Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 75

Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 75
list vann Erla jafnframt við fjöl- skyldufyrirtækið, þar til hún ákvað að snúa sér alfarið að listinni. Hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Ásmund- arsal, 1983, en nú eru þær orðnar um 30 talsins. Upphaflega var hún með vinnustofu í kjallaranum á heimili fjölskyldunnar. Erla hafði alist upp við vinnustofulíf á bernskuheimilinu í Kópavoginum þar sem faðir hennar vann við sína list samhliða öðrum störfum. Árið 1989 stofnaði Erla, ásamt fjór- um öðrum listakonum, Art-Hún vinnustofur og gallerí sem starfrækt var í 12 ár. Þessi nýjung mæltist ákaf- lega vel fyrir. Art-Hún konur héldu samsýningar hér og erlendis og fengu til sín erlenda listamenn. Erla og maðurinn hennar byggðu vinnustofu og sýningarsal í sumarbú- staðarlandi fjölskyldunnar fyrir um 10 árum og nefnist það Listasel. Hug- mynd Erlu var að eiga möguleika á að stunda myndlistina sem lengst æv- innar og geta skapað og sýnt verk sín á sínum eigin forsendum. Hún hefur að mestu sýnt verk sín í Listaseli undanfarin ár. Henni finnst gaman að geta boðið sýningargestum í um- hverfið sem hún nærist á. Hún vinnur aðallega í blandaðri tækni sem hún hefur þróað undanfarna áratugi en vinnur einnig í olíu og pastel. Erla syngur í kórnum Cantabile hjá Margréti Pálmadóttur og gefur félagsskapurinn og söngurinn henni kraft og gleði. Hún ann lestri góðra bóka og hefur gaman af að slá á létta strengi og að sitja úti í náttúrunni í þögninni – njóta og skynja. „Þessi dagur, 12. apríl, er afmælis- dagur minn og föður míns, en hann lést af slysförum þegar ég var 11 ára. Þegar ég fæddist, kl. 6 að morgni þennan dag, fyrir 70 árum, var hann 35 ára. Hann var alsæll með afmæl- isgjöfina og tilkynnti það um allan bæ. Þegar hann var á lífi mátti ég halda upp á afmælið mitt frá kl. 15-18 og hann kl. 20 og fram úr og þá mátti ég vaka.“ Fjölskylda Eiginmaður Erlu er Guðfinnur R. Kjartansson, f. 17.3. 1945, fyrrv. framkvæmdastjóri. Foreldrar hans voru Kjartan R. Guðmundsson, f. 9.10. 1894, d. 10.5. 1964, beykir á Ísa- firði, og Jónína S. Jónsdóttir, f. 3.8. 1905, d. 7.3. 1999, húsfreyja á Ísafirði. Dætur Erlu og Guðfinns eru 1) Sonja Björg, f. 1.2. 1971, lyfjafræð- ingur í Kópavogi. en maður hennar er Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræð- ingur og eru börnin Birkir Örn, f. 2000, Þorsteinn Hilmir, f. 2004, og Þórunn Erla, f. 2006; 2) Anna Lára, f. 30.10. 1975, mannauðsstjóri í Reykja- vík og eru börnin Erla Guðfinna, f. 2000, Emilía Stefanía, f. 2006, og Elíana Júlía, f. 2009 en maður Önnu Láru er Steinar Karl Hlífarsson, deildarstjóri og laganemi, og 3) Jón- ína Rós, f. 23.7. 1985, fjármála- hagfræðingur í Reykjavík en maður hennar er Trausti Björn Ríkharðs- son, bifvélavirki og þjónustustjóri, og eru börnin Erla Ýr, f. 2010, og Krist- inn Bjarki, f. 2012. Systkini Erlu: Ingibjörg, f. 23.11. 1944, d. 29.11. 1944; Helgi Þór, f. 4.7. 1946, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Anna Björg, f. 23.3. 1953, d. 6.9. 1953; og Ósk, f. 20.11. 1954, d. 12.3. 2015 sjúkraþjálfari. Foreldrar Erlu voru Axel Helga- son, f. 12.4. 1913, d. 17.7. 