Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.04.2018, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Vetur víkur fyrir vori Þótt sums staðar sé enn frost og snjór bera æ fleiri staðir þess merki að hlýjan sækir á. Árni Sæberg Borgin á að þjóna íbúum sínum. Það er hennar eina hlutverk. Þannig sinna skólar borgarinnar börn- unum okkar á mikil- vægustu mótunar- árum þeirra. Þá ber Reykjavíkurborg að tryggja að fólk kom- ist greiðlega á milli staða. Enn fremur á borgin að gæta þess að framboð lóða og húsnæðis sé nægt. Fjölmargt annað ber borg- inni að gera en víða er misbrestur á að þjónustan sé í lagi. Þetta staðfesta þjónustukannanir Gall- up, en þar er Reykjavík langneðst á meðan íbúar í nágrannasveit- arfélögunum eru hæstánægðir með sín sveitarfélög. Á síðustu árum hefur kerfið vaxið og versnað, enda er stórt kerfi og flókið ólíklegt til að virka vel. Á öllum sviðum stjórnsýsl- unnar hefur stjórnkerfið orðið þyngra. Á sama tíma og flest fyr- irtæki einfalda þjónustu sína og notast við rafræn og sjálfvirk kerfi fer Reykjavík í átt til gam- aldags stjórnsýslu. Erindum er svarað seint. Stundum alls ekki. Þegar við ferðumst til útlanda er allt ferlið rafrænt, frá miða- kaupum til innritunar. Því er öf- ugt farið í Reykjavík. Í stað þess að kostnaður lækki með því að nota rafræna stjórnsýslu vex hún hratt. Eitt dæmi er „skrifstofa um miðlæga stjórnsýslu“ sem kostaði heilar 1.872 milljónir árið 2011 og þótti mörgum nóg um. Nú er talið að „skrifstofa um mið- læga stjórnsýslu“ kosti tvisvar sinnum meira á þessu ári eða þrjú þúsund fjögur hundruð tutt- ugu og eina milljón! Kostnaðurinn held- ur áfram aukast. Á næsta ári á svo að fjölga borgarfulltrú- um úr 15 í 23. Það kostar sitt. Skrifstofa borgarstjóra kostaði 157 milljónir árið 2009 en áætlaður kostnaður við skrif- stofuna nú er 820 milljónir á þessu ári. Það er nokkuð hressileg hækkun. Þó verið geti að fleiri verkefni séu komin á skrifstofu borgarstjóra er ljóst að þessi út- þensla stjórnsýslunnar skilar sér ekki til íbúa borgarinnar. Í fjár- hagsáætlun fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir 700 fullbyggðum íbúðum í Reykjavík en eins og al- kunna er urðu þær aðeins 322. Það er ekki víst að fjölmennari miðstýrðar skrifstofur skili sér í bættri útkomu, að minnsta kosti skriplar stjórnkerfið hér á sköt- unni í eigin áætlunum. Nútímavætt og einfalt stjórn- kerfi er mun vænlegra til árang- urs. Minnkum kerfið, enda kostar það sitt og setjum fjármagnið í þjónustu við íbúana. Eftir Eyþór Arnalds »Minnkum kerfið, enda kostar það sitt og setjum fjármagnið í þjónustu við íbúana. Eyþór Arnalds Höfundur er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Kerfið kostar sitt Rekstrarafkoma Hafnarfjarðarbæjar fór fram úr björtustu vonum á síðastliðnu fjárhagsári. Sú já- kvæða niðurstaða kem- ur fram í nýfram- lögðum ársreikningi fyrir árið 2017. Af- gangur af rekstrinum nam 1.326 milljónum króna og var hann 770 milljónum króna meiri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá var veltufé frá rekstri 3.646 milljónir króna eða um 14,4% af heildar- tekjum. Það sem skiptir miklu máli í þess- ari góðu niðurstöðu er að annað árið í röð voru engin ný lán tekin og lang- tímaskuldir greiddar meira niður en ráð var fyrir gert. Þá voru allar framkvæmdir ársins fjármagnaðar fyrir eigið fé bæjarins. Meðal helstu framkvæmda eru bygging nýs skóla í Skarðshlíð, hjúkrunarheimilis við Sólvang og æfinga- og kennslu- húsnæðis á Ásvöllum. Skuldaviðmið Hafn- arfjarðarbæjar er nú komið niður í 135% sem sýnir að fjárhagur sveitarfélagsins hefur styrkst verulega und- anfarin ár og hefur skuldaviðmiðið lækkað mun hraðar en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Bærinn er því ekki lengur undir