Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 66

Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 66
66 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 ✝ Jóhann GeorgMöller fæddist í Reykjavík 18. apríl 1934. Hann lést á Landspít- alanum 22. mars 2018. Foreldrar hans voru hjónin Emilía Ingibjörg Samúelsdóttir, af- greiðslu- og aug- lýsingastjóri Al- þýðublaðsins og framkvæmdastjóri Alþýðu- prentsmiðjunnar í Reykjavík, f. 1916, d. 1994, og Sigurður Möller, vélstjóri og vélfræð- ingur í Reykjavík, f. 1915, d. 1970. Þau skildu. Seinni mað- ur Emilíu var Baldvin Jónsson hæstaréttarlögmaður, f. 1911, d. 1996. Hálfbróðir Jóhanns var Jón S. Möller verkfræðingur, f. 1956, d. 2016. Hálfsystir Jó- hanns er Valfríður Möller hjúkrunarfræðingur, f. 1959. Synir Jóhanns: Jakob Jón- atan Möller, verkstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 1953. Jakob er kvæntur og á börn og barna- börn. Jóhann Georg Möller, kerfisfræðingur, f. 1959, d. 1992. Fyrri kona Jóhanns, móðir Jóhanns yngri, er Fríða Frið- stundaði einnig alls kyns íþróttir langt fram eftir aldri. Jóhann fékk gullmerki Tennis- og badmintonfélags Reykja- víkur og æfði og vann til verð- launa í badminton. Hann vann fjölmargar medalíur í öld- ungaflokkum kraftlyftinga. 1986 lauk Jóhann dr. Hatfield- íþróttagráðu í kraftlyftinga- þjálfun og 2001 FIA-einka- þjálfaraprófi (Fitness Industry Alliance) með réttindi til að starfa sem einkaþjálfari. Jóhann var formaður stjórnar Félags ungra jafn- aðarmanna í Reykjavík 1957- 58. Hann var í þjóðhátíðar- nefnd Reykjavíkurborgar 1958-68. Jóhann var endur- skoðandi Tannlæknafélags Ís- lands (TFÍ) 1965-67 og for- maður félagsheimilisnefndar TFÍ 1966-68. Jóhann sat í stjórn Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur 1970-84. Jóhann var meðstofnandi Kraftlyftingasambandsins Krafts 1985 og alþjóðadómari í kraftlyftingum frá 1996. Jó- hann gekk í frímúraregluna 1967 og var stúkubróðir í st. Mími. Jóhann var mikill tungu- málamaður. Hann talaði dönsku eins og innfæddur Dani. Hann gat bjargað sér á nokkrum tungumálum. Eftir starfslok nam Jóhann spænsku í málaskóla Mímis og lauk þaðan nokkrum námskeiðum. Útför Jóhanns fór fram í kyrrþey, 5. apríl 2018, að ósk hins látna. riksdóttir banka- starfsmaður, f. 1934. Þau skildu. Seinni kona Jó- hanns er Anna Lára Þórisdóttir Möller náttúru- fræðingur, f. 1966. Þau gengu í hjónaband 1991. Sem barn nam Jóhann í Landa- kotsskóla, barna- skóla kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1956 og cand. odont. frá Háskóla Íslands 1964. Jóhann fékk tann- læknaleyfi 1964 og var aðstoðartannlæknir hjá Jó- hanni Finnssyni í Reykjavík frá 1964-1965. Hann rak eigin tannlæknastofu í Reykjavík frá 1965 og líkamsræktarstöð í Reykjavík 1990-1996 jafn- framt starfi við tannlækning- ar. Á menntaskólaárum fór Jóhann sem skiptinemi til Bandaríkjanna og nam við há- skóla í Chicago. Einnig starf- aði hann við tannlækningar í Kaupmannahöfn í stuttan tíma. Jóhann kom víða við og söng sem ungur maður á Gull- öld revíunnar á Íslandi. Hann Í 28 ár fylgdi ég Jóhanni og hann mér. Við fyrsta augnaskot vissi ég að þetta var maðurinn minn. Án þess að láta tilfinn- ingar annarra mig nokkru varða gerði ég hann að mínum. Ég sótti á Jóhann, konur komu til hans. Oft sótti að honum fólk sem var minnimáttar. Ég spurði hann út í þetta. „Hvers vegna heldur þú, Anna, að þú sért með mér?