Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018
Elsku amma, þá
er komið að stund-
inni sem ég var
bæði búin að bíða
eftir en einnig kvíða
fyrir, að kveðja þig.
Þetta er tregablandin stund en
einnig gleðileg því loksins ertu
komin til hans Olla afa og An-
nýjar litlu, stund sem þú varst
búin að bíða eftir í nokkurn
tíma.
Nú þegar ég sit hér við tekk-
borðstofuborðið sem þú gafst
mér og lít til baka á samveru
okkar þá er ég full af þakklæti
yfir að hafa átt svona frábæra
ömmu sem vildi allt hið besta
fyrir „stelpuna sína“. Hún amma
mín bar mig á höndum sér og
hugsaði mikið um mig mín
fyrstu æviár, passaði mig sem
ungabarn, fylgdi mér í skólann
og sótti í lok skóladags. Það var
því ekkert skrítið að fyrsta sum-
arið eftir að afi dó fannst mér
ekkert sjálfsagðara en að vera
ein með þér í heila viku í sum-
arbústaðnum í Skaftártungu. Í
anda hennar ömmu þá var mikið
gengið þessa viku og farið í
heimsóknir á næstu bæi. Þú
varst mikill göngugarpur og víl-
aðir ekki fyrir þér að ganga
langar vegalengdir, þá var rass-
inn settur aftur, hendur fyrir
aftan bak og arkað af stað.
Göngutúrar okkar áttu einnig
eftir að verða töluvert fleiri því
eftir að þú byrjaðir í hesta-
mennsku, gengum við oft saman
upp í Gust, fórum í útreiðartúra
saman og gengum síðan til baka.
Þetta voru góðar stundir sem við
áttum með yndislegu hestunum
sem við vorum alltaf sammála
um að eru langfallegustu dýr
sem til eru.
Þegar foreldrar mínir ákváðu
að flytja alla leið til Svíþjóðar, þá
valdi ég að fara í MR og vera hjá
þér. Eftir á að hyggja hefur
þetta nú verið töluverð ábyrgð
fyrir þig að passa menntaskóla-
stúlku og þó það hafi verið erfitt
að vera þetta fjarri foreldrum
mínum þá situr eftir hve góður
tími þetta var fyrir okkar vin-
áttu. Þarna urðum við enn betri
vinkonur en áður. Þú varst mér
ekki bara amma heldur líka ein
besta vinkona mín, vinkona sem
skildir, hlustaðir og gafst góð
ráð.
Margar fleiri minningar koma
upp í hugann, lítil stelpa situr
við snyrtiborðið hennar ömmu
sinnar og dáist að skartgripun-
Katrín Hildur
S. Thorstensen
✝ Katrín Hildurfæddist 24. júní
1921 . Hún lést 28.
mars 2018.
Útför hennar fór
fram 11. apríl 2018.
um hennar, bláa
ferðataskan með öll-
um kjólunum sem
þú saumaðir á þig
var líka endalaus
fjársjóður. Svo mik-
ill fjársjóður að þeg-
ar ég varð eldri
mætti ég í þessum
kjólum á árshátíðir,
útskriftir og ég var í
bláum tjullkjól af
þér þegar ég kynnt-
ist manninum mínum. Myndin af
ömmu í brúðkaupinu okkar Hall-
dórs, kemur upp í hugann, stór-
glæsileg og falleg með hvítan
hatt, eins og drottning.
Fyrstu sambúðarár okkar
Halldórs voru í kjallaranum hjá
þér í Granaskjóli og einhverjir
hefðu nú sopið hveljur yfir unga
fólkinu sem málaði stofuna sól-
skinsgula en amma mín gladdist
eingöngu yfir framkvæmdagleði
okkar. Þessi ár einkennast af
góðum samverustundum þar
sem þú komst í mat til okkar,
passaðir elsta son okkar og
pönnukökuilmurinn af efri hæð-
inni lokkaði lítinn dreng í heim-
sókn til langömmu.
