Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 84

Morgunblaðið - 12.04.2018, Page 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Þegar lýst er í bók fjar-lægum menningar- ogstjórnmálaheimi eins ogMið-Austurlöndum er mikils virði að til hans sé litið frá sjónarhóli sem lesandinn gjörþekk- ir. Vegna þess hve þjóðir hafa mis- munandi hagsmuna að gæta á þessu átakasvæði alþjóðastjórnmál- anna er erfitt að finna „hlutlausa“ bók í þeim skiln- ingi að ekki sé gætt eigin hags- muna eða tekin afstaða með ein- um á móti öðr- um. Fyrir skömmu sendi Magnús Þorkell Bern- harðsson, pró- fessor í nútíma- sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachusetts og gisti- kennari við guðfræði- og trúar- bragðafræðideild Háskóla Íslands, frá sér bókina Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð. Hún hefur sérstakt gildi fyrir Íslendinga af því að hún er sett í íslenskt samhengi þar sem það fellur að efni hennar og ekki er dreginn taumur eins að- ila umfram annan þegar lýst er þró- un og nú síðast upplausn á þessum slóðum. Markmið höfundar er að auð- velda lesandanum að skilja og meta það sem gerist í Mið-Austurlöndum samtímans. Hann leitast við að segja félagslega, menningarlega og pólitíska sögu og þróun Mið- Austurlanda á 20. og 21. öldinni. Í inngangi segir að ekki eigi að líta á bókina sem uppsláttarrit heldur sé þar lýst einstökum viðburðum og stefjum sem bregði ljósi á vanda og viðfangsefni íbúanna. Mið- Austurlönd séu ekki landfræðilegt hugtak „heldur menningarlegt og pólitískt, og því frekar ónákvæmt og túlkunum háð“. Íbúar Mið- Austurlanda noti þó þetta hugtak sjálfir þegar þeir fjalli um málefni svæðisins. Sé landafræði beitt til að skil- greina viðfangsefni bókarinnar nær hún til Egyptalands í vestri, Tyrk- lands í norðri, Írans í austri og Jemens í suðri. Það eitt að nefna heiti þessara ríkja og leiða hugann að atburðum þar og í nágrannaríkjunum undan- farin 100 ár sýnir að það er ekkert áhlaupaverk að bregða upp skiljan- legri og upplýsandi mynd af þróun mála á 349 bls. og eru þá skrár yfir ítarefni og nöfn meðtaldar. Í bók- inni eru kort til skýringa og einnig litlar svart/hvítar ljósmyndir. Texti Magnúsar Þorkels er lipur og honum tekst að lýsa flóknu og margbrotnu efni á þann veg að auð- velt er að fylgja þræði hans auk þess sem lýsingarnar dýpka skiln- ing á því sem gerist í samtímanum og setur svip á daglegar fréttir af átökum og deilum. Þekking hans á trúarbrögðunum og straumum inn- an íslam opnar nýja sýn á marga þætti. Hann íslenskar einnig orð úr arabísku í sama skyni. Fréttir hér um þessi mál eru yfirleitt sagðar frá sjónarmiði þeirra sem nýta sér breskar eða bandarískar fréttastof- ur. Saga Magnúsar er sögð með ein- staklinga sem leiðarhnoða. Skýrt er hvernig ákvarðanir þeirra skipta sköpum um þróun mála. Nútíminn með tækniþróun sinni og óseðjan- legri þörf fyrir olíu gjörbreytir samfélögum án þess þó að inn- leiddar séu aðferðir í stjórnmálum og siðum sem gert hafa lýðræðis- þjóðfélögum kleift að dafna og blómstra þrátt fyrir miklar breyt- ingar. Of snögg umskipti eins og í Írak eftir sigur í styrjöldinni árið 2003 gera þó aðeins illt verra. Fyrir utan inngang og lokaorð skiptist bókin í 10 kafla: Rödd hróp- andans í eyðimörkinni – áhrif Mú- hameðs spámanns; Úr fjölmenningu í þjóðmenningu – vandi Ósmanska veldisins; Hiksti Churchills – ein- kennileg strik í eyðimörkinni og myndun nýrra ríkja; Róttæk nú- tímahyggja – Ataturk og Reza Pa- hlavi á millistríðsárunum; Nýr far- aó í Kairó? – draumurinn um nýtt Egyptaland; Rauða línan – konur á 20. öldinni; Hin fullkomna deila – átakasaga Ísraela og Palestínu- manna; Svarta gullið – er olía böl eða blessun?; Leiðirnar að fyrir- myndarríkinu – íslamistar, vopnuð átök og byltingar; Frá Berlín til Bagdad – barist um Írak. Eins og sést af þessu efnisyfirliti er víða farið. Við lestur kaflans um Ataturk og umbyltingu hans í Tyrk- landi og hvernig Reza Pahlavi leiddi Íran inn í nútímann vakna spurn- ingar um hve langt í átt til lýðræðis er í raun unnt að ganga í löndum með jafn óljós skil milli trúarbragða og stjórnmála. Fengju þjóðirnar frelsi með afhelgun stjórnarhátta stæðist mannauður og menntunar- stig