“ Jóhann var góður maður. Hann var gæslumaður. Ég náði í vel gerðan mann. Jóhann byrjaði ungur að vinna. Lítill drengur bar út Al- þýðublaðið og vann á öldrunar- heimili. Það mótaði Jóhann og gat hann verið hvass, eina af- sökunin fyrir veikindum var dánarvottorð. Ég var ekki sátt við þetta en Jóhann var að herða mig upp. Ég hefði aldrei klárað háskólanám né unnið eins lengi og ég gerði ef ekki hefði verið fyrir hvatningu hans. Jóhann var óhagganlegur; ef búið var að ákveða eitthvað mátti ekki taka það til baka. Það var eðli hauga og ekki vildi ég vera haugur. Við ferðuðumst um allan heim og áttum gott líf. Jóhann var í eðli sínu kátur en varð æ einrænni með aldrinum. Þar til Jóhann varð áttræður var hann í húnavinafélaginu, litlum hópi sem mætti á morgnana og æfði líkamsrækt. Þessar stundir gáfu honum lífsfyllingu. Jóhann var vel lesinn, hrað- greindur og glaðvær. Gat svar- að ótrúlegustu spurningum úr mannkynssögunni og bók- menntum. Mest hélt hann upp á Mowgli og Chingachgook. Jó- hann átti fáa en góða æskuvini. Óvænt heimsóttu þeir hann á spítalann daginn fyrir lífslok. Jóhann gat valið sér hvaða stöðu sem er í þjóðfélaginu en hann var einrænn og sjálfs- gagnrýninn en gífurlega hæfi- leikaríkur á mörgum ólíkum sviðum. Hann gaf sig lítið að öðrum, sérstaklega seinni árin. Versta martröð sem foreldri lendir í varð að veruleika. Jó- hann missti son sinn. Dreng- urinn var honum óendanlega kær. Fyrir lífslok sagði Jóhann að það kæfandi kverkatak sem harmurinn skildi eftir hefði í raun aldrei losnað. Vinur lýsti þeim: Þeir feðgar voru báðir gull af manni, traustir vinir og einstaklega góðir drengir. Á síðasta ári urðu þáttaskil í lífi okkar. Svört skuggaský tóku að hrannast upp, ég veiktist af heilablæðingu. Jóhann fylgdi mér sem klettur og snör við- brögð björguðu lífi. Trú Jó- hanns á Guð jókst og var orðin feiknasterk. Batinn nálgaðist kraftaverk en á móti dró af Jó- hanni. Enginn má sköpum renna. Allt er ákveðið fyrirfram og enginn getur flúið örlög sín, vilja Guðs. Jóhann veiktist illi- lega. Grimmur sjúkdómur læddist að honum. Þá tók við mikil þrautaganga. Af hörku og geysilegum lífsvilja komst hann fjórum sinnum heim. Hann var bardagamaður. Í hinsta sinn sagði hann veikum rómi: „Nú er þetta búið.“ Lífseigur, fullkominn harðn- agli með þrotlausan lífsvilja. Óhræddur við dauðann vildi hann ekki í krukkuna. Gæslu- maðurinn hafði ekki lokið hlut- verki sínu. 22. mars var Jóhann þrotinn að kröftum og laut í lægra haldi fyrir sultukrukk- unni. Ég hélt í hönd Jóhanns og friðurinn færðist yfir hann. Líkaminn endaði í duftkeri sem liggur í leiði móður hans. Jóhann er með syni sínum í hulduheimum ljóssins, en Jó- hann kemur aldrei til með að eignast lopapeysuna sem hann hafði óskað sér í afmælisgjöf. Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynja- skóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. (Steinn Steinarr) Anna Lára Möller. Þín verður sárt saknað, elsku Jóhann, ég kveð þig með sorg í hjarta. Jóhann tókst á við veik- indi sín með aðdáumarverðum hætti. Jóhann og Anna Lára, dóttir okkar, voru yndisleg heim að sækja, til dæmis í jólaboðum annað hvert ár. Við tengdafor- eldrar hans nutum þess að vera með þeim í ferðalögum og var þá farið til Bandaríkjanna og Evrópu. Við vinirnir áttum margar gleðistundir saman. Nú er myrkur í hjörtum, en með styrk þeim sem Jóhann