Sem betur fer voru samveru-
stundirnar margfalt fleiri og ég
gæti fyllt heilt Morgunblað með
öllum þeim góðu minningum sem
ég á um þig, hve oft þú hjálpaðir
mér og sinntir drengjunum mín-
um vel, en nú er komið að
kveðjustund, far vel, elsku
amma, fingurkoss.
Anný Berglind.
Okkur bræðurna langar að-
eins til að minnast hennar Lillu
ömmu, langömmu okkar. Hún
hló nú reyndar oft að því að vera
„langa“ amma okkar, því ekki
var hún há í loftinu og við eldri
strákarnir fyrir nokkru orðnir
töluvert hærri en hún. Það sem
við minnumst helst er hversu
notalegt var að koma til hennar í
Gullsmárann þar sem hún hafði
oftar en ekki slegið upp veislu að
hætti Lillu ömmu, með pönnu-
kökum, rjómatertum, mörgum
tegundum af ostum og öðru góð-
gæti. Hún passaði okkur alla og
talaði alltaf um okkur sem strák-
ana sína. Minningin um að vera í
pössun hjá Lillu ömmu tengist
grjónagraut með miklum kanil-
sykri og mjúkum safaríkum rús-
ínunum.
Sumarbústaðurinn var henni
mjög kær og minnumst við þess
hve vel henni leið í sumarbú-
staðnum með allri fjölskyldunni.
Hvíl í friði, elsku Lilla amma
okkar.
Andreas Hilmir,
Nökkvi Freyr, Elvar Örn
og Fjölnir Logi.
Elsku amma okkar, nú hefur
þú kvatt okkur í hinsta sinn. Við
kveðjum þig með söknuði í
hjarta en gleðjumst yfir því að
þú sért loksins sameinuð afa á
ný. Þó svo við höfum aldrei
kynnst afa hafa frásagnir þínar
um hann gefið honum stað í
hjarta okkar og gefið okkur þá
tilfinningu að við höfum þekkt
hann.
Nú þegar við hugsum til þín
og hugsum um okkar tíma sam-
an þá reikar hugurinn strax til
hestamennskunnar. Ef við vær-
um hestar hefðum við viljað vera
hestar í hesthúsinu þínu. Eld-
snemma á morgnana er við
mættum fyrir utan hesthúsið
héldum við oft að það væri sam-
kvæmi í gangi, hrókasamræð-
urnar voru slíkar er þú varst á
spjalli við hestana. Það var engu
líkara en að þú skildir þá og þeir
þig. Enda erum við sannfærðir
um að slík var raunin. Þarna
vorum við allar helgar með þér
og gátum gengið að því vísu að
fá ömmubrauð, pönnukökur og
kakó. Hjartahlýja þín og nær-
vera var svo góð, elsku amma
okkar. Undir það síðasta þegar
þú varst hætt að geta riðið út,
enduðu allir útreiðartúrar á sýn-
ingarferð í götunni fyrir neðan
og þú stóðst í gerðinu með bros
á vör og fylgdist stolt með þegar
knapi og hestur sýndu sínar
bestu hliðar fyrir þig.
Að koma til þín, elsku amma,
hvort sem það var í Granaskjólið
eða Kópavoginn seinna meir, fá
hafragraut eða ömmumat og
gamla gufan ómaði undir er eitt-
hvað sem greypt er í minni. Að
sofna hjá þér og lognast út af við
það að þú varst að fara með
bænirnar þínar og baðst Guð um
að vaka yfir öllum í fjölskyldunni
og þuldir svo upp nöfn allra fjöl-
skyldumeðlima, var svo ótrúlega
notalegt og sefjandi.
Við gætum skrifað heila bók
með minningum um þig en ætl-
um að láta staðar numið. Takk
fyrir þann tíma og góðu stund-
irnar sem við áttum með þér.
Takk, elsku amma.
Kveðja:
Davíð, Daníel og Adam.
