Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
✝ Rósa SigríðurSigurðardóttir
fæddist í Keflavík 2.
nóvember 1955.
Hún lést 31. mars
2018 á Landspít-
alanum í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Rósa Geir-
þrúður Halldórs-
dóttir, f. 14.10.
1928, d. 13.10. 2009,
frá Eskifirði, og
Sigurður G.S. Þorleifsson, f.
14.6. 1935, d. 2.3. 1977, frá
Sif Einarsdóttir, f. 14.10. 1985.
Sonur Kristins er Bjartur Logi,
f. 13.1. 2000, móðir hans er Ind-
íana Erna Þorsteinsdóttir, f. 6.5.
1981.
Að loknu skyldunámi vann
Rósa um stund við fiskvinnslu
en lauk svo námi frá Sjúkraliða-
skóla Íslands árið 1976. Síðar
lauk hún sérnámi í öldrunar-
hjúkrun.
Allan sinn starfsaldur starf-
aði Rósa við sitt fag. Fyrst á
ýmsum deildum Landspítala og
Borgarspítala og einnig á heil-
brigðisstofnunum á landsbyggð-
inni. Lengst af starfaði Rósa í
heimahjúkrun Reykjavíkur. Hin
síðari ár starfaði hún á Grund.
Útför Rósu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 12.
apríl 2018, klukkan 13.
Grindavík. Systk-
ini Rósu eru Halla
Sólný, f. 7.3. 1957,
d. 4.1. 2000; Þor-
leifur Már, f. 5.3.
1960; Bára Rut, f.
28.9. 1961, d.
13.10. 2006; Dóra
Guðný, f. 23.4.
1963; Elmar Örn, f.
18.11. 1964; Krist-
ján Guðni, f. 2.10.
1966. Börn Rósu
eru Kristinn Rúnar Ingason, f.
3.2. 1974, d. 11.7. 1999, og Þrúða
Nú hefur elsku systir mín
kvatt okkur eftir stutt og erfið
veikindi og verður lífið ansi fá-
tæklegt án hennar. Rósa var
glæsileg kona og hafði sterka
nærveru og mikla útgeislun. Hún
var fyrsta barn foreldra okkar,
falleg, brosmild og hraust.
Mamma sagði stolt frá því að
Rósa hefði verið stærsta barnið á
spítalanum í Keflavík, heilar 23
merkur. Vakti hún að vonum
mikla athygli þar. Fjölskyldan
stækkaði fljótt og urðum við
systkinin sjö talsins, þrír strákar
og fjórar stelpur. Það var í nógu
að snúast á heimilinu og byrjaði
Rósa snemma að hjálpa til við
ýmis verk og þá sérstaklega að
líta eftir yngri systkinunum sín-
um. Var hún mömmu okkar mikil
stoð og stytta alla tíð. Í stórum
systkinahópi þar sem stutt er
milli systkina í aldri geta orðið
mikil ærsl og læti. Stóra systir
þurfti oft að leysa úr deiluefnum
sem kröfðust skjótrar úrlausnar.
Rósa vandist fljótt því hlutverki
að vera í forystu fyrir hópnum,
axla ábyrgð og finna lausnir.
Hún hafði líka meðfædda leið-
togahæfileika og fórst henni því
hlutverkið vel, bæði í uppvext-
inum og þegar út í lífið var kom-
ið.
Þegar nálgaðist unglingsaldur
fór Rósa í sveit nokkur sumur
austur í Lón. Þar undi hún sér
vel og þótti hún liðtæk í flest
verk. Sumrin í sveitinni höfðu
mótandi áhrif á hana, hún naut
sín úti í náttúrunni og var mikill
dýravinur.
Það einkenndi Rósu alla tíð
hversu vinnusöm, sjálfstæð og
áræðin hún var. Hún var óhrædd
við að taka af skarið, hella sér út
í ný verkefni og vinnu og lét ekk-
ert stöðva sig. Hún fór snemma
að heiman, leigði íbúð og lauk
námi í sjúkraliðaskólanum og
samhliða því eignaðist Rósa
Kidda sinn. Hún var þá aðeins 19
ára gömul einstæð móðir sem
vann og stóð fyrir sínu. Síðar
eignaðist hún Þrúðu sína og var
þá litla fjölskyldan fullkomin og
hamingjusöm. Kiddi lést langt
um aldur fram og hafði það mikil
og varanleg áhrif á litlu fjöl-
skylduna. Það var mikil huggun
er barnabarnið hann Bjartur
Logi fæddist eftir lát Kidda.