sýndi ætíð skulum við minnast þess að það birtir aftur til. Sólin hækkar á lofti og með góðum minningum birtir einnig til í hjörtum okkar syrgjenda. Guð geymi þig elsku Jóhann minn. Drottinn, þá döprum manni dýrasta gjöfin sólskinið. (Stefán frá Hvítadal) Guð er hvíld þín, Jesús styrkur þinn, Andinn þér hjá eins og tryggur vinur. Guð heyrir, Guð skilur, Guð vill reisa þig upp. (Sigurbjörn Einarsson) Þín einlæg tengdamóðir, Jóhanna Jónsdóttir. Jóhann G. Möller var mikill séntilmaður og kom vel fram við alla þá sem hann átti sam- skipti við. Fyrir um 28 árum kom hann inn í fjölskylduna, kynnist Önnu okkar og þau giftu sig. Þeirra samband var alltaf mjög gott og gagnkvæm virðing var milli þeirra. Við Jóhann náðum vel saman að spjalla um íþróttir, báðir vorum við Vals- arar. Horfðum við á nokkra leiki saman, Jóhann mikill Ars- enal-maður og ég Poolari. Stjórnmál ræddum við aðeins seinni árin. Það voru mikil forréttindi fyrir mig að kynnast Jóhanni, hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Það er mjög erfitt að kveðja Jóhann mág minn eftir að hafa þekkt hann í yfir 28 ár. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir þau, þau studdu hvort annað að fullu í veikindum hvert annars. Guð geymi Jóhann og Guð hjálpi Önnu Láru í því sem er framundan hjá henni án hennar heittelskaða eignmanns. Áfram Arsenal, Jóhann. „Þegar einar dyr lokast opn- ast aðrar.“ (Cervantes) Óðinn Þórisson. Jóhann frændi minn gegndi alltaf stóru hlutverki í lífi mínu, einkum í æsku og reyndar lengi fram eftir aldri. Ég man eftir honum frá því að ég fyrst man eftir mér. Hann var mér eins og eldri bróðir. Amma mín, María, og Emilía móðir hans voru syst- ur. Þær voru mjög nánar og það sama gilti um afkomendur þeirra. Fjölskyldur okkar bjuggu lengi í sama húsi á Laugavegi 58. Mikill samgang- ur var á milli fjölskyldnanna. Jóhann frændi var 17 ára gamall þegar ég fyrst man eftir honum. Ég leit mikið upp til hans, enda var hann alltaf vin- samlegur í minn garð og kenndi mér mikið um lífið og tilveruna. Jóhann var orðheppinn með afbrigðum, fyndinn og alltaf hress og því sóttust margir eftir félagsskap hans. Um miðjan 6. áratuginn urðu margar breytingar hjá honum. Foreldrar hans skildu. Nokkru síðar tóku Emma og Baldvin Jónsson hrl. saman og nokkru síðar fluttu þau af Laugaveg- inum og í Barmahlíð 32. Jóhann hafði áður eignast son, Jakob, en bast ekki barns- móðurinni. Hann kynntist síðar fallegri og indælli konu, Fríðu Friðriks- dóttur . Þau hófu búskap í lítilli risíbúð í Barmahlíðinni. Þau eignuðust svo sinn einkason, Jó- hann, 1959. Samgangur fjöl- skyldnanna var áfram mikill. Jóhann var góður söngmaður og söng inn á a.m.k. tvær plötur er pabbi minn gaf út. Þekktust laga hans voru Pabbi vill mambo og Fallandi lauf er urðu vinsæl. Jóhann var góður námsmað- ur, en eftir tvö ár í Mennta- skólanum í Reykjavík tók hann sér hlé frá námi og vann fyrir sér í tvö ár þar sem fjárráð voru ekki mikil. Hann flutti sig svo í Menntaskólann á Laug- arvatni og lauk þaðan stúdents- prófi 1956. Hann innritaði sig svo í tannlæknadeild HÍ og náði prófum, sem var ekki heiglum hent þar sem aðeins fáir voru teknir inn. Hann lauk svo tann- læknaprófinu með sóma og fékk fljótlega starf sem tannlæknir uns hann opnaði sína eigin stofu á Hverfisgötunni. