Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 51
Nokkrir línubátar, sem róið hafa frá Rifi og Ólafsvík og undir Látrabjarg til steinbítsveiða, hafa að undanförnu mokfiskað. Sumir hverjir hafa þá komið með allt að 25 tonn af afla yfir daginn. Félagarnir á Særifi SH frá Rifi, þeir Grétar Kristjónsson og Arnar Laxdal skipstjóri, landa hér steinbít úr Særifi en aflinn í þessum túr nam 19 tonnum. Ánægðir með aflabrögðin Morgunblaðið/Alfons 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is KÍNAKLÚBBUR UNNAR Klúbburinn var stofnaður 1992, af Unni Guðjónsdóttur, með það fyrir augum að breiða út kunnáttu um kínver- ska menningu. Ásamt fyrirlestrum og sýningum fornra kínverskra muna, hefur klúbburinn staðið fyrir ferðum til Kína, fyrir meðlimi klúbbsins. Árið 2015 var KÍNASAFN UNNAR opnað, á Njálsgötu 33B, en þar eru fundir klúbbsins haldnir. Næsti fundur verður 12. apríl kl 17.00, skoðaðir verða fagrir munir og næsta ferð til Kína kynnt: 25. maí - 12. júní. Nýir félagar eru sérstaklega velkomnir. Félagsgjald er kr 1000.- á ári. Ekki þarf að tilkynna þátttöku á fundinn, það er bara að koma í góðan félagsskap, te og kökur verða á borðum. Öryggismál sjófarenda Alþjóðleg ráðstefna Grand hótel 20. apríl 2018 Ráðstefnan er haldin á vegum Slysavarnaskóla sjómanna, Alþjóðasamtaka sjóbjörgunar- skóla (IASST) og samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis. Ráðstefnan er haldin 20. apríl frá kl. 10:00-16:00 á Grand hótel og er öllum ráðlagt að skrá sig tímanlega til þátttöku því sætafjöldi er takmarkaður. Skráning er á vefsíðunni: www.landsbjorg.is Dagskrá/erindi: Húsið opnar og skráning kl. 9:30-10:00  Setning. Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Dmitrijs Semjonovs formaður IASST  Öryggisstjórnun fiskiskipa í Bretlandi. Robert Greenwood S&T Officer  Við erum öll ábyrg. J. Snæfríður Einarsdóttir formaður öryggishóps SFS  Öryggismál smábáta. Axel Helgason formaður LS  Milli skips og bryggju. Gísli Gíslason formaður Hafnasambands Íslands  Verkefni Samgöngustofu í öryggismálum. Gunnar G. Gunnarsson deildarstjóri  Forvarnarstarf hjá tryggingafélagi. Gísli Nils Einarsson forvarnarfulltrúi VÍS  Eldur um borð. Einar Örn Jónsson stýrimaður/slökkviliðsmaður  Þjálfun sjómanna í eldvörnum/gasgámum. Leif Johansson deildarstjóri hjá Meriturva  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga. Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs  Tillögur í öryggisátt. Jón A. Ingólfsson rannsóknarstjóri RNSA  Mikilvægi hjartastuðtækja í skipum. Felix Valson læknir  Rannsóknir á sjóveiki. Hannes Petersen læknir  Pallborðsumræður. Ásta Þorleifsdóttir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti Fundarstjóri verður Ásbjörn Óttarsson formaður Siglingaráðs. Jónas Páll Jónasson flytur í dag erindið „Veiðar á leturhumri - sögulegt yfirlit aflabragða og stofnþróunar“, á málstofu Haf- rannsóknastofnunar. Að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá stofnuninni verður mál- stofan haldin í fyrirlestrarsal á 1. hæð Sjávarútvegshússins að Skúlagötu 4. Hefst málstofan klukkan 12.30 og eru allir sagðir velkomnir, en henni verður jafn- framt streymt á sérstakri You- Tube-rás stofnunarinnar. Í ágripi Jónasar segir að farið verði yfir sögu veiða á letur- humri, sem hófust hér við land í byrjun sjötta áratugarins. „Hér er tegundin við norður- mörk útbreiðslu sinnar og hafa aflabrögð og útbreiðsla veiðanna sveiflast nokkuð með hlý- og kuldaskeiðum. Hámarksafli náð- ist árið 1963 þegar 6000 tonnum var landað.“ Undanfarin misseri hafi humar- veiðar við Ísland einkennst af minnkandi afla á sóknareiningu, auk þess sem veiðislóðin hafi stækkað og ný svæði verið num- in. „Nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi síðan 2005 og rann- sóknir benda til þess að nýliðun í humarstofninum verði áfram með lakasta móti.“ sh@mbl.is Humarveiðar hafa einkennst af minnkandi afla Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vísir hf. hefur gert samning við matvælatæknifyrirtækið Skagann 3X um kaup á búnaði í skip fyrir- tækisins, Sighvat GK. Skipið gengst nú undir umtals- verðar breytingar í skipasmíða- stöð í Póllandi. Er það svo vænt- anlegt til Ísafjarðar um miðjan júní þar sem Skaginn 3X mun sjá um uppsetningu á búnaði um borð í skipinu. Um er að ræða Rotex skipa- lausn frá Skaganum 3X og flokk- unarbúnað frá Marel, og segist Pétur Pálsson hjá Vísi hf. afar ánægður með samninginn. „Við lögðum upp með að búa til lausn sem tryggir gæði og flokkun hráefnis út á sjó. Við höfum átt gott og farsælt samstarf með báð- um þessum fyrirtækjum og viljum við halda því áfram,“ segir Pétur. „Skaginn 3X og Marel eru í heimsklassa á sínu sviði og það er afar ánægjuleg lending að upp- setning fari fram á Ísafirði við verksmiðjudyr Skagans 3X.“ sh@mbl.is Undirritun F.v. Óskar Óskarsson frá Marel, Pétur Pálsson frá Vísi, Einar Kristinsson frá Navís, Kjartan Viðarsson frá Vísi og Ragnar A. Guðmunds- son frá Skaganum 3X. Vísir kaupir búnað frá Skaganum 3X
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.