir 17 ára og eldri en árskort fyrir einstakling kostar 24.500 krónur. Þá geta fjölskyldur, þ.e. tveir fullorðnir með allt að fjögur börn undir 18 ára aldri greitt 55 þús- und krónur fyrir hópinn og því fylgir fullur aðgangur í heilt ár. Komu aftur í sömu ferðinni Spurður út í hvernig hann skynji upplifun ferðamanna af náttúrulaug- unum segir hann að fólk sé mjög ánægt með útkomuna. „Fólki finnst mjög merkilegt að baða sig í vatni frá hvernum sem hægt er að sjá frá laugunum og að kalda vatnið sé sótt ofar í héraðið. Fólki finnst það komast mjög nærri náttúrunni við þetta.“ Hann rifjar upp sögu af banda- rískri fjölskyldu sem sótti staðinn heim fyrir skemmstu og varð hrifin af laugunum og veitingastaðnum. „Þau voru á ferð um landið og höfðu ætlað að verja tveimur dögum á Vestfjörðum. Þau styttu ferðina þangað um einn dag til að geta komið hingað aftur og dvöldu hjá okkur í marga klukkutíma,“ segir Jónas. Náttúrulaugarnar hjá Krauma eru sex talsins. Fimm þeirra eru heitar en bjóða upp á mismunandi hitastig, allt frá 38° og upp í 42°. Þá er ein laug sem er aðeins 5-8° heit. Þegar blaða- mann bar að garði hafði einn gest- anna tekið feil á köldu lauginni og einni hinna heitari. Hann skaust fljótt upp lauginni og vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Jónas kippir sér ekki upp við uppákomu af því tagi og veit að það gerir upplifun gestanna eftir- minnilegri. „Gestir okkar geta ekki aðeins far- ið á milli lauganna sex heldur geta þeir einnig komið sér fyrir í notalegu hvíldarherbergi sem hefur að geyma legubekki, ljúfa tónlist og arineld. Þaðan er einnig gott útsýni sem mörgum þykir frábært að njóta.“ Á svæðinu eru einnig tvö gufuböð og útisturtur. Gufuböðin eru knúin áfram af hveravatni og ilmolíur sem unnar eru úr íslenskri náttúru auka enn á upplifun gesta að sögn Jónasar. Þjónustan styður hver við aðra Jónas segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hversu öflug ferðaþjónustan í Borgarfirði sé að verða. „Hér eru mörg öflug fyrirtæki og þau styðja í raun hvert við annað. Þótt samkeppni sé hörð á þessum markaði þá draga afþreyingin og gistimöguleikarnir fólk inn á svæðið og eftir því sem möguleikunum fjölgar þá vill fólk einnig dvelja leng- ur á svæðinu. Það njóta allir góðs af því.“ Fleiri Íslendingar en búist var við  Náttúrulaugar í Reykholtsdal sem sækja vatn í Deildartunguhver laða nú þúsundir gesta til sín  Íslendingar voru 80% gestanna um páskana  Veitingastaðurinn byggir á afurðum úr héraðinu Stöðugur straumur Jónas Friðrik Hjartarson segir viðtökur Krauma hafa farið fram úr sínum væntingum. Horft frá laugunum Í suðri ber fyrir augu Snældubjörg og Kroppsmúla. Fjær má svo í góðu skyggni greina hina tignarlegu Skarðsheiði. Krauma réð til sín yfirmatreiðslu- meistara að nafni Björn Ágúst Hansson sem hefur lagt metnað í spennandi og frumlegan matseð- il. Veitingastaðurinn rúmar um 70 gesti og um 60 manns á útipalli þegar viðrar til. Jónas Friðrik seg- ir að leiðarljós þeirra hafi verið að notast við hráefni úr héraðinu og þannig kallist það á við hvera- vatnið úr Deildartungu og krist- altært og jökulkalt vatnið frá Oki sem flæðir í náttúrulaugarnar. Meðal þess sem gestir geta gætt sér á er forréttaplatti sem hefur að geyma afurðir frá geita- búinu á Háafelli. Það er rósmarín- reykt og blóðbergsgrafið geita- kjöt, geitapylsa og fetaostur úr geitamjólk. „Við bjóðum einnig upp á salat, jarðarber og kryddjurtir frá Sól- byrgi, laufeyjaís frá Brekkukoti og gulrætur og tómata úr Víðigerði. Þá er laxinn frá Eðalfiski og ham- borgararnir úr kjöti frá Mýra- nauti. Svo fannst mér nauðsyn- legt að hafa bjórinn Bola á krana enda er hann bruggaður úr byggi í Borgarfirði,“ segir Jónas. Þá notast Krauma við eldivið úr skógræktinni í Hvammi í Skorradal í arinn hvíldarherberg- isins. Hráefnið sótt heim í hérað GEITAAFURÐIR FRÁ HÁAFELLI MEÐAL RÉTTA Á MATSEÐLINUM Geit Afurðirnar frá Háafelli hafa vakið mikla athygli á matseðlinum hjá Krauma. Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.