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á alls kyns íþróttum. Hann stundaði júdó, fótbolta, badminton, borðtennis, lyfting- ar o.fl. Hann ýtti undir áhuga minn á þessum íþróttum, en mest vorum við saman í fót- bolta, badminton og borðtennis. Þetta viðhélt félagsskap okkar og vináttu langt fram eftir aldri. Við vorum æfingafélagar og keppnismenn í badminton og fórum tvisvar í landsleikjaferðir til Færeyja og voru þær ferðir mjög eftirminnilegar. Við spil- uðum borðtennis í litlum klúbbi sem hittist yfirleitt vikulega. Þar voru Jörgen Berndsen, Haraldur Kornelíusson, Jóhann yngri og Axel bróðir. Þetta voru skemmtilegar stundir og við héldum góðri vináttu okkar alla tíð. Nú eru þrír okkar horfnir. Auk Jóhanns, Axel og Jóhann, sonur hans. Jóhann skildi við Fríðu 1990. Hann kvæntist nokkru síðar eftirlifandi konu sinni Önnu. Hjónaband þeirra einkenndist af kærleika og samstöðu. Síðasta ár Jóhanns var erfitt. Anna kona hans veiktist alvar- lega og var um tíma tvísýnt um líf hennar. Jóhann stóð sig eins og hetja á þeim erfiða tíma og vék varla frá sjúkrabeði hennar. Hún náði þó undraverðum bata en þegar allt leit betur út veikt- ist Jóhann af alvarlegri lungna- bólgu sem hann náði sér aldrei af. Jóhann lifði auðugu og góðu lífi enda fékk hann mikið í vöggugjöf. Hann slapp þó ekki við stóráföll frekar en aðrir. Það versta sem henti hann, að mínu mati, var sonarmissirinn árið 1992. Guð blessi minningu hans og veiti Önnu styrk. Meira: www.mbl.is/minningar Páll Ammendrup. Jóhann Georg MöllerBróðir minn, frændi okkar og mágur, ÞORMÓÐUR HARALDSSON, Austurbrún 2, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 13. apríl klukkan 13. Guðbjörg Haraldsdóttir Bay Sigríður Pétursdóttir Hreinn S. Hákonarson Margeir Pétursson Sigríður Indriðadóttir Vigdís Pétursdóttir Ævar Aðalsteinsson Halldóra Hermannsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, bróðir og afi, RAGNAR LÝÐSSON húsasmíðameistari, lést laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 14 og jarðsett verður í Haukadal. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Björgunarsveit Biskupstungna, kennitala 520288-1049 og reikningsnúmer 0151-26-1100. Ólafur Ragnarsson Ragnhildur H. Sigurðardóttir Hilmar Ragnarsson Elfa Björk Kristjánsdóttir Ingi R. Ragnarsson Heiða Sigurðardóttir Ellen Ragnarsdóttir Davíð Örn Friðriksson Sigurlaug Jónsdóttir barnabörn og aðstandendur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR BERGMANN útvarpsvirkjameistari, áður Ránargötu 26, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri sunnudaginn 8. apríl. Útför hans fer fram í kyrrþey. Dagmar Þóra Bergmann Björn Gunnarsson Sverrir Egill Bergmann Margrét Pálsdóttir Sigríður Lovísa Björnsdóttir Þóra Björg Björnsdóttir Páll Bergmann Sara Margrét Bergmann barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIF EDITH S. JÓHANNESDÓTTIR, Illugagötu 5, Vestmannaeyjum, lést 3. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 14. Magnús Guðjónsson Jón Grétar Magnússon Guðrún I. Gylfadóttir Jóhanna Elísa Magnúsdóttir Karl Logason barnabörn og barnabarnabarn Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, Bolungarvík, lést á hjúkrunarheimilinu Bergi miðvikudaginn 4. apríl. Útförin fer fram frá Hólskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 14. Gunnar Júl Egilsson Björk Gunnarsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Egill Gunnarsson Hjálmar Gunnarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.