Rósa elskaði starfið sitt og var
mikill fagmaður. Hún bar virð-
ingu fyrir skjólstæðingum sínum
og hafði velferð þeirra að leið-
arljósi í einu og öllu. Hún sagði
oft við mig þegar talið barst að
vinnunni: „Það dettur enginn á
minni vakt!“ Skjólstæðingar
hennar nutu góðs af manngæsku
hennar og hlýju og alltaf gaf hún
sér tíma til að hlusta og spjalla.
Rósa var mikill fagurkeri og
bókaunnandi og var heimili
hennar einstaklega fallegt og
hlýlegt og fullt af bókum. Hún
var svolítill bóhem og hafði orð á
því sem ung kona að hún hefði
átt að búa í suðrænum löndum,
sitjandi á kaffihúsum stórborgar
með bók í hönd að virða fyrir sér
mannlífið sem hún hafði einstaka
ánægju af. Sú ósk hennar rættist
síðar er hún dvaldi langdvölum á
Spáni, þar sem hún eignaðist
marga góða vini og naut mann-
lífsins og veðurblíðunnar.
Ég kveð systur mína með
miklum söknuði og hef þá trú að
hún hafi sameinast Kidda sínum
og fólkinu okkar sem á undan er
gengið inn í ljósið og eilífðina.
Elsku Þrúða og Bjartur Logi,
ykkar missir er mikill en minn-
ingin um yndislega konu mun lifa
með okkur um ókomna tíð.
Dóra.
Rósa Sigríður
Sigurðardóttir
✝ Kolbrún Stein-unn Gestsdóttir
fæddist á Flateyri í
Önundarfirði 11.
febrúar 1954. Hún
andaðist á kvenna-
deild Landspítalans
2. apríl 2018.
Kolbrún var dótt-
ir Gests Guðjóns-
sonar, f. 20.7. 1933,
og Guðríðar Bjarg-
ar Sörladóttur, f.
9.4. 1937, d. 25.7. 2001. Gestur
Guðjónsson giftist Unu Trausta-
dóttur, f. 28.11. 1935. Guðríður
giftist Viðari Breiðfjörð, f. 15.3.
1936, d. 4.11. 2014. Systkini Kol-
brúnar eru Iðunn Gestsdóttir, f.
28.8. 1958, Þorbjörn V. Gestsson,
f. 26.9. 1960, Davíð Örn Gests-
son, f. 5.3. 1962, d. 25.10. 1990,
Olgeir Gestsson, f. 7.10. 1965,
Pétur S. Viðarsson, f. 20.4. 1959,
d. 20.7. 2003, Kristín Viðarsdótt-
ir, f. 23.5. 1960, Sigríður Viðars-
dóttir, f. 14.2. 1963, Harpa Björk
Viðarsdóttir, f. 9.4. 1964.
Kolbrún kvæntist Guðmundi
Franklín Jónssyni byggingar-
meistara, f. 19.11. 1949, d. 17.9.
2015, árið 1976 og eignuðust þau
þrjú börn: 1) Pálmi Franklín
Guðmundsson smiður, f. 13.9.
1977, kvæntur Guð-
rúnu Ásu Hjálmtýs-
dóttir bókara, f.
1978, eiga þau syn-
ina Guðmund
Franklín, f. 2004,
Axel Franklín, f.
2006, Jóhann
Franklín, f. 2012 og
Tómas Franklín, f.
2014. 2) Þorbjörg
Anna Guðmunds-
dóttir þroskaþjálfi,
f. 13.9. 1977. 3) Jón Franklín
Guðmundsson nemi, f. 8.3. 1988.
Kolbrún ólst upp sín fyrstu ár
á Kirkjubóli í Valþjófsdal í Ön-
undarfirði hjá móður sinn og
ömmu. Síðan flutti hún til föður
síns á Patreksfjörð þegar hún
var sjö ára og fór í Grunnskóla
Patreksfjarðar. 1969 flutti Kol-
brún til Reykjavíkur í Hlíðarnar
með föður sínum og fjölskyldu.
Hún fór síðan í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. Eftir það fór hún í
Þroskaþjálfaskóla Íslands og út-
skrifaðist sem þroskaþjálfi 1976.