eftirliti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitar- félaga. Með auknum fjárhagsstyrk bæjarins hefur fjár- magnskostnaður lækkað á milli ára og er mjög mikilvægt að sú þróun haldi áfram, enda er peningum bæj- arbúa betur varið á flestan annan hátt en í vaxtagjöld. Ráðdeild og festu áfram Þessi góða rekstrarniðurstaða kemur í kjölfar ítarlegrar end- urskipulagningar á rekstrinum og sýnir að með ráðdeild, aga og skyn- samlegri fjármálastjórn er hægt að ná góðum árangri á tiltölulega skömmum tíma. Við sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði viljum halda áfram á sömu braut á næstu árum. Styrkja enn frekar fjárhagsstöðu bæjarsjóðs en einmitt þannig er unnt að efla þjónustu við bæjarbúa, halda áfram að lækka álögur og gjöld og ráðast í ný verkefni. Mark- miðið er að koma Hafnarfirði í allra fremstu röð sveitarfélaga í landinu þegar litið er til fjárhagslegs styrks, hás þjónustustigs og hóflegrar gjaldtöku. Við erum á réttri leið og fáum við sjálfstæðismenn umboð kjósenda nú í vor mun sú ráðdeild og festa sem einkennt hefur þetta kjör- tímabil halda áfram í Hafnarfirði, bæjarbúum öllum til heilla. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Annað árið í röð voru engin ný lán tekin og langtímaskuldir greidd- ar meira niður en ráð var fyrir gert. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Fjárhagur Hafnar- fjarðarbæjar styrkist Þeir sem fylgjast grannt með ákvörð- unum Dags B. Egg- ertssonar borgar- stjóra sjá fljótt að hann er gjarn á að sópa skítnum undir teppið. Hlutverk mitt sem borgarfulltrúa er að hafa eftirlit með störfum Dags og þeg- ar tilefni gefst að spyrja hann spurninga. Oftar en ekki líður hins vegar langur tími frá því að ég spyr og þar til Dag- ur fæst til að lyfta upp teppinu. Á fundi borgarstjórnar fyrir skömmu upplýsti borgarstjóri loksins hvað sú ákvörðun hans hefur kostað borgarsjóð að taka yfir rekstur gistiskýlis fyrir heim- ilislausa karla og hafna tilboðum Samhjálpar og Hjálpræðishersins í reksturinn. Áður en Reykjavíkurborg ákvað að taka yfir reksturinn hafði Sam- hjálp um nokkurra ára skeið rekið gistiskýlið við góðan orðstír. Dag- ur taldi hins vegar að Reykjavík- urborg gæti sparað í rekstrinum. Nú er komið í ljós að svo var ekki. Tilboð Samhjálpar um reksturinn hljóðaði upp á 81 m. kr. á ári. Sambærilegt tilboð barst frá Hjálpræðishernum. Eftir að Reykjavíkurborg tók yfir rekstur- inn hefur kostnaðurinn hins vegar farið úr böndunum. Þannig hækk- aði hann um 25% (101 m. kr.) árið 2016 og og önnur 25% (126 m. kr.) árið 2017. Í viðtali fréttastofu RÚV við framkvæmdastjóra Sam- hjálpar 21. febrúar 2015 varaði hann við því að reksturinn yrði dýrari í höndum borg- arinnar: „Ég tel per- sónulega að það verði dýrara fyrir borgina að reka þetta […] op- inberi geirinn er dýr- ari en félagasamtök.“ Dagur taldi sig hins vegar vita betur. Því miður virðist sem í hverju skoti sé skúm og ryk hjá borgarstjóra. Þetta litla dæmi um kostnaðinn af rekstri gistiskýlisins er auðvitað aðeins birtingarmynd þeirrar óstjórnar sem er á rekstri borgarinnar. Í grein sem ég ritaði í Morgunblaðið 29. mars sl. dró ég þá ályktun að mikil skuldasöfnun A-hluta borgarsjóðs, á tímum gríðarlegrar tekjuaukningar, væri merki um vonlausa fjármálastjórn. En síðan má auðvitað spyrja hvort Dagur „stjórni“ í raun borginni, hvort hann sé einfaldlega upptek- inn við annað! Soffía frænka: „Í hverju skoti skúm og ryk“ Eftir Sveinbjörgu B. Sveinbjörns- dóttur Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir »Eftir að Reykjavík- urborg tók yfir reksturinn hefur kostn- aðurinn hins vegar farið úr böndunum. Þannig hækkaði kostnaðurinn um 25% árið 2016 og önnur 25% árið 2017. Höfundur er óháður borgarfulltrúi. sveinbjorgbs@reykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.