Elsku Lilla amma mín.
Nú er því miður komið að
kveðjustund og ég á erfitt með
að ákveða hvað ég vil segja. Ég
þekki ekki þau fallegu orð sem
þarf til þess að koma því á blað
hve mikið þú hefur kennt mér og
hve miklu máli þú skiptir mig.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
tilbúin að gera allt fyrir mig.
Takk fyrir að hafa bakað fyrir
mig pönnukökur þegar ég sagði
þér að ég væri svangur en lang-
aði ekki í rúgbrauð með smjöri.
Takk fyrir að hafa gefið mér
pening til þess að ég gæti farið í
bíó og keypt mér eitthvert gott-
erí með. Takk fyrir að hafa talað
við mig í síma á meðan ég var
hræddur einn heima, standandi
úti í sólskála veifandi appelsínu-
gulu handklæði og spyrjandi
hvort þú sæir mig með kíkinum
þínum. Takk fyrir að hafa leyft
mér að vinna þegar við spiluðum
saman veiðimann í Granaskjól-
inu, þrátt fyrir að ég hafi svindl-
að í hverri einustu umferð. Takk
fyrir að hafa alltaf verið stolt af
mér og minni konu og spurt mig
ítrekað hvort við ætluðum nú
ekki að fara að flytja aftur heim
til Íslands.
Þú gerðir afa ljóslifandi fyrir
mér með ást þinni sem dvínaði
ekkert né dofnaði, þrátt fyrir að
áratugir væru frá því að hann
kvaddi okkur. Ég veit fyrir víst
að hver sá sem átti þína ást hlýt-
ur að hafa verið merkilegur og
góður maður, þó svo að ég hafi
aldrei fengið að hitta hann sjálf-
ur.
Þú varst hlý, mjúk og góð
kona sem átti alltaf til eitthvað
gott að borða. Þú varst hin full-
komna amma. Þú varst amma
mín og ég sakna þín.
Ég bið að heilsa honum afa.
Egill Björn Thorstensen.
Elsku amma okkar.
Það eru engin orð sem geta
lýst þér og ástinni sem þú gafst
af þér.
Við eigum svo margar góðar
minningar um þig, til dæmis úr
hestaferðunum, fjallaferðunum
og heimsóknunum. Við munum
sérstaklega vel eftir því þegar
við fórum saman upp í bústað
með mömmu og pabba. Ævin-
týrið hófst um leið og þú settist
upp í bílinn og tókst með þér
smurt brauð og góðgæti sem við
snæddum í ró og næði við Selja-
landsfoss. Þegar upp í bústað
var komið sást það greinilega að
þér þótti vænt um náttúrufeg-
urðina sem landið okkar er. Allt-
af hefur okkur fundist þú vera
hluti af sumarbústaðnum og
sumarbústaðurinn hluti af þér.
Það er okkur minnistætt að sjá
þig uppi í „Hlíðinni“ í bláu flís-
peysunni þinni að bera áburð á
hríslurnar með fötu og litlu
skóflunni þinni og koma síðan
inn í bústað og fá þér kaffi og
góðgæti. Um kvöldið fórum við
að spila og deila sögum við hlýju
og kertaljós. Það er okkur afar
minnisstætt þegar þú og pabbi
fóruð fyrst af okkur að sofa eftir
langan vinnudag og var það mik-
ið hlátursefni að heyra í ykkur
hrjóta í takt. Það vantaði bara
tvo í viðbót, þá hefði það verið
fullkominn söngkvartett.
Munum svo vel eftir tímunum
okkar saman, þegar við komum í
heimsókn og við löbbuðum sam-
an út í búð og keyptum góðgæti
og spiluðum svarta Pétur og
sungum saman lagið við svarta
Pétur í hvert sinn sem hann kom
upp. Skoðuðum myndir og töl-
uðum saman. Okkur leiddist
aldrei hjá þér.
