Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Samningatækni í viðskiptum sem og öðrum sviðum mannlífsins líkt og í stjórnmálum eru rannsóknar- og kennsluefni í háskólum um allan heim. Kristján kennir þessi fræði við HR og er því vel heima í málaflokkn- um. Hann segir að áhugavert sé að skoða vinnubrögð og hugmyndir Trumps og bera saman við það sem hefðbundið er í þessum fræðum. Í fræðilegu einföldu líkani af samn- ingastíll er talað um fjórar megin- leiðir. Í fyrsta lagi þeir samninga- menn og -konur sem trúa að samningar séu fyrst og fremst sam- keppni og snúist um að snúa and- stæðinginn niður og takmörkuð gæði séu til skiptanna (ég vinn, þú tapar), þá samstarf þar sem samn- ingsaðilar trúa því að hægt sé með samstarfi að stækka kökuna, byggja upp traust og langtímasamband (báðir hagnast), síðan þeir sem forð- ast ágreining og (báðir tapa) og loks sá stíll að gefa alltof mikið eftir til að geðjast samningsaðila (þú vinnur, ég tapa). Í reyndinni blandast þessir stílar oftast saman hjá flestum í stað þess að einn sé ríkjandi en kennsla í háskólum byggð á reynslu og rann- sóknum sýni að samningsaðilar sem tileinka sér samstarfsleiðina ná bestum árangri og eiga mesta mögu- leika á að gera árangursríka samn- inga fyrir báða samningsaðila. Að sögn Kristjáns aðhyllist Trump samkeppnisleiðina í nokkuð öfgafullri mynd og telur hana nægja til góðs árangurs í viðskiptum. Samningatækni hans gengur út á móðganir, aðgangshörku og ósveigj- anleika sem fylgt er eftir með stór- karlalegum yfirlýsingum, hótunum og jafnvel blekkingum. Með þessum aðferðum er hann að vonast til þess að viðsemjendum fallist hendur og þeir komi skjálfandi að samninga- borðinu og séu jafnvel búnir að tapa viðræðunum áður en þær hefjast. Hann er að reyna færa til viðræðu- rammann með móðgandi tilboðum og eða yfirlýsingum. Það eru þessar aðferðir, þessi stíll, sem hann er nú að reyna að beita í stjórnmálum, inn- anlands og á alþjóðavettvangi, þar sem menn eru öðru vanir. Kristján segir þennan einstrengingslega samkeppnisstíl ekki vænlegan í við- skiptum til lengri tíma, þótt hægt sé að ná tímabundnum árangri, og enn síður í stjórnmálum þar sem önnur lögmál ríkja en í kaupsýslu. Enginn sem sest að samningaborði vill láta viðsemjandann ráðskast með sig, móðga, tala niður til sín eða gera lít- ið úr sér. Báðir aðilar hagnist Kristján segir að í eðlilegum og heilbrigðum samningaviðræðum gangi menn út frá því að báðir aðilar geti staðið upp frá samningaborðinu sáttir, hafi náð einhverjum árangri og tekist að byggja upp gagnkvæmt traust og virðingu sem dugir til langs tíma og frekari samninga og samskipta. Báðir koma þá að borð- inu vel undirbúnir með skýra stefnu um það hverju þeir vilja ná fram og raunsætt sé að vænta. „Undirbún- ingur er lykilatriði,“ segir Kristján. Fari menn í samningaviðræður án góðs undirbúnings eru meiri líkur en minni á því að þær sigli í strand. Það er fátt verra en að semja við fólk sem er illa undirbúið því það veit ekki hvað það vill og hættir til að tortryggja tillögur viðsemjenda. Menn verða líka að þekkja og skilja hagsmuni viðsemjandans; geta sett sig í spor hans, en það er yfirleitt lykillinn að farsælum samningum því um leið og þú skilur hagsmuni, væntingar og markmið viðsemjenda þá getur þú farið að finna leiðir til að koma til móts við þá og finna lausnir sem henta báðum aðilum og eða skiptast á samningaatriðum og mis- munandi útfærslum sem báðir aðilar geta lifað við. Þessi hæfileiki er tal- inn ein mikilvægasti hæfileiki góðra samningakvenna og -manna. Ófær um að skilja aðra Trump virðist alls ekki geta sett sig í spor annarra og í því efni sé frægt að fyrir fundinn með aðstand- endum fórnarlamba skotárásarinnar í Parkland í Flórída hafi aðstoðar- menn hans talið nauðsynlegt að skrifa á minnisspjald setningar sem hann átti að segja til að sýna hlut- tekningu með þeim. „Það virðist sem hann sé ófær um að setja sig í spor annarra,“ segir Kristján. Í fyrir- lestrinum í HR gerði hann að um- talsefni hvernig samningastíll Trumps hefur birst eftir að hann tók við forsetaembættinu í ársbyrjun í fyrra. Hann tók meðal annars dæmi af tilraunum hans til að koma heil- brigðiskerfinu sem kennt er við fyrirrennara hans á forsetastól (Obamacare) fyrir kattarnef og byggja upp nýtt, viðleitni hans til að hindra flóttamannastraum til lands- ins úr suðri með því að reisa múr á landamærunum við Mexíkó, nýjum reglum til að stöðva innflytjendur frá löndum múslima og áformum um að bæta hag Bandaríkjanna í við- skiptum við Kína. Hér hefur tak- markaður undirbúningur komið honum í koll þar sem hann hefur gefið út tilskipanir sem annaðhvort dómstólar og eða þingið hefur sent til síns heima hvað eftir annað og viðbrögð stjórnvalda annarra ríkja hafa ekki verið eins