Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 52
Hvernig kæmi JR Ewing okkur fyrir sjónir í dag? Marta María mm@mbl.is Um leið og þættirnir fóru í sýningu kviknaði í heims- byggðinni því fólk náði ekki andanum yfir þessum greif- um sem voru með lögheimili á Southfork. Þættirnir komu reyndar ekki til Íslands fyrr en 1981 og gerðist nákvæmlega sama hér- lendis. Fólk stóð á öndinni yfir ósvífninni í JR Ewing, flottheitunum, alkóhólismanum, meðvirkninni og lúxuslífinu sem ræflar þessa lands þekktu ekki. Mestu greifar Íslands áttu nefnilega ekki breik í þetta glanslíf, jafnvel þótt þeir hefðu plant- að ljónastyttum fyrir utan einbýlis- hús sín, væru með viðhöld og drykkju hraustlega. Útrásarvíkingar þessa lands komust kannski næst því að feta í fótspor JR Ewings en þeir náðu þó ekki þeim klassa sem fylgdi herra Ewing. En hvers vegna finnst venjulegu fólki spennandi að fylgjast með slíku glanslífi? Jú, vegna þess að glanslífið er af þeirri stærðargráðu að venju- legur lúði mun aldrei komast þangað. Alveg sama þótt hann ræni og rupli, klæði sig flott og gæti þess að líf hans sé óflekkað á samfélagsmiðlum. Og það er það sem er svo spennandi. Í dag horfir fólk á Crown og The Peaky Blinders til þess að fá tilbreyt- ingu í líf sitt, en það er sama hvað framleitt er af sjónvarpsefni – það er býsna erfitt að leika þetta plott eftir. Handritshöfundar Dallas- þáttanna voru nefnilega ansi góðir í að halda fólki límdu við skjáinn og gættu þess vel að ganga fram af fólki allavega einu sinni í hverjum þætti. Enda var margt bæði skrítið og mjög framandi við þættina. Það sem var framandi var að tveir bræður hefðu ákveðið að flytja ekki að heim- an. Þegar þeir hnutu um ástina hófu þeir ekki nýtt líf á hlutlausum stað og bjuggu sér til sitt eigið hreiður held- ur fluttu kærusturnar inn á foreldra sína. Og það með mjög slökum ár- angri. Þótt Ewing-bræðurna, for- eldra þeirra, maka og börn hafi ekki skort peninga sést með mjög áber- andi hætti að peningar kaupa ekki hamingju. Alveg sama hvað reynt er. Peningar eru góðir og allt það en þeir laga ekki vonda stemningu á milli fólks. Allir heimsins demantar, perlur og platína geta ekki búið til kemestrí eða ástríðu í samböndum og slíkir dýrgripir bæta ekki upp framhjáhöld og óheiðarleika. Þótt þættirnir hafi gengið fram af heims- byggðinni á sínum tíma þá eru allt aðrir hlutir sem ganga fram af okkur í dag. Ef við skoðum Dallas út frá nú- tímasamfélagi þá eru nokkrir hlutir sem stinga mjög í stúf. Á Southfork blómstraði karlremb- an og það þótti bara eðlilegt að tveir fullorðnir kvæntir karlar, bræðurnir JR og Bobby, væru þjónustaðir eins og smástrákar af móður sinni. Mamma þeirra hefði brytjað matinn ofan í þá ef þeir hefðu óskað eftir þeirri þjónustu og svæft þá á kvöldin ef þeim hefði þótt það betra. Ég tel ólíklegt að þetta hefði gengið í dag, allavega ekki ef mamman væri úti- vinnandi og ætti sína eigin tilveru. En kannski átti mamma þeirra ekk- ert líf annað en að stjana við hroka- fullan eldri son og svo hryllilega Sætasta stelpan á ballinu JR Ewing gætti þess vel að ná sér í fallega konu sem hann notaði sem skrautfisk eða þangað til hann fékk leið á henni og fór að vera meira með öðrum konum. Ewing-fjölskyldan Þessi stórkostlega fjölskylda gat alveg sett upp sparibros þegar myndir voru teknar en stemningin var ekki al- veg svona góð alltaf.  SJÁ SÍÐU 54 Sæta Pam Pamela þótti bera af í fegurð og þokka. Hún var töluvert yngri en Sue Ellen og notaði JR hvert tækifæri til að gera lítið úr henni og segja henni að hún hefði lítið fram að færa. Í byrjun apríl, nánar tiltekið 2. apríl, voru 40 ár frá því Dallas-þættirnir voru gerð- ir. Í þáttunum kynntist heimsbyggðin mögulega meðvirkustu fjölskyldu í heimi með öllu því veseni sem fylgir því að drekka vín á hverjum degi. Hvernig yrðu viðbrögðin við Dallas-þáttunum í dag ef þeir hefðu verið frumsýndir í gær? MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.