Góðar stundir með þér eru
óendanlega margar og sárt að
þær verða ekki fleiri. Við mun-
um ávallt sakna þín og getum
huggað okkur við minningarnar
um góðan vin og ömmu. Hvíl í
friði, elsku amma okkar.
Þú ert ljósið í mínu hjarta
og lýsir upp myrkrið svarta.
Minningarnar verða alltaf til staðar,
þær sem gerðu okkur svo glaðar.
Sorgin liggur þungt í huga mér
og tilfinningarnar leyna ekki á sér.
Hversu mikið ég mun sakna þín
og takk fyrir að vera amma mín.
(H.K.Th.)
Hildur Kristín, Sigurður
Þór og Anína Marín.
Elsku Lilla amma, það eru
nokkrir hlutir sem ég man eftir
þegar ég hugsa til þín. Þú
kenndir okkur Ingólfi æskuvini
mínum að róla okkur. Ég man
líka hvað þér brá þegar þú sást
mig fyrst eftir að við komum frá
Svíþjóð því ég líktist afa svo
mikið. Það sýnir hve myndarleg-
ur hann var. Ég man líka eftir
vínarbrauðunum sem þú bakað-
ir. Mér fannst þau svo góð að þú
gerðir alltaf tvöfaldan skammt,
eitt box fyrir mig, eitt box fyrir
hina. Ég man líka eftir einu at-
viki þegar afi dó. Ég var ekki
hár í loftinu, mögulega ekki einu
sinni farinn að labba óstuddur.
Ég sat á gólfinu heima í Tún-
brekku, mamma var inni í eld-
húsi fyrir aftan mig, pabbi rétt
fyrir framan mig og sagði: „Ég
ætla að fara að hugga mömmu.“
Ég horfði upp á hann í forundr-
an því hann var eitthvað að rugl-
ast. Þú ert amma, ekki mamma.
Í rúm 30 ár þurftir þú að lifa án
hans. En ekki lengur. Nú ertu
komin í faðm hans og þið getið
farið að syngja saman aftur.
Dansað, hlegið og skemmt ykk-
ur.
Olivert afi kom að sækja þig.
Þín verður sárt saknað, ég
elska þig, amma mín.
Knúsaðu afa frá mér.
Bergþór Olivert
Thorstensen.
Föðursystir okkar, Katrín
Hildur frá Hvammi í Skaftár-
tungu eða Lilla eins og hún var
kölluð, er látin á nítugasta og
sjöunda aldursári. Hún var
næstelst fjögurra systkina og
lifði bræður sína þá Björn, Sig-
urjón og Bárð. Á þessari stundu
er margs að minnast, enda
þekktum við Lillu náið frá
barnsaldri, því tengslin á milli
fjölskyldanna, okkar á Álfhóls-
veginum og Lillu, Oliverts og
sona þeirra í Granaskjólinu,
voru svo náin að okkur leið jafn-
an eins og við værum hluti af
einni fjölskyldu, þrátt fyrir að
allnokkur vegalengd væri á milli
heimilanna. Við frændsystkinin
upplifðum okkur því oft eins og
systkini. Á veturna hittust fjöl-
skyldurnar á fimmtudagskvöld-
um og hélst sá siður í langan
tíma. Á sumrin fórum við öll
saman í ferðalög og gönguferðir,
um hálendi og láglendi, eða í ná-
grenni Reykjavíkur. Við búum
sérstaklega vel að þessum ferð-
um um landið, því þá skildum við
að náttúra Íslands er einstök og
lærðum að bera virðingu fyrir
henni.