Þau hjónin fluttu í Seljahverf-
ið 1978 og bjuggu þar til ævi-
loka.
Kolbrún Steinunn verður
jarðsungin frá Seljakirkju í dag,
12. apríl 2018, klukkan 13.
Fallin er frá yndisleg mág-
kona mín, Kolbrún Steinunn
eða Kolla eins og hún var köll-
uð. Hún var gift Guðmundi
Franklín bróður mínum sem
lést 2015.
Það er svo ótrúlegt að þau
séu bæði farin en það veit víst
enginn sína ævi fyrr en öll er.
Kolla var dugleg og kraft-
mikil kona sem lifði fyrir fjöl-
skyldu sína.
Henni var margt til lista lagt
og mörg handverk liggja eftir
hana.
Það var mikið áfall þegar
Gummi bróðir greindist með
alzheimer, þá sá maður hversu
miklum styrk Kolla bjó yfir en
þegar kom að þeim tíma að
sjúkdómurinn ágerðist flutti
hann á fallegt heimili fyrir alz-
heimer-sjúklinga í Mörkinni.
Kolla var mjög mikið hjá hon-
um og maður fann þessi sterku
bönd sem voru á milli þeirra.
Gummi átti mjög erfitt með að
vera án hennar.
Allt tók þetta á hana bæði
líkamlega og andlega og veit
enginn sem hefur ekki gengið í
gegnum slíka reynslu hversu
erfitt þetta getur verið en hún
stóð vaktina alla leið. Hún
greindist sjálf skömmu seinna
með krabbamein.
Kolla var líka alltaf til staðar
fyrir börnin sín og barnabörn
og er missir þeirra mikill.
Elsku Kolla, ég er þakklát
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem mágkonu. Hefði viljað hafa
þig miklu lengur og finnst eins
og mörgum sorglegt að þú
skyldir ekki fá lengri tíma fyrir
þig. Það er greinilegt að bróðir
minn gat ekki án þín verið og
er glaður að fá þig til sín.
Við eigum erfitt með að
hugsa um dauðann og viljum
ekki sleppa þeim sem við elsk-
um en oft getur dauðinn verið
frelsun.
Dauðinn,
oft sársaukafullur endir
á ævi mannsins.
Ekki síst fyrir þá
sem eftir standa,
en oft líkn hinum látna.
Hann er staðreynd
sem enginn fær flúið,
og ekkert fær breytt.
Hann er hluti af lífinu,
dyr til betra lífs,
án sársauka og sorgar.
Líf sem mun vara.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ég sé þau fyrir mér glöð og
frísk í sóllandi himinsins, laus
við öll veikindi, að halda vernd-
arhendi yfir afkomendum sín-
um.
Ég votta ykkur innilega
samúð, elsku Þorbjörg, Pálmi,
Guðrún, Jón og ömmustrákarn-
ir fjórir og öðrum aðstandend-
um.
Megi Guð og gæfan geyma
ykkur.
Rósamunda.
Í dag kveðjum við kæra vin-
konu til margra ára. Hennar
verður sárt saknað í okkar
hópi. Við vonuðumst eftir
lengri tíma með henni. Í veik-
indum maka síns stóð Kolla
eins og klettur, sem lýsir henni
svo vel.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Með þessum fáu orðum vilj-
um við þakka Kollu samfylgd-
ina. Við sendum börnum henn-
ar og fjölskyldu
samúðarkveðjur.
Anna, Helga, Hildur,
Laufey og Unnur.
Elsku Kolla er nú látin eftir
erfið veikindi. Ég kynntist
henni fyrst almennilega þegar
hún kom á bútasaumsnámskeið
hjá mér og hafði gaman af að
fylgjast með henni því hún var
mjög áhugasöm og virkaði
strax svo vel á mig. Við spjöll-
uðum talsvert og ég ákvað að
lokum að athuga hvort hún
væri ekki til í að koma í hluta-
starf hjá okkur í Virku. Hún
var nú aldeilis til í það og sagði
síðar að þetta væri það sem
hún hefði þurft á að halda til
að rífa sig upp eftir að hafa
misst manninn sinn árinu áður.
En við duttum aldeilis í lukku-
pottinn þarna, því hún var svo
jákvæð og yndisleg. Við erum
svo þakklát fyrir að hafa
kynnst henni Kollu og fengið
hana til starfa.