og hann bjóst við. Hann hefur einfaldlega enga stjórn á samningaferlinu og kynnir sér ekki nægilega vel hvernig stjórn- sýslan virkar innanlands áður en hann leggur af stað og sama á við skilning hans á alþjóðakerfinu. Kristján segir að á öllum þessum sviðum hafi Trump tekist að brjóta óskráðar leikreglur um samskipti aðila við samningaborðið. Hann byrjaði á því að móðga alla Mexíkóa með að kalla þá „nauðgara, en sumir væru líklega samt ágætis fólk“. Hann hafði í hótunum við Mexíkó- stjórn þegar hún vildi ekki kosta múrinn („ef þið borgið ekki set ég á ykkur toll“), lofaði hlutum sem ekki er hægt að standa við („ég skal senda bandaríska herinn inn í Mexíkó til að hjálpa ykkur að berj- ast við eiturlyfjamafíuna“), en allir vita að það er óhugsandi aðgerð. „Trump hikar ekki við að fara rangt með staðreyndir og lætur sér standa á sama þó að villurnar séu reknar ofan í hann,“ líkt og í sam- tölum sínum við Turnbull, forsætis- ráðherra Ástralíu, um innflytjenda- samning landanna, segir Kristján. Hann komi aftur og aftur illa undir- búinn að samningaborðinu, sé óþol- inmóður og hvatvís í orðum og ákvörðunum. Í opinberri heimsókn til Kína móðgaði Trump ráðamennina sem hann þarf að semja við með stór- yrðum um fyrri samninga ríkjanna sem hann sagði hræðilega, hélt kannski að hann væri bara að gera lítið úr Obama en var líka að gera lít- ið úr kínverskum stjórnvöldum. „Virðing er lykilatriði í kínverskri menningu og samninganálgun,“ seg- ir Kristján og því hafi þetta ekki far- ið vel í þá. „Kínverjar leggja líka mikla áherslu á sameiginlega hags- muni, sterkt langtímasamband og sameiginleg markmið,“ bætir hann við og því séu hugmyndir Trumps, „ég vinn, þú tapar“, sem eitur í þeirra beinum. Kristján segir að Kínverjar leggi líka mikið upp úr þolinmæði (þeir hugsi til langs tíma) og að samhengi hlutanna sé haft að leiðarljósi, en Trump lítilsvirði þá með því að vilja drífa hlutina af og stefni að því einu að þeir sætti sig við hærri tolla á kínverskar vörur. Hvorki traust né trúverðugleiki  Donald Trump lýsir sér sem listamanni í samningatækni  Telur sig geta beitt sömu aðferðum í stjórnmálum og í viðskiptum  Sérfræðingur segir stíl hans ekki líklegan til mikils árangurs Kennarinn Kristján Vigfússon kennir samningatækni við HR. AFP Sjálfsöruggur Trump Bandaríkjaforseti er sannfærður um eigið ágæti. Hann kallar sig óhikað listamann á sviði samningatækni. En honum hefur gengið illa að nýta samningastíl sinn úr viðskiptum í stjórnmálum. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Donald Trump hefur tekið frum- stæða og fremur einfalda tækni í fasteignaviðskiptum sínum og reynt að heimfæra hana upp á stjórnmál. En honum hefur enn sem komið er ekki tekist að byggja upp traust eða trúverðugleika með þessum aðferð- um í pólitíkinni,“ segir Kristján Vig- fússon, aðjunkt við Háskólann í Reykjavík. Hann flutti fyrirlestur um samningatækni Trumps í HR í síðustu viku og gaf henni ekki háa einkunn. Það sem Kristján telur að aðallega einkenni samningatækni Trumps sé árásargirni, slakur und- irbúningur, skortur á hæfileikanum að geta sett sig í spor annarra og sú nálgun að annaðhvort vinnir þú eða tapir samningaviðræðum. Sannfærður um eigið ágæti Donald Trump, forseti Bandaríkj- anna, er ekki það sem menn þar vestra kalla „self made man“; hann hófst ekki af sjálfum sér heldur er hann kominn af auðugu fólki og hafði því sterkan grunn að byggja á þegar hann haslaði sér ungur völl í viðskiptum. Þau hafa einkum verið á sviði fasteignaumsvifa. Þar hefur hann byggt upp mikið veldi sem óljóst er þó hve sterkum fótum stendur. Trump hefur um árabil ver- ið á lista Forbes yfir auðugustu menn heims, en á auðkýfingalist- anum sem tímaritið birti í mars hafði hann hrapað niður um 222 sæti; verðmæti eigna hans lækkað úr 3,5 milljörðum dala niður í 3,1 milljarð dala. Ástæðan er sögð vera verð- lækkun fasteigna miðsvæðis í New York og minnkandi tekjur af golf- völlum í hans eigu. Trump hefur alla tíð verið maður sjálfsöruggur og framhleypinn, sannfærður um eigið ágæti og um gildi aðferða sinna í viðskiptum. Áð- ur en hann sneri sér að stjórnmálum hafði hann sent frá sér fjórar bækur um viðskiptahætti sína og samn- ingastíl. Þótt meðhöfundar hans haldi líklega um pennann í öllum bókunum er ekki um það deilt að þær birta skoðanir hans og segja sögu hans. Hann er ófeiminn við að draga upp myndir af sér sem lista- manni á sviði samningatækni og ósigrandi viðskiptajöfri sem allir sem vilja njóta velgengni ættu að geta lært af. En þótt Trump hafi oft tekist vel upp í viðskiptum eins og eignir hans eru til vitnis um hefur honum líka ósjaldan brugðist boga- listin og orðið að lúta í lægra haldi. Í viðskiptum er enginn óskeikull. Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.