Vegna vináttu heimilanna var
alltaf gaman að koma í Grana-
skjólið því jafnan var tekið á
móti okkur eins og við værum
sérstaklega velkomnar, bæði
með hlýju og veitingum sem
Lilla hafði alltaf á boðstólum. Þá
var stundum setið við eldhús-
borðið og slegið á létta strengi
og margt hnyttið, skrítið og
skemmtilegt rifjað upp frá veru
okkar krakkanna „heima í sveit-
inni okkar“ eins við systur köll-
uðum Skaftártungu, þar sem
Lilla og bræður hennar ólust
upp. Þetta voru ógleymanlegar
stundir og oft hló Lilla að okkur
unglingunum, fallegum og dill-
andi hlátri. Hún var vel heima í
hlutunum og föst á skoðunum
sínum um menn og málefni. Lilla
var mikið í hestum og var ein-
staklega gaman að heimsækja
hana og frændur okkar í hest-
húsið og fara í útreiðatúr eða
spjalla yfir kaffi. Í byrjun átt-
unda áratugarins var ráðist í
byggingu sumarhúsa í Skaftár-
tungu og þá varð samveran í fal-
legri náttúru Tungunnar enn
meiri.
Eftir að faðir okkar og Olivert
kvöddu þessa jarðvist, eyddu
móðir okkar og Lilla hluta sumr-
anna í sveitinni okkar og undu
sér vel við gróðursetningu trjáa
við sumarbústaðina og nutu
samverunnar á þessum friðsæla
stað. Hún frænka okkar var sér-
staklega hlý, enda langaði mann
að vera í návist hennar, finna
þessa hlýju og njóta hennar.
Með tímanum minnkuðu sam-
skiptin eins oft verður og þá var
eftirminnilegt hvað Lilla geislaði
af ánægju við að hitta okkur og
aldeilis rifja upp gömlu dagana.
Lilla var falleg kona sem við lit-
um upp til og virtum, því hún
var vinur okkar. Enn þann dag í
dag eru samskiptin góð í fjöl-
skyldunum tveimur og hafa
börnin okkar sum hver bundist
vináttuböndum.
Við kveðjum Lillu frænku
með miklum söknuði og þökkum
þann tíma sem við áttum með
henni, bæði sem börn og á full-
orðinsárum. Eftir sitja minning-
arnar um þessa lágvöxnu fallegu
konu sem átti svo ótrúlega mikla
hlýju sem hún virtist geta veitt
endalaust af. Að leiðarlokum
þökkum við kærri frænku sam-
ferðina og vináttuna.
Elsku vinir, Örn, Ágúst, Rik-
ard og Ölver og fjölskyldur,
megi minningin um góða móður,
ömmu og langömmu vera ykkur
huggun. Guð veri með ykkur.
Margrét, Sigríður og
Hanna Björnsdætur.
Sigurveig Ragn-
arsdóttir, móður-
systir mín, steig
sín fyrstu spor í
Hafnarfirði þar sem foreldrar
hennar höfðu byggt sér hús við
Hverfisgötu. Hún fékk gælu-
nafnið Bagga sem ungbarn og
festist það við hana. Fjölskyld-
an fluttist skömmu síðar til
Reykjavíkur í nýbyggt fjöl-
skylduhús við Hávallagötu.
Sigurveig
Ragnarsdóttir
✝ SigurveigRagnarsdóttir
fæddist 28. febrúar
1931. Hún lést 29.
mars 2018.
Útför Sigur-
veigar fór fram 11.
apríl 2018.