1959, rann- sóknarlögreglumaður og stofnandi Nestis hf., og k.h., Sonja Björg Helgason, f. 16.11. 1918, d. 13.7. 2010, íþróttakennari og stofnandi Nestis.. Erla verður í Stokkhólmi á afmæl- isdaginn. Erla B. Axelsdóttir Ragnheiður Magnúsdóttir húsfr. í Hábæ í Hafnarfirði Tómas Halldórsson skósmiður í Hábæ í Hafnarfirði Ingileif Stefanía Tómasdóttir húsfr. í Stokkhólmi (fósturmóðir: Björg. Þ. Guðmundsdóttir húsfreyja Sonja Björg Helgadóttir íþróttakennari Ida Wilhelmina Karlsson í Svíþjóð Johann Albert Karlsson í Svíþjóð Sigurjón Björnsson póst- og símamálastjóri nna Guðlaug Björnsdóttir húsfr. í Rvík ASigrún inarsdóttir úsfr. í Rvík E h Einar Hjaltason yfirlæknir á Selfossi og hjá Rauða krossinum Sigþrúður Dagbjartsdóttir húsfr. að Hryggjum Ingrid Carlsson búsett í Stokkhólmi Laufey Helgadóttir húsfr. í Rvík Frímann Helgason íþróttafréttam. og starfsm. Ísaga Jóhannes Helgason viðskiptafr. og ráðgjafi í Rvík Anna G. Helgadóttir Roberts húsfr. í Rvík Kristinn Helgason lögreglum. og starfsm. Ríkisskipa Helgi Tómasson balletstjórnandi Dagmar Helgadóttir húsfr. í Rvík Kristín Jónsdóttir húsfr. í Ystabæli Guðmundur Guðmundsson b. í Ystabæli undir Eyjafjöllum Ágústa Guðmundsdóttir húsfr. í Vík í Mýrdal Helgi Dagbjartsson verkam. og sjóm. í Vík í Mýrdal Jórunn Ólafsdóttir húsfr. í Traðarkoti Dagbjartur Hafliðason b. í Traðarkoti á Ketilsstöðum Úr frændgarði Erlu B. Axelsdóttur Axel Helgason rannsóknarlögreglum. og forstjóri Nestis Helge Natanel Carlsson verkam. í Stokkhólmi (fósturfaðir: Sigurður Sigurðsson alþm. og búfjárráðunautur í Rvík) ÍSLENDINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Lárus Axel Helgason fæddist íVík í Mýrdal 12.4. 1913. For-eldrar hans voru Helgi Dag- bjartsson, verkamaður í Vík, og Ágústína Guðmundsdóttir húsfreyja. Eiginkona Axels var Sonja Björg Helgason íþróttakennari. Þau eign- uðust fimm börn og komust þrjú þeirra til fullorðinsára. Axel lauk prófum frá Samvinnu- skólanum 1945, stundaði tækninám í lögreglufræðum hjá rannsóknarlög- reglu New York-borgar og um skeið hjá Scotland Yard í London. Axel starfaði hjá Kaupfélagi Lang- nesinga á Þórshöfn 1935-37, var í götulögreglunni í Reykjavík 1937-44 og var síðan rannsóknarlögreglu- maður til 1957. Hann stofnaði fingra- faradeild rannsóknarlögreglunar og innleiddi ýmsar tækninýjungar við rannsóknastörf. Axel stofnaði Nesti hf 1957, ásamt eiginkonu sinni, Sonju Björgu, bíla- lúguverslun sem var nýjung hér á landi, þar sem hægt var að aka að af- greiðslulúgunni og fá afgreiðslu án þess að fara út úr bifreiðinni. Fyrirtækið var rekið í tímamóta- mannvirkjum, bensínstöðvahúsum, öðru í Fossvoginum, við þáverandi Hafnarfjarðarveg, og hinu á bakka Elliðaáa, við þáverandi Suðurlands- braut. Húsin voru glæsilegustu bens- ínafgreiðslu- og söluturnahús á Ís- landi, hönnuð af Manfreð Vilhjálms- syni arkitekt. Þessi tvö Nestis-hús voru lengi borgarhlið höfuðborgar- innar í huga borgarbúa. Þá voru fal- legir gosbrunnarnir við Nestis- verslanirnar rómaðir og vöktu kátínu yngstu kynslóðarinnar. Eftir lát Axels starfrækti ekkja hans Nesti til 1971, síðan tengdason- ur hennar uns fyrirtækið var selt Olíufélaginu 1997. Axel var margt til lista lagt. Hann var frístundamálari, myndhöggvari og fékkst við módelsmíði. Hann var einn stofnenda Myndlistarskólans í Reykjavík og fyrsti skólastjóri hans, var varaformaður Lögreglumanna- félagsins, stofnaði klúbbinn Kátt fólk og var formaður hans. Axel lést af slysförum 17.7. 