Mikil sorg kveður nú aftur
að fjölskyldu hennar, því þarna
var stutt stórra högga á milli.
Okkar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Blessuð sé minning hennar.
Guðfinna B.
Helgadóttir.
Kolbrún Steinunn
Gestsdóttir
Búðin hans séra
Björns lét ekki mik-
ið yfir sér í kjallara
á Hjarðarhaga, en
hún var samt ævin-
týraland. Þar sat Björn virka
morgna meðal gríðarstafla af
bókum, tímaritum og ritlingum
frá öllum tímum íslenskrar
prentlistar sem virtust hafa rað-
að sér upp sjálf með tilviljana-
kenndum hætti. Og þar var síðan
hægt að finna fágæta hluti ef vel
var grafið. Það var stutt fyrir mig
að fara í hádeginu frá skrifstofu
minni í Háskólanum. Ég gerðist
fastagestur hjá honum – með-
fram að reyna að raða saman
sýslumannsævum, Fornbréfa-
safni, Safni til sögu Íslands og
fleiri höfuðritum sem voru gefin
út í ótal heftum sem spönnuðu
áratugi. Þolinmæðin er aðals-
merki bókasafnara. En ekki síð-
ur gaman að spjalla. Fyrst töl-
uðum við um íslenska bókfræði –
sem Björn kunni öllum fremur.
Þetta var maðurinn sem hafði
heppnast að safna saman „komp-
lett“ „Islandske Maanedstiden-
Björn Helgi
Jónsson
✝ Björn HelgiJónsson fædd-
ist 31. október
1921. Hann lést 1.
apríl 2018. Útför
Björns Helga fór
fram 10. apríl 2018.
der“ sem er elsta
tímarit landsins,
prentað úti í Hrapp-
sey. En brátt fóru
samtölin að snúast
um aðra hluti.
Milli okkar lágu
ótal tengingar.
Björn var frá Bakka
í Viðvíkursveit og
því sveitungi minn
úr Skagafirði. Hann
hafði einnig verið
prestur hjá frændfólki mínu
norður á Ströndum – og meðal
annars jarðsett Valgeir ömmu-
bróður minn. Og svo hafði hann
verið prestur á Húsavík og góð-
vinur tengdaföður míns, Bolla
Gústavssonar í Laufási. En mun
meira bjó í Birni. Hann mátti
með sanni kallast heimspekingur
með sérstaka, einlæga en um-
fram allt jákvæða lífssýn.
Kannski var það aðeins Skagfirð-
ingurinn í honum. Þegar ég var
að alast upp á Hólum voru sveit-
irnar fullar af heimspekingum
sem gátu velt upp nýjum flötum
á öllum málum í samtali – auk
þess að geta sungið raddað í stóð-
réttum. Umfram allt var Björn
einlægur trúmaður. „Ég treysti
Guði,“ sagði hann ávallt, „og
kvíði ekki næsta degi“ var hans
viðkvæði. „Ég hef koníak við
rúmið og skola munninn á kvöld-
in ef mér finnst ég vera veikur –
annars signi ég mig áður en ég
fer að sofa. Meira þarf ég ekki.“
Björn var einnig kraftamaður.
Hann hafði verið heljarmenni að
burðum og oft gripið í erfiðis-
vinnu meðfram prestskap. Jafn-
vel þó að níræður væri stóð enn
töluverður kraftur af honum
hvort sem hann bað fyrir fólki
eða lagði hendur yfir það.
Á þessum tíma barðist yngsta
systir mín við krabbamein. Ég
fór því að taka Björn með mér í
hús foreldra minna við hina
gömlu prófessoragötu. Það birti
til í húsinu á þessum dimmu tím-
um þegar hann kom. Hann var
síðan með okkur allt til þess að
krabbinn bar systur mína ofurliði
aðeins 28 ára gamla. Þá var hann
orðinn fjölskylduvinur og sjálf-
sagður gestur við öll okkar til-
efni. Hann kom ávallt kátur með
bros á vör og kastaði jafnvel fram
vísum ef vel stóð á. Hann hafði
einnig gaman af börnum og ég
heimsótti hann gjarnan með
strákana mína. Hann gat spjallað
við þá tímunum saman.