Bagga var fork-
ur duglegur, vinnu-
söm, verklagin,
stolt, svolítið
þrjósk, og hún lét
drauma sína ræt-
ast. Eftir Kvenna-
skólann fór hún til
New York að vinna
með Ernu vinkonu
sinni, var þar í vist
á fínu heimili þar
sem hún lærði að
elda alls kyns framandi rétti
sem fylgdu henni gegnum lífið
og vann einnig á þekktum veit-
ingastað. Er heim kom tók ástin
völdin er hún kynntist glæsi-
legum ungum manni, Sigurði
Markússyni, síðar fagottleikara
í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þau giftust og með honum fór
hún aftur vestur um haf er
hann fór í tónlistarnám í Fíla-
delfíu og hún starfaði hjá trygg-
ingafélagi. Síðar flutti hún með
Sigurði til London og þaðan
sendi hún okkur systrunum
fyrstu Bítlaplötuna. Bítlarnir
voru að stíga sín fyrstu frægð-
arspor þá. Það var ekki slæmt
að eiga Böggu að í London á
þessum árum, þegar ekkert
fékkst í búðum hér fyrir
unglingsstúlkur. Þau Sigurður
eignuðust synina Ragnar,
Markús og Styrmi og byggðu
sér raðhús í Hvassaleitinu. En
þegar framtíðin virtist björt lá
vágestur í leyni. Bagga greind-
ist með alvarlegt krabbamein
sem talið var ólæknanlegt. Hún
tók erfiðan slaginn við krabba-
meinið af krafti og öllum að
óvörum hafði hún betur. Veik-
indin höfðu tekið á fjölskyldu-
lífið og í kjölfarið skildu þau
Sigurður. Þrátt fyrir að leiðir
skildi voru þau góðir vinir. Eftir
veikindin ákvað Bagga að fara í
sjúkraliðanám og starfaði hún
sem sjúkraliði í Danmörku og
svo á Borgarspítalanum. Hún
fór líka í spænskunám hér
heima og á Spáni og vílaði ekk-
ert fyrir sér í þeim efnum, hafði
lært tækniteiknun, farið í leið-
sögumannanám og ferðaðist um
heiminn og fór meðal annars
ein með Síberíuhraðlestinni um
Sovétríkin.
Bagga var sannkallaður bó-
hem og listamaður, lærði list-
málun og málaði ótrúlega flott-
ar myndir. Eina mynd gaf hún
mér sem ég hef unun af að
horfa á, en hún er úr sum-
arbústað ömmu og afa, Litla-
hvoli, þar sem við áttum ynd-
islegar stundir. Handavinnan
hennar var undurfalleg eins og
allt sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Naut Barnaspítali Hringsins
m.a. góðs af verkum hennar, en
hún var Hringskona. Hún synti
á hverjum degi og hjólaði lang-
ar leiðir í Laugardalslaugina og
kom við hjá Margréti systur
sinni í bakaleiðinni. Hún er
ógleymanleg á hjólinu, er hún
stökk af baki við bratta Laug-
arásbrekkuna og hljóp eins og
unglingur upp með hjólið þótt á
áttræðisaldri væri. Átti svo
spjall við mömmu þar sem mál-
in voru krufin. Við hlógum mik-
ið að því á dögunum þegar
Bagga sagði frá því að krakk-
arnir í Vogunum hefðu kallað
þegar hún kom hjólandi: „Abba
babb, gömul kerling á hjóli með
hjálm.“
Vágesturinn kom á ný fyrir
tveimur árum og hafði nú betur.
Við kveðjum með söknuði ein-
staka konu. Ég þakka að leið-
arlokum góðu stundirnar, grínið
og hláturinn, sem nú er þagn-
aður.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Kæra Bagga mín.
Nú þegar þú ert horfin á
braut þá minnist ég þess þegar
við kynntumst fyrst í NYC 1951
á Íslendingamóti þar í borg.
Margt höfum við gert saman
síðan þá, bæði utanlands og inn-
anlands, sem skilur eftir ynd-
islegar minningar um frábærar
samverustundir. Spes kaffi úti á
palli i Mosó, í sveitinni á Síðu
og þegar við keyrðum í einum
áfanga frá Húsavík til Reykja-
víkur með viðkomu á Hvamms-
tanga í kaffi. Okkar er ennþá
minnst þar sem töff kvenna.
Elsku vinkona, hafðu þökk
fyrir samfylgdina og dýrmæta
vináttu í gegnum árin. Hvil í
friði, guð þig geymi.
Fegurð og hamingja
er lífsins lind
sem finnst með innri manni.
Hlusta þú á ár og fossa renna
finnur þú frelsi þitt renna til
alheimsins.
(Erna Guðbjarnardóttir)
Þín vinkona,
Erna Guðbjarnardóttir.