1959. Merkir Íslendingar Axel Helgason 90 ára Eiríkur Sölvason Málfríður B. Jónsdóttir 85 ára Sveinn Kristinsson 80 ára Arnar Sigtýsson Sigurrós Helga Geirsdóttir Sveinn Gústavsson 75 ára Helga Kristjánsdóttir Kristjana Jónsdóttir Dinse Steinunn Þórðardóttir Svanhildur Guðmundsdóttir 70 ára Albert Haukur Gunnarsson Bragi Guðmundsson Hansína R. Ingólfsdóttir Hildur Guðrún Eyþórsdóttir Sigrún Sjöfn Helgadóttir Sigurður Kristinn Finnsson Sjöfn Inga Kristinsdóttir Þorgerður Guðmundsdóttir 60 ára Aldís H. Matthíasdóttir Anna S. Gunnarsdóttir Barbara G. Godlewska Elín Laufey Leifsdóttir Haukur Snorrason Hrefna Harðardóttir Janina Niewczas Magnús Ástvald Eiríksson Mogens Löve Markússon Rut Sigurðardóttir Sandra Gunnarsdóttir Sigríður B. Magnúsdóttir Sigurður Björn Lúðvíksson Steinþór Hjaltason Vera Björk Einarsdóttir 50 ára Benedikt H.Sigurðsson Brynhildur Hall Jónasdóttir Elías Kári Halldórsson Gígja Sveinsdóttir Haraldur Bernharðsson Harpa Sveinsdóttir Helga Bára Tryggvadóttir Helga Benediktsdóttir Jóhann Freyr Jónsson Jón Hjörtur Stefánsson Kári Bergsson Linda Björk Loftsdóttir Linda Jóhannesdóttir Sigríður A. Lárusdóttir Sigurður Ragnar Arnalds Sigurður Yngvi Sveinsson Steinar Björgvinsson Þröstur Laxdal Hjartarson 40 ára Baldur Lárusson Elfa Hrönn Valdimarsdóttir Erna Ingvarsdóttir Grétar Hannesson Harpa Sif Hreinsdóttir Jóna Dögg Jóhannesdóttir Jósef Matthías Jökulsson Kristín Drífa Jónsdóttir Margrét Björgvinsdóttir Olga Perla N. Egilsdóttir Rakel María Oddsdóttir Sigurbjörg Jónsdóttir 30 ára Arnór Freyr Guðmundsson Árni G. Traustason Ásgeir Frímannsson Birgir Karl Kristinsson Eyþór Sigtryggsson Gaukur Jörundsson Gró Einarsdóttir Heiðar Eldberg Eiríksson Lilja Dís Harðardóttir Ólína K. A. Kristjánsdóttir Sigríður Jasonardóttir Sigrún Alda Sigfúsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ingibjörg ólst upp á Kjalarnesi, býr í Hafn- arfirði, lauk sveinsprófi í rennismíði og er renni- smiður hjá Össurri. Maki: Magnús Ásmunds- son, f. 1984, rafvirki. Foreldrar: Hrefna Reyn- isdóttir, f. 1957, starfs- maður á renniverkstæði Össurar, og Sölvi Jó- hannsson, f. 1955, starfs- maður hjá Vélasölunni. Þau eru búsett í Reykja- vík. Ingibjörg Sölvadóttir 30 ára Hilmir býr í Reykjavík, lauk sveins- prófi í rafeindavirkjun og starfar hjá Brimrún. Maki: Sara Sigmunds- dóttir, f. 1993, fram- kvæmdastjóri hvalaskoð- unarinnar Elding á Akureyri. Dóttir: Þórunn Hilm- irsdóttir, f. 2008. Foreldrar: Sif Bjarnadótt- ir, f. 1958, kennari, og Ib Dan Petersen, f. 1954, bú- esttur í Danmörku. Hilmir Þór Sifjar- son Petersen 30 ára Helga ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MACC-prófi í reiknings- skilum og endurskoðun og starfar hjá Deloit. Maki: Hrafnkell Stef- ánsson, f. 1982, náms- stjóri hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Börn: Anna Kristín, f. 2011, og Stefán, f. 2014. Foreldrar: Nanna Ólafs- dóttir, f. 1952, og Jónas Magnússon, f. 1955. Þau búa í Reykjavík. Helga Ásdís Jónasdóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.