Björn var nálægt níræðu þeg-
ar við kynntumst – og bar ald-
urinn vel. Hans dæmi sýnir að
ævin endar ekki fyrr en við and-
látið – hægt er að eignast nýja
vini og láta gott af sér leiða allt til
loka. Mér sjálfum finnst að hann
hafi borið millinafnið – Helgi –
með rentu.
Ásgeir Jónsson.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber,
guð í alheims geimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingrímur Thorsteinsson)
Á þessum einlægu vísuorðum
úr kvæðinu Lífshvöt eftir Stein-
grím Thorsteinsson hófst ein
blaðagrein, „Vegur lífsins“ eftir
sr. Björn Helga Jónsson sem
borinn var til grafar hinn 10. apr-
íl sl.
Við fjölskyldan kynntumst
séra Birni á lokastigi veikinda
Katrínar okkar, en hún lést úr
krabbameini 27. febrúar 2011 að-
eins 28 ára gömul. Atvikin hög-
uðu því þannig að sr. Björn kom
og fylgdi henni og okkur í gegn-
um þessa erfiðu mánuði allt til
hennar dánarbeðs. Björn var þar
með kominn inn í fjölskylduna og
tók síðan þátt í gleði hennar og
sorg allt fram til síns síðasta
dags. Hvort sem það var skírn,
afmæli, fjölskylduboð eða bara
nýbakaðar vöfflur var séra Björn
á meðal okkar. Hann var stál-
minnugur, hafði gaman af að
segja frá og börnin hændust að
honum og þótti afar vænt um
þennan hlýja gamla mann.
„Ég var að vona að þú yrðir
hundrað ára,“ sagði lítill snáði í
fjölskyldunni okkar sem hafði
notið eins og fleiri návistarinnar
við Björn.
„Ég mun hugsa til þín,“ svar-
aði Björn með sínu hlýja en fjar-
ræna brosi.
Björn trúði á mátt bænarinnar
og það duldist engum að hann
var gæddur einstökum trúarhita.
Og svo sannarlega var það; orð
hans, nærvera og sterkar og hlýj-
ar læknishendur veittu öryggi,
styrk og gleði.
„Það er gott að gera kross-
mark yfir börnin um leið og þau
fara að sofa,“ sagði sr. Björn við
okkur eitt kvöldið eftir góðar
samræður um mátt bænarinnar.
Um leið signdi Björn yfir lítinn
nýskírðan dreng, sem lá í vöggu
sinni, áður en hann kvaddi og
hélt heim.
Þegar sr. Birni var ljóst að
hann gat ekki lengur séð um sig
og búið í íbúð sinni við Löngu-
hlíðina vildi hann fá að fara.
„Þessa ákvörðun tek ég sjálf-
ur,“ sagði sr. Björn um leið og
hann fór upp í sjúkrabílinn til að
vera fluttur á Borgarspítalann
þar sem hann andaðist á páska-
dagsmorgun nokkrum mínútum
yfir átta og undir klukknahring-
ingum upprisunnar. „Ég er
frjáls,“ var eitt orðtaka sr.
Björns.
Nú verður það okkar að signa
yfir kæran fjölskylduvin, sr.
Björn Helga Jónsson, um leið og
hann verður borinn til grafar í
dag. Við vitum af sr. Birni í „al-
heimsgeimi“ og minningin um
bænir, bros, hlýjar og sterkar
hendur munu lifa í hugum okkar.
„Vonin og trúin eru systur,“
sagði sr. Björn.
Þá er jarðnesk bresta böndin,
blítt við hjörtu sorgum þjáð
vonin segir: Heilög höndin
hnýtir aftur slitinn þráð.
(Helgi Hálfdanarson)
Við fjölskyldan þökkum sr.
Birni fyrir samferðina og þær
stundir sem sem hann gaf okkur
með sér. Blessuð sé minning um
góðan vin og einstakan trúmann,
Björn Helga Jónsson.
Ingibjörg Sólveig Kolka
og Jón Bjarnason.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR REYNIR
GUÐMUNDSSON
múrarameistari,
Kveldúlfsgötu 21, Borgarnesi,
lést sunnudaginn 8. apríl á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi.
Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 20. apríl
klukkan 14.
Herdís Jónasdóttir
Jónas Guðmundsson
Fjóla Guðmundsdóttir
Guðmundur Guðmundsson Nína Rún Höskuldsdóttir
Hrönn Guðmundsdóttir Gunnar Máni Hermannsson
Saga, Hugi, Emma, Reynir, Tómas og Frosti