þeirra ekki samanburð við aðr- ar þjóðir? Klerkaveldið í Íran hvílir ekki aðeins eins og mara á eigin þjóð heldur ýtir undir og stendur að hernaði um Mið-Austurlönd. Í Tyrklandi er markvisst horfið frá afhelgunarstefnu Ataturks til ísl- amskrar ofstjórnar og sprotar ein- ræðis mótast. Sérstaða Ísraels meðal ríkjanna í Mið-Austurlöndum er augljós þegar litið er til tilvistar þess og sögu. Það hefur hins vegar ekki verið sjálfgefið að Ísraelar séu „nú með pálmann í höndunum“ eins og Magnús Þorkell orðar það og segir að sé vegna þess „að þeir drógu þann lærdóm af reynslu sögunnar að treysta ekki neinum, sinna ekki athugasemdum alþjóðastofnana og leiða ákúrur stórveldanna hjá sér“. Þeir hafa með öðrum orðum nýtt fullveldisrétt sinn til þrautar og litið á það sem spurningu um líf og dauða sé að honum vegið. Ísraelar eiga auðvelt með að skil- greina sig sem þjóð með skýr sér- kenni. Öðru gildir um arabana sem auk þess deila innbyrðis vegna mis- munandi skilnings á grunnþáttum trúar sinnar. Nýlega bárust fréttir um að krónprinsinn í Sádí-Arabíu hefði viðurkennt rétt Ísraela til lands fyrir botni Miðjarðarhafs við hlið Palestínumanna. Bandalag Ísr- aela og Sáda gegn Írönum mótast dag frá degi. Kúrdar eru þjóð á þessum slóð- um sem getur skilgreint sig með vísan til sögu og menningar en fær ekki að stofna eigið ríki og er of- sótt, líklega af ótta nágranna við styrk hennar, fengi hún fullveldis- réttinn. Bók Magnúsar Þorkels Bern- harðssonar hittir í mark á réttum tíma. Hún lýsir ástandi sem von- andi lýkur og þar með mannlegum hörmungum vegna þess. Hún sýnir þó einnig að til að það gerist er þörf á enn róttækari umbreytingu en orðið hefur. Morgunblaðið/Hari Höfundurinn „Texti Magnúsar Þorkels er lipur og honum tekst að lýsa flóknu og margbrotnu efni á þann veg að auðvelt er að fylgja þræði hans,“ segir rýnir um bók Magnúsar Þorkels Bernharðssonar prófessors. Alþjóðamál Mið-Austurlönd – fortíð, nútíð og framtíð. bbbbn Eftir Magnús Þorkel Bernharðsson. Mál og menning, 2018. Kilja, 349 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Íslensk leiðsögn um Mið-Austurlönd Karl XVI. Gústaf Svíakonungur er reiðubúinn að breyta stofnsátt- mála Sænsku akademíunnar með konunglegri tilskipun til þess leysa úr því ófremdarástandi sem ríkir innan akademíunnar eftir brotthvarf þriggja meðlima hennar í mótmæla- skyni við að ekki eigi að fara að ráð- um lögfræðistofu um málefni Jean- Claude Arnault sem sakaður er um kynferðisofbeldi, fjármálaóreiðu og að leka nöfnum komandi Nóbels- verðlaunahafa, en Arnault er giftur Katarinu Frostenson sem setið hef- ur í akademíunni síðan 1992. „Ég mun í ljósi aðstæðna íhuga þann möguleika að breyta stofnsátt- málanum, meðal annars er snýr að rétti meðlima til að hætta,“ skrifar Svíakonungur í fréttatilkynningu sem sænska konungshúsið sendi frá sér í gær og greint var frá í sænsk- um fjölmiðlum. Líkt og fjallar var um í Morgunblaðinu í gær eru með- limir akademíunnar, sem alls eru 18 talsins, skipaðir til æviloka og því ekki hægt að fylla sæti þeirra sem vilja hætta eða þurfa frá að hverfa af heilsu- farslegum ástæð- um fyrr en við andlát eða ef aka- demían kýs að reka viðkomandi. Frá því Gústaf III. Svíakonungur stofnaði Sænsku akademíuna árið 1786 hefur aðeins einn maður verið rekinn úr akademí- unni, en það er Gústaf Mauritz Arm- felt sem var reyndar rekinn í tví- gang, fyrst 1794 og síðan 1811 eftir að hafa verið endurkosinn inn í aka- demíuna 1805. Göran Persson, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, lýsir þung- um áhyggjum í viðtali við Dagens Industri. „Menn eru að leika sér með sterkasta vörumerki okkar,“ segir Persson og telur stöðuna óásættanlega. Segir hann ábyrgð meðlima akademíunnar mikla og gagnrýnir þá sem hafa hætt þar sem brotthvarf þeirra geti stefnt aka- demíunni í hættu, því tólf atkvæði þarf til að geta kosið inn nýja með- limi þegar stólar losna. silja@mbl.is Íhugar að breyta stofnsáttmálanum  Konungleg tilskipun gæti leyst málið Karl Gústaf Göran Persson ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir mánudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 27. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.